Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 Kenna frönsku í Kína og á islandi Franskur fyrirlestur um listir í Normandie NÝLEGA urðu sendikennara- skipti í frönsku við Háskóla ís- lands. Ungfrú Vilespy, sem hef- ur verið hér í 5 ár, var skyndi- iega flutt til Póllands er kenn- ari þar fórst í bí.slysi, og í henn ar stað kom ungur lektor, Jacques Raymonde með konu sina og tvær ungar dætur. í tilefni þess, að Frakklands- vinafélagið Alliance Francaise á von á fyrirlesara, Próf. Heintz, kunnum prófessor frá Caen í Normandí, sem flytur hér fyrir- lestur á þriðjudag í 1. kennslu- stofu háskólans, átti fréttamað- ur tal við M. Raymonde og not- aði þá tækifærið til að spjalla ofurlítið um hann sjálfan. í>au hjónin komu hingað frá París, þar sem þau kenndu bæði, hann bókmenntir og hún náttúru fræði. En áður voru þau í tvö ár í Peking, frá 1964 til 1966. Voru þau á vegum franska utan- ríkisráðuneytisins og þess kín- verska til að kenna frönsku. Eldri dóttir þeirra, sem nú er nærri fimm ára, byrjaði að tala þar í landi og talaði eingöngu kinversku. Nú er hún á daginn í Tjarnarborg og vafalaust líð- ur ekki á löngu áður en hún fer að tala íslenzku. Sú yngri, sem aðeins er 15 mánaða, gæti allt eins vel lært íslenzku fyrst. — Hún heitir Heline Jakobsdótt- ir ,segir pabbi hennar og hlær við. Raymonde-hjónin komu hing- að fyrst í febrúar og hafa því ekki kynnzt okkar beztu veðr- áttu. — Já, það hefur verið kalt og miklar veðrabreytingar, satt er það, segir hann. — En það er bót í máli að ég hefi komið hér áður, um hásumarið. Kom hingað 1960, 1961 og 1964 sem ferðamaður. Og ég á hér þegar góða vini. Einnig kom talsvert af íslendingum til okkar í Paris, stúdentar og arkitektar. M. Jaques Raymonde segir frá fyrirhuguðum fyrirlestri á þriðju dagskvöld í háskóianum og kynn ir fyrirlesara og efni hans. Próf- essor Heintz starfar við bók- mennta- og heimspekideild há- skólans í Caen. Hann var fyrir 20 árum lengi prófessor við Edin borgarháskóla. Hann hefur farið víða um heim í fyrirlestrarferð- ir, m.a. til Suður-Ameríku. Kem ur hann nú frá Bandaríkjunum og mun hafa stutta viðdvöl hér á landi. En hann hefur komið hér áður og á héðan góðar minn- ingar ,og er það ein ástæðan fyr- ir því að hann hefur ísland með í þessari fyrirlestrarferð. Einnig eru nokkrir fslendingar gamlir nemendur hans frá Frakklandi og Edinborg, svo sem Halla Bergs, Friðrik Þorvaldsson, menntaskólakennari á Akureyri, sóknarprestur einn o.fl. Prófessorinn mun flytja hér fyrirlestur um listamenn frá Normandie, einkum á 19. og 20. öld og hefur meðferðis myndir, er hann sýnir til skýringar. Sagði Jacques Raymonde, að Norman- die-hérað kæmi mikið við sögu hjá frægum málurum, eins og Boudin, Millet o.fl. Margir im- pressionistanna hefðu málað þar, eins og Monet og Sisley. Hefði Monet t.d. málað fræga mynd af dómkirkjunni í Rouen. Fauvist- ar kæmu þar líka við sögu, svo sem Dufy. Og mundi prófessor Heintz vafalaust hafa myndir af málverkum þessara manna og landslagi í Normandie til sam- anburðar. í>á hafa ýmsir frægir ritihöfundar komið við sögu Nor- mandie-héraðs, svo sem Victor Hugo ,en hann dvaldi þar í hálf- gildis útlegð og dóttir hans drukknaði þar. Og Flaubert var frá Normandie. André Gide var Hinn nýi franski lektor, JacquesRaymonde, kona hans og dóttir. í móðurætt rfrá þessu héraði og ljóðskáldið Henry de Regier var þaðan. Svo af nægu er að taka í fyrirlestri um þetta efni. — Próf. Heintz hefur áreiðanlega líka valið að tala um Normandie hér á íslandi, af því það er það hérað í Frakklandi sem er í nán- ustum tengslum við Norðurlönd frá fornu fari, í sögum og goða- fræði, segir Raymonde. Nor- mandiebúar eru taldir vera Norð urlandabúar Frakklands. M. Jaqúes Raymonde sagði, að þau hjónin hefðu í hyggju að vera hér í hálft annað ár að minnsta kosti. Þau ætluðu að Framihald á bls. 12. Wmm 5 í sS '■ ■/ ' ■'b&íigk í •,. # , m <' V 1 m&M mm wm fNMPf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.