Morgunblaðið - 03.04.1968, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1968
Spilafélagarnir: Sverrir Guðmunsdson (Roy), Bessi Bjarnason (Vinnie), Ævar R. Kvaran
(Murry), Arni Tryggvason (Speed) og Rúrik Haraldsson (Oscar).
forráðamönnum Þjóðleikhússins
áminning um að sækja slíkt efni
framvegis til Evrópu fremur en
Ameríku.
Tvö höfuðhlutverk leiksins,
Oscar Madison og Felix Ungar,
fóru þeir með Rúrik Haraldsson
og Róbert Arnfinnsson. Mér
fannst Rúrik ekki ná sér á strik
í upphafi fyrsta þáttar og yfir-
leitt vera slakastur þegar spila
félagar hans voru á sviðinu, en
í samleiknum við Róbert var
hann öruggur og oft skemmti-
legur, þó hann vekti ekki bein-
línis hlátur. Róbert dró hins-
vegar upp hugnæma og gletti-
lega margræða mynd af Felix
Ungar, snyrtimenninu með sál-
flækjurnar, sem gerir alla leiða
á sér og fer með hlutverk „eig-
inkonunnar" í sambúð þeirra fé-
laga. Túlkun Róberts var nær-
færin og kankvís og sýndi furðu
marga fleti á þessari útsmognu
tepru, enda var hann helzti hlát-
urvaki kvöldsins.
Systurnar Gwendolyn og Ce-
cily voru leiknar af Herdísi Þor-
valdsdóttur og Brynju Benedikts
dóttur, sem voru samhentar í
flissi sínu og tilfinningasemi,
mynduðu gott mótvægi við þá
félaga- Af spilafélögunum kvað
mest að þeim Bessa Bjarnasyni,
sem skóp bráðskemmtilega mann
ÞJOÐLEIKHUSIÐ:
gerð með því að undirleika hlut-
verk Vinnies, og Ævari R. Kvar-
an í hlutverki Murrys lögreglu-
þjóns, en hárkolla hans hefði að
visu mátt vera eðlilegri. Árna
Tryggvasyni og Sverri Guð-
mundssyni- auðnaðist hinsvegar
ekki að blása lífi eða skopi i
Speed og Roy.
Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar
voru ekkert augnayndi, en þau
voru trú fyrirmyndinni: nákvæm
lega þannig eru piparsveinaíbúð
irnar við Riverside Drive.
Kannski hefði mátt vera eilítið
augljósari munur á sóðaskapn-
um í upphafi og snyrtilegheitun-
um eftir að Felix flyzt inn, en
það var ekkert sem sköpum
skipti.
Þýðing Ragnars Jóhannesson-
ar er einkennilegt sambland af
gullaldaríslenzku, gömlu og
nýju götumáli, og skar mann oft
í eyrun með fáránlegum mis-
hljómum sínum. Þar hefði leik-
stjórinn átt að láta til sín taka
og heimta betri texta, því eitt
af frumskilyrðum góðs gaman-
leiks er þó textinn.
Eins og fyrr segir voru undir-
tektir frumsýningargesta frem-
ur dauflegar í leikslok, þó stund
um væri hressilega hlegið meðan
á sýningu stóð.
Sigurður A. Magnússon.
MAKALAUS SAMBUB
Höfundur: Neil Simon
ÞýÖandi: Ragnar Jóhannesson
Leikstjóri: Erlingur Císlason
Leikmynd: Lárus Ingólfsson
Þjóðleikhúsið hefur á undan-
förnum árum verið seinheppið
með þá bandarísku gamanleiki
sem það hefur tekið til sýning-
ar, enda ekki um auðugan garð
að grisja í þeim efnum vestan
hafs. Sannleikurinn er sá, að
bandarískt skopskyn virðist
vera svo einhæft og frumstætt,
að það setji gamanleikahöfund
um óhæfilega þröngar skorður.
Þetta verður kannski ljósast með
því að bera saman bandaríska
gamanleikinn „Makalausa sam-
búð“, sem Þjóðleikhúsið frum-
sýndi á föstudagskvöldið, og þá
evrópsku grínleiki sem sézt hafa
hér á fjölunum að undanförnu,
„ítalskan stráhatt", „Tveggja
þjón“, einþáttungana eftir Dario
Fo og jafnvel „Indíanaleik", þó
túlkun hans færi að vísu meira
og minna í handaskolum. f þess-
um verkum er skopinu lyft á
plan sem er ofar allri veruleika-
stælingu, og fyrir bragðið verða
verkin miklu markvissari í háði
sínu og skopi um þá mannlegu
veikleika og bresti sem eru efni-
viður gamanleika.
„Makalaus sambúð" er vissu-
lega skárri en flestir eða allir
þeir bandarísku gamanleikir
sem hér hafa sézt, enda hlaut
höfundurinn, Neil Simon, verð-
laun fyrir leikinn vestan hafs
og var kjörinn bezti leikrita-
höfundur ársins 1966, og verður
sú verðlaunaveiting að teljast
heldur ömurlegur vitnisburður
um bandaríska leikritun. Verkið
er nokkurnveginn raunsæ lýs-
ing á brösum tveggja nýskilinna
karlmanna í New York eftir að
þeir taka að búa saman í átta-
herbergja íbúð, og er grínið eink
um fólgið í hliðstæðu þessarar
„makalausu sambúðar“ við venju
lega makasambúð, og svo í ýms
um hnyttnum orðsvörum og skop
legum atvikum. Hið ógeðfellda
kynvillustef sem er undirtónn-
inn í leikritinu kom mjög ógreini
lega fram í sýningu Þjóðleikhúss
ins, eins og leikstjórinn hafi
veigrað sér við að leika það, en
fyrir vikið dofnaði yfir gríninu
sem höfundurinn ætlar sér að
fá útúr þessu stefi. Leikritið er
óneitanlega fagmannlega samið,
atriðin reka hvert annað í rök-
legu samhengi, þó sumsstaðar
séu samskeytin óþarflega áber-
andi, til dæmis í seinna atriði
annars þáttar þegar Oscar er að
blanda í glösin meðan Felix græt
ur sig inná systurnar. f heild
er verkið fjarskalega lágfleygt
og hversdagslegt, rís hvergi til
listrænnar tjáningar.
Afturámóti má hugsa sér að
leikritið gæti orðið ívið fyndnara
og hugtækara en hér varð raun-
in með hnitmiðaðri skopfærslu
spilafélaganna, þar sem hver
manngerð væri dregin skýrum,
einföldum dráttum, og með rík-
ari alúð við hið bandaríska
andrúmsloft leiksins. Þó leik-
stjórinn, Erlingur Gíslason, hafi
lagt ýmislegt gott til sýningar-
innar, var annað heldur klúðurs-
legt, einkanlega pókerspilið í
byrjun og lok sýningarinnar og
púðakast sambýlismannanna
í leikslok. Skemmtilegasti
og bezt gerði kafli leiks-
ins var seinna atriði annars
þáttar, þegar þeir félagar
bjuggu sig undir að taka á
móti systrunum og fengu þær
síðan í heimsókn. Hitt verður að
játa, að sýningin var með köfl-
um ákaflega langdregin og bein
línis leiðinleg. Má þar um kenna
bæði ónógum leikhraða, sem ef-
laust stafaði að einhverju leyti
af óöruggri textakunnáttu, og
svo greinilegum skorti á snerpu
eða jafnvel áhuga leikenda.
Þó „Makalaus sambúð“ sé
skársti bandaríski gamanleikur
sem ég hef séð á hérlendu leik-
sviði, átti hann ekki nema miðl-
ungsviðtökum að fagna á föstu-
dagskvöldið, og mætti það verða
Róbert Arnfinnsson (Felix) og Rúrik Haraldsson (Oscar).
NÝLEGA var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli, sem
Snorri Ólafsson, Kristneshæli,
höfðaði gegn bæjarstjóranum á
Akureyri til greiðslu skaðabóta
vegna tjóns, er varð á bifreið
hans í árekstri við slökkvi-
bifreið, sem var eign Akureyrar
bæjar.
Málsatvik voru þau, að föstu-
daginn 21. janúar 1966, kl. 13.17
ók Snorri Ólafsson, stefnandi
málsins, bifreið sinni A-61 norð-
ur Hafnarstræti á Akureyri. Við
mót Hafnarstrætis og Kaup-
vangsstrætis varð árekstur milli
bifreiðar hans og slökkvibifreið
arinnar SA-1, sem kom vestur
Kaupvangsstræti og ók inn á
Hafnarstræti sem er aðalbraut.
Taldi stefnandi, að þegar hann
nálgaðist umrædd gatnamót
hefðu þau verið auð og hindr-
unarlaus, en er hann átti eftir
2-3 metra að gatnamótunum,
hefði hann ekki vitað fyrr til en
að hann sá eina af bifreiðum
slökkviliðs Akureyrar fyrir
framan bifreið sína. Hann hefði
strax hemlað, en vegna ísingar
hefði bifreið hans ekki stöðvast
fyrr en hún rakst á slökkvibif-
reiðina. Höggið varð ekki mjög
mikið og nam stefnufjárhæðin í
málinu kr. 7.835.20, sem er það
tjón, er stefnandi taldi sig hafa
orðið fyrir við áreksturinn.
Taldi stefnandi sig ekki hafa
heyrt nein hljóðmerki og þar
jem hann hefði verið á aðalbraut
hefði hann ekki talið sig vera
í neinni hættu.
Ökumaður slö'kkvibifreiðar-
innar skýrði svo frá, að hann
hefði farið í slökkvibifreiðinni,
þar sem tilkynnt hefði verið um
eld í gripa-húsi í Lækjargili og
væru skepnur þar inni. Hann
hefði ekið vestur Kaupvangs-
stræti og verið með rauð ljós og
sírenu í gangi alla leiðina- Þegar
hann hefði komið :ð Hafnar-
stræti hefði hann verið á um 30
km. hraða. Hann hefði séð um-
rædda bifreið koma eftir Hafn-
arstræti, en talið að ökumaður-
inn hlyti að hafa heyrt hljóð-
merkin og myndi stöðva, þar
sem hann hefði verið á lítilli
ferð. Árekstur hefði þó orðið,
en hann hefði haldið áfram ferð
sinni, þar sem hann taldi mikið
liggja á að komast á brunastað.
Stefnandi málsins, Snorri Ól-
afsson, byggði bótakröfu sína á
því, að slökkvibifreiðinni hefði
verið ekið framhjá biðskyldu-
merki við Hafnarstræti og þvert
í veg fyrir hans bifreið og auk
þess á syðstu akrein á Kaup-
vangsstræti í stað miðakreinar,
sem hann hefði átt að aka, mið-
að við akstursstefnu. Þá hafi
slökkvibifreiðinni verið ekið of
hratt, miðað við atstæður. Öku-
maður slökkvibifreiðarinnar
hefði ekki gætt sérstakrar var-
úðar, sbr. 2. mgr. 38. gr. umferð-
arlaga. Ökumaður slökkvibifreið
arinnar hefði því átt alla sök
á árekstrinum.
Bæjarstjóri Akureyrar, sem
krafðist sýknu í málinu, byggði
þá kröfu sína á því, að ökumað-
ur SA-1 hefði verið á leið ' á
brunastað vagna útkalls og því
hefði honum eigi verið skylt að
sinna biðskyldumerkjum á nefnd
um gatnamótum, þar sem brýn
nauðsyn hafi verið á því að kom
ast sem fyrst á bruanstað til
bjargar dýrum, sem ella kynnu
að brenna inni, enda hefði
slökkvibifreiðin notað tilskilin
ljós og hljóðmerki á akstursleið
sinni og ökumaðurinn gætt þeirr
£U varúðar, sem af honum máttíi
heimta miðað við aðstæður.
Niðurstaða málsins í héraði
var sú, að bæjarsjóður Akureyr
ar var dæmdur til að bera tjón-
ið að 3-4 hlutum, þar sem öku-
maður slökkvibifreiðarinna hefði
ekki gætt sérstakrar varúðar
sbr. 2. mgr. 38. gr. umferðar-
laga, enda hefði slys þetta orð-
ið á einu mesta umferðarhorni
Akureyrarbæjar og slökkvibif-
reiðin verið að aka inn á aðal-
braut. Stefnandi var hinsvegar
látinn bera tjón sitt að 1-4 hluta,
þar sem talið var að hann hefði
eigi sýnt af sér næga aðgæzlu
miðað við aðstæður.
Niðurstaðan í Hæstarétti varð
hinsvegar sú, að bæjarsjóður
Akureyrar var látinn bera tjón-
ið að öllu leyti. Segir svo í for-
sendum að dómi Hæstaréttar:
„Ökumaður slökfcviilbif neiðar
stefnda) SA-1 hagaði akstri sín-
um andstætt umferðarreglum án
þess að gæta nægilegrar var-
úðar, sbr 2. mgr. 38. gr umferðar
árekstur slökkvibifreiðarinnar
laga nr. 26-1958. Af þessu leiddi
árekstur slökkvibifreiðarinnar
og bifreiðar (stefnanda), A-61,
sem mál þetta er af risið. Hins-
vegar þykja eigi í ljós leidd mis
tök af hendi (stefnanda), er á-
reksturinn verði rakin til.“
Bæjarsjóður Akureyrar var
því dæmdur til að bera tjónið
að fullu, kr. 7.835.20 ásamt vöxt-
um og kr. 8.000.00 í málskostn-
að fyrir báður réttum.