Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 1
32 síður og Lesbók
256. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
sögðu g j 'ald eyr isikau pmerm, að
viðsikiptin væru svotit eimigÐmtgu
kaaip á þýzkum mörikum og eru
ekki gefin nema 3,9700 mörk
fyriir doldaramm. í Farís var isaigt,
Nomer sleppt
New York 16. nóv. AP
AHMED R. Namer, sem hef-
ur verið ákærður fyrir sam |
særi um að ráða Richard NixJ
on af dögum hefur verið'
sleppt gegn 25 þúsund dollara 1
tryggingu. Namer, sem er ættj
aður frá Yemen, sagði frétta-j
mönnum eftir að honum var'
sleppt að hann væri saklaus.
Kjarnorkusprenging sem viðvörun
Rœdd á ráðherrafundi NATO — Rússar
varaðir við frekari ofbeldisaðgerðum —
Frakkar orðnir viðráðanlegri
Brussel, 16. nóvember. — AP
RAÐHERRAFUNDI Atlantshafs-
bandalagsrikjanna lauk í Briiss-
el skömmu eftir hádegi í dag. A
fundinum var mikið rætt um inn
rásina í Tékkóslóvakíu, mögu-
leikana á frekari ofbeldisað-
gerðum Rússa og hvernig ætti
að bregðast við þeim. Þá var
fjallað um mjög auknar her-
skipaferðir Rússa á heimshöfun-
um, hernaðarmátt NATO og
fjárhag bandalagsins.
Ráðherrarnir voru allir sam-
mála um að vara Rússa alvar-
lega við frekari ofbeldisaðgerð-
um, sem gætu haft alvarlegar
afleiðingar. Mun þar einkum
hafa verið átt við innrásir í
Júgóslavíu eða Rúmeníu, sem
ráðherarnir telja að myndu
raska mjög valdajafnvæginu þar
sem Rússar fengju me'ð því góð-
ar hafnir við Miðjarðarhaf.
Þá var fjallað um kjarnorku-
vopn. Talað var xun að koma fyr-
Framhald á bls. 31
Leit hofin oftur
að björgunarbátnum
af Etnafjell \
London, 16. nóv. AP
LEITIN að björgunarbátunum
tveim frá norska skipinu Etna-
fjell, var hafin aftur í dag eftir
að skip hafði tilkynnt um neyð-
arljós á Norður-Atlantshafi, á að
g'izka 400 mílur suðaustur af
FramhaJd á bls. 31
Stúdentar mótmæla
Spákaupmennska enn í fullum gangi
þrátt fyrir neitanir um fall
trankans og hœkkun marksins
London, 16. nóvemiber — AP
ÞRATT fyrir að ríkisstjómir og
bankastjóramir neiti því að
franski frankinn verði felldur
eða þýzka markið hækkað held-
ur gífurleg spákaupmennska
áfram um allan heim. Margir
litlir bankar em þegar búnir
með sjóði sína af þýzkum mörk-
um og svissneskum frönkum.
Sumir kaupmannanna hafa byrj-
að gullkaup til að losna við
franka og gullúnsan er komin
upp í 40 dollara, en menn vilja
þó miklu frekar mörk en gull.
Pundið á erfiítit uppdráttair í
ötlum þessum lá'tum og fjánmája
sérfræðinigair telja það líkilegt, að
Brebar verði einin alð 'herða lámia-
takmarkiainiir símar. í Framkfiurt
að framikimm væri enn í lágmarks
verði þráttJt fyrir miikill styrktar-
kaup Fralkkliam'dsbanka. Eitit af
því sem veldur framikamium erfið-
ieikum er ótti við gjaflideyris-
höft, en þessvegna flýta memn
sér að skipta yfir í eimhvern
anman gjaMeyri, þótt framski
f j á nm á liairáðher rarnn hafi vísað
orðrómmium á buig.
Banikastjórar stórbainikammia
hialfa reyinit aið róa fóllk, en án
áranigurs. Marigir þeirra siitja nú
fumd í Baisiel í Sviss og ósitað-
festar freignir þaðan henmia, að
Vestur-iÞýzfca'land miurnd lána
Frakklamidli 3.500 milljón doflJaria
virði af mörkum um helgina. Sir
Framhald á bls. 2
GeimferSastofnun Bandarikjanna tilkynnti í gær, að mennimir þrír, sem fara í næstu Apollo
geimferð, sennilega um jólaleytið verði þeir Eugene A. Ceman, John W. Young og Thomas
Stafford. Þetta verður síðasta mannaða geimferð Bandaríkjanna áður en reynt verður að
senda menn til tunglsins.
Þýzka markið orðið
dýrmætara en guli
NORÐURLÚNDIN
Einkaskeyti ti'l Mbl.
KOMI ÍSLANDI
r
TIL HJALPAR -
Skrif danskra blaða um gengislœkkunina
SÚ skýring er gefin á gengis-
lækkuninni á Islandi, að fisk-
veiðar haf algerlega brugðizt,
segir danska verzlunar- og sjó-
mannablaðið Börsen og bætir
við: Allir vita, ,að fiskveiðar eru
mjög þýðingarmiklar fyrir efna-
hag íslands og greiðslujöfnuð og
er því skýringin sennileg. Hins
vegar er kunnugra en frá þurfi
að segja, að fiskveiðar er at-
vinnuvegur sem byggist á að-
stæðum, sem menn geta ekki
stjórnað. Stundum er fiskigengd
mikil, stundum lítil og komið
hefur fyrir, að hún hafi alger-
lega brugðizt.
í áætlu'nium verður því að gera
ráð fyrir og ta'ka tilfldit tiil þessar-
ar auigljóiiu áihættiu. Rieilkna verð-
ur með að mögur ár geti komið
á eftir góðuim áruim og liandið
Framhald á hls. 31
ll-Kwon óttast að:
I Tékkóslóvakíu
Prag 16. nóv. AP
STÚDENTAR í Prag hófu „setu“
verkföll í dag til að mótmæla að
horfið hefði verið frá umbóta og
lýðræðisstefnu stjórnarinnar. Mik
ill viðbúnaður af hálfu hers og
lögreglu hefur verið gerður til
að bæla niður óeirðir ef t'il
þeirra kemur. Forystumenn stú
denta í Prag hafa ákveðið - að
setuverkfallið skuli standa í þrjá
daga.
Miðstjórn tékkneska kommún
istaflokksins hélt áfram fundum
í dag og segir AP fréttastofan,
að viðsjár hafi verið með full-
trúum og miklar deiliur, hvað
snertir innrásina.
Talið er að miðstjórninni
standi stuggur af fyrirhuguðum
aðgerðum stúdenta og sé þeirrar
skoðunar, að Sovétstjórnin muni
nota mótmælaaðgerðir sem á-
tyllu til að herða enn tökin á
tékknesku leiðtogunum.
Thompson farinn
frá Ródesíu —
Sai'lisbury 16. nóv. AP
VIÐRÆÐUM þeirra George
Thompson, ráðh-erra í brezku
stjórninni, er fer með málefni
Ródesíu, og Ian Sm'ith, forsætis-
ráðherra er nú lokið og ekki sjá
anlegt að nokkur árangur hafi
orðið af fundum þeirra. Thomp-
son hélt heimleiðis í dag, laug-
ardag og kvaðst mundu gefa Wil
son, forsætisráðherra, skýrslu
um fundina.
í yfirlýsingu, sem var gefin út
að loknum viðræðunum segir að
svo mikill ágreiningur sé ríkj-
andi milli stjórna Ródesíu og
Bretlands í ýmsum grundvallar-
atriðum, að þýðingarlaust sé að
halda áfram viðræðum að svo
stöddu, þó að nokkuð hafi miðað
í samkomulagsátt í einstökum
atriðum.
Kdrea taki við af Vietnam
Kommúnistar hafa aukið árásir sínar á landið
SEOUL 16. nóvember, AP.
Kommúnistar frá Norður-
Kóreu hafa að undanförnu aukið
skæruhernað sinn gegn Suður-
Kóreu. Chung II-Kwon, forsæt-
isráðherra Suður-Kóreu sagði í
einkaviðtali í dag að núna þegar
verið sé að draga úr stríðinu í
Víetnam muni Norður-Kóreu-
menn mjög auka árásir sínar á
Suður-Kóreu og að ekki væri
ólíklegt að Kórea „tæki við hlut-
verki Víetnam.
Forsætisráðherrann sagði að
60 mamna víkingasveit frá
Norður-iKóreu hefði gert árás um
það leyti sem Johnson forseti
stöðvaði loftárásir á Norður-
Víetnam. Víkingasveitin hefði
ekki komið yfir hlutlausa beltið
eins og venjulega, heldur farið
sjóleiðina. Hennj var gerð fyr-
irsát og helmingur hennar feflld-
ur.
II-Kwon sagði að hann og
stjórn hans væri hlynnt friði í
Víetnam, eins og allar þær þjóð-
ir sem þar ættu hermenn. Það
væri hinsvegar öruggt að komm
únistar myndu þá auka hervirki
sín í Suður-Kóreu og landið
þyrfti því á tafarlausri hernað-
araðstoð að halda, ekki endilega
hermenn frá öðrum löndum
heldur hergögn. Þeir þyrftu t. d.
nauðsynlega að fá hraðskreiða
strandgæzlubáta til að hindra að
víkingasveitir frá Norður-Kóreu
Frambald á bls. 31