Morgunblaðið - 06.04.1968, Side 15

Morgunblaðið - 06.04.1968, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1968 15 Barnaleikhúsib: „Pési Prakkari" Höfundur: Eincr Logi Einarsson Leikstjóri: Inga Laxness ENGINN vafi er á því að bezta aðferðin til að vinna leikhúsi skynuga og trygga áhorfendur er sú að venja böm og unglinga á leikhúsferðir með því að beyta fyrir yngstu kynslóðina fjölbreyttum leiksýningúm við hennar hæfi. Móttökutregða fólks á vönduðum en óvenjuleg- um leiksýningum, sem stundum skjóta upp kollinum í Reykjavík, er áreiðanlega fyrst og fremst sprottin af þeirri afstöðu, sem fólkið hefur margt til leikhúss- ins. Það hefur ekki vanizt því nægilega að opna huga sinn fyr- ir þeim tilfinningalegu eða vits- munalegu áhrifum, sem bjóðast á sýningum góðra leikhúsverka. Börn verða ekki vænd um neina slíka tregðu, svo að tilvalið er að mata þau á margvíslegum réttum leiklistar, gæta þess að skemmta þeim alltaf vel, en þjálfa jafnframt skyn þeirra og smekk, þannig að þau verði smám saman með aldri og þroska bæði móttækilegir og igagnrýnir njótendur sem drégið geti sjálfstæða reynslu af kvöldi í leikhúsi. Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur sýna eitf barnaleik- rit hvort á ári hverju. Þótt þær sýningar séu ærið misjafnar að gæðum, eru þær þó mjög já- kvæð starfsemi í þessa átt, og njóta geysilegra vinsælda yngstu borgarbúanna. Leikhúsin ættu að taka það til athugunar hvort þau gætu ekki fjölgað leikritum fyrir börn og unglinga á verk- efnaskrám sínum og reýnt þann- ig áð ala upp góða áhorfendur, þótt árangur slíkrar starfsemi yrði ekki ljós fyrr en eftir nokk- ur ár. Nýtt fyrirtæki, sem nefnist Barnaleikhúsuð, frumsýndi sl. sunnudag í Tjarnarbæ leikritið „Pésa prakkara“ eftir Einar Loga Einarssonar helzta forvíg- ismann fyrirtækisins. Barnaleik- húsið boðar fleiri verkefni í framtíðinni, en framburður þess lofar ekki góðu um það að starfs kraftarnir geti komið upp sóma- samlegri leiksýningu, jafnvel fyrir svo þakkláta áhorfendur sem börn eru. Vera kann að tilgangur Barna leikhússins sé ekki eingöngu sá að afla fjár með litlum tilkostn- aði, og í leikskrá tr beðizt ,,af- sökunar á þeim hnökrum, sem sýningunni kunni aS) vera“, og lof að að gera betur næst. En jafn hugmyndasnautt og klaufalegt leik/it sem „Pési prakkari" er, og óvandað í texta, reynsluleysi leikendanna og smekkleysi leik- tjaldanna ber ekki vott um góða dómgreind forráðamannanna, svo að ég fæ ekki betur séð en að fá verði hæfara starfslið til verka, ef Barnaieikhúsinu á að verða langra lífdaga auðið. Þess er þó skylf að geta, að bömin virtust skemmta sér við að horfa á „Pésa prakkara". Örnólfur Árnason. ) Gígjon heldur hljómleihu ó Akureyri AKUREYRI. 3. apríl. — Söng- félagið Gígjan hélt samsöng í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri í gærkvöldi. í körnum eru 19 kon ur og eru þær allar á sams konar kjólum, dökkgrænum og skósíð- um með merki félagsins saum- uðu framan á brjóstið. Sóng- stjórar voru Jakob Tryggvason og Sigurður Demetz Fransson. Einsöngvari var Lilja Hailgríms dóttir og undirleik annaðist Þor- gerður Eiríksdóttir, 13 ára að aldri. , Á söngskránni voru 14 lög, inn lend og erlend. Húsið var Joétt- setið áheyrendum, sem klöpp- uðu listafólkinu óspart lof í lófa. ■ Kórinn varð að endurtaka mörg j lög og syngja aukalög; Og marg- I ir blómvendir bárust. — Sv. P. ROAMER er nú sem fyrr bezta fermingar- gjöfin. Kaupið úrin hjá úrsmið. Kornelíus Skólavörðustíg 8 & Bankastræti 6. Mjög góðir greiðsluskilmálar VÖRUAiARKAÐURIIMN HF. ÁRMÚLA IA - SÍMI 8-76-80 Njótið hinnar útfjólubláu geislunar af fjallasnjónum - VERÐIÐ BRÚN - BRENNIÐ EKKI - «563 C-Á3 COPPERTONE er langvinsælasti sólaráburðurinn í Bandaríkjunum. Vísindalegar rannsóknir framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Coppertone sólaráburður gerir húðina á eðlilegan hátt brúnni og fallegri á skemmri tíma, en nokkur annar sólaráburður s em völ er á. Fáanlegar Coppertone-vörur: Suntan lotion, Suntan oil, Shade, Baby Tan og Noskote. Heildverzl. Ýmir Garðastræti 4. — Sími 14191. NPTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.