Morgunblaðið - 10.05.1968, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1968
- MINNING
FramfhaLd af bls. 22
vel af hendi, vinnu sína og skyld
ur gagnvEirt börnunum og heimil
inu. Er því viðbrugðið af þeim
sem með henni voru hversu mik-
ill víkingur hún var til vinnu,
að hverju sem hún gekk. Sauma-
skapur lék í höndum hennar,
enda mun hún hafa vakað marga
nóttina við að sauma flíkur á
barnahópinn. Eftir því sem börn
in uxu úr grasi fóru þau að
létta undir með móður sinni og
öll komust þau til mennta er þau
höfðu aldur til, enda öll bráð-
vel gefin. Börn þeirra Davíðs og
Andreu eru: Hörður, rafvirkja-
meistari, Andrés, kennari Sig-
urjón, fasteignasali, Sigríðurhús
móðir, Bjarnheiður Ólína, hús-
móðir, Vikar, skrifstofumaður og
Leifur, sem dó um tvítugt, og
var það Andreu mikið áfall.
Andrea var mjög vel gefin
kona og þótt hún nyti aldrei
skólamenntunar þá var hún prýð
lega sjálfmenntuð. Hún var mjög
félagshneigð var meðal annars
formaður K venfélags Patreks-
fjarðar um árabil, þrátt fyrir
heimilisannir. Þá var hún í stjórn
verkalýðsfélag Patreksfjarðar
'og einnig í stjóm Slysavama-
ífélagsins Unnar á Patreksfirði.
ÍHún unni hverju máli er til góðs
horfði. Hún var listhneigð kona
'og síðari árin gat hún gefið sér
-tíma til að fást við hannyrðir
'og margskonar útsaum, sem áður
vannst ekki tími til. Hún var
bókhneigð og þótt hún vildi ekki
'flíka því var hún vel hagmælt.
ÍHún unni hinni lifandi náttúru
‘landsins og margar feirðir átti
hún vestur í Bjarkarlund í Barða
strandasýslu, þar sem Bairðstrend
ingafélagið lét fyrir mörgum ár
um reisa veitinga- og gistiskála,
'eem sonur hennair Vikar, veitti
um tíma forstöðu. Andrea unni
Breiðafirði og Barðastrandasýslu
og tók mikinn þátt í starfsemi
'Barðstrendingafélagsins hér í
Reykjavík og var í stjórn kvenna
'samtaka þess-
Á sinni 80 ára æfi kynntist
Andrea mörgu fólki. Óhætt er
áð segja að hún hafi orðið öll-
'um kær sem henni kynntust,
vegna ljúfmannlegrar og hóg-
værrar framkomu. Hún var ein
'þeirra sem stækkaði við við-
kynningu og ekki mátti hún
vamm sitt vita í neinu. Þeir sem
áttu þess kost að kynnast henni
háið munu ekki gleyma þeirri
einstöku prúðmennsku, dreng—
lyndi og reglusemi ásamt dugnaði
er einkenndi störf hennar. Per-
sónuleiki hennar var höfðing-
legt yfirbragð, festa í athöfn-
um, óvenjulegt vinnuþrek ásamt
hjálpsemi og góðvild í öllum sam-
skiptum við fólk.
Árið 1942 fluttist Andrea frá
Patreksfirði til Reykjavíkur,
enda börn hennar öll þá komin
þangað ýmist til mennta eða
starfa. Hér í Reykjavík bjó hún
með Vikari syni sínum og hélt
honum heimili þar til hann kvænt
ist nú fyrir tveimur árum og
bjó á heimili hans eftir það, þar
til síðastliðið haust að hún
kenndi þess sjúkdóms er leiddi
hana tW dauða. Með h-úsmóðux-
störfunum vann hún fullan vinnu
dag við saumaskap. í veikindum
sínum síðast liðinn vetur naut
hún sérstakrar umhyggju Sig-
ríðar dóttur sinnar og tengda-
sonar Ólafs Sigurðssonar en á
heimili þeirra dvaldist hún s.l.
vetur milli þess sem hún var í
sjúkrahúsum. Fyrir um það bil
15 árum varð Andrea fyrir miklu
slysi, er hún varð fyrir bifreið,
snemma morguns í svartasta
Ska-mmdeginu rétt fyrir jólin, á
leið til vinnu sinnar. Lá hún
þá marga mánuði í sjúkrahúsi
sökum beinbrota og annarra
meiðsla. En strax og heilsan fór
að batna tók hún til við fyrri
störf. Vafalaust hefur hún aldrei
náð sér til fulls eftir þetta slys,
en það nefndi hún aldrei. Hún
var aMrei með æðr-uyrði á vör-
um, á hverju sem gekk.
Andrea safnaði ekki jarð-
neskum auði hér á jörð. En hún
átti annan dýrmætari auð í sálu
sinni, sem var kærleikurinn. í
raun og veru var hún hamingju-
söm kona, æðrulaus og búin innri
rósemi. Þegar hún nú, með hækk I
andi sól, flytur yfir móðuna
miklu, þar sem kærir ástvinir
bíða hennar, flytjum við syst-
kynin frá Vatnsdal, henni móð-
ursystur okkar, hjartans þakkir
fyrir allt og allt. Um leið send-
um við börnum hennar, tengda-
börnum, barnabörnum og Vig-
dísi systur hennar, sem nú er
ein á lífi þeirra systkina, inni-
legar samúðarkveðjur.
Andrea verður jarðsett í dag.
Systkinin frá Vatnsdal.
- UTAN ÍÍJR HEIMI
FramhaM af bls. 16
mér, svo að ekki væri unnt
að koma auga á mig. Viet-
cong-mennirnir skutu yfir
höfuð flóttafólksins, senni-
lega í þeirri von, að það
myndi framselja mig. En eng
inn flóttamannanna leit við
þeim, heldur hjálpuðu mér
og leyfðu mér að komast
áfram leiðar minnar".
Á sunnudag var einnig
skotinn til bana í kínverska
hverfinu Rúdt von Collen-
berg, fyrsti sendiráðsritari
Vestur-Þýzkalands í Suður-
Víetnam. Fannst hann skot-
inn til bana með hendur
bundnar fyrir aftan bak og
með bundið fyrir augun í
Phu Lam-hverfinu, skammt
þar frá, sem blaðamennirnir
voru myrtir.
- 3. SÝNINGAR
FramhaM af bls. 17
í mynd nr. 17, sem er mjög hrein
og hnitmiðuð í útfærslunni, sam-
ræmd í lit nema að nefndri und-
antekningu. Sennilega er jákvæð
asta árangurinn að finna í mynd
nr. 20, en efri hlutinn er þar
þó síðri hinum neðri. í öðrum
myndum má segja að Valtýr sé
öðrum þræði rómantíker og
stemningamálari, einkum er það
liturinn sem hann leggur
áherzlu á og er styrkur hans,
nær hann stundum litasamsetn-
ingum, sem aðeins mikill tilfinn-
ingamaður með liti getur náð
fram — og það er athyglisvert
að þegar Valtýr virðist hugsa
mest um litinn, nær hann ósjálf-
rátt sterkustu myndbygging-
unni — þannig eru ferskustu og
mest sannfærandi myndir Valtýs
á sýningunni unnar — en svo er
sem hann missi tökin á við-
fangsefninu þegar hann leggur
mesta áherzlu á byggingu mynd-
arinnar og þess sér maður of oft
dæmi á þessari sýningu, en vera
má að hinar nýju tilraunir, sem
Valtýr glímir nú við, muni færa
hann nær því að samræma þetta
tvennt. Sjálfur hef ég trú á því.
Valtýr nær mjög sterkum og
rómantískum áhrifum í mynd nr.
13, sem minnir sterkt á landslag
— andstæða þeirrar myndar er
nr. 34, sem er hrein og vatnstær
í útfærslu og ekkert annað en
gott málverk. Mér er aftur á móti
ógerlegt að koma auga á um-
brot 20 ára vinnu í stærstu mynd
sýningarinnar, þó ég efi ekki að
Valtýr hafi þrautmálað þá
mynd.
Valtýr sýnir umbrotameiri
hlið á sér að þessu sinni, en við
eigum að venjast frá hans hendi
— því fylgir einnig mikil hætta,
enda er sýningin nokkuð brotin
þótt Valtýr svíki okkur sjaldn-
ast í litnum. En vegna ástands
skálans verða sýningargestir að
skoða myndirnar betur en ella
til að komast í snertingu við
þær, og það er ómaksins vert, en
ella er hætta á alröngu mati á
sýningunni í heild.
Svo þakka ég Valtý fyrir það
hugrekki að sýna í þessum hrör-
lega skála og kynningu nýrrar
hliðar listar sinnar. Og öllum
þremur listamönnunum þakka ég
fyrir fróðlegar stundir og ég
hvet sem flesta til að nota tæki-
færið til að kynnast þrem vel-
þekktum málurum sem sýna
samtímis í borginni.
Bragi Ásgeirsson.
- RIUSSAR
FramhaM af bls. 1.
Skipað að snúa við
Fyrr í dag stöðvaði pólska lög-
reglan vestræna diplómata, sem
ætluðu að fara frá Varsjá, að
sögn Reuters, um leið og frétt-
ir bárust um liðsflutninga
Rússa. Áreiðanlegar heimildir
herma að sögn AP, að pólska
lögreglan hafi skipað vestræn-
um hermálafulltrúa að snúa til
Varsjár frá Kopane, sem er bær
skammt frá landamærum Tékkó
slóvakíu, en þar hefur hann
dvalizt í orlofi.
Vestrænn sendiráðsstarfsmað-
ur var á fei'ð í bifreið sinni um
það bil 50 km fyrix norðaustan
Varsjá, þegar fólksbifreið ók
fram úr honum, neyddi hann til
að nema staðar, og skipaði hon-
um að snúa aftur til Varsjár.
Samkvæmt heimildunum í Vsir-
sjá sagði talsmaður pólska utan-
ríkisráðuneytisins er hann var
beðinn um skýringu, að hér
hlyti að hafa verið um ,,mis-
skilning“ að ræ’ða. Hann sagði
að þeim diplómötum, sem vildu
ferðast, stæðu allir vegir opnir.
Frakki nokkur, sem búsettur
er í Krakow, varð einnig að snúa
við er hann ók í bifreið sinni
skammt frá borginni.
NTB hermir, að pólska lögregl-
an hafi stöðvað diplómata er leið
áttu frá Varsjá suður og norð-
austur á bóginn, er þeir voru
20—60 km frá höfuðborginni.
Vestrænn blaðamaður var stÖðv-
aður er hann var á Jeið í bif-
reið austur á bóginn til Terespol
á landamærum Sovétríkjanna
og Póllands og Lublin í Austur-
Póllandi.
1 flestum tilvikum bað lög-
reglan ökumennina að sýna skil-
ríki og sagði þeim að aka aftur
til Varsjár. Blaðamannimun var
sagt að vegurinn væri ófær
vegna hálku, en hann komst á
ákvörðunarstað með því að aka
aðra leíð. Bifreiðar og vörubif-
reiðar, sem Pólverjar óku, fengu
að fara óhindrað leiðar sinnar.
Starfsmenn blaðadeildar utan-
ríkisráðuneytisins sögðu síðar
að öll hlið á landamærum
Tékkóslóvakíu væru opin og að
umferð yfir landamærin væri
með eðlilegum hætti og óhindr-
uð.
Rússar þögulir
í Moskvu voru starfsmenn
sovézka utanríkisráðuneytisins
ekki til viðtals er vestrænir
blaðamenn reyndu að hafa sanr-
band við þá. Diplómatar sögð-
ust engar upplýsingar geta gef-
ið um meintan liðssafnað Rússa
í Póllandi. Sumir diplómatar
sögðu, að ef þessir liðsflutning-
ar hefðu átt sér stað væri hugs-
anlegt, að þeir stæðu í sambandi
við hátíðahöld á 23 ára afmæli
sigurs sovézka hersins á hersveit
um Þjóðverja í Austur-Evrópu.
Aðrar heimildir hermdu, að
ef fréttin væri rétt gæti hér ver-
ið um að ræða undirbúning her-
æfinga á vegum Varsjárbanda-
lagsins, sem síðar yrðu haldnar
eins og við hefði verið búizt.
Ekki hefur verið tilkynnt hvaða
dag þessar heræfingar eigi að
fara fram.
Heimildirnar herma, að þótt
Rússar hafi áhyggjur af hinum
róttæku breytingum, sem hafa
átt sér stað í Tékkóslóvakíu,
hafi ekkert bent til þess, að sam
búð landanna sé svo stirð, að
Rússar ætli að beita hörku.
Sovézk blöð vegsömuðu í dag
vináttu Rússa og Tékka, en í
dag er þjóðhátíðardagur Tékka.
Óttast íhlutun
Fyrr í þessari viku létu frjáls-
lyndir menn í Tékkóslóvakíu í
ljós ugg um, að hugsanlegt væri
að Rússar gripu til hernaðarlegr
ar íhlutunar í Tékkóslóvakíu til
þess að binda enda á frjálsræð-
isþróunina. Verkalýðsblaðið
Prace í Prag ræddi fyrir nokkr-
um dögum alla hugsanlega
möguleika er leitt gætu til íhlut
unar.
f Moskvuheimsókn sinni um
helgina er talið, að Alexander
Dubcek hafi fullvissað vaMhaf-
ana í Kreml um það, að forystu
hlutverk kommúnista í Tékkó-
slóvakíu yrði ekki skert. í gær
komu leiðtogar kommúnista-
flokka Búlgaríu, Austur-
Þýzkalands, Póllands og Ung-
verjalands skyndilega í óvænta
heimsókn til Moskvu. Leiðtogar
allra þessara landa hafa látið í
ljós ugg vegna þróunarinnar í
Tékkóslóvakíu.
Tékkar fjarstaddir
Mikla athygli vakti, að Tékk-
ar áttu engan fulltrúa í Moskvu-
viðræðunum, en það hefur
aldrei áður komið fyrir þegar
fundir sem þessir hafa verið
haldnir. Rúmenar og Júgóslavar
voru einnig fjarverandi, og er
þetta í annað skipti sem Rúmen-
ar hafa ekki átt fulltrúa á fundi
æðstu manna Austur-Evrópu-
ríkjanna.
í stuttri tilkynningu sem birt
var í flokksmálgagninu Pravda
í dag segir ,að leiðtogarnir er
fundinn sátu hafi skipzt á skoð-
unum um vandamál sem efst eru
á baugi á alþjóðavettvangi og
innan kommúnistahreyfingarinn
ar. Sagt er, að viðræðurnar hafi
verið vinsamlegar og hreinskiln
islegar og leiðtogarnir hafi ver-
ið sammála um að efla á alla
lund vináttu og samstarf land-
anna.
Fundinn sátu Todor Zhivkov
frá Búlgaríu, Janos Kadar frá
Ungverjalandi, Walter Ulbricht
frá Austur-Þýzkalandi og Wlady
slaw Gomulka frá Póllandi og
af Rússa hálfu Leonid Brezhnev,
aðalritari kommúnistaflokksins,
Nikolai Podgorny forseti, Alex-
ei Kosygin forsætisráðherra og
Konstantín Katusjev, nýskipað-
ur flokksritari.
Harðar árásir á V-Þjóðverja
Æðstu herforingjar Sovétríkj
anna gagnrýndu harðlega í dag
bandaríska heimsvaldastefnu en
þó sérstaklega Vestur-Þjóðverja
í tilefni 23 ára afmælis sigurs-
ins á þýzkum nazistum.
Nikolai Krylov marskálkur, yf
sagði að hefndarsinnar og hern-
aðarsinnar réðu lögum og lofum
í Vestur-Þýzkalandi og stofnaði
það friði í álfunni í hættu.. Orð
Krylovs eru túlkuð þannig að
þau feli í sér að afstaðan til
Vestur-Þýzkalands hali harðn-
að vegna umræðna þeirra er nú
fara fram í Tékkóslóvakíu um
utanríkismál. í gær sagði utan-
J3
ríkisráðherra Tékkóslóvakíu,
Jiri Majek til dæmis, að til þess
að vega og meta hættuna af völd
um eflingar nýnazisma og hern-
aðarstefnu í Vestur-Þýzkalandi
yrði að taka til greina áhrif and
fasistískra og raunsærra afla í
landinu.
Pólverjar gagnrýna Tékka.
1 Varsjá Birti Trybuna Ludu,
málgagn pólska kommúnista-
flokksins óvenju harðorða gagn
rýni í dag á stjórnmálaástandið
í Tékkóslóvakíu, og hvatti til
þess að valdi yrði beitt til að
berja niður „utanaðkomandi,
andsósíalistísk áhrif“ í stjórn-
málum Tékkóslóvakíu. Þessum á
hrifum er beitt til að „grafa
undan forustuhlutverki verka-
mannaflokksins, kæfa niður
vald alþýðunnar, og koma á ó-
sætti milli Tékkóslóvakíu og
annarra bræðralagsríkja komm-
únismans“, segir blaðið.
Hér er um að ræða hörðustu
gagnrýni, sem fram hefur komið
í Póllandi á aðgerðirnar til auk
ins frelsis í Tékkóslóvakíu, en
fyrir þremur dögum mótmæltu
Pólverjar því sem þeir nefndu
„and-pólska herferð" í Tékksló-
vakíu.
„Breytingarnar, sem tékkneski
kommúnistaflokkurinn hefur ver
ið að koma á,“ segir Trybuna
Ludu, „hafa í för með sér and-
sósíalisk áhrif á stjórnmálalífið í
£ landinu. Þessi andsósíalisku
áhrif eru runnin und-
an rifjum endurskoðunarsinna í
úr öllum stéttum í Tékkslóvíkíu
og eiga rætur að rekja til nið-
urrifsstöðva heimsvaldasinna er-
lendis. Við erum sannfærðir um
að tékkneskir og slóvaskir
kommúnistar, verkalýður Tékkó-
slóvakíu, verða færir um að
lama tilraunir and-sósíalísku afl
anna, og þagga með valdi niður
í þessum röddum, sem eru svo
fráhverfar hugsjónum og til-
finningum tékknesks þjóðfélags
og vináttunni, sem tengir þjóð-
irnar okkar tvær,“ segir blaðið.
í Prag hefur blaðið „Mlada
Fronta", málgagn tékknesku
æskulýðsfylkingarinnar, svarað
mótmælum Pólverja frá því fyr-
ir þremur dögum. Segir blaðið
að mótmælin séu ótæk, eigi þau
að vera tilraun til að setja höml-
ur á upplýsingar um ástandið í
Póllandi. Spyr blaðið pólsku
stjórnina hvað tékknesk blöð
hafi sagt um Pólland, sem ekki
sé satt.
NOTAÐ TliVIBUR OSKAST
Óska eftir notuðu timbri í vinnupalla nú
þegar.
Uppl. í síma 42335 og 42437.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 20., 22. og 24. tbl. Lögbtrtinga-
blaðsins 1968 á húseigninni nr. 6 við Báisenda, hér
í borg, þingl. eign Guðmundar Kristjánssonar, fer
fram eftir kröfu GjaMheimtunnar í Reykjavík á eign-
inni sjálifri, þriðjudaginn 14. maí 1968, kil. 3 síðdegis.
Kr. Kristjánsson,
setuuppboðshaldaxi.
Hárgreiðslusveinn
óskast sem fyrst seinni part viku.
Upplýsingar í síma 38675 kl. 9—6.
Einbýlishús í Englandi
Enskur læknir vill leigja hús sitt í Birmingham
(nálægt Stratford) 1. júlí til miðs ágústs, gegn leigu
á íbúð eða húsi í Reykjavík.
Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „fbúða-
skipti — 8613“.