Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968 3 Sr. Jón Auðuns dómprófastur: Dagurinn sem aldrei gleymist SAGA manns á sitt afmælda 6keið. Flestra manna saga sitt skammvinna skeið. Tíminn er fljótur að breiða voð vægðar- lausrar gleymsku yfir sögu, sem vakti uppnám og undrun. Eftir undrafá ár verða nöfnin gleymd, sem á allra manna vör- um eru í dag. Úr sáldri tímans hrynur sandurinn, mölin, svo að fáir, stórir steinar verða eftir. En stormur aldanna veðrar einnig þá. Bergmálið deyr, frægðin föln ar. Þessi ómur getur aldrei dáið, — sögðu menn, þegar bergmál- ið af banaskoti Lincolns barst að vestan. En hversu margir ’minnast nú þess dags? Mér er sagt, að mergðir blökkumann- anna sjálfra minnist þess ekki lengur, að Lincoln var til. Og er þess þá ekki von, að sand- kornin sópist burt, fyrst svo fer um björgin stóru? Fyrir rúmum 19 öldum dó lausnari mannanna. Þá féllu tár, en þau voru ekki mörg. Af þeim harmi barst ekki bergmál um borgir né lönd. Á afskekktum stað, í afkima heims gaf lausnarinn upp önd- ina. Austurálfan hafði naumast heyrt nafn hans nefnt. Til vest- ari landa hafði ekki orð af hon- um borizt. Eins og hann hafði verið lagður í jötu, án þess fólk- ið í næstu húsum hefði hug— mynd um, svo dó hann þannig, að aðeins fáir menn, sem stóðu á Golgatahæðinni þennan föstu- dag, vissu, hvað var að gerast. Og vissi þó nokkur í raun- inni það? En svo hefir skipazt, að sorg hinna örfáu og umkomulausu manna hefir orðið sorg milljón- anna. Meðan dauði annarra afreks- manna færist fjær og fjær, ljós þeirra daprast, dánardægur þeirra gleymist og dánarmynd, færist okkur ófölnuð nær og nær dánarmynd hans, sem einmana dó á Golgatahæðinni og örfáir vinir syrgðu. Enginn veit með nokkurri vissu, hvar gröfin er, þar sem líkami hans var lagður. Enginn veit með nokkurri vissu þann dag, er hann dó. Ekkert kumbl, enginn gullinn varði prýðir leg- stað hans. Á gröf hans er eng- inn kross. Á óteljandi ölturum kristinna kirkna standa kross- ar, sem minna okkur á föstu- daginn, sem aldrei gleymist. Undir gleymskunnar voð sofa málefni og menn. Og ótal dag- ar, sem settu veröldina í upp- nám, eru svo rækilega gleymdir, að enginn man þá lengur. En langi fjárdagur gleymist ekki. Boðskapurinn, sem hann ber, mun sjá um það. Hver er sá boðskapur? Líttu til Golgata. Þar sérð þú hann, sem var „ljómi dýrðar Guðs og ímynd veru hans“, horfa deyjandi yfir mannhafið, sem þekur hæðina: Fyrir þessa menn vill Kristur deyja. Ekki svo, að dauði hans leysi mennina undan afleiðingum þess, sem þeir hafa drýgt. Ekki svo, að hann sé að friða reiðan Guð með því að hella út blóði sínu. Ekki svo, að saklaust blóð hans geti verið gjald fyrir synd- ir annarra manna. Jesús kenndi, að eigin skuld yrði hver að gjalda sjálfur til síðasta eyris. Hver getur gengið þann veg á enda? Þú átrt ekki að ganga þann veg einn. Yfir þér vakir á yeginum þínum kærleikur Guðs, sem Kristur birtir þér með því að vilja deyja fyrir þig. Þessi er leyndardómur dauða Krists. Þessi er vonin, sem hann vekur um manninn: Sá kærleik- ur, sem á krossinum birtist, er endurskin elsku föðurins eilífa, sem yfir þér og vegum þínum vakir. Þótt Lincoln sé myrtur, hljóðn ar sorgin yfir morði hans. Hark- ið í eldinum, þegar mærin unga frá Orleans var brennd á torg- inu í Rouen, hljóðnar. Það berg- mál mun bráðlega dvína og deyja, sem þessa dagana fer um 4 heim allan og vekur hryggð og ótta, bergmálið af banaskeyt- inu, sem hitti Martin Luther King. Dauðastunur píslarvotta færast fjær og fjær. Meðan þetta allt er að fjar- lægjast fyrnast og fölna, færist nær og nær dánardagur Krists og dánarmynd hans. Andspænis henni fær vonin um manninn, markmið hans og eilíf örlög, vængi. Þá von vekur og nærir kær- leiksbálið, sem á krossinum brann, — brann í hjarta hins deyjandi Guðssonar. * É EFTIR EINAR Togaramir. Það var erfitt hjá togurunum framan af vikunni vegna norð- anroks og hörkufrosts, þótt þeir væru að veiðum, eins og þeirra er venja, næstum á hverju sem gengur. Hins vegar hefur verið blíða síðustu daga. Skipin hafa verið fyrir sunnan land, mest á Selvogs- og Eideyjarbanka, enda ís lokað miðunum fyrir vestan. Afli hefur verið frekar rýr. Þrír togarar komiu inn tiil Reykja víku í vikunni og lönduðu þar: Jón Þorláksson með 160 lestir, Egill Skalagrímsson með 140 lestir og Karlsefni með 100 lest- ir, en hann hafði varið eitthvað styttna úti. Þormóður goði land- ar á mánudaginn. Togarasölur síðustu viku: Sigurður 214 t. DM. 164.100.— Víkingur 179 t. DM. 141.600,— Hallv. Fr.d. 159 t. DM. 106.800,— Keflavík. . Ágæt sjóveður voru síðustu daga, en það er líka eini góð- v:ðriskaflinn á vertíðinni. Netabátar hafa verið að fá um 10 lestir og þaðan af minna. Hins vegar hefur aflazt vel á lín- j una. Einn Keflavíkurbóturinn komst upp í 18 lestir í róðri og lagði aflann á land í Grindavík. Algengasti afli á línuna hefur verið 10—12 lestir. Trollbátar hafa aflað vel. Tveir bátar komu inn með 30— 37 lestir eftir tveggja daga úti- vist og sömu bátarnir komu dag inn eftir með 16 og 26 tonn eft- ir sólarhringinn. Akranes. Mjög slæm tíð var framan af vikunni, hvassviðri af norðri og brunagaddur. Reytingsaifli var á línuna, komst hæst uipp í 14 lestir í róðri, allt þorskur. Innan bugtar var sáratregt í netin. Nokkrir bátar hafa sótt á Bank- ann og fengið 25—30 lestir eftir 2 nætur. Einn færabátur kom í vikunni með 22 lest'ir af þorski eftir 3ja daga útivist. Sandgerði. Eftir að norðanáttin gekk nið- ur um miðja vikuna, hafa verið ágæt sjóveður. Afli hefur verið misjafn og yfirleitt lélegur, þó fengu 5 bátar sæmilegan afla í net undir vikulokin, 12—22 lestir, hjá öðrum var lélegt, línu bátar hafa aflað vel, uipp í 12% lest, en líka verið með ekki nema 5% lest. Lítið hefux lagazt útlitið með aflabrögðin. Það er eftirtektar- vert, hve fiskurinn er í neistum, 1—2 net í trossu geta verið bunk uð af fiski og svo hreint ekk- SIGURÐSSON ert í hinum netunum í trossurmi. Vestmannaeyjar. Loksins skiáuaði tíðin upp úr miðri síðustu viku. Aflinn er að glæðast í net og troll. Enginn er lengur með línu. Netabátar kom ust upp í 30 lestir næturgaanalt og margir með 10—20 lestir, en surnir líka minna. iNokkrir bát- ar fengu síðari hluta vikunnar ágætt í trollið, 20—40 lestir þeir, sem bezt öfluðu. Einn bátur kom með fullfermi af loðnu, 290 iestir. Að laga sig eftir breyttum aðstæðum. „Sjávarútvegurinn er í kreppu“ segja menn. En það merk'ir nán- ast, að kreppuástand ríkti í land inu, svo háð er öll þjóðin því, sem aflast úr sjónum og hvað fyrir það fæst. En búmannsins sanna list er að laga sig eftir knngumstæðuii- ■ um bæði í meðlæti og mótlæti. Þegar síldin var sem mest fyrir Austurlandi og skipin þurftu að bíða upp í viku eftir losun, voru byggðar nýjar verksmiðjur og þær stækkaðar, sem fyrir voru. Og útgerðarmenn stækkuðu síid veiðiflotann. Allt gaf þetta þjóð arbúinu margfalt verðmæti sitt á skömmum tíma. Það er svo önnur saga, að nokkrir urðu síð- búnir, þannig hlaut það alltaf að verða. Verðfall, sem nam % og upp í helmmg af útflutningsverð- mæti síldarafurðanna, skall svo eins og flóðbylgja á þessuim fyrr svo blómlega atvinnuvegi og færði allt í kaf. Og nú glíma síldarverksmiðjurnar, útgerðar- menn og sjómenn við mestu erf- iðleika, sem þeir hafa átt við að stríða síðain 1944. Ekki lögðu menn samt árar í bát 1944. Ár eftir ár var farið á síld og það þó alltaf væri tap og sjómenn kæmu tómlhentir heim. En hver verða viðbrögð manna nú? Eiitt- hvað kann að draga úr síldveið- um í vor ef síldina þarf að sækja norður að Jan Mayen og Bjarn- arey mikinn hluta sumars eins og var í fyrra. Trúlega fara að- eins stærstu bátarnir á þær slóð ir, en þeir minni reyna aðrar veiðar, svo sem troll og línu, en verða tilbúnir í allt ef síldin skyldi koma nær land'inu. Það getur þó ráðið miklu um þátt- töku, hve vel verður búið að flotanum með flutningaskip fyr- ir síld í bræðslu og salt og sölt- un á miðunum. Og svo hvort veiðiskipin fá sjálf að sigla með aflann á erlendan markað. í þess um efnum verður ekkert aðihafzt að gagni, nema ríkisstjórnin taki forustuna og marki stefnuna af djörfung og stórhug. Norðmenn eru nú þegar með mikinn undirbún’ng að hagnýta sér síldina í norðurhöfuim næsta sumar. Þeir segjast ætla að gera allt hvað þeir orka til þess að auka frá árinu áður söltun á þess ari síld, sem er talin betri en nokkur önnur að gæðum. Þeir á- forma að senda nokkur skip, sem geta dælt síldinni úr fiiskiskipun- um líkt og flutningaskipin okkar gera og saltað hana á miðunum. Norðmenn segjast vera búnir að £á skip, sem tekur 5000 tunnur og verður út'búið sem móður- skip, Um það er rætt að senda nokkur slík skip. Talinn er þó vafi á, hvort nægilegt fólk fæst á skipin til að salta síld- ina. Enn er óráðið, hvort KOS- MOS IV., stóra hvalveiðiskipið sem var á síldarm'iðunum í fyrra verður þar í ár. Þar voru salt- aðar 26.000 tunnur. Hvað gera togararnir í sumar? Togararnir eru nú í seinustu söluferðum sínum til Þýzka- lands. Hvað tekur nú við? Karls efni átti í erfiðleikum í vik- unni með að .osna við fisk hér heima, og áður var skýrt frá, að Maí gæti ekki farið á Nýfundna landsmið eftir karfa. því að eng inn fengist ti'l að kaupa hann. í fyrra var gífurlegt tap á karfa- vinnslunni hjá húsunum og enn meira verður það í ár að öliu óbreyttu, vart undir kr. 2.00 á hvert kg. af kartfa Og ekki er hægt að lækka veiðið til sk p- anna. Nýjustu niðurstöður kváðu sýna, að hvern togara vanti 7 miillj. króna á þessu ári til þess að endarnir nái saman. Það sem helzt e” framundan hjá togurunum er að reyna að fiska fyrir brezkan markað. í Bretlandi er nú frjáls löndun, sem ekki er í Þýzka.andi. Nærri má þó geta, hvað Bretar eru hrifnir af að fá íslenzku tog- arana til að keppa við sig þar í sumar á heimamarkaði sínum Það er þó bót í máli fyrir Breta, hve togararnix eru orðnir fáir, en sjálfsagt myndú þó þessir 15- 20 íslenzku togarar fiska eins og 30 brezkir. Togurunum er á sumrin lang- eðlilegast að veiða karfa. Það er fiskurimn, sem mest er af og þolir bezt sumanhitann. Það er því ákaflega óeðilegt, ef togara- flotinn neyddist til þess að leggja sig eftir „skrapfiski“, sem mjög erfitt er að fá. í yfirlýsingu sinni um atvinnu mál við lausn verkfallsins seg- ir ríkisstjórnin í 4. lið: „Kannað verði, hvaða ráðstafanir hægt er að gera, til þess að togararnir landi sem mestu af afla sínum innanlands á þeim árstíma, þeg- ar mestur skortur er á hráefni í fiskvinnslustöðvunum og jafn- framt til þess að tryggja rekstur þeirra togara, sem nú stunda ekki veiðar." Núna í vikunni sagði verka- maður í einu frystilhúsinu, þeg- ar rætt var um atvinnuhorfur í sumar: „Það sé ég, að ef ník- isstjórnin þrýstir ekki duglega á þessi mál , koðnar þetta allt niður.“ Athyglisverðar tölur. Á sama tíma og Norðmenn hafa byggt sinn myndarlega síld arflota, sem hefur stækkað helm ingi hraðar en sá íslenzki, hef- ur í Noregi tala þeirra, er at- vinnu hafa af sjávarútvegi, lækk að úr 80.000 í 40.000 1966. Á árinu 1967 veiddu Norð- menn samt 2.600.000 lestir af síld og fluttu út 850.000 lestir af síldarmjöli og lýsi. Þó var veiðibann hjá Norðmönnum samtals í 3 mánuði á sl. ári.“ Og við hefðum getað selt miklu meira“, segja Norðmenn, „og að því verðum við að ste£na.“ íslendingar og loðnan. Það er vafasamt, að íslending- ar sinni loðnunni sem skyldi. Hæstu bátarnir eru nú með um 4300 lestir af loðnu, meðalafli er kannski um 3000 lestir. Þetta jafngildir um 300 lestum af þorski. Loðnubátarnir hefðu ver ið með um 1000—-2000 lestum meira af loðnu, ef verkfalhð hefði ekki verið. 10 lestir af loðnu jafngilda að verðmæti 1 lest af þorski. Þetta er ódýr veiðiskapur, en það er vart unnt að stunda hann nema með fullkomnustu tækni, eins og loðnu- eða síldardælu. Sennilega er loðnuveiði hagstæðari sjó- og útgerðarmönnum en síldveiði eins og hún var í fyrra. Það er langt frá því, að síld- arverksmiðjurnar væru nýttar til fu'lls á Suðvesturlandi, Vest- | mannaeyjum og Austurlandi I með loðnubræðslu á þessari ver- Framh. á bls. 8 Ferð/n, sem fólk treystir Ferð/n, sem fólk nýtur Ferð/n, sem tryggir yður mest fyrir peningana er Spánarferðir Verð trá kr. 10.900.- með söluskatti LLoret de Mar - skemmtilegasti baðstaður Spánar * 4 dagar London ítalska blómaströndin - London Róm - Sorrento - London Crikkland - London Skandinavía - Skotland Mið-Evrópuferðin vinsœla ÚTSYNARFERÐ Mun/ð að oðe/ns góð ferð getur borgað sig Gerið sumarleyfið að beztu dögum ársins FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN Austurstræti 17 Sími 20100/23510. t v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.