Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 32
XSKUR Suðurlandsbraut 14 —• Sími 38550 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 AU6LYSIN61R SÍMI 22.4.80 W Isinn þéttist SOFFÍA WEDHOLM „Fulltrúí ungu kynslóðarinnar 1968“ (Sjá frétt á bls. 2). Síldinf lytur lýsi FLUTNINGASKIPIÐ Síldin legg ur af stað innan skamms með 3000 tonn af síldarlýsi til Brem- en og Rotterdam. Lestar skipið lýsið í Reykjavík að mestu leyti og ef til vill að einhverju leyti á Seyðisfirði, að því er Jónas Jónsson, forstjóri Síldar. og fiskimjölsverksmiðj- unnar hf. tjáði Mbl. í gær. Síld- in hefur legið í Reykjavíkurhöfn síðan síldarflutningum af miðun- um lauk. LÍTIL breyting hefur orðið á ísnum. að því er Veðurstofan tjáði Mbl. í gær. Hann hefur þó víða losnað aðeins frá landstein- um, en aftur á móti þétzt á sigl- ingaleiðum. í skeyti frá Laxá laust fyrir klukkan tólf í gær sagði, að skipið væri statt um 11 sjómílur ASA af Hvalbak, og lægju tvær ísspangir frá Hval- bak, önnur frá norðvestri til suð austurs, en hin frá vestri til aust urs. Ekki sást fyrir endann á ís- spöngunum. Klukkan 7 í gær- morgun héldu Haförninn og Haf liði af stað í vesturátt og ætluðu skipin að freista þess að ná fyr- ir Horn. Um hádegisbilið voru skipin á siglingu á Húnaflóa. Þar var þá mikill ís, en grisjóttur og gekk sigling veL Frá undirriíun samkomulagsins í gær. Sitjandi frá vinstri: Kjell 0strem, sendifulltrúi Noregs, Birger O. Kronman sendiherra Dana, Ingólfur Jónsson, ráðherra, og sendiherra Svía, Gunnar K. L. Granberg. f aftari röð frá vinstri) Ólafur Egilsson, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, Agn- ar Klemenz Jónsson, ráðuneytisstjóri, og Ólafur Valdimarsson, deildarstjóri í samgöngumála- ráðuneytinu. (Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson). Loftleiöadeilan til lykta leidd Samningar undirritaðir í gær Jóhann Hjálmarsson SAMKOMULAG um flug Loft- leiða til Skandinaviu var undir- ritað í gær af hálfu ríkisstjórna SAS-landanna og íslands og er samkomulagið til 3ja ára. Hér fara á eftir tilk. utanríkisráðu- neytisins um undirritun sam- komulagsins og einnig tilkynn- ing Loftleiða h.f. um málið: Með samningum milli íslenzku ríkisstjórnarinnar annars vegar og dönsku, norsku og sænsku rík issíjórnanna hins vegar hefur náðst samkomulag um skilmála fyrir flug Loftleiða til Skandi- navíu á flugleiðinni Skandinavía Reykjaví'k-New York með flug- vélum af gerðinni RR-LOO. Var samkomulag hér að lútandi und- irritað í Reykjavík í dag. Gildir hið nýja samkomulag í 3 ár frá 1. apríl 1968 að telja. Greinaflokkur um ísl. nútímaljóölist MORGUNBLAÐIÐ vill vekja athygii lesenda sinna á greina flokki Jóhanns Hjálmarsson- ar um nútímaljóðlist sem hefst í Lesbók Morgunblaðs- ins í dag. Ber greinaflokkur- inn allur heitið fslenzk nú- tímaljóðlist, en í þessari fyrstu grein skritfar Jóhann 40 tonn í róðri AFLI hefur heldur glæðzt hjá Vestmannaeyjabátum siðustu ðaga og vonast sjómenn til að fá ærlega páskahrotu, svo sem oft hefur gerzt. Hæstu i.eta- og troll bátar hafa fengið upp í 40 tonn eftir tvo daga, af ágætis fiski. Bátarnir róa á stóru svæði fyrir austan og vestan eyjar. Allir bátar voru á sjó i gær og var búist við góðum afla. um Ijóðlist Jóhanns Sigurjóns sonar, Jóhanns Jónssonar og Halldórs Laxness. í þessum greinum verður fjallað um þau skáld sem segja má að hafi rutt braut nýjum stefn- um í ljóðagerð á íslandi og nær greinaflokkurinn fram til skálda þessa áratugs. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, undirritaði sam- komulagið af hálfu íslands, en ambassadorar Danmerkur og Sví þjóðar þeir Birgir O. Kronmann og Gunnar K.L. Granberg, ásamt sendifulltrúa Noregs ,Kjell 0st- rem, af hálfu ríkisstjórna sinna. (Frá utanríkisráðuneytinu) Tilkynning Loftleiða: Loftleiðir hafa undanfarna tvo áratugi haldið uppi áætlunarferð um til og frá Skandinavíu, og hafa þær frá ársbyrjun 1953 ver- ið í tengslum við áætlunarferðir félagsins milli íslands og Banda- ríkjanna. Á þessu árabili hafa Loftleiðir jafnan boðið lægri fluggjöld en önnur flugfélög á flugleiðunum milli Skandinavíu og Bandaríkjanna, en vegna þeirra og vinsællar fyrirgreiðslu á flugleiðunum hafa Loftleiðir átt verulegan þátt í því að auka farþegastrauminn milli þessa hluta Norður-Evrópu og Banda- ríkjanna. Eftir að Loftleiðir festu kaup á hinum nýju Rolls Royce flug- vélum tók félagið, fyrir milli- göngu íslenzkra stjórnarvalda, að leita fyrir sér um möguleika á að fá að nota þessar flugvélar til ferðanna til og frá Skandi- navíu. Mörgum og löngum samn- ingaviðræðum um þessi mál lauk með því að Loftleiðir samþykktu með bréfi, dags. 28. marz sl., að ganga að skilyrðum um flugferð- ir félagsins til og frá Skandi- navíu er sett voru af samgöngu ir verða þrjár að sumri og tvær vikulega að vetri. Fargjaldamis- munurinn, er nú hefir verið um- saminn, veldur því, að Loftleiðir geta haldið áfram að bjóða hag- stæðari kjör en önnur þau flug- félög, er halda uppi ferðum milli Skandinavíu og Norður-Ameríku. Vona Loftleiðir að hann og auk- in þjónusta nægi til þess að tryggja arðvænlegan rekstur og treystir því, að hinir mörgu við- skiptavinir félagsins austan hafs og vestam vilji enn njóta lægstu fargjaldanna og góðrar fyrir- greiðislu Loftleiða í flugferðum félagsins til og frá Skandinavíu. Eins og fyrr segir, er afráðið að auka við þá þjónustu, sem hingað til hefir verið veitt í Skandinavíuferðunum. Sæta- rými er verið að auka í þeirri naviu er seu vuru ar Harr.Bu..6u-| f]u sem ákveðið er gð nQt malaraðherrum Norðurlandanna . , . , „ og akveðið er að veitmgar verði a fundi þeirra í Kaupmannahofn b . ,Z „ mein og rikulegri en aður. Far- þegar munu því eiga kost 10% lægri fárgjalda, losna við skipti um flugvélategundir í Keflavík og njóta á flugleiðunum þeirrar þjónustu, er bezta má veita. Félagið mun hefja Rolls Royce ferðirnar hinn 1. maí n.k., en frá og með þeim degi leggjast ferðir DC-6B flugvélanna niður á þess- um flugleiðum. hinn 21. marz sl. Samkvæmt þeim er félaginu heimi'lað að hefja ferðir til og frá Skandi- navíu með Rolls Royce flugvél- um sínum innan þeirra takmark- ana um farþegafjölda og far- gjöld ,sem sett eru. Gildir sam- komulagið til næstu þriggja ára. Fargjaldamismunurinn verður nú 10% allan ársins hring. Ferð- Nýr Fokker kom til landsins í gær NÝ FOKKER Friendship-flugvél kom til landsins í gær um kl. 14. Kom hún beint frá Amsterdam með millilendingu í Glasgow, en flugstjóri í þessari fyrstu ferð var Henning Bjarnason. Með flugvélinni komu sem farþegar frá Amsterdam, Öm O. Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, og nokkrir starfsmenn Flugfélagsins og Loftferðaeftirlitisins. Fokker-flugvélin, sem ber ein kennisstafina TF-FIL er máluð í litum Flugfélagsins, þótt Scandi- navian Airlines System hafi nú gerzt aðilji að kaupum á henni. í samningi Flugfélagsins og SAS er gert ráð fyrir að Færeying- um verði boðin eignaraðild að flugvélinni, en hún verður að- eins notuð til þess að annast Færeyjaflug og flýgur hún þá einnig til Bergen og Kaupmanna hafnar. Nafn vea-ður ekki ákveð- ið á flugvélina að sinni, þar eð enn er ekki vitað hvort af aðild Færeyinga verður. Samningur milli félaganna tveggja var undirritaður á föstu dag og gildir hann í þrjú ár eða til 31. marz 1971. f samkomu- laginu felst m. a., að SAS er nú þátttakandi í kaupum flugvélar- innar sem upprunalega var pönt uð af Flugfélagi íslands. Flugfé- lagið mun þó sjá um rekstur og viðhald vélarinnar og verða áætlunarferðir til Færeyja fimm í viku á sumrin, en að auki verða flognar aukaferðir, eftir því sem þurfa þykir. Á veturna eru áætl aðar þrjár flugferðir í viku. Engin sérstök athöfn var við komu Fokker-flugvélarinnar í gær, og munu fæstir hafa gert sér rgein fyrir að þar var nýr Fokker á ferð, en Flugfélagið á tvo slíka fyrir. Nýja Fokker-flugvélin á Rey kjavíkurflugvelli í gær. (Ljósm.: Ól. K. M.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.