Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 31 — 100.000 dollarar Framih. af bls. 1 menn eru í meirihluta meðal borgarbúa. Segir í frétt frá AP að svo mikið hafi verið um íkveikjur í borginni að slökkvi- liðið hafi ekki annað útköllun- um, og það jafnvel þótt slökkvi- lið nærliggjandi byggðarlaga hafi verið send til aðstoðar. 1 gær- kvöldi og í nótt mátti sjá eld- tungur og bjarma frá brenn- andi húsum vfða um borgina, og þrátt fyrir útgöngubannið héldu hópar blökkumanna áfram ránum og innbrotum í verzlunum borgarinnar. í New York var svipaða sögu að segja, og hélt fjöldi ungra blökkumanna frá Harlem niður eftir Broadway °g Sjöundu breiðgötu, brjótandi verzlunar- glugga til að geta látið greipar sópa um sýningarhluti. Ekkert er enn vitað um morð- ingjann, sem skaut dr. King til bana á fimmtudagskvöld, en heitið hefur verið 100 þúsund dollara verðlaunum fyrir upplýs- ingar um manninn. Ramsey Clark dómsmálaráð- hera kom til Memphis í gær til að fylgjast með rannsókn morð- málsins, en talfð er að morðing- inn hafi skotið dr. King úr íbúð arglugga á annarri hæð í húsi beint á móti gistihúsinu þar sem King bjó. 1 húsi þessu rekur frú Bessie Brewer gistiheimili, og hefur hún gefið lýsingu á ein- um gesta sinna, sem hvarf eftir morðið. Er þetta hvítur maður, um 26—30 ára að aldri, hávax- inn og dökkhærður. Skráði hann sig sem John Wiliard, er hann tók herbergi á leigu hjá frú Brewer. Óstaðfestar fregnir herma að morðinginn hafi haldið suður á bóginn strax eftir morði'ð, og að hans sé nú leitað í Mississippi. Talsmaður SCLC samtakanna, sem dr. Martin Luther King stóð fyrir, sagði í dag að útför Kings yrði gerð á þriðjudagsmorgun, og líkið jarðsett í South View kirkjugarðinum í Atlanta, heima borg hins látna. SÖGUSAGNIR Erfiðleikar lögreglumanna juk ust mjög víða í Bandaríkjunum vegna alls kyns sögusagna um hryðjuverk, sem sumar hverjar voru sagðar beinlínis til að gabba lögregluna, en aðrar orðrómur sprottinn af hræðslu og ótta. Sér staklega bar á sögusögnum í New York, Chicago og Washington, og átti lþgreglan erfitt með að að- greina satt og logið. f New York voru á kreiki sög ur um sprengingar í neðanjarð- arbrautunum, sprengjuárásir og götubardaga, og varð lögreglan að sannprófa hverja sögu. í Chicago var sífellt verið að hringja til lögreglustöðvanna og spyrja frétta af meintum götu- bardögum og stórþjófnuðum í að al verzlunarhverfinu, stórbrun- um og óeirðum, sem ekki höfðu átt sér stað. í Washington sner- ust þessar sögusagnir aðallega um eldsvoða og þjófnaði úr verzl unum, auk þess sem sagt var að skriðdrekasveit væri á leið til höfuðborgarinnar. í New York var orðrómurinn svo þrálátur, að ótal vinnuveit- endur sendu starfsfólk sitt, sér- stakiega konur, heim fljótlega eftir hádegið. Ein sagan var á þá leið að fjölmennur hópur blökku manna hefði gert innrás í Flat- bush-borgarhverfið í Brooklyn og beitt þar óspart hnífum gegn hvítum ibúum hverfisins. f frétt frá Accra, höfuðborg Ghana, segir að þarlend blöð hafi mikið ritað um morðið í dr. King. Helzta blað landsins „The Daily Graphic“ segir meðal ann ars að það vilji ekki ráðleggja bandarískum trúboðum að leita til Ghana, því þeirra sé meiri þörf í Bandaríkjunum. „Við í Afríku hættum því fyrir löngu að myrða trúboða. Nú eru þjón- ar Drottins myrtir í menningar- löndum eins og Bandaríkjunum". 122-24 1:30280-32262 LITAVER Pilkington6s tiles postulínsveggflísar Stærðir 11 x 11, 7V2 15 og 15 x 15 cm. Mikið úrval — Gott verð. Speglar — speglar 20% afsláttur Seljum alla spegla, sem nú eru til á lager í verzl- uninni, Skólavörðustíg 22 a og verksmiðjunni Þver- holti 11, með 20% afslætti — frá gamla verðinu. Spegla- og snyrtivörubúð Gleriðjunnar, Skólavörðustíg 22 a. Verksmiðjan Þverholti 11. BLADBURDARFOIK OSKAST í eftirtalin hverfi AÐALSTRÆTl, Talið við afgreiðsluna i sima 10100 Verðið brún í fyrstu skíðaferðinni, hvort sem sól er eða ekki, með því að nota QX FRÁ COPPERTONE gerir yður fallega og jafn brúna á 3 til 5 tímum. Ver yður einnig gegn sólbruna. L0TI0N BY ® C0PPERT0NE „quick tanning“ undraefnið, sem gerir yður fallega brún, jafnt inni, sem úti, er framleitt af COPPERTONE. 'k INNI — gerir yður brún á einni nóttu. ★ ÚTI — gerir yður enn brúnni og verndar um leið gegn sólbruna. ir ENGINN LITUR — ENGAR RÁKIR. Q.T. inniheldur enga liti eða gerviefni, sem gerir búð yðar rákótta eða upplitaða. Q.T. inniheldur nærandi og mýkjandi efni fyrir húðina. Q.T. gerir þá hluti líkamans, sem sólin nær ekki til, fallega brúna. Um leið verndar sérstakt efni í Q.T. húðina fyrir brunageislum sólarinnar. Notið hið fljótvirka Q.T. hvenær sem er — það er ckki fitugt eða olíukennt. QX er framleitt af COPPERTONE Framtíðarstarf Óskum að ráða skrifstofumann nú þegar. Þarf að hafa bílpróf. Enskukunnátta og þekking á almenn- um skrifstofustörfum nauðsynleg. Umsækjendur komi til viðtals á skrifstofu vora Vonarstræti 12, næstkomandi mánudag milli kl. 5 og 6. Tékkneska hifreiðaumboðið á íslandi h.f. 2 B Fjölhæfasta hjólaskurðgrafan Nútima vinnuvél, sem gefur ótal notkunarmöguleika J.C.B. 2B grafan er þannig byggð. að hægt er á 2 mínútum að taka gröfuna af, — og þá er vélin dráttarvél með öflugu mokst- urstæki, aflúrtaksás og þrítengibeizli. Þannig er með sömu vélinni hægt að grafa húsgrunna og holræsi, moka á bíla og jafna ofaníburði, draga flutningavagna og götusópara og knýja loftpressu eða jarðtætara, auk ótal margra annarra starfa. Þessir fjölbreyttu notkunarmöguleikar gera það að verkum, að vélina er hægt að nota allan ársins hring — vetur, sum- ar, vor og haust. Hámarksnýting á lágmarkskostnaði. Tæknibúnaður 45 hestafla 3ja strokka BMC dieselvél — 10 gírar áfram, 2 aftur á bak. — Fáanleg með vökvakúplingu — vökvastýri. — Hjólbarðar framan 750 x 16.8 laga, aftan 14.9/1300 x 28.8 laga. — Vökvadæla, afköst 110 iítrar/mín. við 140 kg. þrýsting. — Brotkraftur á mokst- urstæki 4 tonn, brotkraftur á skóflu 3.5 tonn. Fjölbreytt úrval skófla fáanlegt, — þægindi fyrir stjórnanda vélarinnar, vandað hús, bólstrað fjaðrasæti, þægileg stjórntæki vel staðsett. Verktakar, bæjarfélög, ræktunarsam- bönd. Þetta er vinnuvélin sem beðið hef- ur verið eftir, fjölhæf vél á hagstæðu vcrði. Leitið nánari upplýsinga um verð og greiðsluskilm ála. asiigfi U/ODUSf LÁGMÚLI 5, SÍMI 11555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.