Morgunblaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. APRIL 1908
í Hangony.
Einhver á bænum hafði sagt
henni lát foreldra hennar, þegar
hún hafði loksins vogað sér nið-
ur í varnarklefann, þar sem hún
faldi sig, ásamt frönsku kennslu
konunni sinni. Þá hafði maður-
inn hlíft henni við nánari at-
vikum að dauða móður hennar
— þau hafði hún fyrst fengið
að vita hjá stúlkunni, sem hafði
gefið henni ofurlítið vatn að
drekka um morguninn, og þegar
það varð, hafði Alexa sjálf kom-
izt í kynni við lostaæði tatar-
anna og gat því vel hugsað sér
líðan móður sinnar.
En reynslu sína öðlaðist hún,
ef svo mætti segja, gegn um
milliliði. Þegar það varð ljóst,
að Rússarnir myndi heldur fyrr
en seinna finna felustað henar,
smyglaði kennslukonan, sem var
bæði einbeitt og hagsýn kona,
henni til þorpsins. Þar hafðist
hún við hjá bónda sem hafði
áður átt einhver viðskipti við
föður hennar. Þorpið virtist ör-
uggara en búgarðíirinn, þar sem
lögmál fenjaskógarins virtist.
vera ríkjandi. En jafnvel þar
var kennslukonan alls ekki í
skapi til að láta öryggi Alexu
vera undir tilviljunum komið,
en notaði óvenjulega aðferð til
að vernda hana. Hún kom þeim
inn til stofustúlkunnar í kránni,
en það var stúlka með kringl-
ótt andlit, líkast nýbökuðu
brauði. Auk stofustúlkustarfsins
var hún til taks þegar farand-
salar og kornkaupmenn þörfn-
uðust kvenlegrar blíðu. Þessi
stúlka hét Sari og hún flutti
nú inn til kennslukonunnar og
Alexu, og henni var gert það
ljóst, að hún ætti að vera eins-
konar eldingavari, þegar frelsar
arnir ryddust inn í húsið tii þess
að svala ástarþorsta sínum.
Um miðja nótt í marzmánuði,
þegar allt virtist annars frið-
samlegt, skyldi reyna á þessa
ráðagerð. En svo var komið að
óvörum að þessum þremur kon-
um og ekkert fór eins og ráð-
gert hafði verið Drukknir Tat-
arar hömuðust á hurðinni og hót
uðu að mölva hana. Sari tókst
ekki að ginna þá burt að hinum
dyrunum, og Alexa náði hvorki
að læðast uppá háaloft né und-
ir rúmið. Hún náði aðeins að
draga sængina upp yfir höfuð
sér og þrýsta sér upp að veggn-
um og bæla niðri hræðslugrát-
inn, sem sat í kverkum hennar
Og tatararnir, sem voru blind-
arir af girnd sáu hana ekki.
Annar þeirra réðst á kennslu-
konuna, en hinn greip Sari.
Henni var velt um koll, ofan á
Alexu o eftir það arv rétt eins
LáM ASIS Ijósmynda yrhtr
FERMINGARMYNDIR
ANDLITSMYNDIR
BARNA&
FJÖLSKYLDUMYNDIR
Ahenda lögr) á vandaða vinnu
laugavegi 13 sími 17707
í PÁSKAMATINN
Grillkjúklingar pr. kg 180
Holdakjúklingar pr. kg. 180
Folaldasnitchel pr. kg. 160
Nautabuff, lækkað verð
Nautagullach, lækkað verð
Grísakótilettur pr. kg. 250
Svínasteikur pr. kg. 140
Svínalæri pr. kg. 140
Ham borgarahryggur
pr. kg. 275
Rjúpur pr. stk. 275
Gæsir pr. stk. 150
Holdanautahakk 65 kr.
pundið
Folaldahakk 37.50 pundið
Saltkjötshakk (með lauk)
Lambahakk (ný læri)
Lambalifur 101.35 pr. kg.
Lambahjörtu 67.40 pr. kg.
Lambanýru 67.40 pr. kg.
Hangi frampartar 96.45 pr.
kg-
Útb. hangilæri kr. 184.00 pr.
kg.
Hefðirðu flýtt þér hefðum við eflaust komizt með.
og stúlkurnar tvær væru eins-
konar Síamstvíburar, sem héngi
saman á vöðvum, taugum og
blóðrás. Hún gat fundið hvert
umbrot í þessum austræna ástar
leik, hverja krampakennda
hreyfingu, ákafann, æðið og svo
dauðakyrrð, eftir að hámarkinu
var náð.
Þar eð Alexa var fimmtán ára
og uppalin í sveit, þekkti hún
til hlítar, hvernig samræði dýra
32
gekk til, en ekki nema óljóst,
hvernig sama gekk til hjá mann
fólkinu. Nú uppgötvaði hún, sér
til skelfingar, að munurinn var
ekki ýkjamikill — ef þá nokk-
ur. Að minnsta kosti þá ekki
annað en það, að hjá dýrunum
virtist samræði hreinlegra og
eðlilegra.
Þegar Tatararnir voru farnir
og búnir að vera svo lengi burtu
að Alexa hafði nokkuð jafnað
sig, fann hún, að Sari lá með-
vitundarlaus í rúminu hjáhenni.
Það tók meira en klukkustund
að vekja hana aftur, þótt bæði
hún og kennslukonan, sem einn-
ig hafði verið nauðgað, enda
þótt hún bæri fyrir sig hástöf-
um franskt þjóðerni sitt. Envert
er að taka það fram, að kennslu
konan, sem þó hafði aldrei gefið
sig að farandsölum og korn-
kaupendum, féll aldrei í yfir-
lið undir allri 'athöfninni. Enn
ein sönnun þess, hvernig Frakk
ar eru hverju vaxnir sem fyrir
þá kemur.
Og nú var Alexa á leið upp
i fjöllin með manni, sem hún
hafði viðbjóð á, ef hann aðeins
kom við hana. Hann mundi koma
skríðandi uppí til hennar og nú
var engin Sari til að taka við
versta áfallinu og engin kennslu
kona til að stjana við hana og
fara með hana til staðar, þar
sem hún gæti verið örugg gegn
þessari skelfingu. Sem snöggv-
ast datt henni í hug í fullri al-
vöru að kasta sér út úr lestinni.
En á næsta andartaki ákvað
hún að láta bara slag standa.
Þessi hálfi mánuður leið í ein-
hverskonar sjúklegu sleni. Hún
hélt áfram að hugsa um síðustu
stundir móður sinnar. Hingað til
í
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Láttu ekki skapið hlaupa með þig i gönur í dag og hugsaðu
þig vandlega um áður en þú tekur ákvarðanir. Reyndu ekki að
sýnast meiri maður en þú ert.
Nautið 20. apríl — 20. mai.
Farðu í kirkju og hafðu fjölskyldu þína með þér, einkum
skaltu hvetja yngir meðlimi hennar til að koma með. Farðu
snemma í rúmið.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Mundu að fleiri eru viðkvæmir en þú og reyndu að taka tillit
til þess og vera ekki of dómbarður, þótt þér finnist bresta
skilning hjá öðrum. Þú ert engu betri sjálfur.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Viðhorf þín tii ýmissa mála eru að talka einhverjum breyting-
um og sennilega jákvæðum. Stilltu þig um að svara hvatskeyt-
lega ef einhverjum skeytum er til þín beinl
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Eindregið er ráðið frá að takast nokkur ferðalög á hendur
í dag. Þú mátt þó fá þér smágöngutúr til hressingar, en skalt
að öðru leyti vera heirna við.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. september.
Gáðu að því hvar þú gengur og sýndu fyllstu varkámi í dag.
Þú virðist í skapi til þrætu í dag, en sfcalt reyna að hafa heihil
á skapi þínu.
Vogin 23. september — 22. október.
Ovænt útgjöld koma þér i slæmt skap í dag. En þú jafnar
þig, ef þú ferð I kirkju og reynir að taka lífinu með rósemi
og þolinmæði
Drekinn 23. október — 21. nóvember.
Með þolinmæði og þrautsegju geturðu yfirunnið margs konar
erfiðleika. Láttu efcki á þig sannast að þú hættir við hálflokið
verk. Hugsaðu spaklega í kvöld.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
Þú ættir að gæta að því að ofreyna þig efcki og jafnvel leita
ráðlegginga sérfræðings eftir helgina ef þér finnst þú hafa verið
óhress að undanförnu.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar.
Ósennilegt að þú fáir óskir þínar uppfylltar í dag. En þú
ættir að fara í kirkju, þá verður þér hugarhægra Forðastu deilur
á heimilinu.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Fleiri væru sammála skoðunum þínum ef þú gæfir þeim
tækifæri tii að koana þeim að. Þú talar of mikið. Forðastu ofát
í dag.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz.
Þú skalt vera sem mest úti við i dag, en síðari hluta dagsins
ættirðu að hafa samband við fjarstadda ættingja og heyra í
þeim hljóðið. Notaðu kvöldið til starfa.
Framhald á bls. 22.