Morgunblaðið - 17.11.1968, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968
Anna Halldórsdóttir
Akureyri — Minning
F. 10. apríl 1908. D. 24. okt. 1968.
ANNA Halldórsdóttir var faedd
að Vöglum í Skagafirði. For-
eldrar hennar voru hjónin Hall-
dór Jóhannsson, bóndi þar, og
Jónína Jónsdóttir. Ung að ár-
um fluttist hún með foreldrum
sínum að Bakkaseli í Öxnadal og
ólst þar upp í stórum systkina-
hóp. Bakkasel var fremsti bær í
öxnadal og fáir fóru svo um
öxnadalsheiði, að eigi kæmu
þeir við í Bakkaseli. Þar var þá
greiðasala og margir þágu þar
næturskjól, enda heiðin oft erfi’ð
yfirferðar. Halldór í Bakkaseli
var landskunnur ferða- og hesta-
maður og mun hafa fylgt mörg-
um ferðamanninum yfir öxna-
dalsheiði í misjöfnum veðrum.
í þessu umhverfi var Anna
alin upp og þar lærði hún að
sinna gestum og annast stórt
heimili, og þar fékk hún það
t
Utför móður minnar
Guðrúnar Sveinsdóttur
Arnarhrauni 4, Hafnarfirði,
(áður Ásvallagötu 8, Rvík)
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 18. nóv. kl. 10.30
f.h. Blóm vinsamlega af-
þökkuð.
Sigríður Pétursdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og
amma
Guðlaug Katrín
Gísladóttir
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 18.
nóv. kl. 2 e.h.
Börn, tengdaböm oð
barnabörn.
t
Guðmundur Andrésson
gullsmiður, Laugaveg 50
verður jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni þriðjudaginn 19.
nóvember kl. 1.30. Jarðsett
ver’ður í Fossvogskirkjugarði.
Blóm vinsamlega afbeðin, en
þeim sem vilja minnast hans
er bent á Hjartavernd.
Jónína Jónsdóttir
Kristín Guðnadóttir
Guðni Þórðarson
og systkin hins látna.
t
Útför mó’ður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu
Guðrúnar Sigríðar
Sigurðardóttur
Gullteig 29,
sem lézt að Hrafnistu 9. þ.m.
verður gerð frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 18. þ. m.
kl. 1,30. Blóm vinsamlega af-
þökkuð, en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
veganesti, sem entist henni alla
ævi. Hún var dæmigerð íslenzk
húsmóðir, myndarleg, gestrisin
og glaðleg. Hún hafði til að bera
einstaka skapstillingu og skap-
festu. Þegar Anna fór úr heima-
húsum var hún ráðin til þess a'ð
vinna þau störf, sem hún þegar
kunni vel, hún réðist í vist á
myndarheimili á Akureyri og í
Reykjavík. Síðar tók hún að sér
ráðskonustörf á Siglufirði og
annaðist stóran hóp síldarfólks.
Þar kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Gunnlaugi
Markússyni frá Reyðarfirði, mikl
um dugnaðar og sæmdarmanni.
Þau Anna og Gunnlaugur voru
gefin saman árið 1930.
Arið 1935 reistu þau hjónin
húsið Munkaþverárstræti 12 á
Akureyri og var það mikið átak,
en dugnaður þeirra hjóna var
slíkur, áð heimilið varð fyrir-
mynd að myndarskap. Þar var
oft gestkvæmt eigi síður en í
Bakkaseli forðum og þangað
komu ættingjar og vinir og þágu
gjaman næturskjól, er þeir áttu
erindum að sinna á Akureyri.
Anna tók nokkum þátt í fé-
lagsstörfum. Hún var m.a. með-
limur Slysavaraafélagsins og
t
Innilegustu þakkir fyrir hlut-
tekningu við andlát og jarðar-
för
Jóhannesar Jónssonar
Skeiðarvogi 93.
Soffía Jónsdóttir,
börn og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför eigin-
manns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
Páls Nikulássonar
Kirkjulæk.
Helga Metúsalemsdóttir,
börn, tengdasynir og
barnaböm.
t
Þökkum innilega öllum er
sýndu okkur samúð og hlý-
hug við burtför
Margrétar Brandsdóttir
Skipasundi 32.
Júlíus Gísli Magnús
son — Minning —
vann því félagi dyggilega.
Fyrir þremur árum tók Anna
sjúkdóm þann, sem leiddi hana
til dauða. Þá var henni ekki
hugað lif, en henni auðnaðist þó
að koma aftur heim í Munka-
þverárstræti og mun mestu hafa
ráðið þar um viljaþrek og skap-
festa hennar, ásamt dugnaði og
kunnáttu lækna og starfsliðs
fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri. Þeir hinir mörgu sem
heimsóttu hana sfðustu árin
vissu sjaldnast hve hún þjáðist.
Dauðinn varð þó ekki umflúinn
og hann kom ekki á óvart, Anna
hafði óbilandi trú og kveíð
engu. Hún kvaddi ástvini sína,
glöð en hvíldarþurfi.
Eftirlifandi systkini Önnu eru:
Jóhann Skagfjörð á Siglufirði,
Pálmi, trésmiður á Akureyri,
Ásgrímur, bóndi að Hálsi í Öxna-
dal, Gestur, dvelur í Skjaldar-
vík, Egill, bóndi að Holtsseli í
Eyjafirði, Rósa, húsfrú að Tjörn-
um í Eyjafirði, Haldóra, húsfrú
á Akureyri og Aðalheiður, hús-
frú á Siglufirði.
Dætur þeirra Gunnlaugs og
Önnu eru Sigrún, kennari í
Reykjavík, Kolbrún, tannsmfður,
gift Jóni Birni Helgasyni, búsett
í Kópavogi, og Halla gift Þráni
Jónssyni. Þau Halla og Þráinn
búa að Munkaþverárstræti 12 og
hefir það verið mikill styrkur
síðustu árin að hafa þau og börn
þeirra í nábýli. Auk dætranna
þriggja, ólu þau Anna og Gunn-
laugur upp dóttur Sigrúnar,
Önnu Sverrisdóttur.
Vorið 1940 kom undirritaður
vestan frá ísafjarðardjúpi til
Akureyrar að þreyta inntöku-
próf í Menntaskólann, þá ný-
fermdur unglingur. Honum var
komið fyrir hjá frænku sinni og
þar bjó hann næstu sex vetuma.
Tryggð þeirra Önnu og Gunn-
laugs var mikil og þótt stundum
hafi liðið alllangt á milli þess að
komið væri til Akureyrar, þá
slitnuðu tengslin ekki og það var
alltaf gott að heimsækja og gista
þau góðu hjón, Gunnlaug og
Önnu.
Ég votta Gunnlaugi, dætrum,
tengdasonum, dætrabörnum og
öðrum aðstandendum innilegustu
samúð mína. Þau hafa mikið
misst og það er sárt að sjá á bak
ástvinum, enda þótt dauðans
hafi verið beðið um stund.
Útför Önnu var gerð frá Akur-
eyrarkirkju þann 31. október sl.
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Hjalti Einarsson.
MANUDAGINN 28. október sl.
andaðist að heimili sínu Júlíus
Gísli Magnússon endunskoðandi,
aðeins þrítugur að aldri.
Hann var fæddur í Vestmanna
eyjuan 7. júlí 1938, foreldrar hans
voru þau hjónin Dóra Reindal
og Magnús Bergsson bakara-
meistari.
Júlíus var aðeins 4 ára er hann
varð fyrir þeirri bitru reynslu
að missa móður sína og bróður
14 ára, og afa sinn á aðeins tveim
mánuðum.
Það er víst að þessi missir var
honum þungur, og skildi eftir
djúp spor í hinni ungu sál sem
ekki hafa afmáðst honum meðan
lifði, og hafa eflaust sett sitt
mark á líf hans að einhverju
leyti.
Faðir hans hélt áfram heimili
með börnum sínum en elzta dótt-
ir hans tók þar við húsmóður-
störfum og gekik Júlíusi í móður
stað, og kunni hann vel að meta
það alla tíð.
Júlíus varð gaignfræðingur frá
Skógasikóla, en hóf síðan nám
í Verzlunarskólanum og lauk
þaðan prófi. Síðan fer hann að
læra endurskoðun í Reykjavík
og er við það nám í 3 ár eða
þangað til faðir hans lézt, en þá
kemur hann aftur til Eyja og
tekur við rekstri á útgerð
tveggja báta sem faðir hans
hafði átt. Ennfremur tekur hann
að sér bóklhald og endurskoðun
bókfærslu við Sjómannaskólann
hjá fyrirtækjum, og kennslu i
í Eyjum og gegndi því starfi frá
stofnun hans.
Það kom fljótt í ljós á unga
aldri að Júlíus gekk ekki altaf
heill til skógar, og átti hann eftir
að liggja margar legur á sjúkra-
húsum og fyrir nokkrum árum
gekkst hann undir mikla aðgerð.
Hann var bug og skapmaður
mikill og duglegur til allra
verka, sem hann átti ætt til, og
þrek hans leyfði.
Hann vildi að allir hlutir
gengju fljótt og vel fyrir sig,
hann var einnig sérstakt snyrti-
menni í allri vinnu og umgengni,
vildi að ailir hlutir væru á sin-
um stað og allt væri í sem föst-
ustu formi, og oft fannst mér það
nálgast smámunasemi. Hann
fýlgdist sérlega vel með öllu
sínu skyldifólki og tók þátt í kjör-
um þess af einstakri vináttu og
ættrækni. Hann vildi hvers
manns vanda leysa er hann
mátti, og munu margir minnast
þess með þafcklæti.
Seinni árin leitaði hann nokkuð
kynna við „Bakkus“ en hafði
ekki alltaf þrek til þeirrar
glímu sem og fleiri þeir er hana
heyja.
Júlíus kvæntist eftirlifandi
konu sinni Þórunni Gunnars-
dóttur og eiga þau tvo syni sam-
an, en Þórunn átti son fyrir er
Júlíus gerði að kjörsyni sínum.
Með þessum fáu línum vil ég og
fjölskylda mín minnast glaðlegs
og góðs drengs, og þafcka honum
margar góðar ánægjustundir sem
við áttum saman.
Sigmundur Andrésson.
Sdratregur afli
Guðrún
Sigríður
Sigurðardóttir
Systurkveðja
Fædd 16/3 1879. — Dáin 9/11 1968.
Nú er kall þitt komið, kæra systir mín.
En ég man þó aJltaf æskubrosin þín.
Minningarnar mætar milda harmsins spor.
Þú gafst ávallt öllum yndi, ljós og vor.
Felld varst þú í fjötra Fet þín náðu skammt.
Enginn æðru heyrði í orðum þínum samt.
Svipt varst dagsins sólu, en sólskinsbros á vör.
Vórs og vona englar vígðu þína för.
Svipt varst sorgarfjötium sál þín frjáls og hrein.
Heilög birta og blíða um brár og enni skein.
Stafar stillt af hæðum stjörnuglit á jörð.
Ljúfir ástarenglar um þig halda vörð.
Ég kveð þig, systir kæra. Kveð í vom og trú.
Fáir betur báru byr’ði sína en þú.
Nú, er kvöldið kemur kallar þig og mig.
Drottins dýrð þér lýsi dauðans rökkurstig.
Styfckishólmi, 12. nóv.
ÞAÐ má segja að hausbvertíðin
hafi efcki verið mifcil í Stykkis-
hólmi það sem af er. Tveir þrír
bátar hafa róið með línu og
afli verið sáratregur. Þá hafa
gæftir heldur ekki verið góðar.
Þá hefir einn bátur stumdað tog-
veiðar og afli verið heldur skárri
en línufoátanna, en langt frá því
að vera góðuT. Er því minni
vinna sem stendur við fisk-
vinnslu.
Ég þakka hjartanlega öllum
vinum mínum er glöddu mig
með gjöfum, blómum og
skeytum á 70 ára afmæli
mínu 8. þ.m. og gerðu mér
daginn ógleymanlegan.
Guðsblessun veri með ykk-
ur öllum.
Anna Ágústsdóttir
Öidugötu 25a.
Hjartans þakkir færi ég
ykkur öllum sem heiðruðuð
mig með gjöfum og hlýjum
árnaðaróskum á 70 ára af-
mæli mínu 4. nóv.
Guð blessi ykkur öll.
Böm, tengdabörn, barna
og barnabarnaböm.
Jóhanna Sveinsdóttir
Kjartan Brandsson.
Hjartans þýtt ég þakka, — þakka langan dag.
En hve aUt er fallegt — indælt sólarlag.
Guð minn börn þín blessi. Bjart er aUt og hljótt.
Signi ég þig, systir Sofðu. Góða nótt.
Guðmunda fsleifsdóttir
Suðurlandsbraut 100.
A.