Morgunblaðið - 04.10.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 04.10.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 196« 15 spurn: hversvegna eigum við við ekki að' vera ófínir? Erum við ekki frjálsir menn? Matti: Nei. Púntila: Sko! Og sem frjálsir menn getum við gert það sem við viljum og nú viljum við vera ófínir. Því við verðum að snara út heimanmundi með einkadóttur minni: nú er að horfast í augu við það, kalt, hvasst og drukk- inn. Ég á um tvo kosti að velja, ég gæti selt skóg og ég gæti selt sjálfan mig. Hvað leggur þú til? Matti: Ég mundi ekki selja sjálfan mig ef ég gæti selt skóg. Púntila: Hvað, selja skóginn? Þú veldur mér sárum vonbrigð- um, bróðir. Veiztu hvað skógur er? Er skógur kannski bara 10.000. faðmar af timbri? Eða er hann grænt augnayndi? Og þú vilt selja grænt augnayndi? Skammastín! Matti: Þá hitt. Púntila: Líka þú, Brútus? Get ur það verið vilji þinn að ég selji mig? Matti: Hvernig ætlið þér að gera það: að selja yður? Púntila: Frú Klinkmann. Matti: Á Kúrgela, þangað sem við erum að fara. Frænku sendi- ráðsfulltrúans? Púntila: Hún er veik fyrir mér. Matti: Og henni ætlið þér að selja á yður kroppinn? Það er hræðilegt. Púntila: Engan veginn. En hvað verður um frelsið, bróðir? En ég held ég fórni mér, hvað er ég sosum? Matti: Satt segið þér. (Dómarinn vaknar og leitar að bjöllum, sem ekki eru til og hrist ir hana.) Dómarinn: Þögn í réttarsaln- um. Púntila: Hann heldur hann sé staddur í réttarsal afþví hann sefur. Bróðir, þá ertu búinn að skera úr um hvort sé meira virði skógur einsog skógurinn minn eða maður einsog ég. Þú ert dá- samlegur maður. Hérna, taktu veskið mitt og borgaðu brenni- vínið og stigdu veskinu á þig, ég týni því bara. (Bendir á dóm arann.) Upp með hann, út með hann! Ég týni öllu, ég vildi að ég ætti ekki neitt, það væri mér kærast. Peningar eru óþverri, múndu það. Það væri minn draum ur að eiga ekki neitt og við mundum ferðast gangandi um okkar fagra Finnland, eða í hæsta lagi í litlum tveggjasæta- bíl, benzínlöggina mundum við allsstaðar fá gefins, og við og við, þegar við værum lúnir mund um við fara inníkrá einsog þessa hér og súpa úr glasi sem við fengjum fyrir að höggva í eld- inn, það gætirðu gert með vinstri hendinni, bróðir. Leikaramir í hlutverkum sinum. Að ofan: Erlingur Gíslas. (Matti vinnumaður), Kristbjörg Kjeld (Eva Púntila), Rúrik Haraldsson (Dómarinn), Bríet Héðinsdóttir (Læna matráðskona), Herdís Þor valdsd. (Prófastsfrúin), Brynja Benediktsdóttir (Finna stofu- stúlka). íbúðir til sölu 4ra herbergja íbúð við Álfheima. 4ra herbergja íbúð við llamrahiíð . 3ja herbergja íbúð við Franmesveg. Nánari upplýsingar gefur Málfiutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðaistræti 6, III. hæð. Síniar 12002, 13202, 13602. Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á R-11097, sem er nýr dökkgrár BMW, þar sem bíllinn stóð gegnt Laufásvegi 40, frá klukkan 16—17.30 í gær, og hann dældaður mikið að aftan. Rannsóknarlögreglan biður vitni áð gefa sig fram og skorar á ökumanninn, sem tjóninu olli, að gera slíkt hið sama. BiLAKAUR^. Vel með farnir bílar til sölu og sýnis I bílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Comet, árg ’64. Cortina, árg. ’63, ’67. Dafodine, árg. ’63. Falcon station, árg. ’63. Volkswagen Valiant, árg. ’64. Simca 1000, árg. ’63. Rússajeppi með húsi, árg. ’56, ’57. Trabant, nýr. Ford F 500, mjög fallegur bíll, árg. ’65. Opel Record, árg. ’62, ’63, ’64. Bronco, árg. ’66. Skoda Combi, árg. ’62, ’67. Rambler American 400, sjálfskiptur. Moskwitch, árg. ’65. Taunus Transit, árg. ’62. Falcon, árg. ’66. Taunus 17 M station, árg. ’66. Volvo Amazon, árg. ’57. Commer sendibíll, árg. ’67. Renault R8, árg. ’63. Taunus 12 M, árg ’63, ’64. Commer Cup, árg. ’63. Renault Dauphine, árg. ’62. Landrover, dísil, árg. ’64. Landrover, bensín, árg ’65, ’66. Willy’s lengdur, árg. ’64. ÓDÝRIR BÍIjAR, GÓÐ GREIÐSLUKJÖR : Chevrolet, árg. ’59, kr. 45 þúsund. Skoda, árg. ’55, kr. 30 þús. Tökum góða bíla í umboðsSölu Höfum rúmgotf sýningarsvæði innanhúss. ■ UMBOÐIO ÍSVEINN EGILSSON H.F. rLAUGAVEG 105 SiMI 22466 íþróttafélag kvenna Leikíimin hefst hjá félaginu mánudaginn 7. okt. kl. 8 í Miðbæjarskólanum og verður framvegis mánudaga og fimmtudaga kl. 8 og 8.45. Nánari upplýsingar og innritun í síma 14087. STJÓRNIN. SKÁLDSAGAN rr r eftir EQ&ERT E.LAXDAL er komin í bókaverzlanir í veglegu rexín- bandi. Þetta er góð og vönduð bók. ÚTGEFANDI. Snyrtisérfræðingur frá ORLANE verður til viðtals og leiðbeininga í verzlun vorri í dag og á morgun Verzlunin Laugavegi 33 — Sími 19130 Dansskóli Hermanns Ragnar Sími 82122. „Miðbœr" ■ Kennsla hefst 7. okt. Síðustu innritunardagar Skírteini afhendast í Miðbæ 1 dag kl. 3—7 e.h. og á morgun, laugardag kl. 2—5. TÁNINGAR, TÁNINGAR Munið hina vinsælu táningahópa. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS <><>$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.