Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 - KHE SANH Framh. af bls. 1 sons Bandaríkjaforseta um tak- markanir á loftárásum á Norður Vietnam, væri nýtt bragð frá hendi forsetans til að knýja Viet nama til að gefast upp og kné- krjúpa fyrir árásaröflunum. f Moskvu hefur hins vegar Pravda, málgagn kommúnista- flokksins, birt lofgrein um þá ákvörðun stjórnar Norður Viet- nams að taka upp viðræður við fulltrúa Bandarikjastjórnar, og sagði, að þessi ókvörðun væri mikilvægt spor í áttina til beinna samninga um að binda enda á styrjöldina í Vietnam. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því yfir, að hann væri nú von- betri en nokkurn tíma fyrr, að unnt yrði að koma á friðarvið- ræðum milli Bandaríkjanna og Norður-Vietnam, og taldi hann ekki útilokað, að þær viðræður yrðu einmitt haldnar í Genf. Hef jast viðræður í næstu viku? Kínverska fréttastofan minn- ist ekkert á þá ákvörðun stjórn- arinnar í Hanoi, að setjast að viðræðum með fulltrúum Banda- ríkjastjórnar, og hefur ekki fyrr lótið neitt uppi opinberlega um friðarti'lboð Jöhnsons forseta, sem fram kom í ræðu forsetans síðastliðið sunnudagskvöld. Segir fréttastofan nú, að Johnson, sem nefndur er for- ingi bandarískra heimsvalda- sinna, hafi borið fram friðar- tilboð sitt vegna þess neyðará- stands er ríkti jafnt heima fyrir og erlendis — neyðarástands sem staíaði af ógöngum í rekstri árásarstríðsins í Viet- nam. Getgátur hafa verið uppi um það, að fyrstu viðræður fulltrúa Bandaríkjanna og Norður-Viet- nam verði haldnar í Moskvu í næstu viku. Á þessu hefur þó engin staðfesting fengizt, og ekki er á þann orðróm minnzt í Pravda í dag, Hinsvegar segir blaðið, sem talið er opinbert málgang sovézkra stjórnvalda, að ákvörðun Hanoi-stjórnarinn- ar sýni einlægan vilja hennar til að leysa vandamál landsins á friðsamlegan og löglegan hátt. Eru þetta fyrstu viðbrögð stjórn arinnar í Moskvu við ákvörðun Hanoi-stjórnarinnar um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna um stöðvun loftárása á Norður-Viet- nam og annarra hernaðarað- gerða ,en ákvörðun þessi var birt í Hanoi á miðvikudag. Samtímis því sem Pravda fagnar ákvörðun Hanoi-stjórnar- innar og lýsir fylgi við þessa nýju stefnu hennar, segir blað- ið að Johnson Bandaríkjaforseti virði að vettugi almenningsálit- ið í heiminum með því að láta halda áfram loftárásum á Norð- ur-Vietnam þrátt fyrir loforð í ræðu sinni á sunnudag um að draga úr þeim. Bersýnilegt er, segir blaðið, að Johnson-stjórn- in hefur ekkert dregið úr árás- arstefnu sinn í Vietnam. Nguyen Van Thieu forseti boðaði sendifulltrúa erlendra ríkja á sinn fund í Saigon í dag til viðræðna um hugsanlegar samningaviðræður stjórna Banda ríkjanna og Norður-Vietnam. Haft er eftÍT áreiðanlegum heim ildum að Thieu forseti hafi lýst því yfir á fundinum, að Banda- ríkin hefðu enga heimild til að ræða við fulltrúa Norður-Viet- nam um pólitísk vandamál lands ins. Sagði forsetinn að stjórnin i Saigon gæti hvorki fallizt á aðild kommúnista að nýrri sam- steypustjórn í Suður-Vietnam, né heldur ákvæði í hugsanleg- um friðarsamningum um að Suður-Vietnam skuli verða hlut- laust ríki. - IWO JIMA Framh. af bls. 1 menn tóku í síðari heimsstyrjöld- inni eftir 36 daga harða bardaga. Búizt er við að eyjan verði af- hent fulltrúum japönsku stjórn- arinnar í júní n.k. Iwo Jima er í Bonin-eyjaklas- anum, tæpum 1300 kílómetrum fyrir sunnan Japan. Bandarískir landgönguliðar réðust þar til upp göngu hinn 19. febrúar 1945, og tók það þá rúman mánuð að leggja eyna undir sig, þótt hún sé aðeins um átta kílómetra löng og rúmlega þriggja kílómetra breið. Ein kunnasta fréttamynd úr heimsstyrjöldinni síðari sýnir þegar landgönguli'ðarnir voru að reisa bandaríska fánann á hæsta fjalli eyjunnar, Suribachi, og hefur fáninn ekki verið dreginn þar niður fyrr en nú, þegar ákveðið var að skila eyjunni til fyrri umráðenda. Um 22 þúsund manna japanskt herlið var á eyjunni þegar Banda ríkjamenn réðust þar tii land- göngu og komust aðeins 212 þeirra lífs af úr átökunum, en rúmlega 6.800 Bandaríkjamenn féllu. Söfnun vegna prestsins í Höfn Sofíía Wedholm fró Eskifirði fulltrúi ungu kynslóðorinnor I FYRRINÓTT urðu kunn úr- slit í keppni unga fólksins um titillinn: „Fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar 1968“, og „Hljóm- sveit yngu kynslóðarinnar 1968“. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar" var kjörin Soffía Wedholm frá Eskifirði og „Hljómsveit unga fólksins" var kjörin Hljómar frá Keflavík. Soffía sem er 17 ára dóttir hjónanna Jóhönnu Jóhannesd. og Gunnars Wedholms á Eski- firði, en hún vinnur við skrif- stofustörf á Eskifirði. Númer tvö í keppninni varð Guðrún Birgisdóttir úr Reykjavík og númer 3 varð Ragnheiður Pét- ursdóttir úr Reykjavík. 1 hljóm- sveitarkeppninni hlutu Hljómar 658 atkv., eða 54%, Flowers urðu númer 2 og fengu 335 atkv., eða 27% og Óðmenn urðu númer 3 með 253 atkv., sem gera 19%. Soffía hlýtur í verðlaun skóla- vist í Englandi, en allar stúlk- urnar hlutu einhver verðlaun. Karnabær og Vikan stóðu fyrir þessari keppni, sem fór mjög vel fram. Leitað til almennings um stuðning EI.NS oig kummgt er, sam- þykkti alþingi nýlega að hætta fjárveitingum tilprests embættis í Kaupmannahöfn. Af því tilefni boðaði biskup fslands, herra Sigurbjörn Einarsson , til blaðamanna- fundur í gær og skýrði frá því, að ákveðið hefði verið að leita til almennings, að presturinn gæti haldið áfram starfi sínu í Höfn þetta ár. Sagði biskup, að sér hefðu borizt mörg bréf, sem lýstu bæði furðu og sársauka yfir l'essari sparnaðarráðstöfun Alþingis. Lét biskup blaða- mönnum í té útdrætti úr bréf um, sem honum hafa borizt, en vegna rúmleysis, verður birting þeirra að bíða þriðju dagsblaðs. Frumkvæðið í þessu máli er í höndum nokkurra ein- staklinga, sem bæði skilja nauðsyn þessarra þjónustu, er síra Jónas Gíslason veitir og hafa reynt hana. Áskorun þeirra, sem gengust fyrir því að þessi fjársöfnun var hafin verður birt, svo og undir- Sfðari landsleikurinn við Dani í handknattleik í dag Danirnir áttu erfitt ferðalag til íslands og komu ekki fyrr en kl. 6 í gœrmorgun 1 DAG kl. 4 verður leikinn síð- ari landsleikurinn milii Dana og íslendinga í handknattleik og fer leikurinn fram í Laugardalshöll- inni. Lið íslands fyrir þennan leik átti ekki að velja fyrr en að loknum fyrri leiknum í gærdag, en frá honum getum við ekki skýrt fyrr en á þirðjudag, þar sem dagblöðin fara svo snemma í prentun á laugardögum. h Erfið ferð Dartirnir komu til Reykjavík- ur kl. 6 1 gærmorgun og hafði seinkað verulega vegna bilunar Gullfaxa í London. Að sjálfsögðu var töfin óþægileg fyrir liðs- menn, sem sváfu til kl. 12.30 í gær, áttu síðan að borða og halda að því loknu til landsleiks- ins. ★ Breytingar hjá Dönum Ein breyting var á danska lið- inu á síðustu stundu. Jörgen Vodsgaard sem valinn hafði ver- ið fyrirliði danska liðsins, forfall aðist á síðustu stundu. í hans stað var valinn í danska liðið Hans Ehrenreich frá Árhus KFUM, sem leikið hefur 5 lands- leiki. Þykir hann harður í horn að taka, en skiptin eru vafalaust til að veikja danska liðið. Fyrir- liði Dana verður nú Gert Ander- sen, einnig harðskeyttúr leikmað ur, einkum í varnarleik, en hann hefur áður stjórnað dönsku lands liði hér. fslenzka liðið hefur búið sig vel undir leikinn og þar hafa engin forföll orðið eða breyting- ar, hvað svo sem landsliðsnefnd- in ákveður fyrir síðari leikinn í dag. * Hörð barátta Mikill spenningur hefur verið meðal fólk sfyrir landsleikjun- um, eins og ávallt er, er íslend- ingar keppa við Dani. Allt bend- ir til þess, að um mjög jafna leiki verði að ræða og ættu bæði liðin að hafa sigurmöguleika og mun væntanlega mestu um ráða hvoru liðinu tekst betur að sam- stilla sina krafta. Miklu getur ráðið fyrir íslenzka liðið stuðn- ingur frá áhorfendum. Heima- völlur er jafnan talinn dýrmæt- ur — en er það því aðeins að áhorfendur taki á sinn hátt þátt í leiknum. Dómari í dag verður sá sami og í gær, Norðmaðurinn Petter- sen. skrift þeirra, er leitað var til Fé verður veitt viðtaka á skrifstofu biskups, Klappar- stíg 27 og hjá dagblöðunum í Reykjavík. Um nokkur undanfarin ár hefur íslenzkur prestur starf að í Kaupmannahöfn meðal íslendinga, er þar dveljast lengur eða skemur, svo og meðal landa annars staðar á Norðurlöndum, eítir því sem til hefur unnizt. Nú er ráð- gert að leggja þetta starf niður. Vér teljum, að af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af þessu starfi sé ljóst, hversu aðkallandi það hefur verið og nytjadrjúgt. Er ótalin sú fyr- irhöfn og það fé, er starf þessa prests hefur sparað þeim, er orðið hafa að leita sér lækninga í Kaupmanna- höfn, eða fylgja ættingjum sínum þangað, oft í tvísýnni bið, svo ekki sé minnst á þann styrk, sem það er sjúk- um manni í ókunnu landi, oft ótalandi á danska tungu, að njóta slíkrar fyrirgreiðslu. Við þetta bætist, að prestur- inn hefur iðulega verið kall- aður, sem túlkur, til að vera viðstaddur skoðun sjúklinga, er ekki geta gert sig skiljan- lega. Þótt flogið hafi fyrir að fjárveitingin til embættisins verði aðeins felld niður þetta eina ár, er ljóst, að niðurfell- ing starfsins og heimköllun þess prests, er nú situr í Kaupmaninahöfn, mundi leiða af sér vandræði og glötun Stórnr gjaiir NÝLEGA veitti stjórn Sund- laugasjóðs Skálatúnsheimilsins móttöku stórgjöf frá kvennadeild Sálarrannsóknarfélagsins, pen- inga að upphæð kr. 66.080.00. Einnig peningagjöf fró Erlu Sigurðardóttur, Skálatúni. Þess- um gefendum þakkar stjórn sjóðs ins afhug góðan stuðning við mál efnið. Sjóllstæðisfélag Gorða- og Bessa- sfaðahrepps SPILUM í Garðahreppi á mánu- dagskvöld kl. 8.30. Fjölmennið og takið með ykk- ur gesti. þeirrar reynslu, er fengizt hef ur. Því leyfum vér oss að leita til yðar um stuðning við þetta starf. Væntum vér þess, að nægilegt fé safnist til þess að hægt sé að halda embættinu gangandi, þar til fjárveiting til þess verð hafin að nýju. Einnig væri oss kær annar stuðningu yðar við þetta mál, svo að að þér létuð álit yðar á þessu starfi í té. Framlög- um og svörum verður veitt móttaka á skrifstofu biskups svo og verður svarað bréf- lega fyrirspurnum, er berast kunna. Reykjavík 27.3. 1968. Nokkrir áhugamann. Vér undirritaðir erum ofan greindu málefni fylgjandi og heitum stuðningi vorum: Sigurbjörn Einarsson. Þórður Möller. Jón Hnefill Aðalsteinsson. Eysteinn Jónsson. Ágúst Hafberg. Gunnar Helgason. Ragnhildur Helgadóttir. Magnús Brynjólfsson. - BREYTINGAR Framh. af bls. 1 Richard Crossman tálin helztu stuðningsmenn Wilsons, sem þá var leiðtogi vinstri arms Verka mannaflokksins. Eftir að Verka- mannaflokkurinn komst í stjórn araðstöðu, er hinsvegar Cross- mann talinn hafa snúizt nokkuð til hægri, og telja vinstrimenn nú að bæði Crossipan og Wil- son eigi heima í flokksmiðjunni, milli vinstri og hægri armanna. Ekki skipaði Wilson neinn í embætti vara- forsætisráðherra, en það embætti hefur verið laust frá því George Brown sagði af sér fyrir þremur vikum. Gegndi hann því embætti með utanríkisráðherraembættinu. Bent er á, að þótt enginn vara- forsætisráðherra hafi verið skip- aður, sé Miöhael Stewart nú í öðru sæti á ráðherralistanum, næstur á eftir Wilson, en Roy Jenkins í þriðja sæti. - ELISABETH Framh. af bls. 1 Elisabeth" voru undirrita'ðir í London í dag, og voru þar mætt- ir þrír fulltrúar samtaka kaup- sýslumanna í Philadelphia, sem nefnast „Philadelphia Airport Hotel“. Skýrðu þeir svo frá, að fyrirhugað væri að leggja skip- inu við Svínaeyju á Delaware- fljóti, og að verið væri að vinna að ýmsum framkvæmdum á eyj- unni til að undirbúa komu skips- ins, meðal annars, að skemmti- garði og smáskipahöfn. Er kostn- aður við þessar framkvæmdir áætlaður 18% milljón dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.