Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 19-69 Halldór Laxness Rœða Halldórs Laxness við afhendingu Sonning- verðlaunanna Vinakynni í Hafnarháskóla A DÖGUNUM þegar ég sigldi um Norðuratlantshaf frá Islandi til Danmerkur til að heimsækja Hafn- arháskóla vissi ég ekki fyr til en ég var kominn þar í félag með sérstökum ferðamannahóp: ókunn- ir menn, sýndist mér, lokaður fé- lagsskapur. Sumir þeirra voru dálítið einkennilegir í sjón, eins og þeir bæru merki of mikillar einveru, og geingu á heimatilbún- um ósútuðum skinnskóm af ná- kvæmlega sömu tegund og sveita menn brúka í Kákasus; aðrir í svörtum kápum með parruk, skynsemdarmenn á svipinn og virðulegir í framkomu, eftilvill ögn leiðinlegir; i augnaráði margra af þessum mönnum brá fyrir óákveðnum glampa af Ijósi hug- sjónamannsins. Það var bersýni- lega annað en auðvelt fyrir okkur hina farþegana að komast i tæri við þennan hóp. Ég reyndi að koma nær þeirrr en þeir sáu mig ekki. Þó mér fyndist endilega að ég kannaðist við ýmsa þeirra frá fyrri tíð. bæði þá sem voru i gervi með hökutopp og laungum hárkollum, og ekki síður hina sem höfðu „föðurmorðíngja" um háls- inn og loniettur frá síðustu alda- mótum. þá var ekkert efamál að ég var ósýnilegur þeim. En þó ég væri vita marklaus fyrir þeirra sjónum, þá héldu þeir áfram að vera einhverskonar raunveruleiki sem mér fanst snerta mig meir en lítið: forsendur og skilyrði ein- hvers sem mig varðaði. Þessi fé- lagsskapur samanstóð af þeim ís- lenzkum mönnum, ekki fáum, sem höfðu gegnum tiðina ferðast þessa sömu leið yfir Norðuratlantshafið til Danmerkur, til þess, einsog ég núna, að heimsækja Hafnar- háskóla. Bæði félagsskapurinn og þessi leið sem við fórum á sér tiltölu- lega lángan aldur — að minsta kosti innan þess tíma þar sem við sjáum sjálfa okkur i Ijósi sögunnar. Við vorum einnig á þessari leið, einsog ég sagði, á tíma hökutoppsins og hinna laungu hárkollna þegar lika voru svartar kápur. Fyrir siðaskiftin, meðan Evrópa í kaþólsku var al- þjóðleqri en síðar varð, þá lá leið islendínga i leit að æðri mentun einkanlega til meginlandsins. Is- lenzk kristni kom upphaflega úr trúboðsumdæminu þýska, við vorum kristnaðir frá Þýskalandi af þýskum trúboðum, þó ekki án einhverskonar afskifta norska konúngsvaldsins sem um þær mundir sveif mjög í lausu lofti, og reyndar átti í stríði við þýsku kirkjuna á tímanum kríngum kristnitöku Islands á Alþingi. Bæði á undan og eftir The Conquest virðast einnig hafa verið fjöurg menníngarsambönd við næsta ná- granna okkur Eingland. Jafnvel snemma uppúr árinu 1000 stóð ensk-normanniskur ábóti fyrir trúboðsskóla á Islandi. Frá þvi um elleftu öld miðja eru islendingar famir að rata til Þýskalands 'og Frakklands og teingsli við lærdóm meginlandsins slitnuðu aldrei til fulls á kaþólskum tima. Þessi tím- anlegu menningarteingsl skýra margt í gullaldarbókmentum okk- ar. Það er ekki fyren lángt er liðið á 12tu öld að við förum að verða varir við áhrif af þróun í Noregi sem átti að nokkru leyti samleið með okkur. Það hefur ekki orðið vart við að hvetjandi áhrif hafi náð til okkar úr öðrum stöðum innan skandínaviu á þess- um tíma. Furðufljótt eftir að land bygðist á Islandi virðast landsmenn hafa komist i efni umfram brýnustu nauðsynjar. Sýsl okkar með bók- mentir, svo og furðumargar vel- stæðar lærdómsmiðstöðvar inn- anlands í kaþólsku, virðast styðja þá hugmynd að á Islandi hafi rikt þó töluverð velmegun út allar mið- aldir. A síðara stigi islenzkrar ka- þólsku urðum við æ meira sjálf- um okkur nægir i skólamentun, sem réyndar hefur þó varla verið hið ákjósanlegasta; samt var ein- lægt fólk til sem sendi sonu sína til mentunar á Englandi, i Þýska- landi og Hollandi osfrv., en þángað lágu verslunarleiðir um þær mundir. Róttæk nýskipan í menníngu Islands og efnahag komst á við siðaskiftin og varð fullkomnuð i einokunarversluninni. island var ekki leingur sjálfu sér líkt eftir að siðaskiftin voru lögleidd, og það voru þeir þjóðflokkar naumast heldur hér í norðurhomi Evrópu, sem samsömuðu sig andlegri sveitastefnu frá Saxlandi og óhjá- kvæmilega hlaut að valda menn- ingarlegri einangrun Norðurlnda. verða undirstaðan að skandinav- ískum próvinsialisma. Ég bið af- sökunar að ég tala hér um sögu eftilvill í óvenjulegum orðatiltækj- um; vitaskuld er auðvelt að orða þessi efni öðruvisi. Sérstakt hlutskifti okkar á fs- landi, sem af siðaskiftunum leiddi var að við hættum að vera lepp- ríki i orði kveðnu undir dönsku valdi heldur urðum efnahagslega og menningarlega að danskri hjá- lendu þó við yrðum það ekki þjóð- ernisiega. Einokunarverslunin var staðfestíng á þessum raunveru- leika. Eftir að einokunarverslunin var lögleidd var ekki leingur hægt að skifta á islenskri versl- unarvöru og peníngum né öðrum verðmætum utan danska ríkisins. Þannig varð það einkum og sérí- lagi af gjaldeyrisástæðum að Hafnarháskóli varð frá byrjun 17du aldar sá aðilji sem miðlaði okkur islendingum af þvi Ijósi sem átt er við í áletruninni undir arnarmyndinni hér yfir fordyrinu. Islendíngar hafa ugglaust verið östöðuglyndur og útsláttarsamur þjóðflokkur frá upphafi. Miðstæð i okkur var togstreitan i sálinni milli hins örugga heimilis i fjar- lægð og hins stóra fjandsamlega heims; þessi spenning hætti aldrei og speglast i skáldskap okkar, einkum og sérílagi Höfuðlausn: skáldið ýtir bát sínum á flot við isabrot snemma vors til að heim- sækja óvin sinn handan hafsins og bjóða honum höfuð sitt og leysa það síðan út með kvæði. Um þessar mundir vorum við hrataðir i þá ógæfu að við áttum ekki framar bát að ýta frá landi og fara útí víða veröld að bjóða höfuð okkar til fals. Þær bækur sem við skrifuðum voru ekki eins góðar og áður og báru ekki merki hinnar stoltu mannlundar sem við áttum í heiðni og héldum að nokkru leyti út alla kaþólskuna, i 550 ár. Fegursti draumur sem íslenskan föður gat dreymt til handa syni sinum á þeirri tið sem nú var upprunnin var sá að geta sent hann á Hafnarháskóla. Þó voru ekki aðrir en sérstakir fríðinda- menn innan þessa fátæka þjóð- félags, sem fóru þessa leið, og þeir voru ekki gáfaðri en margir sem urðu að sitja heima og máttu þakka fyrir ef þeir voru svo heppnir að ná einhverri lítilsháttar skólun i Skálholti og á Hólum; þar var að visu hægt að læra Dónat sinn utanbókar ásamt skyldugum klassískum latínuritum, spjald- anna á milli en ekki mart þar fyrir utan renna eitthvert hrafl i guð- fræði til að geta orðið prestur. Fyrir bragðið má örugglega full- yrða að á allri daufu tíðinni var aldrei sú sókn til á Islandi að þar fyrirfyndist ekki einn maður sem kunni latinu og það var prestur- inn. Það er fjörgandi að lesa f ferðasögum útlendínga frá Islandi um það atvik sem oft endurtekur sig. að útúr torfkofa við hliðina á torfkirkju sem likjast ójöfnum i landsiaginu, skríður úfinn bónda- maður í þessum merkilegu ósút- uðu skinnskóm og lætur dæluna gánga á síserónskri latinu við gestinn. Að visu voru einnig til prestar sem voru ögn náttúraðir fyrir hagsýni og tóku uppá því í miðjum leiðindum átjándu aldar að mæla með endurnýúngum i sjósókn, kartöflurækt og endur- reisn hænsnahalds. Við afnám íslenzku þjóð- kirkjunnar rómversku var hafin fullkomin eyðing hinna klassísku lærdómssetra sem við höfðum átt þar sem klaustrin voru í flestum aðalbygðum landsins, og i sum- um mörg, siðan á tólftu öld. i staðinn feingum við höfuðborg sem okkur Ijafði aldrei dreymt um, þrátt fyrir hálfmarklaust samband okkar við tvö norræn riki hvort á eftir öðru. Eftir trúarskiftin var bæði trúnni sjálfri og rikisvaldinu, og skömmu siðar allri íslands- versluninni, stýrt frá Kaupmanna- höfn, og þannig var þessi borg meiren að nafninu til orðin höfuð- staður okkar. Þó varð hún ekki i siðferðilegri merkíngu höfuðstað- ur af því einu að stjórn Islands átti þar heima. Það sem gerði Kaupmannahöfn siðferðilega að höfuðstað okkar var Hafnarhá- skóli. Hér var það sem næstum opinbert andlegt líf íslenskt, þó með þjóðlegt takmark fyrir aug- um, upphófst, fékk hleðslu sína og fann form við hæfi sitt í hér- umbil fjögur hundruð ár. Algeingt var að stúdentarnir ístensku væru hér um kyrt hálfan áratug ævi sinnar, margir leingur, sumum tókst yfirleitt ekki að losa sig frá bókasöfnum Kaupmanna- hafnar það sem eftir var ævinnar. Dvöl þeirra hér var venjulega óslitin; ekki gerlegt að skreppa heim með flugvélinni i jólafríinu. Islensku stúdentarnir voru þektir að því að halda hópinn i Kaupmannahöfn. Fleiri þeirra en trúlegt þætti hættu aldrei þrátt fyrir lánga kaupmannahafnardvöl að vera í huga sínum eyjaskeggjar af slóðum sem lágu miðsvegar milli Eystrasalts og Hudson Bay. Venjulega var hugur þeirra ofmjög bundinn vandamálum eylands sins til þess að vandamál gistilands- ins snerti þá. Margir þeirra reyndu ekki að komast i snertíngu við danskt þjóðlíf. Jafnvel enn í minni kynslóð geingu islenskir stúdent- ar árum saman hér á háskólann, og sumir þeirra tóku hér háskóla- próf sín með ágætum, án þess að hafa nokkru sinni kynst dönskum manni á öllum námstíma sínum í borginni. eða hafa vanist þvi að halda uppi einföldu sam- tali á dönsku fyrir utan það sem nauðsyn krafði til þess að geta svarað útúr á prófum. Þessum íslendíngum stóð á sama um alt í Danmörku, og reyndar um alt sem gekk á i útlöndum, að und- anteknum Hafnarháskóla. Kaup- mannahöfn utan háskólans jafn- gilti hiá mörqum islendíngi álíka mikið og einn hreppur á islandi, þar sem ekki áttu aðrir heima en islendingar og afgángurinn var huldufólk: staður sem vissulega hafði sitt landslag og sérstakar út- línur, en ömefni og gatnaheiti voru islenskuð ásamt nöfnum á þeim greiðasölustöðum þar sem vegfarandinn fær svalað þorsta sinum: landslag fult af íslenskum leiðarmerkjum sem voru ósýnileg öðrum mönnum, eða að minsta kosti táknuðu eitthvað alt annað í beirra augum. Sú Kaupmanna- höfn þar sem istenskir stúdentar áttu heima í 400 ár var íslensk Kaunmannahöfn ósvnileg kaup- mannahafnarbúum sjálfum. En í Kaupmannahöfn voru lika margir islenzkir stúdentar sem samsömuðu sig, gerðust heima- meinn í hinu ókunna samfélagi og tóku þátt i dönsku mentalifi, einnig fyrir utan háskólann; það leiðir af sjálfu sér að þessir menn höfðu tvöfaldan vinníng af dvöl sinni í borginni við Sundið. Þeir sneru heim aftur vel í stakk búnir að taka til höndum og gera gagn í föðurlandi sínu. Ég skal að lok- um nefna þá íslensku nýlendu lærðra manna, embættismanna og mentamanna teingdra háskólan- um og öðrum lærðum stofnunum, sem urðu hér innlixa og aldrei sneru heim aftur siðan. Af sum- um þeirra eru komnar gamlar dansk-íslenzkar ættir sem þekkja má af ættarnöfnum með íslensk- um hljómi. Segja má um þessa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.