Morgunblaðið - 28.08.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.08.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1968 — Tékkóslóvakía Framhald af bls. 1 sjálfsstjórn. Báðir sögðu að smám saman yrði fækkað í innrásarliðinu unz það færi allt á brott eftir nokkurn tíma. 0 Sovézkir skriðdrekar héldu út úr miðborg Prag í dögun en halda sig eftir sem áður í útjaðri borgarinnar og við ýmsar mikilvægar stöðv- ar þar í grennd. Rússneska herliðið fór úr ýmsum stjórnarbyggingum þegar í morgun og tékkneskt varðlið tók þar við gæzlu. Allar leið- ir til Prag voru lokaðar í dag, — að talið var til að koma í veg fyrir, að fleiri fulltrúar úr hinni nýkjörnu miðstjóm kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu kæmust til fundar við Dubcek. 0 Þingi flokksdeildar í Slóvakíu, sem hófst í gær, var áfram haldið í dag og var þá samþykkt að vísa frá aðalritara deildarinnar, Vas- il Bilak, sem hefur sætt mik- illi gagnrýni í Tékkóslóvakíu fyrir samstarfsvilja hans við innrásaraðilana. Einnig kom fram sú tillaga, að kommún- istaflokkar heims kæmu saman til ráðstefnu í Prag og kynntu sér afleiðingar innrásarinnar. 0 ( kvöld fréttist frá Mún chen, að sovézkt herlið hefði tekið við vörzlu á landamærum Tékkóslóvakíu og Vestur-Þýzkalands, sem taka yfir 375 km. Er þetta í fyrsta sinn frá Iokun heims- styrjaldarinnar, sem rúss- neskir hermenn eru við þessi landamæri. 0 Tass-fréttastofan segir í kvöld, að samkomulagið, sem gert hafði verið í Moskvu, sé alvarlegt áfall fyrir heimsveldissinna er hafi vonast til þess, að geta einangrað Tékkóslóvakíu frá öðrum ríkjum kommún- ismans. Yfirlýsingin Eina og fyrr sagði er illmögu- legt að geta sér til um hin raun- verulegu úrslit viðræðnanna í Moakvu. Hin opinbera tilkynn- ing sean Tass fréttastofam birti í dag er mjög óljós og lítið á hermi að byggja. Sagt er að við- ræðumar hafi verið frj álslegar og vinsamlegar, aðilar hafi rætt ástandið í allþjóðaimálum og vmd- irróðursstarfsemi heimsvalda- sinna gegn sósialistaríkjumim, ástandið í Tékkóslóvaðdu að und anfömu og tímabundna vist her- sveita fimm sósialistaríkja í land inu. Báðir aðilar hafi lagt á það áherzlu, að nauðsynlegt sé eins og nrú er ástatt, að framkvsema þær ákvarðanir sem teknarhafi verið á fundunum í Cierna og Bratislava og fylgja framkvæmd þeirra eftir skref fyrir skref. Sagt er að af sovézkri hálfu hafi verið lýst yfir stuðningi við leiðtoga Tékkóslóvakíu og skiln- ingi á þeirri stefnu þeirra að vimna að þróun lýðræðislegs sósi alisma og styrkja hið sósialist- iska þjóðskipulag á grundvelli kenninga Marx og Lenins Enn- fremur, að náðst hafi samkomu- lag um aðgerðir er miði að því að hraða þvi að ástandið í Tékkó sLóvakáu komist í eðlilegt horf á ný. I tilkynningunni segir, að full trúar Tékkóslóvakáu hafi sagt, að öll starfsemi flokksins og stjórn arinnar muni beinast að því, eft ir öllum leiðum, að tryggja áihrifa ríkar ráðstafanir er þjóni hags- munum kommúnismams, forystu- hlutverki verkalýðsins og komm únistaflokksins vinna að áfram- haldandi og eflingu sam- vinnu við Sovétrí’kiín og önnur sósíalistísk ríki. >á segir, að herliðið sem nú sé í Tékkóslóvakíu muni ekki hlutast til um innaníkismál lands ins og samkomulag hafi niáðzt um það með hvexjum hætti verði smám saman fækkað í þessu her- liði eftir því sem ástaindið í land inu komizt í eðlilegt hof. Loks er tekið fram, að Tékkó- slóvakía hafi ekki óskað eftir (því að atburðir umdanfarinna diaga yrðu ræddir í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna og til- kynningunni lýkur á yfirlýsingu um að Sovétríkin og Tékkóslóv akáa muni vinna gagn hemaðar sinnum, hefndarsinnum og ný- nazistum sem óski að endurs'koða úrslit heimisstyrj aldarinnax síð- ari. Það sem menm telja helzt að felist í þessari yfirlýsingu er eift irfaramdi, að því er fram kemur fregnum NTB og AP. Sovézka herliðið verði áfram í Tókkóslóv akíu um óákveðinn tima, en smám saman verði fækkað í þvL Senni lega verði rússneskar hersveitir við landamæri Vestur-Þýzkalands en líklega ekki við Austurríki. Stjórn iandsins og forysta flokks ins fái að halda áfram störf- um sínum, en ritskoðun verði tekin upp að einhverju leyti a.m. k. á fréttum og öðru er varðar Sovétríkin og ömnur kwmmún- istaríki. Verði m.a. tiekið fyrir alla gagnrýni á þessi ríki. Þá er talið víst, að rússnesku hermenm imir í landinu verði einskonar fangaverðir stjórnar og flokks- forystu, atarfsemi þessara aðlla verði undir gaumgæfiliegu eiftir- liti flokksstjórnarinnar í Sovét- ríkjunum, sem mumi kippa í taum ana, þegar forystumenn Tékkó- ðlóvakáu leggja skilning í sósial ismann, sem andstæður er akiln- ingi Sovétmanna — en hann hef ur í sjálfu sér farið eftir hags- munum þeirra og því hver er þar við völd hverju sinini. Vonbrigði og uggur um afleiðingarnar fbúar Tékkóslóvakíu hafa að þvá er virðist orðið vonsviknir yfir úrslitum málsims, sérstaklega iar það mörgum þymir í auguim, að ekki Skuli sett ruein tímatak- mörk fyrir dvöl herliðsins íland inu. Víða í Prag kom fólk sacman til að rökræða úrslit málsina og á kaffihúsuim þyrptist mannfjöldi saman til þess að hlusta á út- varpsávörp flokkaleiðtoganna. Margir grétu, — og úti á götum mátti einmig sjá menn bárast. Síðdegis safnaðist mikill mann fjöldi saiman á Wenceslas torg- inu, sumir lásu, aðrir tóku niður það sem stóð á andsovézkum víg- orðaspjöldum, enn aðrir rök- ræddu það sem gerzt hafði. Hin- ir rólegustu aögðu, að aldrei bsfði verið við öðru að búast, að staða Tékkóslóvakíu hefði verið vonlaus frá upphatfi, nú settu fþeir allar aínar vonir og traust á Dubcek. Margir telja verat við samkomu lagið að ekki skuli kveðið á um það hrvenær herliðið skuli farið brott og telja að þáð verði til þess að Rúasar hafi her í land- inu til frambúðar á þeirri for- sendu að ástandið sé ekki orðið nógu eðlilegt. Frj'álsu útvarpsstöðvarnair birtu fram eftir deigi mótmæli seim þeim höfðu borizt frá einstakl- ingum og samtökum viða um land ið, ásaimt kröfum um að umbóta- áætluninni verði haldið til streitu. Ja'fnfraimit lögðu þær áherzlu á að þimg.ið, nviftetjómin otg flokks deildin í Slóvakíu ætti eftir að staðfesta saimlkomiu.Lagilð áður en það tæki endanlega giildL NTB fréttastofan hefur eftir miðaldra manni sem kveðst hafa verið 20 á<r í komimúnÍBtaiflIiokkin- um, að hamm mumdi haifa faill- izt á ritskoðum í einhveirri mynd, sérstaklega á fréttum varðamdi kammúnistarikiin, en sér litist illa á áframlhaldamdi herseitu. „Ég þori ekki að hugsa um það hvem ig íbúair landsims mumi bregðast við áfrtaim.haldamdi vist herijðins“ sagði hanm. Unigur maður sagði að hamn hefði þá trú að hemnám ið mundi áðuir en langt um liði haifa sínar aiflelðingar í Lönduim immrásariiðsiins." Ég hef talað við þessa urngu hermemn, eims og þús umdir annarra Tókkósló vaka. Þeir töldu að þeir ættu að bjarga okkur frá innrás; þegar þeir koma heim munu þeir segja frá því sem þeir hafa séð, þeix segja frá því, að þeir haifi séð fyrir sér land og þjóð sem eoginn ógmaði og ég er sanmfærður um að sá tími kemuir að þeir verða óham- ingjuisaimir og efimm sækir á þá. En einn borgarbúi minnti á Ungverjal. „Það eru liðin tólf ár frá uppreiisninmi þar og enm hafa þeir rússneskam h©r“, sagði sá. Margar bifreiðir óku um Prag síðdegis í dag með spjöld, er á var letrað: „Svik“. Ræða Svohoda Svoboda forseti flutti útvarps- ávarp laust eftir hádegið í dag og voru aðalatriði þess, að her- liðið mundi smám saman flutt brott og umbótastefnunni yrði haldið áfram. Svoboda Hann sagðL að í Moskvu hefði náðst samkomulag um að smám saman yrði fækkað í herliðinu unz það færi allt burt, þangað til væri vist þess í landinú „stjórnmálaleg staðreynd“. Við höfum haft hugann hjá ykkur allan tímann“, sagði for- setinn, „og hugsað um það hvernig ykkur mundi vegna þessa erfiðu daga. Við erum innilega glaðir yfir því að vera komnir til ykkar affur“. Svoboda lýsti djúpri hry.ggð sinni yfir því mánnfalli sem orðið hefði og samúð með fjöl- skyldum þeirra, sem látið hefðu lífið. Hann sagði, að ástandið undanfarna daga hefði hvenær sem er getað Orðið svo, að leiddi til ’hræðilegra atburða. „Sem hermaSur geri ég mér fullkomna grein fyrir því ‘hvilíku blóðbaði átök milli landsbúa og vel vopn- aðs herliðs geta vaildið. Því meiri ástæða var fyrir mig, for- seta ykkar, að líta á það sem skyldu mína að koma í veg fyr- ir slíkt, koma í veg fyrir til- gangslausar blóðsútheilingar þjóða okkar ,sem alltaf hafa lif- að í vináttu, en jafnframt þó að reyna að tryggja grundvallar- hagsmuni lands okkar og þjóð- ar“. Um stefnu stjómarinnar sagði forsetinn, að henni yrði haldið áfram þar sem frá var horfið. Leiðtogar landsins mundu halda áfram að þróa hið sósíalistíska þjóðskipulag og leggja sérsiaka áherzlu á að efla húmanískar og lýðræðislegar hliðar þess eins og fram kæmi i umbótaáætlun mið- stjórnar flokksins og yfirlýsingu stjómarinnar. „Við viljum halda áfram samvinnu við þjóð ina í heild og byggja upp land okkar sem heimili hinna vinn- andi stétta“, sagði Svoboda og bætti við, að frá þessari stefnu yrði ekki hvikað. Hinsvegar mundi ekki leyft að þeir, sem andstæðir væru hagsmunum sós íalLsmans, misnotuðu hana. Svoboda sagði að það væri Tékkóslóvakiu í hag að endur- reisa traust og samvinnu við rík in, semn landið væri tenigt en ekki mundi hainn reyna að leyna því, að þessir síðustu dagar hefðu valdið sárum, sem lengi mundi uindan svíða. Þó gæti staður Tékkósóvakíu í heimimum aldrei orðið annarsstaðar e,n innan sam- félags kommúnistaríkjamna. All- ir forystumenn ríkisins, sagði for setinm, að mundu snúa til fymri embætta og nú væri mikilvægast að koma aftur á eðlilegu lífi í landinu. Áður en SvoÞoda hóf að tala var útvarpað upphafi fimmtu sinfóníu Beethovens, s©m köliuð hefur verið „örlaga sinfónían“. Dubcek þakkar stuðninginn Nofckru seinna var úþvarpað ávarpi Dubceks og var það í fyrsta sinn, sem þjóðin heyrði til hans frá því ininrásin var gerð. Ræðunni var útvarpað frá Hrad- cany-fcastala um frjálsu útvarps- stöðvarnar og heyrðist um alla Téfckóslóvakíu og nágrann.aríkin. Dulboek þa.kfcaði þjóð sinni þann stuðning er hún hefði sýnt honiuim og stefniu harus undan- fairna daiga. Hanm skoraði á fólk að forðaist hvers kyns storkamdi aðgerðir, nú værd þörí aga ag ef til vill yrði sú þörf rílkairi í fram- ■tíðimmi. Duboek bað þjóðina að treysta því að leiðtogar hennar miumdu gera ailt sem í þeirra validi stæði tiil þess að uppfyLLa þær kröfur, sem gerðar væru til þeiirra. Ekki sagðist hamn hafa neina ástæðu til að ætJa amnað en saonkomulagið um brottfLutn- img heriliðsins smóm saimam yrði haldið. Fyrsta stigið yrði að fáekka í liðinu. Nú kvað Dubcek skipta mestu að taka tii við stjórnarstörf á ný og koma efna hag landsins úr því bágboma ástandi sem hann væri nú L Dubcek laigði á það mikLa á- herzlu, að sá stuðmingur sem bæði Tékkar og Slóvakiar hafðu sýnt stjórmiinmi, ajfstöðu hemmar og stefrui hefði verið ómetanfegur stynfcuir gegn hótumum og irmnás knmmúnistarikjamna og þessi stuðningmr hefði styrdot leiðtog- ama í þeirri ókvörðun að halda áfram því starfi sem hafið var. „Við gátum því aðeins vomast efir árangri, að við stæðúim sam- an og forðuðuimst að láita okfcur verða á miistök", sagði Dubcek og bætti við, að ef menn neituðu að horfast í augiu við staðreynd- Dubcek ir yirði þeim muin erfiðara að tramkvæma þau vehketfni, sem fyrir höndum værm. ÁfhamfliaLd- amdi stuðrúmgur þjóðarinmar rniundi hims vegar hjálpa tii að f jarlæga þær hömilur se*n á fireJa inu væru og því öflugri ®m þessi stuðmimgiur værL því euð- veldar yrði að Leggja að nýju inn á þá Leið sem hófst um áramót- in. Dubcek sagði, að margir hefðu efast um samkomulagið, en hanm fullvissaði þjóðima um að óhugs- andi væri að smúa baki við hug- mynduraum um lýðræði og mano úð innan sósíalisma-ns. Loks til- kynti hanm að hanm hefði tekið við yfirstjóm hinm'a vopnuðu verkalýðssveita og bað embættis- menin og almenming að virða þær fyrirs'kipanir sem hamn mundi gefa í framtíðinnL Leiðtogarnir örmagna af þreytu Þegar leiðtogarnir 'komu heim í nótt frá Moskvu var fátt manma á ferli í Prag vegna útgöngu- banns hernámsliðsins. Þeir óku frá flugvellimum rakleitt til Hradcany-kastala. Þegar fáni Téfckóslóvakíu var dregimm þótr að húni vissu borgarbúar að Svo boda forseti var kominn þangað. Þegar í stað var boðað til íunda, bæði miðstjórnar, þings og stjómar. Smrkovsky, forseti þiregsins, gerði grein fyrir við- ræðunum og segir í NTB-frétt, að hann hafi tárast er hanm tal- aði í þinginu og sagði, að þær tilslakanir, sem orðið hefði að gera, hefðu verið gersamlega ó- umflýjamlegar. Þingmenn hl'ust- uðu á þögulir og mangir slegnir ugg um afleiðingar þess að hafa herlið áfrarn í lamdinu. Margir kölluðu: „Segðu okkur allam sanm leikann", og þegar Smrkovsky hafði lokið máli sínu, hrópuðu þingmenm: „Lifi Téfckóslóvakía“. Þegar Smrfcovsky fcom af þingfiundi hafði gífurlegiujr manmfjöldi safnazt samam úti fyrir og var honurn ákaflega fagnað. Komst hann ekki leiðar sinnar og urðu öryggisverðir að bera hann burt. Hanm var ösku- grár í andliti og afar þreytuleg- ur. Frá þinghöHinmi fór hann til FruntuUd á 1>U. 27 Hnseignin Skólavörðustígur 29 Fasteignin Skólavörðustígur 29 hér í borg er til sölu ef viðunanlegt tilboð fæst. Hún verður til sýnis í dag, miðvikudag og næstu 2 daga, milli kl. 17—19. Tilboðum sé skilað eigi síðar en 2. sept. til Finns Kristinssonar, Kleppsveg 136. AUGLÝSING Innlansn spariskírteina ríkissjóðs íslands útgefin í maí 1965 Þegar spariskírteini ríkissjóðs 1965 voru gefin út var vísitala byggingarkostnaðar 237 stig. Vísitalan með gildistíma 1. júlí 1968 til 30. október 1968 er 332 stig. Ilækkunin er 40.08% og er það sú verðbót sem bætist við höfuðstól og vexti skírteina sem innleyst eru á tíma- bilinu 10. september 1968 til 9. september 1969. 20. ágúst 1968. SEÐLABANKI ÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.