Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRtL 1960 Þar var laglegasta búö í bænum Um 100 ára gamalf verzlunarhús HÉR birtist mynd af húsinu við Hafnarstræti 1—3, þar sem arkitektamir Guðrún Jóns'sdóttir, Knud Jeppersen og Stefán Jónsson eru að inn- rétta og breyta í austurenda fyrir verzlunaraðstöðu og fræðslustarfsemi Heimilisiðn- aðarfélag íslands, svo sem sagt var frá sl. sunnudag í blaðinu. Hús þetta er all sérkennilegt að byggingarstíl og á sér einnig nokkuð langa sögu. Gamla Fálkahús kon- ungs stóð þarna á svo til sama stað í rúmlega 100 ár. Og elzti kjarni þess húss, er nú stendur eða mestur hluti lága hússins, er einnig rúmlega 100 ára. Skal hér að gamni drepið á helztu atriði sögunn ar er varðar hús þarna, og er þá m.a. stuðzt við bók Árna Óla, „Svipur Reykjavík ur“ er út kom í fyrra. 1763: Fálkahús konungs flutt frá Bes'.- astöðum til Reykjavíkur og sett aðeins sunnar en nú er austurhluti núverandi húss O. Joihnson & Kaaber. Þá var það talið eitt af húsum kóngsverzlunar, en önnur voru í Örfirisey. Fálk- ar voru fluttir úr Fálkahúsi út í Örfirisey til skipa. Þarna stendur það eitt í um 16 ár, áður en næstu timlburhús eru reist, þ.e. hús kóngsverzlunar flutt úr Örfirisey og sett nið- ur nvrzt við núverandi Aðal- stræti. Fálkahúsið hefur ver- ið einnar hæðar og geymdir þar- mest á þriðja hundrað fálkar í einu. 1787: Fyrsta u>ppmæling kaupstaðalóðar Reykjavíkur. Nokkurn veginn ferhyrning- urinn: Aðalstræti — norður- endi Tjarnar — lækur að austan (Lækjargata') — strandlengjan að norðan (lík- lega oa. Gehsgata nú). Alls rúmlega 30 þúsund ferfaðmar, kallað „Kvosin“ 17 heimili voru þá talin á kalupstaðar- lóð þessari, alls 103 sálir. 1797: Petræus verzlunar- stjóri Norðborgarverzlunar leigir hluta Fálikahúss og byrjar að verzla þar sjálfur. Hann stækkar húsið nokkuð. Fálkaverzlun legst niður 1806 og Petræus leigir þá allt hús- ið. 1820 kaupir Petræus hús- Hafnarstræti 1—3. Heimilisiðnaðarfélagið verður á helmingi loftsins, á götuhæð í austurhluta lághússins. austurendanum og á ið og er verzlað í því fram . yfir 1850, en N. Chr. Haf- sten keypti Fálkaihúsið. 1868: Havsteen lœtur rífa gamla Fálkahúsið og reisa nýtt verzlunanhús dálítið norðar, svo að Hafnarstræti gæti breikkað. Það er elzti kjarni núverandi húss. „Þarna var síðan talin einhver lag- legasta búðin í bænum“, seg- ir í bók Árna Óla. 1880:. Þá keypti J. P. T. Bryde í Kaupmannahöfn verzlun o.g verzlunarhús Hav- steens og 1884 byggir hann austurenda þess í tveim hæð- um (en 1870—1880 byrja að rísa tvílyft timiburhús í Reykjavík) og hefur þarna fleiri sölubúðir, því verzlun hans var í sjálfstæðum deild- urn. 1907: Vesturendi núverandi húss er byggður í 2 hæðum Það gerir Einar Erlendsson, ein okkar elztu arkitekta, fyr ir Bryde. Er fyrst lengt hið lága verzlunarhús Havsteens um 6 álnir til vesturs. Þetta hús, tvílyft í báða enda, ein- lyftur miðhluti, var þá kall- að hin mesta bæjarprýði og næsta nýtízkulegt. Á þak hússins var sett líkan af vík- ingaskipi, en í stafnana fjóra voru settar myndir af fálk- um til minningar um það, að á þessum stað hafði upphaf- Framhald á bls. 25 Vinyl gólfdúkur með korkundir- lagi meðal annars í fallegum parkettmunstrum frá J. ÞORLÁKSSON & NORMANN hf. Svefnherbergissett, tíu mis- munandi gerðir úr teak, eik, gullálmi og palisander. kjorgX'rdi H úðunarkatlar Tveir stórir húðunarkatlar („drageringarkatlar") til sölu. Katl- arnir eru úr ryðfriu stáli með perulagi og taka um 100 kíló hvor í vinnslu. Upplýsingar i síma 24054. EFNAGERÐ REYKJAVlKUR H.F. UTAVER Þeir sem eru að byggja eða þurfa að lagfæra eldri hús ættu að kynna sér kosti hinnar nýju veggklæðningar. GRENSÁSVEGI22- 24 SlMAR' 30280-32262 SOM V YL Á lager hjá okkur í mörgum litum. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG Ocl/uier) búbarkassarnir eru ódýrustu búðar- kassarnir á markaðnum. VERÐ AÐEINS KR. 12.453.00. Sisli c7. cZofittsen 14 Vesturgötu 45 — Símar 12747—16647.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.