Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APHÍL 196« 17 .... * " - ■ " ' Séð yfir Flatey á Skjálfanda sem umflotin er ís og á myndinni sést hin nýja Flateyjarhöfn. (Ljósm.: Spb.) REYKJAVIKURBREF Laugard. 6. apríl Stöðug kosninga- liríð Oft er kvartað yfir því að kosningabarátta standi of lengi á íslandi. Og er þá gjarn- an vitnað til þess, sem stundum ber við í Englandi, að þing er rofið af skyndingu og boðað til kosninga eftir örfáar vikur. Með svipuðum hætti var farið að í Danmörku nú um áramótin. í Svíþjóð er aftur á móti a.m.k. að þessu sinni allt annar háttur á. Þar eiga almennar þingkosn- ingar að fara fram n.k. septem- ber. Segja má að undirbúningur þeirra kosninga hafi staðið allt frá því í sept. 1966, þegar ráð- andi flokkur, Sósialdemókratar, töpuðu miklu fylgi í sveita- stjórnarkosningum. Borgara- flokkarnir þrír, sem oft hafa átt í innbyrðis höggi og eiga að nokkru leyti enn, hyggja því nú gott til glóðarinnar og hafa veitt stjórninni harða aðsókn síðustu misserin, og þá einkum nú eftir áramótin. Sumir ráðherranna, og þá ekki sízt hinn mjög umtalaði menntamálaráðherra Olof Palme, sem áður var samgöngumála- ráðherra og þótti okkur íslend- ingum erfiður ljár í þúfu við lausn Loftleiðamálsins, eru og í stöðugum kosningaham og sækj- ast ekki sízt eftir fylgi róttækra vinstri manna eins og m.a. lýsir sér í þátttöku Palmes í alræmdri klámmynd, sem einnig hefur borizt hingað til lands, og í for- ustu hans fyrir mótmælum gegn stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. Hin langa kosningabarátta sem háð er Svíþíóð, er þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við það, sem í Bandaríkjunum tíðk- ast. Baráttunni um forsetadæmið linnir í rauninni aldrei. í helztu blöðum birtast sífellt greinar um þa'ð, hverjir helzt hafi auga á þeirri vandasömu tignarstöðu. Ekki er beðið úrslita í næstu kosningum, heldur eru rækilegar skýringar á framkomu þessa og hins, sem miðist við það, að hann komi til greina við forseta- kjör, ef ekki eftir nokkra mán- uði eða nokkur ár. þá eftir tvö kjörtímabil, þ.e. átta ár! „Nú get ég“ Einn af þeim, sem sagður er mjög hafa miðað framkomu sína við að ná forsetakjöri, er Robert Kennedy. Til skamms tíma hugðu þó flestir, að hann miðaði að því að skapa sér sem styrkasta aðstöðu við kosning- arnar 1972 og hefði ekki hug á framboði 1968. í þessa átt mið- uðu hans eigin hollustuyfirlýs- ingar í garð Johnsons forseta og afskiptaleysi af prófkjöri framan af árinu. Nú er ljóst orðið, áð þarna var ekki um að ræða áhugaleysi, heldur einungis, að Robert Kennedy beið boðanna, vildi hafa veður af því í hverja átt vindurinn blés áður en hann leggði út í kosningahríðina. Flestir töldu, að grunnt væri á því góða milli hans og Johnsons forseta, en það var öldungadeild- armaðurinn McCarthy, sem átt hefur í minni persónulegum erj- um við forsetann, er lét málefni ráða og gaf kost á sér í prófkjöri gegn forsetanum, með þeim ár- angri, að fylgi hans varð miklu meira en nokkur hafði búizt við. Þegar andúðin gegn Johnson var öllum orðin auðsæ, þá lét Kenne- dy ekki lengur á sér standa. Hann sagði eins og maðurinn forðum: „Nú get ég“, og hóf mikið ferðalag um þá lands- hluta, þar sem tali'ð er, að byr- legast blási fyrir honum. Þau ferðalög líktust mest sigur- göngu. I frásögur var fært, að ungar konur hefðu ruðzt að hon- um með börn sín í fangi, snert föt hans og síðan legið við yfir- liði af hrifningu. Allt hefur þetta á sér nokkurn blæ yfir- borðsmennsku og Kennedy hef- ur sætt aðkasti ýmsra fyrir sjálfshyggju og hentistefnu úr hófi. Almenningur ræður Fyrir þá, sem utan við standa, er erfitt um þetta að dæma í ein- stökum atriðum. Aðstæður í jafn fjölmennu landi og ósam- stæ'ðu sem Bandaríkjunum, eru svo gerólíkar því, sem við eigum að venjast, að allur saman- burður er erfiður. Málefna- ágreiningur er svo flókinn og margþættur, að almenning- ur á erfitt með að átta sig á honum. Þess vegna verða ein- staklingar ímynd ákveðinnar stefnu og málstaðar í miklu rík- ari mæli en hjá okkur tíðk- ast. Þó að okkur virðist um hóf- lausa manndýrkun að ræða, þá er þar raunverulegur málefna- ágreiningur að baki og val um hverja höfuðstefnu skuli taka. Eisenhower fyrrv. forseti lét raunar svo ummælt við kunn- ingja sinn, að þróun síðari ára sýndi, -að hægt væri að kaupa sig inn í forsetaembættið. í þessum orðum lýsir sér senni- lega einkum gremja foringja þess flokks, sem undir hefur orð- ið í baráttunni síðustu árin. Auðvitað ráða peningar miklu í Bandaríkjunum. Allir gera sér Ijóst, að þeir hafa orðið Kennedybræðrum mikiil styrkur í framaleit þeirra. Sigrar Mc- Carthys í prófkjörum, sem hann hefur nú tekið þátt í, sýna samtj að það er fleira en pen- ingarnir, sem ráða. Ýmsum virð- ist og sem Rockefeller, ríkis- stjóri í New York, sé ólíkt meiri stjórnmálamaður en Nixon, fyrrv. varaforseti. Óhemjuleg auðlegð Rockefellers hefur ekki nægt honum til að hljóta útnefningu flokks síns til forsetaframboðs, sem ekki fer á milli mála að hann hefur áhuga fyrir. Hvað sem um Robert Kennedy verður sagt, virðist einnig ótvírætt, að auðlegð hans og ættar hans hrekkur skammt til skýringar hans miklu lýð- hylli. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru það hinir almennu kjósendur, allur almenningur í Bandaríkjunum, sem úrslitaráð- in hefur. Konu ráð? Hverjar sem eru hinar eigin- legu orsakir til þess, að Johnson Bandaríkjaforseti hefur nú ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, þá getur ekki leikið vafi á því, að andúðin, sem síðustu vikurnar hefur lýst sér gegn honum og stefnu hans, á ríkan þátt í, eða sennilega lang mest- an þátt í, að hann skuli tilkynna ákvörðun sína einmitt nú. Með þessu er engan veginn sagt, að Johnson hafi ekki fyrir löngu verið búinn að gera það upp við sig, að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. James Reston segir frá því, að athyglis- vert sé, að síðustu vikurnar hafi það einmitt verið eiginkonur nánustu samstarfsmanna John- sons, sem mjög hafi dregið í efa, að hann ætlaði að fara í fram- boð aftur, þó að samstarfs- mennirnir sjálfir virtust ekki vera í neinum efa um þetta. Reston gefur í skyn, að skýr- ingin á þessu sé sú, að kona Johnsons hafi bæði vitað og vilj- að, að Johnson drægi sig í hlé, og orðrómurinn um það hafi síazt út frá henni. Skiljanlegt er að frúin vilji heldur eiga mann sinn lifandi og við sæmilega heilsu en að hann fórnaði fyrst heilsunni og síðan lífinu við áframhald síns erfiða starfs. Því það hefur ekki getað dulizt nein- um, sem séð hefur myndir af Johnson síðustu mánuði, og þá einkum síðustu daga áður en hann gaf sína eftirminnilegu yfirlýsingu, að honum var mjög brugðfð. Hann var orðinn allur annar að sjá heldur en áður fyrr. Það er og harla eftirtektar- vert, að þegar honum brá fyrir í sjónvarpi hér s.l. miðvikudag, á meðan hann var að flytja sunnudagsræðu sína, var eins og þreytusvipurinn og spenningur- inn væri af honum horfinn. Svo var að sjá sem hann væri búinn að endurheimta nokkuð af sínu fyrra yfirbragði. Þetta þarf eng- an að undra. Á forseta Banda- ríkjanna legigst meiri vandi en nokkurn annan mann. Á erfið- um tímum, þegar margt gengur á móti, hlýtur þetta að taka á hvern þann sem í hlut á, jafn- vel þó baráttuþreki hans hafi verið við brugðið. Síðasta dæmi örðugleikanna er hið hörmulega morð mannvinarins dr. Martins Luthers Kings. Er það eitt ljót- asta dæmi kynþáttahatursins, sem Johnson forseti hefur manna mest reynt að draga úr. Erfiður arfur Víetnam-stríðið hlaut Johnson forseti að erfðum eftir fyrir- rennara sinn. Hvað sem mönn- um finnst um frammistöðu John- sons í öllum þeim átökum, er hann síður en svo upphafsmað- ur þeirra. Þau eiga sér langa sögu, og fer ekki á milli mála, að kommúniskur undirróður er þar aðalbölvaldur. Annað mál er, hvort Bandaríkjamenn hafi brugðizt rétt við. Areiðanlega hefur þeim fari'ð þar í mörgu öhönduglegar en skyldi. Engu að síður hefur margt ónytjuorðið verið sagt þeim til ámælis af þessu tilefni. Mestu máli skiptir að hin harðasta og tilkomu- mesta gagnrýni á afskipti og styrjaldarrekstur Bandaríkja- stjórnar hefur átt sér stað inn- an Bandaríkjanna sjálfra. Flest af ókvæðisorðunum, sem Bandaríkjunum hafa verið send utan frá af þessum sökum, hafa haft alveg öfugan árangur. Þau hafa hert vilja þeirra, sem eng- an bilbug vildu láta á sér sjást. Ásakanir eins og Svíar öðrum fremur hafa látið leiðazt út í, hafa einungis reynzt vera liður í þeirra eigin innri stjórnmála- baráttu og síður en svo styrkt stöðu þeirra Bandaríkjamanna, sem vildu láta draga úr hern- aðaraðgerðum í Víetnam. Hjá Bandaríkjamönnum er mangt öðruvísi en æskilegt væri á sama veg og hvarvetna annars staðar á byggðu bóli. En að lok- um er það þar í landi hin frjálsa skoðanamyndun, rökræður með eða móti, og eftir atvikum til- finningar og eðlisávísun fjöld- ans, sem úr sker. Johnson Bandaríkjaforseti hefur árefðan- lega viljað leiða Vietnam-stríðið til lykta fyrr og með friðsam- legra hætti en tekizt hefur. Nú hefur hann sannfærzt um, að þetta gæti ekki orðið nema hann gæfi sig allan að því og ótvírætt væri, að hann vildi ekki láta hörmungarnar þar eystra bland- ast inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Þetta er einfald asta og eðlilegasta skýringin á því, að hann skuli samtímis tak- marka mjög loftárásir á Norður- Víetnam, endurnýja sáttatilboð sitt og lýsa yfir, að hann sækist ekki eftir endurkjöri sem forseti. Ólíkir stjórnar- liættir Enn eru ekki full gögn fyrir hendi um aðdraganda og ein- staka þætti Víetnam-átakanna. Utanaðkomandi aðilar geta þess- vegna ekki af sanngirni dæmt um, hvort Johnson forseti hafi í öllu farið rétt að né í hverju honum hafi skjátlazt, ef menn gera ráð fyrir, að raun beri vitni um, að svo hafi verið. En segjum sem svo, að hinn endanlegi dómur verði sá, að Johnson hafi þarna farið öðruvísi að en rétt hafi verið. Berum þá sam- an viðbrög’ð hans og bandarísku þjóðarinnar við það, sem við nú sjáum að höndum bera þar sem kommúnisminn ræður. Einmitt þessa dagana berast fregnir af því, að í kommúnísku ríki, þar sem menntun og þroski borgaranna er talinn meiri en í öðrum löndum kommúnista, þar fremja nú helztu rétt- argæzlumenn, æðstu dómarar og lögvörzlumenn, hver eftir annan sjálfsmorð. Engum getur dulizt að sjálfsmorðin eru í nánu sambandi við það, að nú eiga þessir menn að bera ábyrgð gerða sinna, raunar ekki fyrir þjóðinni sjálfri heldur aðeins frjálslyndari öflum innan síns eigin flokks. Nú rúmum 20 áru.m ef'ir að Masaryk, þáver- andi utanrík:sráðherra, fannst látinn fyrir utan gluggana á em- bættisbústað sínum, er fyrirskip að rannsókn á dónarorsökinni. Og geíið er í skyn að það hafi verið sjálf lögreglat., setn með þéssu móti myrti utanríkisráð- herra þjóðarmnar. Þegar þann- ig hefur verið farlð cð gagnvart' 'hinum æðstu og valdamesfu, hvernig halda menn að hafi þá veuð búið að hinum sem í.i'nt a máttu sín á unidanfirnum ár- u::.? Þegar Siíkar uppljostrani- verða af þeim sökum ein »m, að nýir menn komast til valda í ekiræðisklíkunni, hvernig mun'.ii þá fara ef fótsið fengi að vera laust við sjálfan flokkinn og Xjésa óhikað þá rem hugur þess stendur til? Sannarlega ber að fagna því vaxandi frelsi, sem nú má sjá merki um í kommún- iskum löndum, en gerum okkur jafnframt grem fyrir hvilíkt óra bil er enn milli þessara landa og hinna, þar sem fullt frelsi ræð ur. Einiii lil tveimur öldum á eftir Viðureign stúdenta og frjáls- lyndra rithöÞmda og mennta- manna við stjórnvöld í Austur Evrópu minnir um margt á sams konar átök stúdenta og rithöf- unda við stjr'rnvöld í Vestur- Evrópu á síðustu áratugum ein- veldis þar, þ.e 1830—1848. Munurinn er helzt sá, að einræð isherra’.'nir í Austur-Evrópu eru enn mun harðhentari en jafn- vel Metternich gamli, og hvað þeir nú hétu allir valdhafarnir í Vestur-Evrópu, sem þegar fyrir 150 árum voru taldir lifandi í- mynd afturhaids og þröngsýni. í banáttunni gegn andlegu frelsi er nú hinum ótrúlegustu brögð- um beitt. Tvennt ber þó af í lubbaskapnum, Annars vegar þegar reynt er að fæla menn frá freis ssókn með því að kenna hana Gyðingum og skjóta sér þannig undir Gyðingahatrið gamla. Þetta er gert hjá þjóð, sem hefur séð milljónum Gyð- inga útrýmt, svo að nú eru einungis eftir h.u.b. «0 þúsundir Gyðinga í sama landi og áður bjuggu 3 milijónir af þessum ættstofni. Ætla mætti að þarna hefðu menn fengið nóg af við- bjóði Gyðingahatursins. En það er síður en svo. Enn er þessi gamla grýla endurvakin og kann það raunar að bera vitni um að harðar sé sótt að valdhöfunum austur þar en fyrir fram mætti ætla. Annað sízt betra er það, þeg- ar foreidrum hefur verið ógnað nveð því að ef börn þei.rra á skólaaldri, einkum í háskóla, yrðu fundin sek um þátttöku í frelsishreyfingunni, þá skyldi það bitna á foreidrunum, vegna þess að þau væru ábyrg fyrir hegðun afkvæma sinna. Þetta er ótrúlegt En sarnt ex það satt, að enn finnst á íslandi heill flokkur manna, sem ekki einung- is afsakar heldur dáir þá, sem svona fara að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.