Morgunblaðið - 02.04.1969, Side 10

Morgunblaðið - 02.04.1969, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1968 „Skyldi þorskurinn vera listrænn“? BATAR voru að koma og fara í Vestmannaeyjahöfn, þegar við vorum þar fyrir skömmu. Þetta var venjulegur vertíð- ardagur, allsstaðar líf og eitt- hvað um að vera. í Friðar- höfninni, þar sem tugir báta geta nú athafnað sig, voru m.a. kálgarðar Eyjaskeggja fyrir þremur áratugum. Sand inum hefur verið dælt upp og hann notaður í byggingar, en Friðarhöfnin er nú mjög snyrtileg höfn með malbikuð- um bryggjum og uppgrónum grasbölum í kring. Þeir voru að landa úr troll- bátum og þrír loðnubátar dældu upp sildinni og í þeim fáu bátum öðrum sem voru í höfninni voru annir við að gera klárt og ganga frá sitt- hverju, því að. á miðunum var blíða og það er eins gott að reyna við þorskinn á meðan færi gefst. Flotinn var á sjó. Við héldum í Vinnslustöð- ina frá Friðhafnarbryggju, en segja má, að þetta stóra frysti hús standi á sjálfri bryggj- unni. í einni álmu Vinnslustöðv- arinnar var verið að frysta loðnu í beitu fyrir Færeyinga og einnig var verið áð frysta loðnu fyrir japanskan mark- að. Stúlkurnar pönnuðu af kappi og piltarnir fluttu pönn urnar jafn harðan í frysti- tækin. í öðrum sölum var ým- ist flakað, pakkað eða saltað. Stóru frystihúsin í Eyjum eru 4 taisins. Steinsnar frá Vinnslustöð- inni, eða rétt yfir götuna, var Vertíðardagur í Vestmarsnaeyjum Bátarnir voru rétt steinsnar frá landi í loðnu og þorsk- veiði. hins vegar verið að mala loðnu í Fiskimjölsverksmiðj- unni h.f., en þar er alltaf keyrt á fullu allan sólarhring- inn og starfsmennirnir vinna á vöktum. Þeir vinna í átta tíma, hafa þá frí í átta tíma og svo tekur vaktin aftur við. Þetta er ströng vinna, en kaup ið er líka mikið og getur farið yfir einn tug þúsunda yfir vik una. Tvær fiskimjölsverksmiðj- ur eru í Vestmannaeyjum og lætur nærri að þær mali fyr- ir 3 milljónir króna á sólar- hring. Að undanförnu hafa Það er unnið hratt og ákveðið í frystihúsunum, enda byggist bónuskerfið á því. l þrær verksmiðjanna verið fullar og loðnunni hefur ver- ið ekið út í hraun til geymslu. Á Básaskerstoryggju, sem er miðbryggjan í höfninni, voru nokkrir aðkomubátar, en mest var þar hreyfingar vart hjá ritum og máfum sem flögr uðu þar í hundraða tali. Þó að vargurinn, eins og veiðibjall- an er kölluð í Eyjum, sé frem- ur illa liðin vegna ótuktar- skapar í lundabyggðum Eyj- anna, þá gerir hún töluvert gagn í sambandi við hreinsun úrgangs og fiskflyksna við höfnina. Enda er veiðibjallan vel alin við þessa 100 báta höfn og að sögn lundaveiði- manna í úteyjum er það oft reglubundið, að veiðibjöllur sem halda sig venjulega í út- eyjum fara inn til hafnarinn- ar í ætisleit. Við komum einnig í ísfélag ið, elzta frystihús á landinu, stofnað 1901, en það er í flokki glæsilegusfu frystihúsa hérlendis og verbúðir ísfélags ins eru mjög vandaðar og að- búnaður góður. í þessu frysti- húsi, sem starfa á þriðja hundrað manns vinrta aðeins tveir á skrifstofu við allt bók- hald og blómstrar fyrirtækið samt. Það er ekki hægt að tala um afætustarfsemi í skrif stofuvinnu þar. Á jarðhæð ísfélagsins var verið að gera að fyrir flökun- Línufisknum sturtað úr háfnum. ina og salta. Á annarri hæð er svo pökkunarsalurinn og frystiklefarnir eða tækin, eins og það er kallað í daglegu tali. f pökkunarialnum voru yf- ir hundrað konur, allar að vinna í ufsa þann hluta dags- ins. Þær voru hressar konurn- ar og það var unnið hratt, markvisst og lögð áherzla á að vinna sem mest magn, því að það er unnið eftir bónus- kerfi í öllum frystihúsunum í Eyjum. Sambyggt íifélaginu er Fiskiðjan h.f. glæsilegt frysti- hús, byggt upp af dugnaði og athafnasemi ungra Vest- mannaeyinga, en fjármála- spiiling fjármálagosa úr höf- uðstaðnum raksaði rekstri þess kyrfilega, en markvisst er unnið að því að ná upp rekstri þessa mikilvæga fisk- vinnsluhúss í Vestmannaeyj- um. í pökkunarsal Fiskiðjunnar var aldeilis handagangur í öikjunni, eins og í hinum frystihúsunum og þar var einnig verið að vinna ufsa. Eft ir bónuskerfinu er hagkvæm- ast fyrir konurnar að vinna við ufsann, því minnst vinna er við að snyrta ufsaflökin af bolfisknum. Konurnar hafa í kaup yfir daginn 4—500 krón- ur, en þær geta komist upp í 7—800 krónur í bónus fyrir utan faitakaupið. Líklega skapar bónuskerfið 30—40% kauphækkun hjá verkafólk- inu yfir árið, en vinnan er miklu strangari og erfiðari. Þar sem bónuskerfið er not að þurfa færri að vinna verk- ið, en þeir fá mun meira kaup. Frystihúsin í Eyjum hafa sameiginlega vinnuhagræð- ingarskrifstofu og þar vinna 7 manns sem gera ekkert ann- að en að skipuleggja og sam- ræma vinnuhagræðinguna og reikna út möguleika sem sú skipulagning gefur í kaup- hækkun. Eitt nýtt frystihús, sem Sig urður Þórðarson á, er að hefja rekstur í Eyjum og er þegar byrjað að frysta, en auk þess eru nokkur saltfiskverkunar- hús. Margar húsmæður í Vest- mannaeyjum vinna hluta dags í frystihúsunum og vinna sér þannig inn aukapening. Síðan vertíð hófst eftir verkfall hefur fjöldi aðkomu- fólks komið til Vestmanna- eyja og ráðið sig þar í vinnu hjá frystihúíunum. Flest fólk hefur veiið ráðið hjá Hrað- frystistöðinni, eða á annað hundrað manns. Við litum aðeins inn í eina verbúð Hraðfrystistöðvarinn- ar, Edinborg, og spjölluðum við nokkrar aðkomustúlkur sem voru ráðnar í frysti'húsið. Við hittum eina úr Garðinum, 20 ára gamla, og hún h-eitir Eíter Aðaibjörnsdóttir. Hún kom til Eyja fyrir mánuði, en fyrr hafði hún ekki komið þangað. Ester sagðist veia bú- in að eiga heima í Garðinum sl. sex ár og oftast unnið þar að vetrinum, en þó alltaf í síld á haustin á Seyðisfirði. Við spurðum hana af hverju hún h-efði farið á vertíð í Eyj- um. Hún svaraði um hæl og sagði broiandi: „Ég kom hing að af því að ég hafði heyrt Það er gott að slappa af frá vinnunni. Guðrún Rósa í herbergi sínu. Ester gerir „klárt“ fyrir ballið um kvöldið. að það væru svo margir sætir strákar í Vestmannaeyjum, og mér líkar vel hér, það er líka svo fallegt hérna“. Við vildum ekki trufla Eter meira, því hún dundaði af miklum ákafa við 'höfuð sitt og snyrtidót, því að það var vertíðardansleikur um kvöld- ið og hún sagðist vera að gera klárt. Herbergisfél-agi Ester er Guðrún Rósa Guðmundsdótt- ir, 19 ára gömul stúlka frá Selfossi. Hún var í Eyjum í sumar og kom svo aftur á vertíðina. Guðrún sagði, að Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.