Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. APRTL I3W9 JIIttgtiitMiiMfr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. , í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. NAUÐSYN ÖFLUGS EINKAREKSTURS ¥ Tndanfarna mánuði hefur varla sú vika liðið á Bretlandseyjum, að ekki hafi verið tilkynnt um sameiningu þekktra fyrirtækja í enn stærri einingar en áður. Ýmsir stærstu bankar Bret- lands hafa verið sameinaðir, tvö stór bílafyrirtæki til- kynntu óvænt um samein- ingu fyrir nokkrum vikum og segja má, að engin þáttur brezks atvinnulífs hafi verið undanskilinn í þesari sam- einingaröldu. Ástæðan fyrir þessari þró- un er auðvitað sú, að tækni nútímans gerir slíkar kröfur til stærðar fyrirtækja og fjár- magns, að fyrirtæki, sem hingað til hafa þótt stór, standast ekki samkeppnina. Þessi þróun í Bretlandi hefur orðið í beinu framhaldi af því, að Bretum er nú loks orðið ljóst, að þeir hafa dreg- izt aftur úr á undanförnum árum og að stórar banda- rískar fyrirtækjasamsteypur hafa í vaxandi mæli látið að sér kveða í brezku atvinnu- lífi. Einkareksturinn hér á Is- landi hefur um langt skeið átt í vök að verjast. Annars vegar er þar um að ræða ágengni ríkisvalds og annarra opinberra eða hálfopinberra aðila til þátttöku í atvinnu- rekstri og hins vegar hefur einkafyrirtækjum ekki verið gert kleift að safna neinu eigin fjármagni vegna frá- leitra álagningarreglna og of hárra opinbera gjalda. Ásókn opinberra aðila í atvinnu- rekstur hefur m. a. verið skýrð með því, að hérlendis séu ekki til einkaaðilar, sem hafi yfir nægu fjármagni að ráða til þess að leggja út í nauðsynlegan atvinnurekstur. Nauðsynlegt er, að einka- reksturinn taki upp skelegga baráttu gegn þeim hugsunar hætti að hann sé ekki fær um að gegna hlutverki sínu í atvinnulífinu og að fyrir- tæki, sem rekin eru á vegum opinberra aðila geti endalaust hækkað þjónustugjöld sín á sama tíma og einkarekstur- inn býr við óraunsæjar álagn ingareglur. Þeirri röksemd að einka- aðilar séu of smáir á íslandi til þess að ráðast í stórvérk- efni á sviði atvinnulífsins, geta einkarekstursmenn svar- að með því að fylgja þeirri þróun, sem hvarvetna hefur orðið, nú síðast á Bretlands- eyjum, að smærri fyrirtæki í sömu greinum eða svipuð- um, gangi til samstarfs, sam- eini fjármuni sína, tækni og tækniþekkingu og skapi þannig grundvöll að þátt- töku einkarekstursins í stór- framkvæmdum á sviði at- vinnulífsins. í framhaldi af slíkri sam- einingu fyrirtækja í öflug stórfyrirtæki eiga einka- rekstursmenn að opna sam- einuð fyrirtæki sín fyrir þátt töku almennings í atvinnu- rekstur með þeirri ágóðavon eða taphættu, sem því fylgir. Það er tími til kominn að einkareksturinn á íslandi taki til höndum og hefji sókn gegn þeim sósíalíska hugsun- arhætti, sem stöðugt virðist vera að ná sterkari tökum á fólkinu í þessu landi. Og þrátt fyrir það að einkarekst- urinn hafi átt í vök að verj- ast um langt skeið getur hann þó bent á þá staðreynd, að það er einkaframtakið, sem hefur byggt upp sjávar- útveginn í landinu og haft forustu um þá byltingu, sem orðið hefur í fiskiskipaflot- anum á undanförnum árum. Það eru mikil verkefni fram- undan í íslertzku atvinnulífi og þau verkefni eiga ein- staklingarnir að leysa með sameinuðu átaki en ekki eftirláta þau ríkisvaldinu eða öðrum opinberum aðilum. NORÐURLANDA- FLUG LOFTLEIÐA ¥ gær voru undirritaðir samningar um flug Loft- leiða til Norðurlanda með hinum stóru flugvélum fé- lagsins. Þar með hefur við- unandi lausn fengist á erfiðu deilumáli milli íslands og Norðurlandanna þriggja. Sú lausn, sem nú hefur fengizt samkomulag um er ef til vill ekki eins hagstæð fyrir Is- lendinga og vonazt var eftir en óhætt er þó að fullyrða, að hún er betri en þeir sem bezt þekktu til mála gerðu sér vonir um. Loftleiðir munu nú hefja flug til Norðurlanda með hin- um stóru flugvélum sínum og mun það vafalaust verða til þess að bæta þjónustu fé- lagsins við þá farþega þess, sem þangað fara svo og verða hagkvæmari rekstur fyrir fé- lagið sjálft. Jafnframt er þess að vænta að það samkomulag sem nú hefur fengizt verði til þess að bæta sambúð íslands og SAS-landanna þriggja. UTAN ÚR HEIMI Bætt aðstaöa Demúkrata Þingmenn flokksins ánœgðir með ákvörðun Johnsons ÁKVÖRÐUN JOHNSONS for seta um að leita ekki endur- kjörs hefur létt þungu fargi af þingmönnum úr flokki demókrata, sem gefa kost á sér til endurkjörs í haust. Margir þingmenn höfðu tal ið víst, að Johnson yrði fram bjóðandi flokksins, og óttuð- ust að andstaða þeirra gegn Vietnamstefnu Johnsons yrði vatn á millu andstaeðinganna. Vígstaða krata er erfið í kosningunum, bæði í kosn- ingunum til fulltrúadeildar- innar og öldungadeildarinnar Repúblikanar eru sigurviss- ir og spá því að þeir vinni 31 þingsæti af demókrötum í fulltrúadeildinni og þar með meirihluta. Þeir eru einnig bjartsýn- ir á að vinna þó nokkur þingsæti af demókrötum í öld ungadeildinni, en þar er meiri hluti demókrata í engri hættu Kosið verður um 35 þing- sæti í öldungadeildinni, og þar af hafa demókratar 23. Átta af öldungadeildarmönn- um demókrata, sem leita end urkjörs, hafa haldið uppi harðri andstöðu' gegn stefnu Johnsons í Vietnammálinu. Það er álit þingmanna og stjórnmálafréttaritara að á kvörðun Johnsons muni lægja ofsa kosningabaráttunar og draga úr spennunni í stjórn- málunum. Þeir þingmenn dem ókrata, sem hafa verið and- vígir Johnson, telja að á- kvörðun forsetans muni bæta vígstöðu þeirra til mikilla muna og hafa látið í Ijós á- nægju með ákvörðunina. Meðal þeirra andstæðinga Vietnamstefnunnar úr hópi þingmanna demókrata í öld- ungadeildinni sem leita end- urkjörs eru George S. Mc- Govern frá Suður-Dakota, A1 bert Gore frá Tennessee, Way ne Morse frá Oregon, Frank Church frá Idaho, J. W. Ful- bright frá Arkansas, Ernest Gruening frá Alaska, Gay- Joseph S. Clárk frá Penns- ylvaníu og Abraham A. Ribi- coff frá Connecticut. Á undanförnum vikum hafa þingm. demókrata í báðum deildum Þjóðþingsins sem bar izt hafa gegn Vietnamstefnu Johnsons, verið mjög tvístíg- andi. Þeir hafa hvorugart arm flokksins viljað styggja „haukana" eða „dúfurnar“ — og kviðið því að ganga til kosninga undir forystu for- seta, sem þeir voru óánægð- ir með, og með sundraðan flokk að baki. Þetta er aðal- ástæðan til þess að þingmenn demókrata hafa yfirleitt fylgt hlutleysi. Aðeins örfáir þing- menn hafa stutt Eugene Mc- Carthy eða Robert Kennedy. Nú leggja bæði McCarthy og Kennedy sig í líma við Johnson að tryggja sér stuðning eins margra þingmanna og þeir framast geta. Ef Hubert Hum phrey gefur kost á sér, mun það standa honum fyrir þrif- um að hann hefur verið einn helzti stuðningsmaður og mál svari forsetans. Síðan Johnson hélt ræðu sínia á sunnudag hefur stuðn- ingurinn við styrjöldina í Vi- etnam dvínað því meira og langflestir vilja leggja allt kapp á að koma á friðarvið- ræðum. Ákvörðun Johnsons for- seta hefur styrkt aðstöðu Ro- bert Kennedys öldungardeild armanns. Aðstaða Eugene Mc Carthys öldungfcrdeildar manns er hins vegar veikari en áður þrátt fyrir sigurinn í Wiscounsin Hann hefur fyrst og fremst haft eitt baráttu- mál, frið í Vietnam, og skoð- anir hans og Kennedys um þjóðfélagsmál í Bandaríkjun- um fara mjög saman. Róbert Kennedy hefur mörg mál á stefnuskrá sinni og hef ur í ræðum, sem hann hefur haldið á ferðum sínum um Bandaríkin að undanförnu fekið fyrir öll þau miklu vandamál, sem Bandaríkja- menn standa andspænis, og komið fram með tillögur til úrbóta. Hann hefur gert ræki lega grein fyrir afstöðu sinni til allra þessara mála. Hann hefur ekki aðeins gagn- rýnt Johnson fyrir stefnu Bjart eldfar yfir Blönduósi BLÖNDUÖSI, 5. apríl: — Eld- far sást á lofti hér yfir Húna- þingi í kvöld. Var það þríhyrn- ingslaga og sneri oddi niður, skínandi bjart. Sá það fjöldi manna og fylgdist með langa hríð. Vita menn ekki hvað hér var á ferð. Það var um kl. 7.15 til 7,20, að menn séu eldfar þetta í suðri. Var þá sólskin og tungl einnig á lofti, en eldfar þetta bar nokk- uð hærra á himni en tunglið og eins var það bjartara. Fylgdust margir menn með þessu í hálfa aðra klukkustund. Ég horfði á eldfarið í sjónauka og virtist mér það þríhyrningslaga O'g odduriim horfa niður. Hvarf það sjónum manna í suðausturátt. — Björn Bergmann. hans í Vietnam heldur utan- ríkisstefnuna í heild. Hann hefur sakað hann um að hafa látið vandamálin heima fyrir sitja á hakanum vegan stríðs rekstursins í Vietnam og hef- ur í ræðum sínum fjallað ítar lega um kynþáttavandamálin hina vaxandi glæpi í Banda- ríkjunum, vandamál sem við er að glíma í Suður-Ameríku og hvernig Bandaríkin geti stuðlað að því að draga úr fátækt íbúanna þar. I öllum þessum málum hefur hann sakað Johnson um aðgerðar- leysi. Stjórnmálafréttaritarar eru sammála um að Kennedy hafi sýnt mikil hyggindi þeg- ar hann fór fram á það við Johnson að þeir héldu fund með sér til að ræða i;m það hvernig þeir geti unnið sam- an að því að efla þjóðlega einingu heima fyrir og koma á friði í Vietnam. Þar sem Johnson hefur orðið vió þessu tilboði líti svo út fyrir að Kennedy sé hinn eðlilegi eft irmaður Johnsons og þegar hann komi til Washington að ræða við forsetann líti svo út sem hann komi þangað til þess að taka við völdunum. Johnson er þó enn grun- aður um græsku eins og til- gáta New York Times um að hann hafi tekið ákvörðun sína til þess að koma því til leiðar að bæta svo aðstöðu sína innan flokksins að lands þingið í ágúst tilnefni hann frambjóðanda sinn í forseta- kosningunum sýnir. Johnson hefur enn ekki fengizt til að láta uppskátt hvern hann muni styðja sem forsetaefni flokksins, þótt því sé fleygt að hann muni veita Hubert Humprey fulltingi sitt þar sem hann sé nú fremsti full- trúi þeirrar stefnu, sem hann hefur fylgt í forsetatíð sinni. En Humprey verður að hafa hraðan á ef hann ætlar að gefa kost á sér, því að tíminn til kosninganna stytt- ist óðum og Robert Kenne- dy hefur fengið byr í segl- in Ef hann ákveður að fara í framboð er líklegt að ákvörð unin komi of seint til að hún hafi veruleg áhrif og stofni síður en svo Kennedy í hættu jafnvel þótt Johnson styðji hann. Ljóst er, að stuðn ingsmenn Johnsons leggja hart að honum að endurskoða ákvorðun sína, og ef hún reynist óafturkallanleg er trúlegt að þeir styðji Humph rey. Fyrirlestur Þórholls í Háskólubíói ÞÓRHALLUR Vilmundarson pró fessor flytur þriðja og síðasta fyrirlestur sinn að þessu sinni um íslenzk örnefni og náttúru- nafnakenninguna í Háskólabíói í dag kl. 13.30. Fyrirlesturinn nefnist Durum og dyngjum. (Frétt frá Háskóla fslands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.