Morgunblaðið - 14.05.1968, Side 19

Morgunblaðið - 14.05.1968, Side 19
MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1966. 19 ,Við getum lært af íslendingum' — segir Höegh Landráðsformaður, sem hér var á ferð fyrir skömmu Godthaab, 10. maí, frá fréttaritara Mbl. í NÝÚTKOMNU tölublaði Grænlandspóstsins segir Er- ling Höegh, formaður Lands- ráðsins, að kynnisferðin til íslands í byrjun apríl hafi heppnazt framar öllum von- um. —• Ég tel, að við höfum lært mikið í íslandsferðinni og sú er skoðun mín, að Landsráð ætti að veita fjár- styrki til kynnisferða til ís- lands. Meðlimir Landsráðsins geta haft mikið gagn af slíkri ferð, sem þarf ekki beinlínis að vera skemmtiferð. Þvílík- ar kynnisheimsóknir munu einnig stuðla að pólitískum þroska í Grænlandi og við . getum lært af íslendingum, sagði formaður Landsráðsins. Eitt af mikilvægustu verk- efnum leiðangursins var, að kynnast íslenzku samvinnu- hreyfingunni. — Við_ ræddum við for- stjóra SÍS, Erlend Einarsson, og eftir þær samræður varð okkur ljóst ,að kerfið, sem ís- lendingar vinna eftir, hentar mun betur grænlenzkum að- stæðum en hið danska. Um framtíðarsamskipti ís- lendinga og Grænlendinga sagði Landsráðsformaðurinn m.a.: \ — Það er án efa unnt að koma á árangursríkum sam- skiptum milli landanna tveggja. í fyrstu verða Græn lendingar að læra af íslend- ingum. Þeir hafa verið nægi- lega framsýnir til að senda ungt fólk til menntunar til Bandaríkjanna, Stóra-Bret- lands og Skandinavíu áður en tæknileg þróun hófst þar fyr- ir alvöru. Þetta unga fólk kom aftur til íslands eftir menntunina og undir ■ leið- sögn þess hófst hin gífurlega framþróun. Okkur varð ljóst í Islandsferðinni, að það er ekki hægt að leggja grund- völl að heilbrigðri framþró- un nema menn geti skyggnst út fyrir hið þrönga umhverfi sitt. Við komumst að raun um, að fslendingar hafa geysi mikinn áhuga á að inna eitt- hvað af hendi. Reykjavík, þar sem búa tæplega 100.000 manns, hefur allt það, sem milljónaborg hefur að bjóða. í borginni er leikhús, sinfó- níuhljómsveit og fjölda margt annað. Landsráðsformaðurinn tel- ur einnig aukna möguleika á viðskiptum íslendinga og Grænlendinga . — Það leikur enginn vafi á því, að mörg svið eru ókönnuð varðandi verzlun milli íslands og Grænlands. Mjólkurframleiðsla er mjög mikil á íslandi. Ef hægt væri að taka upp áætlunarferðir milli Godthaab og íslands með vikulegum flugferðum gætum við fengið ferskar landbúnaðarafurðir og græn- meti frá íslandi. Hvað viðvík ur fiskveiðum og kvikfjár- rækt getum við einnig lært mikið af íslendingum. Erling Höegh ræddi með virðingu um það sem hann hafði séð á íslandi. — f þessari ferð komumst við að raun um, að efnahags- líf íslendinga er enginn dans á rósum, en við sáum enn- fremur, að fslendinga höfðu ekki misst móðinn. Þeir hafa bitið á jaxlinn og eru stað- ráðnir í að bæta um. Við sá- um fiskimjölsverksmiðjur og frystihús, sem eiga við að etja mikla efnahagsörðug- leika. Þau geta ekki reitt sig á ríkiskassann eins og við hér á Grænlandi. ísland er mjög iðnþróað og tækniþróað land. í mörgum tilvikum er ísland þróaðra en Danmörk. í Það helgast m.a. af því, að ís lendingar eiga náttúruauð- lindir í formi ódýrs vatnsafls. En það er ekki eina skýring- in á því hversu langt íslend- ingar hafa náð. Það er ei-nnig því að þakka, að þeir hafa hæfileika til að búa sér gott heimili. Bæði maður og kona vinna og það kemur fram í fallegu heimi'li og góðum föt um. Það heyrir til uppeldis barnanna, að á íslandi verð- / ur að vinna. J Umsagnir Landsráðsfor- \ mannsins í „Atuagagdliutit/ í Grönlandsposten" eru bæði á i dönsku og grænlenzku. Á J næstunni mun hann ræða við 1 ritstjóra blaðsins, Jörgen i Fleischer, um ferðina til ís- / lands í grænlenzka útvarp- / inu. \ í grænlenzka útvarpinu \ hafa hlustendur þegar heyrt l rætt um kvikfjárrækt á ís- i landi og Græn'landi, ferðir is / lenzkra flugvéla til Græn- \ lands í sumar, falenzka sjón- \ varpið, hvað Grænlendingar L geta lært af íslandi sem / ferðamannalandi og fleira. í J þessum mánuði mun græn- \ lenzka útvarpið flytja dag- L skrá frá íslandi, sem heitir: í „Eftir sjö feit ár.......“ / Jörgen Benzon. \ dbein kynning auðveldar við- skipti erlendis — segja úfgetendur lceland Review Nýtt hefti tímarítsins lceland Review er nýkomið út og hófst þar með sjötti árgangur þess. Heftið er fjölbreytt að efni og skreytt miklum fjölda mynda, bæði í litum og svart-hvítu. Með al greina í ritinu er grein um Fjalla-Eyvind eftir Sigurð A. Magnússon, viðtal og myndir af Maríu Guðmundsdóttur, sýning- arstúlku, grein um málarann Sverri Haraldsson eftir Odd Björnsson. og margt fleira mætti telja. s Á fundi með blaðamönnum í gær sögðu útgefendur blaðsins, þeir Haraldur J. Hamar og Heim ir Hannesson, að nú legðu ís- lendingar, sem aðrar þjóðir, mik ið kapp á að kynna land sitt og útflutningsafurði, m.a. með út gáfustarfsemi margs konar. Keppi nautar íslendinga á erlendum mörkuðum væru mjög athafna- samir á þessu sviði, og nú í fimm ár hefði Iceland Review leitazt við að gegna.þessu hlut- verki, kynnt útflutningsvörur landsmanna og kynnt landið á margvíslegan hátt með tilliti til ferðamanna. Þróunin í þessum efnum er- lendis, væri sú áð aukin áherzla væri lögð á það, er kalla mætti óbeina kynningu, og hefði Ice- land Review einnig farið mjög inn á þessa braut. Með óbeinni kynningu kváðu þeir Haraldur og Heimir vera átt við frásagnir af menningu landsmanna og sögu framlagi okícar á alþjóða sam- starfi, skref okkar til menning- armála svo og atvinnumála o.fl. o.fl. Þessi háttur kynningarstarf- seminnar miðar að því, að vekja traust umheimsins á viðkomandi þjóð og vekja áhuga á lífi henn- ar og starfi. Er slíkt kynning líklega til að gera öll viðskipti auðveldari, jafnframt því sem ferðamannastraumur eykst. Þeir félagar sögðu ennfremur, að tímaritið veitti þegar tölu- verða möguleika hvað snerti þörf ina að leita markaða erlendis á breiðari grundvelli en verið hefði vegna vaxandi örðugleika í út- flutningsmálum íslendingaSögðu þeir, að tímaritið mundi fram- vegis sem áður hafa áhuga á að kynna allar þær íslenzkar fram- leiðsluvörur, sem von væri á að hægt yrði að finna markaði fyrir erlendis. f síðasta hefti Iceland Review bættist nafnið Atlantica framan við aðalheitið, og sögðu þeir fé- lagar að með því væri verið að gefa til kynna að ritinu væri í framtíðinni ætlað að kynna mál- efni, sem ekki vörðuðu íslend- inga einungis, heldur sitthvað í nánasta umhverfi okkar hér í N-Atlantshafi, sem áhrif hefðu á starf og líf fólksins, sem land- ið byggir. Er þar m.a. átt við ýmsar vísindalegar rannsóknir, fiskveiðar, ferðamál, en á öllum þessum sviðum gegnir íslandveig amiklu hlutverki í þessum heims hluta. Forsíður Iceland Review frá upphafi, en þær hefur Gísli B. Björnsson gert og einnig hefurhann séð um uppsetningu blaðs ins. mmi MJÖG góð aðsókn er hjá Þjóð- leikhúsinu um þessar mundir. Um sl. helgi komu 2300 leikhús- gestir í Þjóðleikhúsið og má það teljast mjög góð aðsókn og læt- ur þá nærri að um 600 manns hafi verið á hverri sýsingu að meðaltali. Leikritin, sem sýnd voru eru: óperettan Brosandi land Vér morðingjar og barna- leikurinn Bangsimon. Myndin er úr leiknum „Vér morðingjar", en sá leikur hefur nú verið sýndur við húsfylli að undanfömu. Aðalleikendur eru Kristbjörg Kjeld og Gunnar Ey- j júlfsson. Styrktarfélag oldroða í Hainarfirði Styrktarfélag aldraðna hefur verið stofniað í Hafnarfirði, sem hefur það að meginmarkmiði að létta öldruðu fólki þá lífsvénju- breytingu, sem alduriimn skapar, með því m.a. að stuðLa að því að gamalt fólk fái sem tengst haldið heimiili. í því skyni hyggst félagið vinna að því, að veita fólki skiputega heimilishjálp og stuðla að byggingu hentugra í- búða fyrir aldrað fólk. Þá teiLur félagið að létta beri gjöldum af þurftaiaunum gamals fóLks og þeim öldruðum sem daglegrar um mönnunar þarfnaðist, þurfti að búa vistlagt dvaiarheimili. Fjársöfnun er hafin á vegum félagsins og gjafir til þess eru leyfðar til frádráttar skattskyld- um tekjum. í stjórn Styrktar- féiags aldraðra eru: Jóhann Þor- steinsson, fyrrv. forstöðumaður Sólvangs, formaður, Blín Jósefs- dóttir, fyrrv. bæjarfulitrúi, ri't- ari, Sverrir Magnússon, lyfsali, gjaldkeri, Gisli Kristjánsson, f.v útgm, Ólafur Ólafsson, yfirlækn- ir, Oliver Steinn, bóksali, og Sigurborg Oddsdóttir, frú. Hvanneyri — Hvanneyri Framhald-af bis. 10 Þett.a er næsta mikils vert, ekki síður fyrir bóndann heldur en hvern annan, sem einhvern rekst ur hefur í okkar flókna við- skipta-samfélagi. Nýlega las ég viðtal í dönsku / landbúnaðar- blaði við skólastjóra á bænda- skóla. Hann sagðist leggja mikla áherzlu á rekstursfræði. Bænd- ur þyrftu að vera glöggir á jafnvægið milli fóðurkostnaðar og afurðaverðs, milli tekna og gjalda. f skólanum væru nem- endurnir látnir búa til reksturs- áætlun fyrir bú af ákveðinni stærð. Síðan væri farið heim á bæina í sveitinni og víðar og hvernig búin bera sig frá ári til árs. En ekki virðast danskir bændur síður hala ástæðu til að kvarta yfir afkomunni heldur stéttarbræður þeirra hér á landi. í þessu sama blaði er sagt frá því að lausaskuldir bænda í Dan mörku hafi tífaldast á síðustu 30 árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.