Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 190« 'ÁtfrœSur á mánudag: Sigurður Guðmunds- son bóndi, Kolsstöðum ÁTTUNDA apríl fyrir 80 árum fæddist þeim hjónum: Guðmundi og Helgu á Kolstöðum í Hvítár- síðu, sveinn, sem var skírður Sig urður. Guðmundur bóndi á Kol- stöðum var sproti af víðkunnri Háafellsætt, tápmikill maður og hinn mesti forkur, ótrauður að berjast fyrir lífi sínu og stórrar fjölskyldu. Helga kona hans var þriðji ættliður frá Snorra Björns syni presti á Húsafelli, sem gat sér ódauðlegan orðstír fyrir and- legt og líkamlegt atgerfi. Hinn mikli ættfaðir Snorri prestur hóf sór klettabjörg frá jörðu og lagði eins og steinvölur á garð- veggi, en aðrir menn þó hraustir væru, máttu þeim vart ofan velta, kva'ð rímur um kappa fom aldarinnar, sem stóðu í nauðsyn legum manndrápum og féllu svo sjálfir við mikinn orðstír, kvað niður drauga, sem ásóttu miðl- ungsfólk í tugatali, barg skógar mönnum úr lífsháska og féll fram í auðmjúku bænakvaki eins og lítið barn fyrir drottni sínum. Sigurður Guðmundsson, sem nú er áttatíu ára að aldri ólst upp hjá foreldrum sínum við mikla búsönn og ýmsan andróð- ur aldamótaáranna, þegar flest sund voru lokuð til frama og fjár. Kolsstaðir í Hvítársíðu eru ein fegursta jörð í því byggðar- lagi, skógivaxin mjög, liggur í hlýju fangi sumarsólar svo skóg- argróður og valllendisrjóður veit ir unaðslegt skjól mönnum og málleysingjum. Þessi fríða jörð batt Sigurð, sem ungan svein órofa trygðarböndum, sem ekki hafa tognað né slitnað í umróti þessarar aldar. Hann hefur átt þar heinaa alla ævL Sigurður var snemma þroska- mikill, sem hann átti kyn til. At orkumikill, fastlyndur, karlmenni að burðum og þreki og óvílsamur í baráttu daglegs lífs. Þegar hann hétfði aldur til var hann nem- andi í Hvítárbakkaskóla hjá hin- um trausta menntafrömuði Sig- urði Þórólfssyni, sem fjölmarg- ir Borgfirðingar og margir aðrir landsmenn af eldri kynslóðinni, eiga mest að þakka andlegan þroska. Ekki er Sigurði gjarnt til þess að gera sér gullskó af menntun sinni eða lærdómi, því hann er hlédrægur eins og marg ir hans ættmenn og ber sig ekki hátt á loft. Hann getur þó ekki leynt því þeim, sem honum eru kunnugastir, að hann er betur skrifandi en almennt gerist og ritar tært og hreint íslenzkt mál svo af ber. Sigurður hafði mestan fordrátt um heimilishald foreldra sinna í elli þeirra, en að þeim látnum t Jarðarför móður okkar Jensínu Bjarnadóttur frá Hallbjarnareyri fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. apríl kl. 1,30. Guðlaug Elíasdóttir, María Elíasdóttir, Olga Kotgard. t Útför bró'ður okkar Guðmundar Helgasonar Bárugötu 33 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 3. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Halldóra Helgadóttir, Ólöf Helgadóttir. t Útför föður okkar Þorleifs Teitssonar verður gerð frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 8. apríl kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþökk- uð. Gróa Þorleifsdóttir, Guðmundur Þorleifsson, Valgerður Þorleifsdóttir, Teitur Þorleifsson. t Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræðingur Sigluvogi 5 verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 8. apr íl kl. 10:30. Börnin. t Maðurinn minn, faðir og fósturfáðir, Sæmundur Jónsson Tjamargötu 10C verður jarðsunginn fró Foss- vogskirkju mánudaginn 8. apr íl kl. 3 e.h. Guðbjörg Gísladóttir, Jón K. Sæmundsson, Ólafur Ólafsson. t Útför eiginkonu minnar Guðrúnar Jónsdóttur Garðavegi 9, Keflavík fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. þ.m. kl. 2. Fyrir hönd bama, tengda- barna og barnabarna og ann- arra vandamanna. Sigurbjörn Jósepsson. t Útför konunnar minnar Margrétar Guðlaugsdóttur Grænuhlíð 18 fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 1,30. Aðils Kemp og dóttir. t Sigurður Hannesson Hólum, sem andaðist 30. marz sl. verð ur jarðsunginn frá Gaulverja- kirkju miðvikudaginn 10. apr íl og hefst athöfnin me'ð bæn að heimili hins látna kl. 1:30 e.h. Vandamenn. fór hann að búa á Kolstöðum og kvæntist glæsilegri mannkosta- konu, Kristínu Þorkellsdóttur, sem axlaði lífsbyrðar með hon- um með tápi og atorku. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Fyrir nokkrum árum lét Sigurður jör’ð í hendur syni sníum, sem býr þar nú. Sigurður hefur unnt sinni feðrajörð svo að ekki má hann af henni sjá, nema þá um stund arskeið í einu. Á sínum þroska- árum gerði hann henni allt til umbóta sem hann mátti, en var þó skuldvar, eins og bezt hent- ar traustum búskap og er hverj um manni heilladrýgst til af- komu og farsældar. Ég sem þessi fáu afmælisorð rita, hefi þekkt Sigurð á Kolstöð um marga tugi ára. Ég má trútt um það tala, að hann er alra manna orðheldnastur og mikill mannkostamaður að allri gerð. Ég veit eigi aðra betri ósk hon- um til handa, en að hann megi njóta friðsælla ellidaga á jörð- inni, sem hann ann eins og barn beztu móður. Magnús F. Jónsson. MINNINC: Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræðingur Á morgun mánudag 8. þ.m., verður Eiríkur Sigurbergsson jarðsunginn frá Fossvogskirkju, en hann andaðist 30. marz s.l. eftir skamma en stranga legu á sjúkrahúsi Hann hafði kennt sér sjúk- leika undanfarna mánuði, og leitað. lækna, en þeir töldu ekki hættu á ferð. Því síður grunaði aðra, að hann gengi með ban- vænan sjúkdóm og ætti skammt eftir. Hann var unglegur og hraustlegur að sjá og jafnvel við nána vini hafði hann ekki látið neitt uppi er gæfi til kynna, að hann væri ekki heill heilsu, enda var hann karl- menni í lund og löngum fámáll um eigin hagi. Og banastríðið háði hann af miklu æðruleysi, stillingu og þreki. Eirikur var fæddur 5. septem- ber 1903 að Fjósakoti í Meðal- landi. Foreldrahúsin voru fátæk. Eiríkur var næstyngstur 13 barna þeirra merku sæmdar- hjóna, Árnýjar Eiriksdóttur og Sigurbergs Einarssonar. Eitt þessara mörgu systkina dó í æsku, en öll hin komust upp og urðu vel að manni. Skömmu eftir að Eiríkur fæddist varð fjölskyldan að flýja kotið vegna sandfoks, er eyddi grasnytjar, bæði engi, haga og tún. Fluttist hún þá að Háu-Kotey, næstu jörð, en Sigurbergur fékk þá jörð byggða sér, fyrst hluta hennar, síðan alla. í Háu-Kotey ólst Eiríkurupp og gerðist snemma mannvænleg- ur. Þess varð fljótt vart, að hann hneigðist til bókar, enda átti hann skammt að sækja það, því að bæði voru foreldrarnir mjög bókhneigð og bókelsk, þótt kjör þeirra gæfu þeim ekki ríf- leg tækifæri til þess að sinna þeim hugðum sínum. Kvöld- vaka var þó jafnan haldin íHáu Kotey og var þá allt lesið upp- hátt, sem í varð náð af lestrar- efni, og marglesið. Gat þá stund um orðið hátt til lofts og vítt til veggja í litlu baðstofunni. Eirikur mun varla hafa látið sér til hugar koma í uppvexti sínum að þreyta langskólanám, því að til þess virtist engin að- staða á neinn veg. En prestur- inn, síra Sigurður Sigurðursson, hafði veitt drengnum athygli, enda búið hann til fermingar og verið tíður gestur í Háu-Kotey. Sr. Sigurður var hinn mesti áhugamaður um öll menningar- mál og ágætur kennari. Hann bauð að taka Eirík til sín á vetrum og segja honum til, en það skyldi koma á móti, að hann ynni presti á sumrin á búi því, er hann rak ásamt systkinum sínum að Flatey á Mýrum. eystra Þannig hófst námsferill Eiríks og jafnframt var þessi ráðagerð upphafið að því, að hann gerði víðreistara um veröldina en lík- leg mátti telja áð verða mundi. Sr. Sigurðar naut skammt við, hann lézt vorið 1921. En nú hafði Eiríkur einsett sér að brjót ast áfram til mennta. Hann stundaði sjóróðra nokkrar ver- tíðir og kaupavinnu og síldar- vinnu á sumrin og önglaði þann ig saman fé til þess að geta sezt í Flenzborgarskólann og síð an í Menntaskólann og stúdents prófi lauk hann vorið 1926. Um haustið það sama ár bar svo til, að vandalaust dreng- skaparfólk, sem hafði kynnst honum, bauð að styðja hann til náms erlendis. Hann þáði það veglynda boð og fór til Parísar hóskóla. Hann hafði hug á nátt úrufræði og hafði hugsað sér að lesa læknisfræði, ef hann hefði numið hérlendis. Hann hóf nám í náttúrufræði í París en þóttist fljótt sjá fram á, að hannmyndi ekki geta staðið straum af því að þreyta það nám til lykta. Þá hvarf hann að viðskipta- og þjóðfélagsfræðum. Hann lauk prófi í viðskiptafræði í París 1931, lagði síðan stund á þjóð- félagsfræði, en varð þá að hverfa frá frekara námi sakir heilsu- brests. Hann hafði ofboðið þreki sínu með vinnu, og viðurværi og aðbúð oft í fátækara lagi, þrátt fyrir drengilega hjálp vel unnara. Næstu árin barðist hann við þann sjúkdóm, er hann hafði tekið, lungnatæringu. Hann náði þó heilsu aftur og starfsþreki og gerðist þá um tíma erindreki fiskimálanefndar við markaðs- leit í Frakklandi og víðar. Síðar starfaði hann hjá skömmtunar- skrifstofu Reykjavíkur, en 1940- 46 vann hann hjá verðlagsstjóra dómnefnd í verðlagsmálum, og •viðskiptaráði. Þá varð hann enn um hríð erindreki fiskimála nefndar, síðan starfsmaður hjá Fransk-íslenzka Verzlunarfélag inu um skeið. Loks var hann um allmörg ár skrifstofumáður hjá Mjólkursamsölunni, en síðustu árin var hann framkvæmdastjóri Fransk-íslenzka Verzlunarfélags ins. Eiríkur gegndi ýmsum fleiri störfum en hér hefur verið drep ið á. Hann kenndi m.a. frönsku við Háskóla íslands á vegum AU iance Francaise um tíma og lengi hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Framh. á bls. 30 8. AFRIL. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú hefur mikla persónulega ábyrgð og trúlegt að hún verði enn aukin í dag. Reyndu að taka þessu öllu eins og maður. Þessi mánuður verður að mörgu leyti erfiður í fjármálum. Nautið 20. apríl. — 20. maí. Þér býðst óvænt tækifæri og skalt taka því tveim höndum. Hins vegar skaltu alls ekki rasa um ráð fram, heldur íhuga allar hliðar málsins. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þú yrðir margs vísari í dag, ef þú heldir augunum opnum og fylgdist með því sem gerist umhverfis þig. Störf þín verða óvenju ábatasöm Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þú ættir að nota tímann til hugleiðinga um mál sem þú ert í nokkrum vafa um. Sýndu fjölskyldu þinni þolinmæði og þá sér í lagi einum meðlimi hennar, sem þér finnst nokkuð erfiður Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Þér er ánægja að því að hefja störf að fullum krafti eftir góða hvíld. Farðu ekki of geyst. Endurskoðaðu fjármál þín og gerðu viðeigandi ráðstafanir. Vogin 23. september — 22. október. Allir virðast vilja vera þér innan handar að eyða peningum. Skemmtu þér með vinum og starfsfélögum í kvöld, en farðu gætilega í umferðinni á heimleiðinni. Drekinn 23. oktober — 21. nóvember. Starf þitt í blóma og þú ert vel upplagður til nýrra átaka. Vertu ekki svartsýnn á niðurstöður rannsókna sem þú hefur unn- ið að. Þær munu vekja verðskuldaða athygli. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú skalt vinna vel, en gæta að heilsufari þínu og umfram allt skaltu reyna að forðast geðshræringar sem geta farið illa með taugarnar. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þú skalt skipuleggja starf þitt betur og munt sjá að þeim tíma sem þú verð til þess er ekki til einskis eytt. Þú færð ánægjulegar fréttir í kvöld. Vatnsberinn 20. janúar — 18. jfebrúar. Þú hefur sjaldan haft tækifæri til að sinna svo mörgum mól- um, sem þú hefur vanrækt að undanförnu. Þú ert I reglulegum vinnuham í dag og vinnst prýðilega Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Þú skalt reyna að vera rólegur og öruggur í dag og láta ekki á þig fá, þótt róðurinn virðist örðugur. í kvöld skaltu vinna við uppbyggjandi andleg störf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.