Morgunblaðið - 02.04.1969, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1969
25
Frímerkjakynning
LfF og Æskulýðsráðs
íslenzk frímerkjasöfn hlutu verðlaun
MIÐVIKUDAGINN 2. apríl verð-
ur haldin sérstök kynning á frí-
merkjum og söfnun þeirra, að
Fríkirkjuvegi 11, klukkan 14.00,
í fundarsal í kjallara hússina, en
þar va.r í haust frímerkjasýning-
in „DIJEX-68“.
Aðilar að þessari kynningu
eru: Æskulýðsráð Reykjavíkur,
Landssambandið og Frímerkja-
klúbbur Æskunnar, ásamt frí-
merkjaklúbbi Æskulýðsráðs
Kópavogs, s^pi er elzti frímerkja
klúbbur starfandi í landinu. i*á
má og geta þess, að frímerkja-
klúbbur Æskunnar er sá stærstl
sem starfandi er hérlendis, með
á þriðja hundrað meðlimi.
Kynnt verður söfnun fri-
merkja og meðferð í stuttu máli,
Merki frímerkjaheimssýningar-
innar 1970.
en einnig sýndar litskuggamynd-
ir og kvikmynd.
Þetta er annað stórátakið í
samvinnu Æskulýðsráðs og
Landssambandsins, að kynningu
frímerkjasöfnunar meðal ungl-
inga, hið fyrra var frímerkjasýn-
ingin á sl. hausti.
STARFSÁÆTLUN
í höfuðatriðum er starfsáætl-
un Landssambandsins á næstu
árum sú, að á næsta sumri verði
haldin sýning, þar sem kynnt
verði hjálpartæki fyrir frímerkja
safnara, meðferð og uppsetning
frímerkjanna og vinnubrögð við
söfnunina. Er ætlunin að sú sýn-
ingu opni um miðjan júní.
Næsta vetur er svo áætlað að
byggja upp nánar kerfi klúbba,
bæði unglinga og fullorðinna,
um landið.
Þá er áætlað að halda stóra
frímerkjasýningu vorið 1970 á
100 ára afmæli þess að opnuð
voru pósthúsin í Reykjavík og á
Seyðisfirði. Verða beztu söfnin
á þeirri sýningu valin til
að senda á heimssýninguna
„PHILYMPHIA—1970“ í London
þá um haustið. Yrði þetta þá
fjórða sýning, sem Landssam-
bandið stæði fyrir. Þá er enn-
fremur áætluð alþjóðleg sýning
árið 1973 vegna 100 ára afmælis
íslenzkrar frímerkjaútgáfu.
ALÞJÓÐASÝNINGAR
Alþjóðasamtök frímerkjasafn-
ara F.I.P. hafa þegar boðið
Landssambandinu, að taka að sér
alþjóðlega sýningu, en því bóði
hefir enn ekki verið svarað til
fullnustu, vegna þeirra skuld-
bindinga, sem það innifelur. Er
verið að athuga í hvaða formi
slík sýning gæti helst verið, svo
að vel megi fara. Það skal tekið
fram vegna misskilnings, að
Landssambandið er eini aðilinn
hér á landi, sem getur fengið
leyfi til að halda alþjóðlegar
sýningar, sem bera megi slíkt
heiti, undir vernd F...P.
BIAFRA — BIAFRA — BIAFRA — BIAFRA
Þegar amma var ung
Cullkorn úr gömlum revíum
Spánskar nætur '23
Haustrigningar '25
Eidvigslan '26
Lausar skrúfur '29
Fomar dyggðir '38
Hver maður sinn skammt '41
Forðum i Flosaporti '40
Nú er það svart '42
Allt í lagi lagsi '44
Vertu bara kátur '47
Upplyfting '46
Fegurðarsamkeppnin '50
Gullðldin okkar '57
50 leikarar skemmta
IWIIÐNÆTURSÝNING í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 23.30.
Miðasala hefst kl. 16 00 i dag, simi 11384.
Ósvikin skemmtun — Spyrjið þá sem séð hafa
Aðeins þetta eina sinn
BIAFRA — BIAFRA — BIAFRA — BIAFRA
ÞÁTTTAKA ERLENDIS
Fyrir forgöngu Landssam-
bandsins, var ísland sýnt á 20
fermetrum á alþjóðasýningunni
í Prag, þar sem sýnendur fengu;
1 silfurverðlaun, 2 silfur-bronz
verðlaun, 2 bronz-verðlaun og 4
hérstök viðurkenningarskjöl. Þá
er sýnt á 15 fermetrum á alþjóð-
legu sýningunni í Sofia í sumar,
og á 3 fermetrum á unglinga-
sýningunni í Luxembourg nú um
páskana og vonast eftir mikilli
þátttöku 1970, bæði á sýningunni
hér heima og í London, að ekiki
sé talað um 1973.
(Frétt frá L.Í.F. & Æsku-
ráði Reykjavíkur).
Vitnuð tU Óðins
Á BAKSÍÐU hins merka bók-
menntarits, The New York
Times Book Réview, birtist 2.
marz sl. bókaauglýsing með svo-
felldri yfirskrift: „Óðinn lét
auga sitt fyrir vizku, þú þarft
ekki að gjalda það verð“. Aug-
lýsingunni fylgir mynd sú, er
hér birtist. og mun eiga að
tákna Óðin.
í auglýsingunni segir m. a. :
„Óðinn, hinn mikli höfðingi
norrænna guða, var svo óðfús að
auka vizku sína með drykk úr
brunni vizkunnar, að hann galt
„Sálmar og kvæði"
NÝKOMNIR eru út hjá Ríkisút-
gáfu námsbóka Sálmar og kvæði
handa skólum, 1. hefti. Um út-
gáfuna sáu Eiríkur Stefánsson
kennari við Langholtsskólann
og séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson, og þeim til aðstoðar var
séra Helgi' Tryggvason kennari.
Efnið er valið úr Sáknabók þjóð
kirkjunnar og úr ýmsum öðr-
um ljóðasöfnum. Nafngreindir
höfundar eru um 40.
glaður það sem upp var sett —
auga sitt.
Þú ert meiri gæfu aðnjótandi.
Þú getur bergt á sama brunni
fyrir einn dal.“
Bók. þessi, sem er 79 bls., er
einkum ætluð skólum, bæði
barnaskólum og fi'amhaldssköl-
um. Þess má þó vænta, að hún
verði notuð á fleiri stöðum, þar
sem sungið er. Útgefandi væht-
ir þess, að það þyki kostur á
bókinni, að ljóð og lag fylgjast
að.
Flestir textar bókarinnar eru
undir lögum, og er laglínan
(melodían) prentuð með fyrsta
erindi. Nóturnar skrifaði Hann-
es FLosason kennari. Aðalum-
sjón með vali Iaganna haifði Jón
Ásgeirsson tónlistarkennari
Kennaraskólans. Nokkrair myftd
ir eftir Baltasar eru í bókinni og
eru sumar þeirra litprentaðar.
— Litbrá hf. annaðist prentun-
ina.
Ármenningar!
Skíðafólk, dvalarkort fyrir
páskahelgina verða seld í Ant-
ikabólstrun, Laugaveg 62, þriðju
dag og miðvikudag kl. 8—10.
Uppl. í síma 10825.
GLÆSILEGUR VORFAGNAÐUR
Lionsklúbburinn Þór gengst fyrir almennum vorfagnaði
að Hótel Sögu í kvöld
Barnaheimilið í Tjaldarnesi.
Annað kvöld gengst Lionsklúbburinn Þór fyrir almennum vorfagnaði
að Hótel Sögu. Upphaflega var ætlun Þórsfélaga að halda fagnað
þennan 9. marz s.L, en þá varð að fresta honum á síðustu stundu,
vegna bilunar er varð í hitakerfi Súlnasalar Hótel Sögu.
Mjög vönduð skemmtiskrá verður á vorfagnaðinum Kvöldverður
verður framreiddur frá kl. 7 um kvöldið og þurfa gestir að panta
borð i sima 20221 fyrir kl. 4 i dag.
Kl. 9 hefst skemmtidagskráin og verður hún þannig:
Einsöngur: Frú Sigurlaug Rósinkranz syngur.
Við hljóðfærið verður Carl Billich.
Fjórtán Fóstbræður syngja lagasyrpur.
Brynjólfur Jóhannesson leikari flytur gamanþátt.
Andrés Bjömsson útvarpsstjóri les upp.
Vísnaspaug. Indriði G Þorsteinsson, Helgi Sæmundsson og
Friðfinnur Ólafsson láta fjúka í kviðlingum.
Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi
til kl. 1 um nóttina.
Auk skemmtiatriðanna verður efnt til skyndihappdrættis og verða
í þvi um 20 verjmætir vinningar. Má þar telja ferð með Gullfossi
til Skotlands, Flugferð til Akureyrar, málverk eftir Jakob V. Haf-
stein og fl. og fl.
Brynjólfur Jóhannesson leikari Það skal tekið fram að vorfagnaðurinn er öllum opinn. Aðgangs-
flytur gamanþátt. eyrir er kr. 150.
Skemmtum okkur öll á vorfagnaði Þórs annað kvöld