Morgunblaðið - 07.04.1968, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1968
Drengjoterylenebuxui
í miklu úrvali.
Fallegar ódýrar og góðar.
Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir nýbyggingu Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðarins:
1. Smíði á 128 útveggjagrindum úr timbri,
stærð 5.8 x 1.20 ferm.
2. Lamineraðir tréásar, 660 m.
3. Tvöfalt gler, 122 stk.
Útboðsgagna skal vitja á skrifstofu vora.
Útboð 1. afhendist gegn 1.000.— skilatryggingu.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140
Ó. L. Laugavegi 21
SÓLÓHUSGÖGN
sterk og stílhrein í borðkrókinn.
SÓLÓHÚSGÖGN H.F., Hringbrant 121.
Sími 21832.
MMIISNORRABRAUT 22
Við viljum tilkynna viðskiptavinum okkar að
verzlunina er flutt að Snorrabraut 22.
Höfum ávallt mikið úrval af sérstæðum austur-
lenzkum inunum. Höfum fengið nýjar vörur.
Gjörið svo vel að Iíta inn í hin nýju húsa-
kynni okkar.
Sjáið fagran austurlenzkan handiðnað.
Gjafavörur sem henta við öll tækifæri í
JASMIN, Snorrabraut 22 — Sími 11625.
VAIID VALIÐ
kaupið úrin hjá úrsmið.
Roamer-úrin vatnsþétt
og höggheld eru víðfræg.
Magnús E.
Baldvinsson
Laugavegi 12.
Hafnargötu 49, Keflavík.
Karlmannaskór frá Frakklandi
siór sending í fyrramáliÖ.
Fermingarskór fyrir drengi
Mjög fallegt og fjölbreytt úrval. Hagstætt verð.
Skóbúð Austurbœjar
Laugavegi 100
mKARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — Týsgötu 1 — Sími 12330.
Herrodeild:
★ Stakir jakkar
★ Stakar buxur
í úrvali
★ Peysur — mjög
hentugar fyrir páska
ferðalögin
★ Skyrtur
★ Vesti
Dömndeild:
★ Síðbuxur
★ Mini-peysur í miklu
úrvali
ir Pífubliissur
★ Kjólar
lA' Buxnadragtir
★ Svartar sokkabuxur
o.m.fL
PÓSTSENDUM UM
- LAND ALLT -
Nýjor vörur teknur
upp ú morgun
- MINNING
Framh. af bls. 22
En á námsárum sínum í París
varð hann svo fær í franskri
tungu, að til þess var tekið af
þarlendum mönnum og töldu þeir
sig ekki geta merkt á mæli hans
að hann væri útlendingur. Munu
fáir íslenzkir menn hafa náð
slíkum tökum á frönsku sem
hann.
Eiríkur kvæntist árið 1940
Lucindu Sigríði Möller, dóttur
Jóhanns G. Möllers, verzlunar-
stjóra á Sauðárkróki, og konu
hans, Þorbjargar Pálmadóttur.
Licinda var glæsileg kona og
var hjónaband þeirra mjög ást-
ríkt. Hún bjó manni sínum og
börnum fagurt og hlýlegt heim-
ili, en hann var natinn og nær-
gætinn heimilisfaðir. Þeim varð
samvista auðið í aldarfjórðung,
Lucinda andaðist 22. nóvember
1965, varð bráðkvödd á heimili
sínu og var Eiríkur þá staddur
erlendis.
Börn þeirra tvö, Jóhanna Þor-
björg og Árni Bergur, lifa bæði
foreldra sína. Þau eru bæði gift
og eiga sitt barnið hvort, er bera
nöfn ömmu sinnar og afa.
Þeir sem þekktu Eirík Sigur-
bergsson náið, hlutu að meta
hann mikils. Hann var miklum
hæfileikum búinn og fjölmennt-
aður, heilsteyptur maður og góð
viljaður, trygglyndur og vinfast
ur. Hann var mikill að vallar-
sýn og karlmannlegur, bjartur
yfirlitum og svipheiður, með eðl
islæga fyrirmennsku í fasi og
framkomu, en jafnframt var
hann, þrátt fyrir langdvalir er-
lendis, íslenzkur alþýðumaður í
hugsun alla tíð og mjög rótgró-
inn í þeim jarðvegi og menn-
ingarerfð, sem hann ólst upp í.
Eiríkur átti mörg hugðarefni
og áhugamál. Hann var fjölfróð
ur og víðlesinn, sérstaklega í
frönskum bókmenntum, en þar
var hann manna bezt heima, en
hann var einnig mjög hneigður
fyrir þjóðlegan fróðleik og fór
það í vöxt með aldri. Hann átti
gott bókasafn, ekki mikið að
vöxtum en vandað. Hann var
áheyrilegur fyrirlesari, eins og
mörgum útvarpshlustendum er
kunnugt, og ágætlega ritfær.
Hann gerði sér það til gamans
í tómstundum á síðustu árum sín
um að setja saman skáldsögur
og eru tvær sögur eftir hann
prentaðar. Hin fyrri, Kirkjan í
hrauninu, kom út 1965, hin síð-
ari Huldufólkið í hamrinum, í
vetur og er hún raunar fram-
hald hinnar fyrri. Mun hann
hafa átt áframhald þessa sagna
bálks í smíðum. Honum var það
sjálfum ljóst, að þesssi verk
höfðu ýmis missmíði byrjandans
og að maður, sem fer að fást
við skáldsagnagerð þá fyrst, er
hann er kominn um sextugt,
muni tæplega ná að þjálfa sig
til lýtalausrar sköpunar á því
sviði. En gömul minni leitúðu
á huga hans, örlög sumra for-
feðra hans og sýslunga. Kveikj
an í þessum sögum er sannsögu-
legt efni, en að sjálfsögðu frjóls
lega með það farið og persónur
tilbúnar. Verður því ekki neitað
að meðferð hans á þessu efni
sýnir verulega hæfileika til þess
að rekja mannleg örlög og skapa
persónur með mörkuðum og lif-
andi svipeinkennum. Hæfileiki
hans til innlifunar er svo ríkur
og ótvíræður, að það fer ekki á
milli mála, að hann hafði hæfi-
leika til þess að gera góða sögu.
Og lýsingar hans á aldarfari og
þjóðháttum á öndverðri síðustu
öld eru kunnáttusamlega gerðar
og stíllinn alls staðar lífrænn og
víða tilþrifamikill.
Þau hugðarmál og verkefni,
sem Eiríkur hafði í taki, hefðu
enzt honum til margra starfsára
og hann hefði viljað geta fylgst
með síhum góðu börnum og
tengdabörnum enn um sinn. En
hann var líka viðbúinn, þegar
kallið kom, því að hann var trú-
maður, öruggur og einlægur. í
því efni sem mörgum öðrum bjó
hann alla tíð að þeim arfi, sem
hann hafði með sér úr foreldra
húsum, þótt hann bæri þaðan
léttan mal veraldlegra verð-
mæta.
bj.