Morgunblaðið - 22.08.1968, Side 21

Morgunblaðið - 22.08.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1968 21 iVerða Dubcek og félögum búin sðmu ðrlög og Nagy? NÚ, þegar fréttir berast um, að leiðtoga Tckkóslóvakíu séu ekki lengur frjálsir ferða sinna og aðrir í varðhaldi Rússa, rifjast upp fyrir mönn um þau hörmulegu örlög, sem leiðtogar ungversku frelsis baráttunnar hiutu fyrir 10 ár- um. Eftir griðrof voru þeir fluttir nauðugir til Rúmeníu, þar sem Rússar frömdu laun- morð á þeim eftir leynileg „réttarhöld". Þessir svívirðulegu glæpir hafa almennt verið gleymdir mönnum í þíðu kalda stríðs- ins á undanfömum árum. Þegar kúgunaröflin í Rúss- landi hafa nú á ný kastað grímunni er fyllsta ástæða til að kvíða því, að tékknesku leiðtogunum kunni að verða búin sömu örlög í myrkum dýflissum morðingjanna frá 1958. Það viar aðfaranótt 17. júní árið 1958 að sú fregn barst um heiminn að Imre Nagy, Pal Maleter oig tveir ung- verskir blaðameinn, sem þeim þeim sátu í varðhaJdi í Rúm- eníu hafðu verið teknir af lífi. Nagy og Maleter voru for- ystumemn ungversku bylting- arininar og báðum höfðu Rúss ar náð á sitt vald eftir grið- rof. Nagy var forsætisráð- herra Ungverjalands þá 10, örlagaríku daga, sem bylting in stóð yfir. Maleter vair land varnarráðherra í stjóm Nagys og var ofursti að tign, í her landsins. Handtaka Maleters bar þannig að, að skömmu áður en Rússar hófu dokasókn sína inn í Búdapest létust þeir vera tilleiðanlegir til að flytja her sinn á brott úr Ungverja- landi og semja frið við Nagy stjórnina. Ungverjar tóku boðinu með geysilegum fögn- uði og létti. Pal Maleter var skipaður formaður ungversku sendi- nefndarinnar, sem semja átti um brottflutning Rússa. Hann hélt á fund rússnesku herstjórnarinnar og var heit ið fuillkomnum griðum. Það varð hans síðasta för. Einka- ritari hans, Magda de Kunery, skýrði síðar frá aðdragandan um að handtöku' hans. — Ég var sannfærð um, að þeir myndu myrða okkur, og ég sagði við hanin, að við myndum aldrei framar sjá hann. Pal sagði, að hann myndi hringjá tál mín um kvöldið, undir eins og hann kæmi af fundinum. En hann hringdi aldrei. Hann hafði lít ið loftskeytatæki með sér, og ég hafði samband við hann nokkrum sinnum áður en hann kom til fundarstaðarins. Klukkustund eftir að hann hafði yfingefið okkur, gat ég ekki lengur náð sambandi við hann. í síðasta skipti og við náðum sambandi voru lokaorð hans þessi: — „Ég verð að halda áfram, ég verð að gera það fyTÍr Ungverja- land“. Maleter og aðrir ung- versku nefndarmemnimir munu hafa verið handteknir þegar í stað, er þeir stigu fæti inn í rússnesku herbúð- irnar. Einn á ný höfðu loforð og fagurgali rússnesku kúgar anna reynzt fals eitt og bani þeirra sem á þau trúðu. Handtaka Imre Nagys leið- toga ungversku frelsisbarátt unnar bar að á jafn svívirði- legan hátt. Eftir handtökur Maleters hófu Rússar blóð- baðið um allt landið og loka- sókn til Búdapest. Þegar varn ir borgarinnar voru að þrot- um, leitaði Nagy hælis í Júgó s'lavneska sendiráðinu í Búda pest, ásamt 10 samherjum sín um. Höfðust þeir við í sendi- ráðinu í nokkra daga. Rússar og ungversku föður landssvikararnir með Kadar í broddi fylkingar linntu ekki látum. Meðan Nagy, tákn ungversku þjóðarininair gegn rússneska ofbeldiinu var enn óhultur í landinu, var þeim ekki til setunnar boðið. Launráð voru brugguð af Rússum og leppum þeirra. Nokkrum dögum eftir her- töku Búdapest létu þeir þau boð ganga til júgóslavneska sendiráðsins, að Nagy og fé- lögum hans væri heimilt að fara frjálsir ferða simna úr Imre Nagy leiðtogi ungverskrar frelsis- baráttu. sendiráðinu — þeim væri 'heitið ful'lum griðum og yrði ekkert mein gert. Enn á nýjan leik létu Umgverjar blekkj- ast. Imre Nagy og félagar hans féllu í gildruna. Þeir héldu út úr sendiráðimu, þa;r biðu Rússar þeirra og hand- tóku þá þegar í stað. 'Harm- leikurinn hafðd endurtekið sig — rússnesk loforð höfðu verið tekin trúanleg. Það eina sem sagt var opinberlega um handtökuna var, að Nagy hefði verið fluttur úr landi „samkvæmt eigin ' ósk“. Tvö ár Idðu nú án þess, að sagt væri orð af opinbexri hálfu um Nagy og Maileter. Þá kom reiðarslagið. Tilkynn ing var birt samtímis í Moskvu og Búdapest, að þeir Imre Nagy og Pal Maleter hefðu verið teknir af lífi eftir leynileg réttarhöld. í dómsúrskurðinum sagði, að þeir hefðu verið „íundnir sekir um landráð". Þeir hefðu stutt heimsvaldasinna og vopnaða andbyltingarsinna í uppreisin, sem miðaði að því að steypa hinu löglega stjórn- skipudagi landsins". Þannig hljóðaði „dómur“ föðurlandssvikaranna, og rússneskir böðlar frömdu myrkraverk sitt í skjóli rúm- enskra famgelsismúra. Enginn mannlegur máttur gat komið ungversku frelsisvinumum til bjargar. Viðbrögð admennings í Ungverjalandi við morðunum voru svipuð þeim sem nú hafa frétzt frá Tékkóslóvak- íu, fólkið var harmi og skelf ingu lostið. Hlutskipti ung- verskrar alþýðu var að gráta fallnar þjóðhetjur. f Vestur-Evrópu reis reiði- alda gegn launmorðuinum. Fjöldafundir voru haldnir og mótmæli samþykkt. Hér í Reykjavík var haldinn geysi- fjolmennur mótmælafundur á Lækjartongi og meðal ræðumanna var ungverskur stúdent, sem hafði tekið þátt í frelsisbaráttunni. Bn þeir menn fundust þá á íslandi og annars staðar í V-Evrópu, sem létu sér fátt um launvígin finnast. Ekki gerðu hérlendir kommúnistar sér þá tíðfarið í rússneska sendiráðið og mót mælastöður voru óþekkt fyrir bæri. Árin liðu og blóðöxi Nagys og Maleters var vendi- lega falin sauðargæru „frið- samlegrar sambúðar" og laun vígin gleymdust mönnum í Evrópu smám saman. Það virtist ætla að fara um þetta illvirki eins og mörg önnur, sem framin hafa verið með samábyrgð heimskommúnis- mans. En skyndilega í gær urðu örlög Nagys og Maleters mönnum ljóslifandi. Enn á ný var blóðöxi kommúnismans reidd að rótum frelsisins. Þau tíðindi bárust að tékkn- esku leiðtogarnir með Dub- Pal Maleter cek í broddi fylkingar hefðu verið numdir á brott í bryn- varinni bifreið. Nagy og Mal- eter stigu fram úr skugga gleymskunnar, sauðagæran féll. Næstu tíðindi verða ef til vill að Dubcek og félagar hans verða fluttir úr landi ,^amkvæmt eigin ósk“. Eru örlög þeirra ráðin? Eru ný myrkraverk yfirvof- andi? - ÞEIR VERÐA Kramhald af bls. 20 flóttanum. Þær hljóma eins og kveðja til lífsins, enda munu fá- ir hafa átt afturkvæmt. Ekki eru til neinar nákvæmar tölur um hve mörgu fólki var rænt, en gizkað á, að það hafi ekki verið færra en 40 þúsund fyrsta mánuðinn. Jafnframt hófst mikil straum- ur flóttafólks frá Ungverjalandi, aðallega til Austurrikis og fyrsta mánuðinn munu hafa komið þanga'ð um 100 þús. flóttamenn. Fljótlega eftir að Rússar náðu ölum héruðum landsins á sitt vald, hertu þeir mjög á eftir- liti við landamærin, en tókst samt ekki að koma í veg fyrir að fjöldi manns yfirgæfi landið, enda lögðu margir líf sitt í söl- urnar á flóttanum. Stóðu þöglir, niðurlútir og vonlausir Á byltingardögunum hafði al- gjört verkfall vertið ríkjandi í Ungverjalandi, en þegar komm- únistar náðu yfirráðum yfir út- varpsstöðinni hófu þeir a'ð senda áskoranir til fólks að taka upp vinnu að nýju. UVigverjar sinntu eki þeim kröfum og urðu Rúss- ar að beita hervaldi til að fá menn á vinnustaði. Fyrstu dag- ana sem menn mættu á vinnu- staði höfðust þeir ekki að. Dapr- ir stóðu þeir. þögulir og niður- lútir í smáhópum og létu þannig í ljós orðlausa gremju og von- leysi. Rússneskir hermenn stóðu yfir þeim með alvæpni. Verka- mennirnir sögðu: Það er ekki hægt að vinna undir byssustingj um og byssuhlaupum. Og það er hættulegt að koma út fyrir hússins dyr, því að Rússamir ræna öllum okkar ungu mönn- um. Rann blóðið til skyldunnar. Um allarn heim vöktu atburð- iriniir í Ungverjaiaindi öldu reiði og fyrirlitningar á kommúnist- um. Margar þjóðiir reyndu að veita hinum kúguðu Unigverjum er tókisf að flýja föðurland sitt, aðstoð. Á íslamdi voru haldnir mjög fjölmenniir fundir þar sem ofbeldis- og hryðjuverkum komm únista var mótmælt og frelsis- vinum í Ungverjalundi sýnd sam úð. Bn íslenzkir kommúnistar vonu trúir eðili sírau. Þeim ramn blóðið til skyldunraar. Fáheyrt er ofbeldi það er k omm ú nistale ið - toginn Einar Olgeirsson framidi þá sem fonseti Neðiri deiflidar Al- þinigis, er haran neitaði Ólafi Thors um orðið til að tala um Ungverjailandsmálið. Á byltingar afmæli Rússl'amds létu kommún- isitar ferðiir síraar í rússniesíka siendiiriáðið ekiki raiður falila. Þar hafa þeir væntanlega skálað við rússraeska s'koðanabræður sína og fagnað „sigrum í þágu alþýð- unnar" eins og blóðsúthellingarn- ar hét'u á þeirra máli. ★ Það fyrnist yfir atburðina í Ungverjalandi. örvæntingarradd ir sem hrópuð'u á hjálp hljóðn- uðu. Stálkirumlur kommúnista náðu helj'artaki sínu á Uragversku þjóðirani. Grímiu friðarsinnaniraa var brugðið aftuir upp. Nú hefur hún fallið. Tékkneska þjóðin er fórnarlambið. — Dubcek - Novotny Framh. af bls. 10 sig nokkuð í sessi, fór hann nær samstundis að fjarlægjaist stefnu Novotnys opinberlega. Ein fyrsta gerð hans sem forystu- manns var að beita sér fyrir því að dregið skyldi úr hörku við slóvaraska rithöfunda og mennta menn, sem upp frá því feragu auk ið tjániragarfrelsi. Hann varð einnig hlynntur nýjram ráðstöf- unum og aðgerðum í efnahags- miálum, er gert höfðu vart við sig og próflessor Ota Sik var talismaður fyrir. Eftir því sem tímar liðu fram varð hinn hlé- drægi Sióvaki öruggari og smám saman þroskaðist hann í að verða eindreginn gagnrýnandi á stefnu Novotnys. Þegar svo hart var lagt að Novotny um aukið frelsi og um- bætur tók hann upp nýja að- ferð. Hann lézt gefa eftir í nokkrum atriðum, en þegar hon- um þótti nóg komið sýndi hann liörku á nýjan leik. Þannig leyfði hann tskyndilega blómstr- nndi listalíf í landinu, einkum í bókmenntum og leyfði til dæmis að verk Franz Kafka skyldu glefin út, kvikmyndir sem bann- aðar höfðu verið fengu nú náð fyrir augum hans og alls konar „borgaraleg einkenni" gerðu var-t við sig. Sömuleiðis leyfði hann nokkra igagnrými í blöðum. En haran hélt áfram uppteknum hætti að ofsækja rithöfunda með alls konar dulbúnum aðgerðum og svipti suma algerlega rit- freilsi sínu. Hann leyfði Ota Sik einnig að framkvæma nokkrar af umbótahuigmyndum sínum, þar á meðal, meiri álagniragu á hagnað og lauraauppbætur — en síðan dró hann það til baka, áð- ur en nokkur sýnitegur árang- ur hafði orðið. Óánægjan með Novotny náði hámarki sumarið 1967 og um haustið. Á furadi sambands tékk neskra rithöfunda risu frjáls- lyndir rithöfundar úr sæti, hver á fætur öðrum og gagnrýndu Stjórnarvöld harðlega fyrir að mergsjúga tékkneskar bókmennt- ir með ritskoðun. Novotny svaraði með því að banna hið frjálslynda tímarit, Lieterarni Novinu og hanra kom í veg fyrir, að hinir frjáls- lyndari rithöfundar næðu kosn- ingiu í stjórn sambandsins. Það sem verra var, hann sendi lög- reglulið á vettvang til að dreifa mótmælaigöngu 1500 stúdenta, sem var farin til að mótmæla slæmum aðbúnaði í TækniháskÓi anum í Prag. Þessi ruddalega framkoma leiddi af sér mótmæli annara stúdenta og margs konar- mótmælaaiðgerðir voru nú uppi hafðar um skeið, Fall Novotnys Það er á þessum tíma, ólgu og ókyrrðar, að A'texander Dub cek kom fram í sviðsljósið. Þar sem hann var flokksformaður í Slóvakíu varð hann einn af með limum miðstjórnarinnar og á tfundi hennar í október stóð hann upp og bar fram harða gagnrýni á stefnu Novotnys og fyrir að standa öllum framförum í landinu fyrir þrifum. f beizkri svarræðu kailaði Novotny Dub- cek „borgaralegan þjóðernis- sinna" einihver mestu skammar- yrði, sem til eru í orðaforða 'kommúnista. Dubcek tók að vinna að tjaldabaki að því að koma Novotny frá forystu sem floikksleiðtoga og vann á sitt band fjölda háttsettra kommún- ista, menntamenn, námsmenn og verkamenn. Þegar Novotny tfór til Moskvu til að vera viðstadd ur hátíðarhöldin vegna 50 áira af mæliis byltingarinnar, þá kom hann í veg fyrir, að Duboek yrði í fylgdarliði sínu. Þetta var grundvallarskyssa, þar sem Duib cek sat heima ásamt öllum fyig- ismönnum sinúm og átti hann næsta auðvelt með að tryggja sér fylgi og stuðning. Þegar No- votny kom heim, töldu þeir si'g nógu trausta í sessi til að krefjast afsagnar hans. Novotny reyndi að bola Dulb- cek úr embætti, en Slóvakar tóku það óstinnt upp. Skömmu síðar kom Breshnev flugleiðis frá Moskvu og g:rði tilraun til að bjarga Novotny, en það var um seinan. — Novotny sagði af sér í janúar og Dubcek var kjörinn eftirmaður hans. En No votny vildi ekki gefast upp. Bandamenn hans í varnar- og innanríkisráðuneytinu lögðu á örvæntingarfull ráð um valda- rán og að minnsta kosti ein her deild var reiðubúin að aka inn í Prag honum til stuðnings. En á- ætlunin fór út um þúfur þá vegna sundurlyndis þeirra sem áttu að framfyigja henni. Um það leyti að flokksleiðtogar söfnuðust saman í Prag til að minnast 20 ára afmælis kommún iista í landinu, hafði almennings- álitið snúizt svo gersamlega gogn Novotny, að örlög hans voru ráðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.