Morgunblaðið - 14.05.1968, Side 16

Morgunblaðið - 14.05.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAt 1998. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. UMRÆÐ URNAR í PARÍS 17iðræður þær, sem hófust í * gærmorgun í París um Víetnam, hljóta að draga að sér athygli heimsins. Styrjöld in í Víetnam er orðin löng og blóðug. Þjóð þessa ógæfu- sama lands hefur orðið að þola miklar þjáningar. Það hlýtur þess vegna að vera ein "læg ósk allra friðelskandi manna að styrjöldinni í Víet nam linni, og að friður fáist þar til þess að byggja upp og græða sárin. Samningamenn Bandaríkj- anna og Norður-Víetnam í París eiga ekki auðvelt verk fyrir höndum. Sjónarmið deiluaðila eru andstæð og fjar læg. Þess vegna er ekki hyggi legt að gera ráð fyrir skjótum árangri af þessum viðræðpm. En mestu máli skiptir að þær eru hafnar. Það hefur áður verið samið um frið í Víetnam. Það var gert á Genfarráðstefnunni 1954. Landinu var þá skipt í Norður- og Suður-Víetnam, en jafnhliða gert ráð fyrir að þessir tveir landshlutar sam- ''einuðust síðar að loknum frjálsum og lýðræðislegum kosningum í öllu landinu. En þær kosningar fóru aldrei fram. Kommúnistar hófu innan skamms tíma svo kallað „þjóðfrelsisstríð“ í Suð ur-Víetnam. Stjórnin.í Hanoi fór síðan að senda herlið til Suður-Víetnam. Átökin færð- ust stöðugt í aukana. Banda- ríkjamenn byrjuðu á því að láta Suður-Víetnamstjórn í té sérfræðilega aðstoð. Síðar kom hernaðarhjálp í stöðugt stærri stíl að beiðni stjórnar ^innar í Saigon. Fyrir kommúnistum hefur að sjálfsögðu alltaf vakað að leggja undir sig allt Víetnam, hvað sem liði Genfarsamn- ingnum. Bandaríkjamenn hafa hinsvegar orðið við hjálp arbeiðni Suður-Víetnam, og hafa jafnframt talið sig vera að berjast gegn útbreiðslu kommúnismans í Asíu. Bandaríkjamenn hafa hvað eftir annað boðið upp á frið- samlegar samningaviðræður um Víetnamdeiluna. En stjórnin í Hanoi hefur ávallt Vísað þeim tilmælum á bug. Það er fyrst nú eftir ræðu Johnsons forseta fyrir rúm- um mánuði, að kommúnistar hafa léð máls á friðsamlegum viðræðum. Kommúnistar um allan heim hafa reynt að nota hina hörmulegu styrjöld í Víetnam til áróðurs gegn vestrænum lýðræðisþjóðum, og þó fyrst og fremst Bandaríkjunum, sem mynda brjóstvörn hins frjálsa heims. Þeim hefur orð ið verulega ágengt í þessari iðju. Yfirgnæfandi meirihluti lýðræðissinnaðs fólks sér þó í gegn um blekkingavefinn. Kommúnistar hér á íslandi hafa t.d. ekki fagnað því að friðsamlegar viðræður eru nú að hefjasst á grundvelli til- boðs Johnsons Bandaríkjafor- seta. Þeim liggja þjáningar víetnömsku þjóðarinnar í léttu rúmi. Aðalatriðið er að geta haldið áfram hatursáróðr inum gegn Bandaríkjunum. En hvað sem þessari af- stöðu kommúnista líður er það þó víst, að friðelskandi fólk um víða veröld fagnar Parísarviðræðunum og vonar að þær leiði til jákvæðrar nið urstöðu. TÍMABÆR ÁMINNING rrindi það, sem Ófeigur ^ Ófeigsson læknir flutti um daginn og veginn í ríkis útvarpið riýlega og endurtek ið var sl. sunnudag fól í sér tímabæra áminningu. í þessu erindi skýrði læknirinn m.a. frá því, hvernig reiddi af til- raun hans til þess að friða dálítinn landsskika í nágrenni Hafnarfjarðar í þeim tilgangi að hefja þar trjárækt. Skemmdarvargar lögðu þar bókstaflega allt í rúst. Girð- ingar voru eyðilagðar, tré brotin og rifin upp, gluggar brotnir í smá sumarbústað og allt eyðilagt í honum, sem hönd á festi. Þetta er ljót saga en því miður allt of algeng í okkar landi. Skemmdarfýsn ungl- inga og jafnvel fullorðinna virðast engin takmörk sett. Það sanna m.a. spjöllin, sem framin voru á sumarbústöð- um hér í nágrenni höfuðborg arinnar sl. vetur. Þetta atferli er svo alvar- legt, að fyllsta ástæða er til þess að skella ekki við því skollaeyrunum. Það er ekki aðeins, að þeir einstaklingar, sem verða fyrir stórspjöllum og eyðileggingu á eignum sín- um, bíði við það tilfinnanlegt tjón. Hitt er ekki síður alvar legt að með þessu atferli er verið að skrílmenna nokkurn hluta þjóðarinnar. Þeir ungl- ingar, sem komast upp með annað eins framferði, án þess að vera dregnir til ábyrgðar fyrir það með einhverjum hætti, fá með því hörmulegt veganesti út í lífið. „Byltingarsdkn" á Ktíbu Cerbreytingar á lífi fólksins til að skapa sœluríki 4 FIDEL CASTRO hefur hafizt 1 handa um að ná í einni svip- 7 an því langþráða takmarki 1 að gera Kúbu að fyrsta sanna i kommúnistaríki heims. Allar i fyrri tilraunir hans til að ná / þessu marki hverfa í skugg- 1 ann fyrir nýrri „byltingar- í sókn“, sem hann hefur hleypt ; af stokkunum. Með einu stóru „framfarastökki“ á að um- breyta kúbönsku þjóðfélagi og skapa sæluríki í einu vet- fangi. Castro setur sér hærra markmið en Rússar, sem enn segjast ekki hafa náð fullum kommúnisma og séu enn á stigi sósíalisma. Herferð Castros breytir dag legum venjum fólks, sem ver'ður að leggja harðar að sér en áður, því að ríkið krefst stöðugt aukinna af- kasta. Með sókninni vill Castro flýta fyrir því, að skapaður verði „nýr komm- únistamaður" á Kúbu. Slíkur maður á að vera ósérhlífinn, óþreytandi verkarpaður, sem stritar fyrir mannkynið í þeim tilgangi að skapa nýtt framtíðarþjóðfélag, þar sem engin þörf ver'ður fyrir pen- inga og tekjum þjóðarinnar verður skipt jafnt milli allra. Þetta er hin siðferðilega hlið byltingarsóknarinnar, en um leið verður krafizt auk- inna afkasta til að flýta fyr- ir smíði nýrra áburðarverk- smiðja, stálvera, olíuhreins- unarstöðva, raforkuvera og sementsverksmiðja. Vígorðið er: „Afnemum kapítalism- ann, við erum sósíalistar.“ Árangurinn er sá, að allir verða að strita meira en áð- ur, því að öllum er sagt að leggja meira af mörkum. — Kúbanskir embættismenn játa, að ekki sé lengur hægt að tala um „sjálfboðavinnu" og réttara sé að tala um „nauðsynlega vinnu“. Vinna á ökrunum Þótt ofbeldi sé ekki beitt, eiga ríkisstarfsmenn erfitt með að komast undan því að leggja á sig eftirvinnu kaup- laust eða starfa á ökrum úti í frítímum, því ef þeir þrjózk ast eiga þeir að hættu að» missa atvinnuna og þá verða þeir þvingaðir til að starfa í „framleiðslugreinum." Hundr uð manna, sem sótt hafa um leyfi til þess að fara úr landi, hafa verið sendir út í sveit til þess að vihna á ökrunum. Að vísu leikur lítill vafi á því, að þúsundir manria leggja það á sig af fúsum vilja að vinna á ökrunum ut- an eiginlegs viinnutíma. Marg ir hafa boðið sig fram sem sjálfboðaliða til þess að vinna í landbúnaði í tvö- ár sam- fleytt, ekki sízt stúdentar. Þessir sjálfboðaliðar eru kall- aðir „framverðir byltingarinn ar“, og þeir eru venjulega fullir áhuga og dugnaðar. Á Furuey, sem skírð hefur verið upp og kallast' nú Æskuey, hefur æskulýðssam- band kommúnista hafizt handa um fyrstu tilraunina, sem gerð hefur verið á Kúbu til að byggja upp frá rótum alkommúnistískt samfélag. — Ferðamenn segja, að þar sé unnið baki brotnu að því að reisa stíflugarða, leggja nýja vegi og byggja hús fyrir verkamenn. Auk þess starfa rúmlega 40.000 verkamenn á ávaxtaekrum á eynni. Stúd- entar starfa á ökrunum 45 daga á ári, og sérstaklega valdir stúdentar taka þátt í stjórn ýmissa framkvæmda. Um þessar mundir stendur sem hæst á Kúbu ein mesta vinnuvæðing sögunnar, og á rúmlega ein milljón karla og kvenna hlut að máli. Síðan Castro brauzt til valda hafa borgarar unnið þegnskyldu- vinnu tvær vikur á ári til þess að minnast sigursins við Svínaflóa, en nú hefur vinnu- tíminn verið lengdur i einn mánuð. Þess er krafizt, að all- ir, háir sem lágir, ráðherrar, sendiherrar og hermenn engu siður en stúdentar, húsmæð- ur, verkamenn, ríkisstarfs- menn, sjónvarpsstarfsmenn o. s.frv., leggi sinn skerf af mörkum til þess að auka syk- urframleiðsluna, sem er mik- ilvægasta atvinnugrein eyjar- skeggja, og aflar 80% allra þjóðarteknanna. Skortur á öllu Það mark hefur verifð sett, að sykurframleiðslan verði 8.5 milljónir lesta á þessu ári, en ljóst er að hún verður langt fyrir neðan það mark. Þó seg ir Castro, að þrátt fyrir þurrka á síðasta ári og upp- Framh. á bls. 14 l i|7 'AM ijp urmi \inV U1 nli Ul\ lUJIVII I Það er þess vegna nauðsyn legt að leggja stóraukna áherzlu á það, að uppræta þann rótlausa og ábyrgðar- lausa hugsunarhátt, sem ligg- ur til grundvallar skemmdar verkum og skríliðju. Um það verður almenningsálit, lög- gjafarvald og framkvæmda- vald að taka höndum saman. Ófeigur Ófeigsson gagn- rýndi margvíslegan annan sóðaskap og hirðuleysi. Einn- ig þau ummæli voru orð í tíma töluð. Enda þótt hrein- læti hafi fleygt fram hér á landi með bættum húsakynn um síðari áratuga, brestur þó enn mikið á í þessum efnum. Á það bæði við um umgengni úti og inni. Við íslendingar verðum að þora að gagnrýna okkur sjálfa. Sjálfshól er oft sjálfs- blekking. Þess vegna eigum við að taka gagnrýni vel og reyna að bæta úr því sem af laga fer, og það er vissulega margt, sem miklu betur mætti fara í þjóðfélagi okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.