Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 04.04.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1908 'BttA££/EAM O/M Rauðarárstíg 31 Símí 22-0-22 IVIAOIMlJS/lR 5KIPHOLTI21 símar 21190 eftir lokun simi 40381 >SÍM11-44-44 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e»a 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAISi - VAKUR — Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 1966 Chevrolet Malibu, 2ja dyra, hard-top, gólfskipt- ur, ekinn 9 þús. km. 1966 Dodge Coronet 500, 2ja dyra hard-top, sjálfskipt- ur. 1967 Saab V-4 kr. 180 þús. 1967 Volkswagen 1300, 19 þ. km. 1967 Volvo 144, rauður 13 þ. km. 1966 Toyota Corona, hvítur. 1966 Taunus 17-M station. 1967 Fiat 1100 station. 1965 Cortina 2ja dyra, rauð. 1964 Volvo P-544, 45 þ. km. 1964 Austin A-40, 35 þ. km. 1968 Land-Rover dísil, hvít- ur, 8 þ. km„ toppgrind. 1966 Willy’s og Bronco. 1965 Gas m. velklæddu húsi. Mikið úrval af bílum. Ingólfsstræti 11. Símar 15014 — 19181 — 11325 ^ Hvers eiga sjúkir að gjalda? María Skagan skrifar: Velvakandi gó&ur. Eindregið vil ég taka undir orð séra Hannesar í Fellsmúla um starf séra Jónasar Gísia- sonar í Danmörku. Af sjúkrahúsum þar, sem fjöldi íslendinga er árlega send ur til, má nefna Rigshospitalet, Militær hospital, Ortopædisk hospital, Fysiurgisk hospital í aðra) o. fl. Af eigin reynslu og annarra kunnugra get ég um það borið, að starf séra Jónasar er þeim sjúklingum ómetanlegt. Hann tekur á móti sjúklingum við komu þeirra, fylgir þeim á sjúkrahúsin ef þeir þarfnast sjúkraflutnings, ekur þeim ella sjálfur — talar við lækna og hjúkrunarkonur, heimsækir hina sjúku að staðaldri þaðan í frá og greiðir veg þeirra á allan hugsanlegan hátt, kemur meðal annars á tengslum milli þeirra og íslendinga, sem bú- settir eru ytra. Sökum alhliða þekkingar á öllum aðstæðum og staðháttum ytra svo og sérstæðar lipurðar og Ijúfmennsku er séra Jónas svo vel til þess starfa fallinn sem framast má verða. Nýtur hann og fulltingis sinnar ágætu konu í hvívetna. Að sjúkradvöl lokinni annast séra Jónas farmiðakaup og flutning hinna sjúku um borð í flugvél eða skip. Hér heima er Rauði krossinn að hefja hjálparstarf svoball- aðra sjúknavina, tenglar hafa einnig verið starfandi um nokk urt skeið. Reynslan hefur sýnt að þessaraf hjálparstarfsemi er brýn þörf. Ómannúðleg og lágkúruleg spamaðarráðstöfun væri það að svipta sjúklinga í framandi Hornbæk (þjálfunarstöð fatl- landi þeim sjúkravinum og H ERRÁDEILD tenglum sem séra Jónas og kona hans eru. Væri þess frem ur óskandi, að kirkjan sæi sér fært að efla starf sitt á þessum vettvangi. María Skagan. Gæzluvellir fyrir hvert einasta barn Móðir skrifar: Velvakandi! Finnst þér ekki, eins og mér að nú sé kominn tími til, að við tökum öll höndum saman um að koma upp lokuðum gæzluvöllum fyrir alla yngstu borgarana okkar? Ég get ekki hugsað mér ann- að en allir vildu bæta nokkr- um krónum við útsvarið sitt, ef þeir væru vissir um, að þær yrðu notaðar til þess að tryggja öryggi þessara litlu fjörkálfa, sem seinna eiga að erfa land- ið. Það er bókstaflega ekki hægt að ætlast til þess, að nokkur móðir, hversu lítið heimili sem hún hefur, geti hlaupið hvert fet á eftir litlum börnum sínum í leit þeirra að ævintýrum og þekkingu. Það ættu að vera svo þéttir gæzlu- vellir, eða helzt leikskólar, að hvert einasta bam gæti verið þar einhvern hluta dagsins svo að við eigum það ekki á hættu, að öll þjóðin þurfi að bíða í ofvæni eftir því, hvort lítið barn finnst, ef móðirin hefur þurft að líta af því aug- unum í fáeinar minútur, svo að ekki sé talað um að firra for- eldrana allri þeirri sálarangist og örvæntingu, sem slíku er samfara. I>ær konur, sem nauðsynlega verða að vinna utan heimilis síns, geta fengið gæzlu fyrir börn sín og þó með mestu herkjubrögðum og skýrslugerð um, og svo eru auðvitað víða til gæzluvellir, en bara ekki nógu víða. Hér í hverfinu, sem ég bý í, er t. d. enginn. Það er beinlínis ógnvekjandi að sjá þessi litlu böm á göt- unni eða annars staðar þar sem hættur steðja að þeim frá öll- um hliðum. Því vil ég endur- taka þetta, í djúpri samúð með foreldrunum, sem í dag sitja í myrkri sorgarinnar og í minn- ingu yndislegs lítils drengs: Komum upp fleiri gæzluvöllum eða leikskólum og látum það ekki um okkur spyrjast lengur að börnin okkar séu gæzlulaus þó að móðirin hafi öðru að sinna en hlaupa á eftir þeim hvert fótmál. Við berum öll ábyrgðina. Móðir. Endurtaka í betra veðri ' Þ. V. E. skrifar: Kæri Velakandi. Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig erindi, sem ég veit að margir hafa áhuga á. Þannig er mál með vexti, að sl. sunnudags- kvöld fór ég á kirkjukvöld í HaUgrímskirkju. Þar flutti sænski sendikennarinn á ís- landi, Sven Magnus Orrsjö er- indi um sænska skáldið Par Lagerkvist, einkum með tilliti til trúar og efasemda í verkum hans. Kristinn Hallsson óperu- söngvari söng og lítil stúlka, Lilja ÞórisdóttÍT, las ævintýri eftir Jóhann Magnús Bjarna- son. Nú er ekki að orðlengja það, að þessi atriði öll tókust með ágætum og urðu þeim, sem þarna voru saman komnir til óblandinnar ánægju og upp- byggingar. En veður var vont þetta kvöld, norðanstormur með hörðu frosti og komu því færri en ella hefði verið. Nú hafa nokkrir menn komið að máli við mig, sem fegnir hefðu viljað sækja þetta kirkjukvöld, en treystust ekki til þess vegna veðurs. Þess vegna vil ég spyrja þig, Velvakandi, sem leysir vanda svo margra hvort þú vildir ekki koma því á fram færi við aðstandendur þessa kirkjukvölds hvort ekki væri möguleiki að endurtaka það, einhvem tíma þegar veðrið er betra. Þá veit ég að margir mundu koma, sem ekki treystu sér til þess í óveðrinu um dag- inn. Þ. V. E. Þessu er hér með komið á framfæri til réttra aðila. ★ Neitað um að greiða með ávísun Kæri Velvakandi. Ég má til með að taka undir orð læknanema í dálkum þín- um hinn 28. marz. Því að það vill einmitt svo til að í það eina skipti, sem mér hefur ver- ið neitað um að greiða með ávísun var efnmitt undir sömu kringumstæðum. Er ég á síð- astliðnu sumri brá mér til höf- uðborgarinnar ásamt konu minni og ætluðum við kvöld eitt í Þórskaffi að skemmta okkur. Er þangað kom bað ég um 2 miða í miðasölunni, en er ég ætlaði að greiða þá með ávísun, þrumaði hinn kurteisi afgreiðslumaður: )rÞað þýðir ekki að reyna svona lagað við mig“. Mér þótti Þetta heldur leiðinlegt, þar sem mér fannst að hann teldi sig örugglega eiga þarna viðskipti við ótýnd- an glæpamann. Sem betur fór var svo kona mín með peuinga á sér svo að ég gat með því að fá þá lán- aða tínt skrjáfandi seðla í af- greiðslumanninn. Varla skil ég í að svona afgreiðsla sé aðdrátt arafl fyrir skemmtistaði. Virðingarfyllst. „Snobbari" að norðan. » ★ Fyrirbyggjum dráttarvélaslysin G. A. skrifar: Heiðraði, víðlesni Velvak- andi. Nú eftir að enn eitt dráttar- vélaslys hefur orðið, með þeim voðalega hætti, sem einkennir þau, get ég ekki orða bundizt yfir þeim sofandahætti, sem einkennir öll öryggismál í sveit um. Finnst mér ægilegt til þess að hugsa, að þeir, sem þessir unglingar þjóna, bera í raun og veru alla ábyrgð, Til úrbóta dettur mér í hug, að sett yrðu lög, svipuð og lögin um örygg- isbelti í bílum. Nú veit ég að margir, sem í bæjum búa og eiga frændfólk í sveitum, vilja styrkja þetta mál. Því legg ég til, að happdrætti verði stofn- að óg allur ágóði renni til að styrkja smíði þessara öryggis- húsa, sem eru mjög dýr. Nú eru lög um að allar nýjar drátt arvélar skuli vera með öryggis húsi, en mér er nær að halda, að ekki sé síður ástæða til að krefjast fullkomins öryggis þegar þessar vélar fara að slitna. Ég vil geta þess, að þær dráttarvélar, sem fyrst komu, eru enn víðast hvar í fullri notkun dag hvern. Þær vélar, sem síðast komu fyrir gildis- töku laganna um öryggishús geta því enn verið í notkun í 25 til 30 ár, ef að líkum lætur. Enn er þess því langt að bíða, að hættan líði hjá hvað þetta snertir. Ég vil svo að lokum skora á viðkomandi yfirvööld að þau bregðist strax við og reyni að fyrirbyggja dráttarvélaslysin, eftir því sem umnt er. G. A. SPEGLA Nytsöm fermingargjöf SKATT- HOUN Vinsæl fermingargjöf Falleg fermingargjöf usoacinariol h L »i 'T r Hrw i Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.