Morgunblaðið - 07.04.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968
5
Á MIÐVIKUDAG í liðinni viku
féll niður fundur í Sameinuðu
Alþingi, en þá notuðu þingmenn
góða veðrið og fóru í kynnis-
ferð að Búrfellsvirkjun. Ánægju
legt var að fá tækifæri til að
fara í för þessa og kynnast við-
horfum þingmannanna til hinna
miklu framkvæmda. Hins vegar
vakti það nokkra furðu mína, að
ekki skyldi nema rúmlega helm-
ingur þingmanna telja sér fært
að fara í þessa ferð. Það var
samróma álit þeirra þingmanna
sem í hana fóru, að hún hefði
verið þeim til mikils gagns og
aukið á skilning þeirra á þeim
stórkostlegu framkvæmdum,
sem þarna eiga sér stað. Þessi
ferð færði mér einnig nánar
heim sönnur þess, að þrátt fyrir
skiptar skoðanir alþingismanna
og oft harðvítugar deilur þeirra
innan veggja Alþingis, eru þeir
góðir kunningjar eða vinir, sem
láta deilumálin lönd og leið í
slikum ferðum.
í vikunni var lagt fram og rætt
í Neðri deild stjórnarfrumvarp
um breytingu á vegalögum, og
er markmið þess að afla vega-
sjóði aukinna tekma til hrað-
brautarframkvæmda. I framsögu
ræðu samgöngumálaráðherra,
Ingólfs Jónssonar, kom m.a.
fram, að ef frumvarp þetta yrði
að lögum mundi vegasjóður fá
199 millj. kr. auknar tekjur á
þessu ári og 157 millj. kr. á ár-
inu i'969.
Nú mun mörgum finnast að
margir og þungir séu baggarnir
á Brúnku bifreiðaeigenda. Næg-
ir þar að nefna til aðflutnings-
gjöld og tolla á bifreiðum, sem
eru hærri hér en í nágrannalönd-
um okkar. Hitt hljóta allir að sjá,
að ekki er unnt fyrir rikissjóð
að missa þessar tekjur sínar,
ALLIR ERU ÞEIR VANDLÁTIR
ALLIR VELJA ÞEIR KÓRÓNA
FÖT
K óVftí) N A ■ K cMö N A ■ Kt'j'öÖ NA| KaÖÖ N A
tmm f-x> c ■ i»“«« fifc ■ M"* jfxri
nema á móti komi önnur fjár-
öflun t.d. beinir skattar, sem
ekki er hægt að segja að væru
sanngjarnari í þessu tilfelli. Það
er skoðun mín, að fjáröflun þessi
eigi fullkomlega rétt á sér, og
það sé ánægjulegt að nú skuli
eiga að gera raunhæft átak í lagn
ingu hraðbrauta. Mikið hefur
áunnizt í samgöngumálum á síð-
ustu árum og nægir þar að nefna
’til Keflavíkurveginn nýja og
byggingu stórbrúa. Þess er líka
skylt að minnast, að fyrir liggja
•tölfræðilegar upplýsingar um
hversu mikið bifreiðaeigendum
sparast með því að aka góða
vegi. Sá skattur sem nú kemur
til með að verða á lagður, mun
því skila sér aftur til þeirra þeg-
ar fram líða stundir.
Björn Pálsson hefur löngum
’gaman af að stríða flokksbræðr-
u msínum í Framsóknarflokkn-
um og fengu þeir á því að kenna
við þessar umræður. Eftir að
Halldiór E. Sigurðsson hafði
gagnrýnt stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í vegagerðarmálum og lýst
stefnu flokks síns í þeim, tók
Björn til máls og lauk lofsorði
á framtak ríkisstjórnarinnar á
þessu sviði, og sagði jafnframt,
að ekki þýddi fyrir stjórnarand-
stöðuna að evra sífellt að tala
um sparnað, þegar þeir bentu
aldrei á neinar raunhæfar leiðir
til úrbóta.
Kosningalögin komu tií um-
ræðu og urðu nokkuð harðar
deilur um breytingatillögu dóms
málaráð'herra við frumvarpið.
Hannibal Valdimarsson barðist
harðast gegn þeim, svo sem
vænta mátti. Flutti hann þriggja
klukkustunda ræðu og kom í
herani gvíða við, og tíndi til öll
■hugsanleg rök, máli sínu til
stuðnings. Hann rifjaði m.a. upp
átökin innan Alþýðubandalags-
ins fyrir kosningarnar í vor og
var nú jafnvel enn harðorðari
í garð kommúnista en nokkru
sinni fyrr. Undirstrikaði hann
rækilega fyrri ummæli sín um
yfirgang þeirra og ólýðræðisleg
vinnubrögð, talaði um „aflsrök,
rugl og þvætting“ þeirra. Dóms-
málaráðherra rifjaði þessi mál
einnig upp, en hann sagði til-
lögur sínar miða að.því að koma
í veg fyrir slík framboð og blekk
ingu sem kjósendur hefðu þá
verið beittir.
Athygli vakti einnig mjög mál-
efnaleg ræða Eysteins Jónssonar,
en í henni ræddi hann m.a. um
starfsaðstöðu þingflokka og þing
manna. Málflutningur Eysteins
hefur breytzt mikið síðan hann
lét af forystustörfum í Framsókn
arflokknum. Hann talar sjaldn-
ar en áður, en virðist leggja
meiri áherzlu á að vanda ræður
sínar. Og nöldurtó"nninn sem ein
kenndi ræður hans, er að mestu
horfinn.
Svo sem Hannibal kom inn á
í ræðu sinni hafa deilur um til-
lögu dómsmálaráðherra náð út
fyrir sali Alþingis, og þá eink-
um hafa ungir menn verið henni
ósamþykkir. Það dylst eragum
að koma verður í veg fyrir slík-
an pólitískan hráskinnaleik, sem
átti sér stað í sumar, og rétt er
að minnast þess að stjórnarflokk
arnir tóku ekki afstöðu til
þeirra lögfræðilegu deilumála
sem um þau framboðsmál urðu.
Allsherjarnefnd Neðri deildar
sem fjallaði um umrætt frum-
varp og breytingartillögur virð-
ist vera sammála um að endur-
skoða beri kosningalögin í heild,
og virðist því eðlilegast að allar
breytingar séu látnar bíða þeirr-
ar endurskoðunar nema sú, sem
er í beinum tengslum við breyt-
ingu á stjórnskipunarlögum. Tel
ég, að of mikið sé gert úr því,
að núgildandi fyrirkomulag
skapi hættu á upplausn í flokka-
framboðum, þótt vitanlega verði
að liggja skýrt fyrir hvernig
túlka beri kosningalögin.
Steinar J. Lúðvíksson.
Skrifstofustarf
Stúlka vön erlendum bréfaskriftum óskast strax.
Vínnutími frá kl. 2—5. Tilboð sendist Mbl. fyrir
14. þ.m. merkt: ,,5490“.
Sumarbústaður
Oska eftir að kaupa góðan sumarbústað, á góðum
stað. Tilboð merkt: „Góður 8055“ sendist Mbl. fyr-
ir miðvikudagskvöld.
ANGU - SKYRTUR
COTTON - COTTON BLEND
og RESPI SUPER NYLON
Fáanlegar í 14 stærðum frá nr, 34 til 47.
Hvítar — röndóttar — mislitar.
Margar gerðir og ermalengdir.
ANGLI - ALLTAF