Morgunblaðið - 02.04.1969, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.04.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1968 3 ■xwxx • Séð yfir völlinn, meðan Austur- og Vesturbaeingar kepptu í ísknattleik. sagði frú Katrín Viðar, vígslu Skautahallarinnar FJÓLDI gesta var við opnun Skautahallarinnar í gær, þar á meðal borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, og ýmsir framá menn borgarinnar aðrir, svo og forystumenn íþróttahreyf- ingarinnar o.fl. í gærkvöldi var höllin svo opnuð almenn- ingi. Þórir Jónsson einn af forstöðumönnum Skautahall- arinnar flutti ávarp, rakti að- dragandann að þvi, að málið varð til lykta leitt og rifjaði upp, að mörg ár væru nú lið- in, síðan sú hugmynd gerði fyrst vart við sig, að Reyk- vikingum væri nauðsyn á að koma sér upp Skautahöll. Einnig flutti Gísli Halldórs- son, forseti ÍSÍ, ávarp og árn- aðaróskir. Frú Katrín Viðar renndi sér fyrst inn á svellið en á eftir komu félagar í Skauta- félagi Reykjavíkur. Að því búnu fór fram kcppni í ís- knattleik og áttutsi við lið Vesturbæjar og Austurbæjar. Var þar barizt af kappi og höfðu áhorfendur gaman af. Austurbæingar sigruðu með fimm mörkum gegn fjórum. M'b'i. hitti frú Katrínu Við- ar að máli og hún sagðist vera ákaflega ánægð með að langþráður draumur félaga í Skautafélaginu Ihefði nú rætzt. — Ég get ekki sagt annað en það, að mér finnst svellið mjög gott og aðstaðan er í hvívetna til fyrirmyndar. Það er enginn efi á því, að þetta verður mikil lýftistöng fy.rir -kautaíþróttina. Ég ér viss um að bæði börn og fullorðnir munu njóta þess að koma hér, enda er skautaíþróttin ekki aðeins falleg'ust allra í'þrótta, hún er líka ákaflega holl og styrkjandi. Nú eru vist liðin um 28 ár, síðan því var hreyft í félaginu okkar að koma upp slíkri höll, þó að við höfum aldrei haft bolmagn til að ráðast í slíkt fyrirtæki. Og Ágúú Karlsson, fo-mað ur Skautafélagsins var ekki síður ánægður og sagði: — Við erum að sjálfsögðu í sjöunda 'himni og væntum Framhald á bls. 31. Katrin Viðar vígði svellið. Hér afhendir hún Þóri Jónssyni forstöðumanni, blómvönd. STAKSTEISVAR FYrirspurn Á landsfundi hins endurskipti- lagða Kommúnistaflokks, sem haldinn var í nóvembermánuði sl. var Ólafur Jensson, læknir, kjörinn í miðstjórn flokksins. Á þeim fundi voru einnig sam- þykkt lög flokksins, þar sem rik áherzla er lögð á það, að meðlimir flokksins megi ekki vera i öðr- um stjórnmálasamtökum. Þetta lagaákvæði tók gildi hinn 1. jan úar sl. í samræmi við það sögðu ýmsir af helztu forustumönnum kommúnistaflokksins sig úr öðr- um stjórnmálasamtökum, sem þeir höfðu verið í, þ.e. Sósíalista félagi Reykjavíkur. í þeim hópi má nefna Guðmund Vigfússon, borgarfulltrúa. Annar hópur manna ætlaði að bera kápuna á báðum öxlum og brjóta þar með lög hins „nýja“ flokks. Þessir menn létu í veðri vaka, að Sós- íalistafélag Reykjavíkur væri ekki til og héldu fast við þá skoðun þrátt fyrir itrekaðar yf- irlýsingar frá stjórn þessa félags ■' skapar um það að félagið hefði aldrei verið lagt niður. Loks kom að því að þessi hópur gaf opin- bera yfirlýsingu og skar á tengsl sín við Sósíalistafélag Reykjavík ur. Einn þeirra manna, sem yfir- gaf Sósíalistafélag Reykjavíkur með svo eymingjalegum hætti var Magnús Kjartansson. Enn eru hins vegar menn, sem gegna mik ilvægum trúnaðarstöðum í Komm únistaflokknum en hafa ekki sagt sig úr Sósíalistafélagi Reykjavík- ur. Þannig er t.d. um miðstjórn- armanninn Ólaf Jensson. Nú skal þeirri fyrirspurn beint til for- ustumanna Kommúnistaflokksins hvort þeir ætli að láta meðlim- um Sósíalistafélags Reykjavíkw haldazt uppi að brjóta lög Komm únistaflokksins og hafa þau að engu. Frá sjónarmiði Sósialista- félags Reykjavíkur er hér vafa- laust um kærkomið tækifæri að ræða til þess að fylgjast með því, sem gerist í Kommúnistaflokkn- um og hafa áhrif á gang mála þar. Menn á borð við Ólaf Jens- son eru því eins konar útsendar- ar Sósíalistafélags Reykjavikur í öðrum stjórnmálasamtökum. Það er skiljanlegt að Snsialistafélag Reykjavíkur uni vel þessu fyrir- komulagi en hvað um hina „nýju“ forustu Kommúnistaflokksins? Hvenær verður þeim sagt upp? Sósíalistaflokkurinn sálugi átti töluverðar eignir. dagblað o.fl. Nú er búið að koma blaðinu und an, þannig að vondu mennirnir í Sósíalistafélagi Reykjavíkur nái ekki tökum á því. Húseignin við Tjarnargötu 20 hefur hins vegar jafnan verið í eigu svo- ■ nefnds Sigfúsarsjóðs og núver- *ndi ráðamenn Kommú istaflokks ins hafa tryggt sér yfirráð yfir þeim sjóði, þannig að Tjarnar- gata 20 er í þeirra liöndum. Nú er svo málum komið að í Tjarn- argötu 20 hafa aðsetur stjórn- málasamtök, sem eru Kommún- istaflokknum andstæð. Það eru Sósíalistafélag Reykjavíkur og Æskulýðsfylkingin. Telja verð- ur mjög líklegt, að þessir aðilar muni beita sér fyrir framboði í næstu kosningum, sem auðvit- að verður fyrst og fremst beint ' gegn Kommúnistaflokknum. í ; ljósi þessara staðreynda bíða menn þessmeð nokkurri eftirvænt ingu hve lengi gestrisni stjórnar Sigfúsarsjóðs varir og hvenær Sósíalistafélagi Reykjavíkur og Æskulýðsfylkingunni verður sagt upp húsnæðinu. Varla er hægt að búast við því að stjórnarmenn Sigfúsarsjóðs, sem jafnframt eru áhrifaaðilar í Kommúnistaflokkn um láti það óátalið' til lengdar að húsakynnum og annarri aðstöðu í Tjarnargötu 20 verði beitt í baráttunni gegn eigendum húss- ins? HAPPDRÆTTI SlBS 1969 Dregið 8. apríi Umboðsmenn geyma ekki miða viðskiptavina fram yfir dráttardag. Athugið að endurnýja fyrir páskahelgina. ENDURNÝJUN LÝKUR A HADEGI DRATTARDAGS V * V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.