Morgunblaðið - 28.08.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1868
21
Kajak-naust við víkina á leið til Garða,
Um borð á leið til Brattahlíðar.
— Öræfakyrrð
Framhald af bls. 13
ið er hugsað um að heyja. Á
góðvfðrisdögum dunda menn
við að veiða og strákar sulla í
lækjum og draga silung, og ef
hret gerir á hausti, eins og fyr-
ir tveimur árum, þá fellur mik-
ill hluti af fjárstofninum. Þetta
er þó að færast í betra horf. Á
nokkrum stöðum hef ég séð
myndarbú með fjárhúsum, og
hlöðu og smátt og smátt færist
þetta í betra horf.“
íslenzkir hestar.
„En eitthvað er þarna um
nautgripi?“
„Lítið eitt. Dálítið er um
nautgriparækt í Brattahlíð og í
Görðum, en einnig ber mikið á
íslenzkum hestum á þessum stöð
um. Þarna þeysast bæði krakk-
ar og fullorðnir um á hestum
af þessum íslenzka stofni, sem
þangað var fluttur upp úr alda
mótunum."
„Þegar fslendingar sjá mynd-
ir af grænlenzku fólki, þá er
það oftast í þjóðbúningum.
Ganga Grænlendingar venju-
lega þannig til fara?“
„Nei, það gera þeir ekki
venjulega sér maður grænlend-
inga í anórökkum, en þó ber á
því, að fólk hafi kamíkur á fót-
um.“
Nú stendur Magnús upp og
sækir kamíkur, sem liggja á
hillu í stofunni. Þær eru svart-
ar og saumaðar úr skinni með
marglitum ídrætti, úr þunnu
skinni sem hann segir vetra lit-
að með jurtalitum. Segir hann
að eins sé með þetta og aðra
handavinnu grænlendinga, að
tíminn, sem verkið taki, skipti
ekki máli. Máli sínu til sönn-
unar kemur hann með mjög
haglega smíðaðan kajak, sem
grænlendingur h efur smíðað
og er hver smáhlutur listilega
tálgaður í bein, en báturinn
sjálfur klæddur þurrkuðu roði.
„En Grænlendingar klæða sig
þá á vestrænan hátt?“
„ Já, margt af fólkinu er sæmi
lega klætt í hreinlegum fötum
og börnin eru í nankins-vinnu-
fötum, en það er áberandi, eins
og reyndar víðar hjá frum-
stæðu fólki, að í fatnaði nota
Grænlendingar sterka liti.“
„Hvernig er menntun Græn-
lendinga háttað?"
„Það mam talsvert vera um
menntað fólk af grænlenzkum
ættum, m.a. hef ég hitt græn-
lenzkan prest, kennara og yfir-
setukonu. Skólar eru á öllum
þéttbýlisstöðum og þá er oft
sambyggt skólinn og kirkjan,
aðeins stúkað á milli.“
íslendingabyggðir.
„í Görðum eru mjög skemmti
legar minjar frá hinu forna
biskupssetri, en þar er talið að
veizlusalurinn hafi rúmað 3-400
manns geysilega mikið mann-
virki og maður skilur varla,
hvernig þeir hafa flutt þetta
stóra grjót, sem til byggingar-
innar þurfti. Sumir steinarnir
vega um 4 tonn. Þarna í Görð-
um var Jón Smyrill biskup á
sama tíma og við höfðum Pál
biskup í Skálholti og milli þess
ara tveggja stéttarbræðra hef-
ur verið mikil vinátta. í Görð-
um var grafið eftir fornminjum
árið 1926 og fannst þar gröf
Jóns Smyrils og í henni bisk-
upsstafur, sem talinn er hafa
verið gjöf frá Páli biskupi —
og í kistu Páls biskups í Skál-
holti fannst annar mjög svipaður
að gerð.
Einmitt um þetta leyti virðist
hafa verið mesit veldi í Görð-
um og þá hefur kaþólska kirkj-
an átt þar ítök og lendur um
allar sveitir, rétt eins og hér
var á fsliandi um aldir.
Það eru margir fleiri merk-
ir staðir þarna, en gömlu ís-
iendingabyggðirnar voru upp-
haflega mestar í Eiríksfirði og
Einarsfirði. Þormóður Kolbrún
arskáld á að hafa komið á þess-
ar slóðir og verið á Stokka-
nesi, sem er nú Narssarssiuak".
Vélvæðing lítil.
„En snúum okkur aftur að
Grænlendinigum. Ég sá í sjón-
varpsþætti þínum, að einhver
vélvæðing sé þar í landi.“
í Görðum til dæmis var sá
hlutur, sem nœst komst vélvæð-
ingu, kerra með bílhljólum. En
dráttarvél mun hafa komið
þangað nýlieiga.
„Aðra sögu er að segja um
Narssaq. Þar búa um 1500
manns og þar hefur verið kom-
ið upp rækjuverksmiðju, frysti
húsi og sláturhúsi, sem Konung
lega Grænlandsverzlunim reku-
ur. Hins vegar skilst mér að
Grænlendingar eigi sjálfir báta
og annað slíkt, sem að fiskveiði
lýtur. Þeir eru snillingar að
fara með vélar og amnað slíkt.“
„Hvernig sýndist 'þér vöru-
val vera í verzlunum þarna?“
„Mér sýndist það svipað og
maður sá hér á landi fyrr á ár-
um. Þar var talsvert af fatnaði,
allskonar niðursuðuvörur og ný
llenduvörur. Auk þess voru ýms
ar víntegundiir upp um allar hill
ur. Grænlendingar eru tóbaks-
menn og vínhneigðir, enda lifa
þeir eins og ég sagði áðan, fyr-
ir líðandi stund. Ég sá þarna
fátt fólk, undir áhrifum og
fannst ekki á því bera að slíkt
væri almennt."
Grænlendingar eldast fljótt.
„Eru grænlenzk börn falleg?“
„Það eru þau. Þau eru bæði
sælleg, falleg yfirleitt og fjör-
leg. Hitt er annað mál, að fólk
virðist eldast mjög fljótt. Fólk
sem manni finnst hljóti að vera
60-70 ára gamalt er e.t.v. ekki
orðið fertugt. Enda hefur verið
talið, að meðalaldur Grænlend
inga hér áður fyrr hafi verið
milli 20 og 30 ár.“
„Hafa ekki íslenzkir ferða-
menn sótt til Grænlands?"
„Jú, en það mætti vera meira,
því ég tel ekki illa varið þeim
tíma og því fé, sem í slíkt ferða
lag fer. Þarna er hægt að sjá
svo marga athyglisverða og ó-
venjulega hluti, að þeir, sem á
annað borð hafa tök á að ferð-
ast til annarra landa, ættu alls
ekki að láta Grænland fram hjá
sér fara. íslendingar hafa
gjarnan farið til Grænlands til
lax eða silungsveiða. En veiði-
tíminn er stuttur þar, eins og
hér og ekki alltaf mikinn fisk
að fá. Hins vegar er þar margt
athyglisvert að sjá svo allir eru
ánægðir."
Bezt að hafa með sér tjald.
„En er ekki fremiur erfitt að
komast á milli staða í Græn-
landi?“
„Að sumarlagi og sérstaklega
nú, eftir að ferðamannastraum-
ur til Grænlands jókst, er tals
vert um góða báta, sem ferja
menn milli staða, svo tiltölu-
lega auðvelt er að ferðast um.
Hitt er annað mál, að gisting
er svo til eingöngu í grennd
við flugvöllinn og lítill mögu-
leiki á gistingu annars staðar,
nema menn hafi með sér tjald.
Ég held að ef menn hafa með
sér tjald, geti þeir á auðveld-
ari hátt kynnst landi og þá sér
staklega þjóð heldur en ef þeir
færu í stórum hópi eina dag-
stund um merkan stað. Svæðið
kringum Eiríksfjörð og Einars-
fjörð er vafalaust það svæði á
Grænlandi, sem hefur á mesta
fjölbreytni að bjó,a, en aftur á
móti tel ég, að svæðið hér norð
urundan við Meistaravík og
þar í grennd sé paradís þeirra,
sem unna fjallalandslagi. Með-
an námurnar voru starfræktar
voru þar skemmtilegir bátar,
sem hægt var að ferðast með,
en nú vantar þar aðstöðu til
gistingar og ferðalaga."
„Hvað var unnið í þessum
námum?"
„Þarna var unnið blý og tin,
en krýólít er unnið á vestur-
ströndinni. Nú er talið, að ein
hver hugur sé í mönnum að
taka upp námugröftinn aftur og
gætu þá allar aðstæður þarna
breytzt til hins betra. Þess má
til gamans geta, að á þeim tíma,
er unnið var í námunum í Meist
aravík, var talað um að hafa
umskipun við Eyjafjörð, því að
eins er skipgengt að námasvæð
inu fáa mánuði á sumri.“
„Og þú ert að hugsa um að
fará aftur til Grænlands ein-
hvern tíma?“
„Eflaust, ef ég fæ tækifæri
til þess, þá er ég alltaf tilbú-
inn að fara. Það eru fá lönd,
sem hafa aðdráttarafl í saman-
burði við Grænland og þau á-
hrif, sem ég hef þar orðið fyrir
eru varanleg."
Nokkrir Garðabúar.