Morgunblaðið - 16.05.1968, Page 16

Morgunblaðið - 16.05.1968, Page 16
16 MORGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1«. MAÍ 196«. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingas t j óri: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: ílausasölu: Áskriftargjald kr. 120.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VERNDUN FISKSTOFNANNA k sjötta fundi Norð-austur- Atlantshafs fiskveiði- nefndarinnar, er haldinn var hér í Reykjavík, var sam- þykkt tillaga frá íslandi um yfirgripsmiklar heildarrann- sóknar á ástandi þorsk- og ýsustofnsins hér við land, sem skera eiga úr um það, hvort þeim stafar hætta af því veiðiálagi, sem nú á sér stað. Munu þessar alþjóðlegu rannsóknir m.a. beinast að því, hvort nauðsynlegt kunni að vera að friða ákveðin haf- svæði við ísland, þar sem mikið er af ungfiski, einkum út af Norðausturlandi. Rann- sóknir þessar munu standa í þrjú ár og verður Alþjóða- hafrannsóknarráðinu falið að annast þær. íslendingar lögðu fram tillögur á fundinum um lokun ákveðinna hafsvæða, en ákvörðun um hana verður tekin, þegar framangreindar rannsóknir hafa átt sér stað. Öllum ætti að vera það ljóst, hversu mikilvægt það er fyrir íslendinga, sem byggja afkomu sína enn að mestu á sjávarafla, að fisk- stofnunum umhverfis landið verði ekki útrýmt með of- veiði og drápi ungfisks. Til- laga íslands, sem samþykkt var á fiskveiðiráðstefnunni, er spor í rétta átt. Sókn íslendinga í landhelg- ismálum hefur ætíð beinzt að því meginmarkmiði, að verndun fengist á fiskimiðum landgrunnsins og í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar sl. haust kemur m.a. fram, að hún hyggst vinna áfram að friðun fiskimiða umhverfis landið og viðurkenningu á rétti íslands yfir landgrunn- inu öllu. Þörf mannkynsins fyrir fiskmeti fer stöðugt vaxandi og unnið er að því á vegum alþjóðastofnanna, að kynna fisk og fiskmeti í hinum van- þróaðri löndum. En þar er víða mikill skortur þeirra næringarefna, sem mest finn- ast í fiski. Hafa verið gefnar út skýrslur um rannsóknir á þörfinni fyrir fiskfæðu næstu áratugi, sem sýna að stórauka þarf framleiðslu fisk- og sjávarafurða. íslendingar hljóta að fylgj- ast vel með öllu, sem gerist á þessum vettvangi og má í því sambandi minna á ræður ut- anríkisráðherra á tveimur síð ustu Allsherjarþingum Sam- einuðu þjóðanna, en þar legg- ur hann áherzlu á að nýta beri fiskinn betur til manneldis og bendir á þá miklu mögu- leika sem ónýttir eru á því sviði. Enda þótt allar líkur séu á því, að eftirspurn eftir fiski og fiskafurðum muni aukast í framtíðinni, má sú stað- reynd aldrei gleymast, að fisk stofnanir þola hvorki ofveiði né dráp ungfisks. Og þess vegna ber að fagna því, að tillaga íslands um rannsóknir til verndar fiskstofninum norðaustur af íslandi náði fram að ganga á fundi fisk- veiðinefndarinnar. / SMIÐJU TIL PEKING í hugaleysi og fálæti ráða- mannanna í Peking á samningaviðræðunum um frið í Víetnam hefur vakið furðu. Hafa fréttastofur í Kína ekki minnst á viðræð- urnar einu orði og sendimenn Hanoistjórnarinnar hafa feng ið kuldalegar móttökur í Pek- ing. Þá hafa kommúnistaleið- togarnir þar látið það berast til stjórnar Norður-Víetnam, að það sé rangt af henni að setjast að samningaborði með Bandaríkjamönnum og með því sé hún raunar að bregð- ast byltingarbræðrunum í Suður-Víetnam. Vegna þess- arar afstöðu kommúnista í Kína benda stjórnmálasér- fræðingar í Asíu á, að til lít- ils sé að semja frið í Víet- nam, án vilja og samþykkis Kínverja, þar sem þeir líti á landið sem peð í þeirri skák, er þeir tefla í Asíu, og missi þeir það, muni þeir aðeins snúa sér að því að vinna önn- ur. Þegar sendimenn Hanoi- stjórnarinnar komu til Pek- ing til þess að leita ráða vegna samningaviðræðnanna, var þeim bent á að snúa sér til rússneskra vina sinna, þar sem þeir hefðu fengið þá til að falla í gildru Bandaríkja- manna og hefja friðarviðræð- ur. Áður hefur verið vakin athygli á því hér í blaðinu, hvernig kommúnistablaðið á fslandi hefur tekið undir friðarviðræðurnar um Víet- nam. Hefur einn ritstjóra þess talið, að þátttaka Banda ríkjamanna í viðræðunum sé aðeins kosningabragð af hálfu Johnsons, en lýsi á eng- an hátt raunhæfum friðar- vilja af hálfu Bandaríkja- manna. Augljóst er nú, eftir að við- á .. ‘A lll p h % ys j U IJF 1 h N 1 Ul l H IEI iy ii i Fórnar Ho draumi sínum fyrir frið? MÖGULEIKAR friðar í Víet- nam og Suðaustur-Asíu hvíla kannski á herðum grannvax- ins 78 ára gamals byltingar- manns. Hvers konar rhaður er hann? Hvers konar kommún- isti er hann? Það er ekki óhugsandi, að mannkynssaga framtí'ðarinn- ar muni telja Ho Chi Minh forseta einn misskildasta og rangtúlkaðasta leiðtoga síns tíma. Hluti af sögulegri arf- leifð hans verður líklega lang líf rökræða um það, hvað kynni að hafa skeð, ef Banda ríkjamenn, Frakkar, Rússar og Kínverjar og allar aðrar þjóðir hefðu lagt annan skiln ing í ræður hans og skrif. Rökræðurnar munu halda áfram endalaust og snúast um það, hvort Ho hafi verið meiri þjó'ðernissinni en kommúnisti, hvort hann hefði getað orðið „Tító Asíu“ og haldið stórveldum komm- únista í hæfilegri fjarlægð, og hvort Bandaríkjamenn hefðu getað sætt sig við ríki af þeirri tegund kommún- isma á meginlandi Suðaustur- Asíu. Þeir, sem tekið hafa þá af- stöðu, að Frakkar og síðan Bandaríkjamenn hafi farið óskynsamlega áð ráði sínu í viðskiptum sínum við Ho, benda á að hann talar hvorki né hegðar sér eins og fjölda- framleiðslumanngerð komm- únista frá Sovétríkjunum eða Evrópulöndum og að hann virðist fátt eiga sameiginlegt með þeim ofstækismönnum, sem stjórna Kína. Hvaða kommúnistaleiðtogi annar en Ho kallar þjóð sína í „frændur og frænkur", eða 7 jafnvel „börnin góð“? Hváða kommúnistaleiðtogi annar sneiðir hjá flóknum rök- semdafærslum og orðatiltækj- um Marxisma og Leninisma, en notar í þess stað látlaust og einfalt orðfæri bændar fólksins? „Nú spyr ég ykkur“, sagði Ho Chi Minh í fyrra, er hann heimsótti þorp nokkurt, „hvort þið karlmennirnir haldið enn áfram að berja konur ykkar? Það er ljótt að berja konuna sína. Ég hef komizt að því, að þeir eigin- menn, sem berja kónur sínar, snúa bökum saman um að hylma hver yfir öðrrum. Þið verðið að sporna gegn þessu ljóta háttarlagi. Og þið kon- urnar, frænkur mínar, hafið lögin ykkar megin.“ Honum tekst að láta fólkinu þykja hann standa sér mjög nærri. Að sögn þeirra, sem þekkt hafa Ho áratugum saman, er hann einfaldur maður í fram- komu, en geysilega marg- slunginn í hugsun og getur verið allra manna harðastur í horn að taka, ef svo ber undir. „Ho frændi" fékk snemma orð fyrir að kunna að beita einhvers konar dáleiðsluvaldi vfð þá, sem hann komst í beint samband við. Hann komst upp á að bregða fyrir sig feimnislegri og dálítið klunnalegri framkomu við ókunnuga, einkum útlendinga, sem hafði aðlaðandi áhrif á fólk. Hann gerði sér mjög far um að sýna mönnum kurteisi og tillitssemi. Andlit hans var oftast prýtt dýrlingslegu brosi, rödd hans lét ljúflega í eyrum, klæðaburður hans var grófur og einfáld'Uir og eft irlætisfótabúnaður hans var verja, þótt honum hafi alltaf tekizt að sigla milli skers og báru og komast hjá því að ganga cfðrum hvorum á hönd. Enginn einstaklingur hefur unnið svo hugi byltingar- sinna í dag sem þessi maður, sem sigraði frönsku nýlendu- stjórnina og hefur staðizt mesta herveldi heims snúning í átökum síðustu ára. Af staðföstum ákafa kross- faranna, ruddist Ho inn í sögu Suðaustur-Asíu og átti mikinn þátt í þróun hennar síðustu áratugi. Hann áttist við hvern andstæðinginn á fætur öðrum, — fyrst jap- anska hernámsliðið í síðari heimsstyrjöldinni, siðan kín- verska hernámsli’ðið, þá Frakka og loks Bandaríkja- menn. Á meðan Ho vígbjóst gegn Frökkum árið 1945, ræddi hann um frið. Hann fullyrti, að hann væri fús til að fall- Ho Chi Minh sandalar úr gömlum gúmmí- slöngum, svo að hann gat gengið um hljó’ðlausum skref um í fábrotnu húsi sínu í Hanoi. Saga Hos nær yfir meira en hálfa öld samsæra, byltinga og stríða. Persónuleiki hans er óafmáanlega greiptur, ekki aðeins í huga norður-víet- nömsku þjóðarinnar, sem hann hefur stýrt sem forseti, heldur einnig í allan komm- únisma í Suðaustur-Asíu. Svo mikið er víst, að hefði Ho ekki verið á lífi og nálæg- ur, kynni Víetnamstríðið að hafa gengið með öðrum hætti. Bæði fjandmenn hans og vin- ir eru allir á einu máli um að það sé „föðurímynd“ Hos, sem hafi verið sameiningarafl skæruliðahreyfingarinnar í Suður-Víetnam. Enginn annar kommúnista- leiðtogi í Suðaustur-Asíu skipar svo háan sess, að hann sitji við hægri hönd voldug- ustu manna Rússa og Kín- ast á stjórnarsamband milli Víetnams og Frakklands, ef það þýddi frelsi innan þeirra takmarka. Með þessari yfir- lýsingu hætti hann á fordæm ingu innan síns eigin flokks. Kannski var það aðeins her- bragð. En það þurfti hverja ögn af hinum fræga sannfær- ingarmætti Hos til að fá hans eigin menn, Viet Nam Doc Lap Dong Minh Hoi (Sjálf- stæðissamband Víetnams) eða Víetmín, eins og þeir eru yfirleitt nefndir, til að kyngja þessari hugmynd. Ef Frakkar hefðu gengið að þessu, má vera að Víetmín- hreyfing Hos hefði smám saman náð öllum völdum í Víetnam. En hvað sem því líður, voru það Frakkar, sem feomu í veg fyrir samkomu- lag, hófu sprengjuárásir á Haiphong í árslok 1945 og hrundu þannig stríðinu af stað. Ho Chi Minh hefur verið Framh. á bls. 20 brögð kommúnistaleiðtog- anna í Peking við friðarvið- ræðunum hafa komið fram, hvert þessi ritstjóri hefur farið í smiðju við mótun hugmynda sinna um viðræð- urnar. Kínverjar hafa ekki vísað honum til Moskvu, heldur veitt honum ráð og styrk. Ritstjórinn telur eins og Chou En Lai, forsætisráð- herra Kína, að Norður-Víet- namar hafi fallið í „gildru Bandaríkj amanna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.