Morgunblaðið - 04.04.1968, Page 11

Morgunblaðið - 04.04.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1968 11 Tekniskur teiknari Vita- og hafnarmálaskrifstofan vill ráða til sín tekniskan teiknara frá 15. maí. Skrifleg umsókn þar sem greint er frá aldri, menntun og starfsreynsiu sendist Vita- og hafnar- málaskrifstofunni Seljavegi 37, fyrir 15. apríl. Trésmíðavélar Til sölu er 2ja ára norskar trésmíðavélar „Tegle & S0nner“ mjög lítið notaðar. Þykktarhefill 70 cm. afréttari 45x220 cm. fræs- ari með sleða, hjóisög með sleða, límingarpressa 115 x 270 cm, bandstýrisvél. Uppl. á Akureyri í sima 96—11087. Skolphreinsun úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar- hringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. Rörverk sími 81617. Norðlendingar Höfum opnað mjög glæsilega sjálfs- afgreiðsluverzlun að Clerárgötu 34 Opið 1 til 6 e.h. nema laugardaga 9—12 f.h. Mikið af nýjum vörum. Akureyri, sími 21575. ROAMER á pilta og stúlkur Hermann Jónsson & Co. Lækjargötu 2. NÝTT - NÝTT Það þarf ekki lengur að fínpússa eða mála loft- og veggi ef þér notið Somvyl. Somvyl veggklæðning. Somvyl þekur ójöfnur Somvyl er auðvelt að þvo. Somvyl gerir herbergið hlýlegt. Somvyl er hita- og hljóð- einangrandi. Það er hagkvæmt að nota Somvyl. Á lager hjá okkur í mörgum litum. SOMMER somyyl LITAVER Grensásvegi 22—24. — Símar 30280—32262. - MINNING Framhald af bls. 21 í Oxarfirði. Það var pabba mikið gleðiefni að vera me’ð systur- börnum sinum og völdum vinum í ágætri veizlu, er þau hjónin Björn og Þórstína buðu til. Þetta var í apríl 1966, síðasta vorið, sem pabbi lifði. í febrúar árið eftir hittust þeir frændur í Borg arspítalanum, þá báðir lagðir upp í hinztu förina. Þegar Vilhjálmur Benedikts- son lézt 1938 fóru börn hans al- farin frá Sandfellshaga. Björn hóf þá um haustið nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Næsti stóráfanginn í lífi hans var, þegar hann réðist til vélsmiðjunnar Héðins. Þar lærði hann járnsmfði og lauk bæði bóklegu og verk- legu námi með ágætum vitnis- burði. Hann vann í Héðni um tuttugu ára skeið og varð þar vel til vina. En heilsa hans var ekki sterk og því skipti hann um starf. Síðustu árin var hann verkstjóri í Fiski- og síldarmjöls verksmiðju Guðmundar Jónsson- ar í Sandgerði og féll starfið og starfsfólkið hið bezta. Björn kvæntist 24. janúar 1948 eftirlifandi konu sinni, Þórstínu Jóhannsdóttur frá Akureyri. Þau eignuðust tvö börn, Hilmar Tóm- as, íþróttakennara, hann er kvæntur Unni Sigtryggsdóttur Klemenssonar, hjúkrunarkonu, Berta Júlía dvelur heima hjá mó'ður sinnL Björn og Þórstína áttu fallegt heimili að Hlíðarvegi 30, Kópa- vogi. Þau nutu mikillar ham- ingju saman, voru samhent og sístarfandi að hag heimilisins. Þórstína hefur um árabil unnið hjá Mjólkursamsölunni og á sín hvorum megin götu heimili sitt og vinnustað. Allir, sem til Björns þekktu vissu, að hann var hið mesta prúðmenni, ágætlega gefinn og hafði sérstæða mjög hlýja og hófsama kímnigáfu. Það var sem hljóðlát gleði fylgdi honum jafn an, bros hans er eftirminnilegt. Hann var góður heimilisfaðir, umhyggjusamur og ástúðlegur, fagrar minningar létta konu hans og börnum missinn, tengdadótt- urin, sem reyndist Birni eins og gó’ð dóttir hefur einnig mikið misst. Systkinum sínum varð Björn mikill harmdauði. Björn Vilhiálmsson innritaðist í Borgarspítalann til rannsóknar í ársbyrjun 1967. Um vorið gekk hann undir mikinn holskurð í Landsspítalanum, sem mun hafa verið vonlítið viðnám í leik, sem þegar var tapaður. Bjöm var heima að Hlíðarvegi síðsum ars og fram eftir vetri, 9. desem ber fór hann í síðasta sinn í siúkrahús. þá í Landakotssptíala. Hann rakti þessa söeu alla í dag bók sinni. Hann fékk leyfi til að dvelia á heimili sínu um jól og nvár. að morgni bess 26. marz lézt hann í Landakotsspítala. Genginn er góður drengur. Horfinn er hefður dagur. 1. apríl 1968. Þórunn Elfa. RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA.SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*iaa Gáta mannlegs lífs er stund- um torráðin og óskiljanleg, allt frá vöggu til grafarinnar. Fögn- uður er í brjósti móðurinnar við fæðingu barns síns, og söknuður þegar það er ekki lengur. — Ef við lítum á mannlegt líf raun- sæum augum, þá fæðumst við aðeins til að deyja. Það er stutt á milli þessara atburða að vera í heiminn borinn og að vera kallaður til baka. Hvert? Sumir lifa lengi og láta að baki sér langa sögu, sem oft vekur at- hygli okkar hinna, sem erum á biðlistanum, bíðum eftir loka- deginum. Aðrir lifa skemur, en skilja þó eftir sína sögu. Einn af þeim var Björn Vil- hjálmsson járnsmiður, sem kvadd ur er í dag hinstu kveðju. Það ríkir sorg á heimili hans í dag og söknuður í huga vina hans og stéttarbræðra. Það er þjóðar- sorg að missa atorkumenn, sam- viskusama. Menn eins og Björn Vilhjálmsson í blóma lífsins, en eigi stoðar hót, að deila við dóm- arann. Enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Með Birni er genginn góður drengskaparmað ur. Að honum er vissulega eftir- sjá, hann bar ekki tilfinningar sínar á torg út, tefldi sitt tafl við dauðann æðrulaust. Slíkir menn mátti segja um að „deyi standandi". Æfisögu Björns Vilhjálmsson- ar þarf ekki að segja, hana rifja þeir upp með sjálfum sér, er þekktu hann bezt. Við ykkur aðstandendur hans, konu hans og börn, langar mig til að benda ykkur á orðin sem blasa við á þeim stað er hann er kvaddur í dag hinsta sinni „Kona hví grætur þú“. Fagrar minningar og góðan eiginmann, föður og vin vina sinna, þurrka burt þau tár, er renna úr augum ykkar á stund sorgarinnar. Þó okkur sem eftir- stöndum, finnist dapurt, þá haf- ið það hugfast að Guð lokar aldrei öllum dyrum, það standa ávallt einar opnar — dyr bæn- arinnar. — Blessuð sé minning Björns Vil hjálmssonar. Björn Dúason. BLAÐBURÍURFOIK f eftirtalin hverfi AÐALSTRÆTI, Talið við afgreiðsluna i sima 10100 N0RSKAR SKÍÐAPEYSUR fyrir dömur og herra SKÍÐAÚLPUR SKÍÐAVETTLINGAR fallegt úrval. GEYSIR HF. Fatadeildin. Vörugeymsla — lagergeymsla Til leigu er jarðhæðin í Tryggvagötu 8, — m.a. hentugt til geymslu á vörum o.fl. Upplýsingar gefa: LÖGMENN Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Magnússon, Hjörtur Torfason, Sigurður Sigurðsson. Tryggvagötu 8, símar 1-1164 og 2-2801.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.