Morgunblaðið - 30.06.1968, Side 22

Morgunblaðið - 30.06.1968, Side 22
22 MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 196« Sigurjón Narfason Minningarorð Fcaddur 20/7. 1895. Dáinn 25/6. 1968. HINN 25. þ.m. andaðist að Rorg- arsjúkrahúsinu Sigurjón Narla- £On eftir langvarandi vaníheidsu. Sgurjón var fæddur að Stóra- Nesi í Svínadal. Voru foreldrar harrs Narfi Narfason og kona hans Soffía Pétursdóttir. Nám stundað Sigurjón við Flensborgarskólann í Hafnar- firði. Starfaði hann um nokkurt skeið vestan hafs, en kom heim árið 1918. Eftir það stundaði hann ýms störf s.s. bifreiðavið- gerðir og bifreiðaakstur, en hin síðari ár rak hann firmað Sigur- jón Narfason & Co. og verzlaði m.a. með gólfteppi. Lengi átti Sigurjón við mikla sjúkdóms- erfiðleika að striða, sem mjög Faðir okkar Einar Garibaldason lézt að heimili sínu Laugar- nesveg 104, 27. júní. Kveðju- athöfn fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júlí og hefst kl. 10.30. Jarðarför- in fer fram frá ísafjarðar- kirkju föstudaginn 5. júlí. Börn hins látna. Móðir mín Kristín Sigurðardóttir frá Hjalla í Reykjadal, lézt að Kristneshæli 26. júní. Útför hennar fer fram frá Einarsstaðakirkju föstudag- inn 5. júlí kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda. Sigfríður Jónsdóttir. Jarðarför Indíönu Sveinsdóttur Valberg verður gerð frá Sauðárkróks- kirkju þriðjudaginn 2. júli kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barna- börn. Maðurinn minn, Guðjón Júlíusson, bifreiðastjóri, verður jarðisunginn frá Dóm- kirkjunni, þriðjudaginn 2. júlí kl. 1.30. Blóm vinsamleg- ast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Marta E. Guðbrandsdóttir og vandamenn. Útför Jóhanns Sigvaldasonar, bátasmíðs, Húsavík, fer fram mánudaginn 1. júlí kL 2 frá Húsavíkurkirkju. Sigriður Sigvaldadóttir, Dagný Guðlaugsdóttir. gerðu honum erfitt fyrir um að situnda starfrækslu sína. Sigurjón var ókvæntur, en hélf heimili um 30 ára skeið með frændkomu sinni, Áslaugu Guð- mundsdóttur, en hún lézt árið 1952. Útför Sigurjóns verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudag 1. júlí, kl. 1.30 e.h. Mun Sigurjóns Narfasonar verða niána minnst í tílaðinu síð- ar. Afmœliskveðja: Geirlaug Jónsdóttir Hólum — sjötug Það er gamall og góður sið- ur að staldra við á merkum á- föngum æfinnar, óska þeim heilla er standa á vegamótum, og þakka samfylgd skygnast um til allra átta. Stærstu stundir og merkustu viðburðir, þeir er lengst gleym- ast í minni manna, fara fram á krossgötum. Það er ekki að undra, þó að þjóðsögur mynduðust um þær og nokkur helgi væri á þeim vegaskilum með íslensku þjóð- inni. Þar rættust margar óskir, þar gerðist líka hið gagnstæðia, en á fjölförnum slóðum má mann inn reyna, þar kemur frjálsræð- ið til sögunnar, og svo ótal margt fleira þar verður hver og einn að velja og hafna, það er e.t.v. mesti vandinn. Við mætumot á margvíslegum krossgötum, ýmsum vegamótum á ferðalagi okkar, stundum er SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef kvænzt og skilið þrisvar sinnum. En síðan hef ég fundið Drottin. Getur líf mitt orðið einhvers virði, þótt ég eigi slík mistök að baki? VERA má, að þér séuð einmitt hæfur til að verða einhverjum að liði, eftir að þér hafið gert svo miklar skyssur. Þér hafið átt við mörg vandamál að etja, og þér ættuð að minnsta kosti að vera fær um að ráð- leggja mörgu fólki, hvað það eigi ekki að gera. Þér hafið sjálfur staðið í hörðu stríði, og þess vegna getið þér auðsýnt þeim samúð og skilning, sem eiga í sömu baráttunni. Drottinn getur jafnvel komið því til vegar, að mistök okkar skili okkur áleiðis til farsæld- ar. Og ef þér gefizt honum skilyrðislaust, mun hefjast sá kafli í ævi yðar, er þér verðið til mestrar bless- unar. Þér sjáið, ef þér hugsið yður um, að flestir þeir, sem Jesús kallaði til fylgdar við sig, þegar hann gekk um hér á jörðu, voru gallaðir menn. Pétur afneitaði herra sínum og sagði ósatt, þegar hann var spurður, hvort hann væri lærisveinn hans. Páll hafði veik- leika, sem háði honum og hindraði hann. Jakob og Jóhannes fylltust metorðagirnd og vildu vera fremst- ir í hóp lærisveinanna. En Kristur afmáði allt hið liðna og hreinsaði þá og notaði þá á stórkostlegan hátt í þjónustu sinni, þrátt fyrir galla þeirra. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttu, hjálpsemi og hlýhug við fráfall Vigdísar G. Blöndal. Elsa Sigríður Jónsdóttir, Vignir Benediktsson, Guðrún Magnúsdóttir, Nanna Björnsdóttir, Hjálmar Ólafsson og systkin hinnar látnu. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGRE(ÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10.100 nokkuð þungt í lofti, í annan tíma birta og heiðríkja góðra minninga og kynna. Þannigvar það í Hólum í Eyjafirði sL föstud. 22. þm. er frú Geirlaug Jónsdóttir varð 70 árta, margir gestir komu að Hólum til að flytja húsfreyjunni heilla óskir, og þakka langa og trausta sam- fylgd. Geirlaug er fædd að Hólum 22. marz 1898, dóttir Jóns Ólafs sonar bónda þar, er talinn var af samtíðar mönnum, mikill þrek maður, og síðari konu hansTCrist jönu Pétursdóttur, Kristjana var fríð kona og sérlega snyrtileg. Geirlaug hefur alla æfi átt heima í Hólum, hún missti föður sinn ung að árum. Ólst upp með móður sinni, og síðari mönnum hennar. Kristjana í Hólum var þrígift og lifði menn sína. Árið 1916 giftist Geirlaug, Jóni Siggeirssyni, Jón var Þing- eyjingur í föðurætt, móðir hans var Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helgastöðum systir Páls J. Ár- dals skálds. Jón og Kristín Sig- fúsdóttir skáldkona voru systra börn. Jón Siggeirsson mun í ríkum mæli hafa hlotið marga hæfí- leika ættar sinnar, en aldrei flíkaði hann þeim mikið, yfirlæti og sýndarmenska var fjærri honum, en seint mun hann gleym ast þeim er höfðu af honum áralöng kynni. Eins og að líkum lætur umi svo vel gefinn mann, hlaut Jón í Hólum að sinna mörgum störf- um fyrir sveit sína og samferða- menn. Búskapurinn og annir hins daglega lífs hvíldu því oft á herðum Geirlaugar hún var þeim vanda vaxin. Hún er mikil búkona, með sæmd hefur hún verið húsmóðir í Hólum meir en hálfa öld, kvik í spori hógvær og glöð, fagnar hún gestum er að garði ber og veitir af rausn. Hún varð ung að taka þann vanda á sig þar, sem Hólar eru kirkjustaður og á fyrri búskapar árum þeirra hjóna var þar funda og samkomustaður Hólasóknar- búa. Geirlaug í Hólum hefur séð óðal sitt engu síður en önnur stórbýli sveitarinnar, þar hefur byggðina taka stakkaskiptum, hún lagt fram krafta sína og hyggindi, ástvinum sínum og búi til hagsældar. Og nú eftir ár og aldir eru Hólar í eigu einn- ar fjölskyldu. Geirlaug hefur séð margar óskir sínar rætast, hún hefur eins og aðrir staðið á krossgötum þar, sem vandi var að velja rétta leið, og kjarks og gætni var þörf, hún átti hvorutveggja. Margar sólskinsstundir hefur Geirlaug lifað fyrr en allir aðr- ir fékk hún að heyra ljóð og lög mannsins síns. Framhald á bls. 24. B R A G A KAFFI BREGST V/ BfiflGfl MUI BRAGA kaffi í NAF kaffiskip. NAF kaupir kaffið fyrir öll samvinnufélögin á Norðurlöndum og er stærsti kaffikaupandi í Evrópu. NAF tryggir gæði BRAGA kaffis. Hjartans þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför litla sonar okkar og bró'ður Þorleifs Arnar. Anna Þorleifsdóttir, Alfons Guðmundsson og synir. Sýnishorn af kjörseðli Forsetakjör 30. júní 1968 Gunnar Thoroddsen X Kristján Eldjárn Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar Kristján Eldjárn hefur verið kosinn. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.