Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1969 11 BREZKE blaðið The Sunday Times hefur að undanförnu birt kafla úr endurminningum brezka blaðakóngsins Cecii King. King var í mörg ár út- gefandi stórblaðsins The Dailv Mirror (eitt helzta málgagn Verkamannaflokksins) en var látinn víkja þegar hanr. deild; harkalega á Wi'lson og stjórn hans. í endurminningum sínum segir 'King m.a. frá kynnum sín um af stjórnmálamönnum, sem mjög hafa komið við sögu heims málanna undanfarna tvo-þrjá áratugi Cecil King er harla hreinskil inn og ómildur í dómum um menn og málefni í þessum grein um, enda hafa þær vakið tals- verðan úlfaþyt í Bretlandi, og margir orðið til að andmæla King. Hér á eftir fer lausleg endursögn á ummælum hans um nokkra stjórnmálamenn. King segir frá kynnum sín- um af Nkrumah, fyrrverandi forseta Ganá. Fyrstu kynni þeirrá voru á þá leið, að King seldi NkrUmah notaða prentvél en hann var þá ritstjóri dag- blaðs í Accra. King þurfti síð- ar að bregða sér í skjótar ferð ir til V-Afríku, og tókust þá með þeim nánari kynni. „Nkru mah var aðlaðandi maður á margan hátt, og bauð af sér góðan þokka. Hann lagði ríka á herzlu á að vera aefndui DOKT OR Nkrumah, enda þótt aðeins væri um heiðursnafnbót að ræða og það frá heldur lítil- fjörlegum háskóla í Bandaríkj unum. Ekki bar hann hæfileik- ana utan á sér, en það vildi honum til happs að hann var leiðtogi Þjóðernisflokksins, þeg ar landið hlaut sjálfstæði. Á ýmsan hátt var hann ágætur stjórnmálamaður og mjög á- heyrilegur ræðumaður, en helztu ókostir hans voru þeir, að hann var gjörsneyddur allri skipulagsgáfu og hafði engan skilning á fjármálum." Þessu næst leggur King leið sína til Indlands, og segir frá kynnum sínum af Gandhi. Seg- ir hann þessa indversku þjóð- hetju hafa haft lítil áhrif á sig, „lítil, ljótur og lítilfjör- legur“ að sjá og heyra, en við- urkennir, að hann hljóti að 'hafa verið einn af 5—6 athyglis verðustu mönnum samtíðar sinn ar af ferli hans að dæma, þó að hann kæmi King ekki fyrir sjónir sem slíkur. King víkur að viðræðum þeirra: ,,Ég spurði hann, hvort hann teldi hindúa- trúarbrögðin búa yfir svari til lausnar vandamálum mannkyns ins í trúarlegum efnum. Hann svaraði neitandi, og ég hafði á tilfinningunni, að hann teldi hindúismann of aldinn, of yfir borðskenndan og spilltan til að standast kröfúr 20. aldar- innar. Ég spurði þá, hvar við ættum að leita liðsinnis. Hann sagði, að mér bæri að leita rök réttra svara, hann yrði á hinn bóginn að skyggnast um eftir kraftaverkum. Ég spurði hann þá aftur, hvort hann hefði sjálf ur orðið vitni af kraftaverk- um. Já, tvívegis, svaraði hann. Fyrra skiptið var þegar Bret- ar veittu S-Afríku sjálfstjórn árið 1909, þó þeir hefðu farið með sigur af hólmi í Búastríð- inu: í annað sinn, þegar Churc hill varð að láta í minni pok- ann i kósningunum 1945, en hann var þá helzti andstæðing ur þess, að Indverjar fengju sjálfstjórn. Mér verða einnig minnisstæð CECIL KING talar um þekkta stiórnmálamenn HUMPHREY aðlaðandi NIXON ekkert mikilmenni Cecil King ræðir víð Lyndon Johnson í Hvítahúsinu, „hann er stór maður en ekki stórmenni' þau ummæli Gandhis, að Ind- land ætið mundu standa í þakk arskuld við Breta fyrir tvennt — að gera enskuna að sameig- inlegu tungumáli hinna ýmsu kynflokka og lagningu járn- brautakerfis um Indland — tvö traust öfl, sem myndu halda Indlandi sameinuðu." King segir frá heimsóknum sínum til Bandarikjanna, og lætur margt fjúka um menn og málefni, sem. hann kynntist í þeim ferðum. Hann getur þess að hann hafi ekki hitt Eisen- hower og ráðuneyti hans, en ræðir um Kennedy og hélztu samstarfsménn hans. Telur hann McNamara vera þann sam- starfsmann Kennedys, sem mest var i spunnið. „Ferill hans inn- an stjórnarinnar sýnir, að hann var mistækur stjórnmálamaður en frábær skipuleggjari. í minni tíð höfum við (Bretar) aldrei átt ráðherra, sem jafnast á við hann hvað hæfni snertir. Banda rískir viðskiptajöfrar — og McNamara telzt til þeirra, því að hann var aðalframkvæmda- stjóri Ford-verksmiðjanna fyrir ráðherradóm sinn — eru oftast hæfir menn en umfram allt harð ir í horn að taka. McNamara var þó ekki slíkur maður, því að hann var einkar indæll maður viðkynningar. Af bandarískum stjórnmála- mönnum féll mér bezt við Hu- bert Humphrey. Hann er hríf- andi persónuleiki, skemmtinn og frjálslyndur í skoðunum — í alla staði mjög aðlaðandi mað ur. í enska stjórnmálaheimin- um hefði leið hans legið beint á efsta tind. . . ímynd hans í huga almennings kann að hafa beðið eiruhverja hnekki meðan hann gegndi varaforsetaembætti í stjórnartíð Johnsons, en hann er góður maður, sem lét mikið til sín taka í öldungadeildinni. Virðingarstaða öldungardeild arþingmanns vestra hvílir meira á starfsaldri hans og persónu- leika en hæfileikum. Eitt sinn hafði ég orð á því við öldungar deildarþingmann einn, að ég hefði hitt stéttarbróður hans frá fylki einu á Nýja-Englandi, sem mér hefði virzt heimskan Humphrey □ □ □ □ „sérlega aðlaðandi maður". i ensk- um stjórnmélaheimi hefði leið hans legið beint á efsta tind. Nkrumah □ □ □ □ „ágætur stjómmálamaður en gjör- sneyddur skipulagsgáfu". Gandhi □ □ □ □ „Hann hlýtur að hafa verið eitt af mikilmennum samtíðar sinnar, en það gat ég hvorki séð né fundið". uppmáluð. Öldungardeildarmað urinn var mér hjartanlega sam mála, en kvað það þegjandi samkomulag þingmannanna að ráðast aldrei á hvorn annan, ef þeir hefðu gert sig seka um heimsku, kvennafar eða drykkju skap. Þeim þykir viturlegra að kasta ekki steinum úr því þeir búa sjáífir í glerhúsum. Það var kannski einmitt þess vegna sem John Kennedy —1 áleitlnn kvennabósi — var gágnrýndur fyrir allt annað en það sem var hans höfuðgal'li". Nixon, Bandaríkjaforseta, kveðst King hafa hitt tvisvar, en í hvorugt skiptið hafi hann verið einn með honum. Telur King að Nixon hafi fengið full ómildar viðtökur í brezkum blaðaheimi. „Hann (Nixon) er ekki hrein skilinn stjórnmálamaður og mik ilmenni er hann vissulega ekki. En gáfumaður er hann ótví- rætt, gífurlegur vinnuþjarkur og vel heima á öllum sviðum stjórnmálanna -— atvinnustjórn málamaður fram í fingurgóma í samanburði við hann virðast ráðherrar okkar hreinir auk- visar, ef þetta með hreinskiln- ina er undanskilið Ég hygg að hann mundi ekki ná lagt á stjórnmálasviðinu hér í landi (Bretlandi)." Sama er að segja um John- son að dómi Kings, — óhugs- andi sé að hann hefði orðið leiðandi maður í brezkum stjórn málum, og því erfiðara fyrir Breta að dæma um verðleika hans en Kennedys, sem á marg an hátt hefði getað orðið áber- andi stjórnmálamaður í Bret- landi. „Ég átti langar viðræður við Johnson meðan hann sat í for setastól“, segir King. „Hann er stór maður en ekki stórmenni: stórsnjall stjórnmálamaður í öllu viðvíkjandi þinginu en slakur þjóðarleiðtogi. Ég varð einkum var við tvennt í við- ræðum mínum við hann: 1) Að hann skorti skilning á Vietnam vandamálinu, sem lá þó á hon- um eins og mara — og brauzt það hvað eftir annað frara hjá forsetanum í viðræðum okkar. 2) Að hann reyndl af öllum mætti og vildi vera góður for- seti, en átti í erfiðleikum með að slíta sig lausan frá heldur vafasamri fortíð. Mér fannst á allri hegðan hans, sem Bobby Baker-málið hefði skilið eftir sig djúp spor“. Kennedybræðurnir eru at- athyglisverðustu persónuleikar heimsstjórnmálanna hin síðari ár, að dómi Kings. Hann telur þó ódulda löngun-John Kenne- dys í forsetaembættið hafa sýnt mikinn vanþroska. Aðeins grunn hygginn maður líti sömu augum á þetta embætti og verðlauna- grip, sem keppa beri að, því að * samfara forsetaembættinu sé gífurleg ábyrgð, sem enginn geti búizt við að valda að öllu leyti. Og hann vitnar í orð Trumans, er fréttamenn tjáðu honum, að Rosevelt væri lát- inn og hann orðinn forseti. „Biðjið fyrir mér, piltar. mér finnst sem sólin, tunglið og stjörnurnar hafi steypzt yfir mig“. Þetta er hið eina rétta viðhorf til embættisins, segir King. Að dómi Kings, bar þó Kenne dy gæfu til þess að átta sig fljótlega á þeirri raún, sem við honum blasti, og hann hafi safnað um sig hirð hæfustu manna^ sem hann gat grafið upp. „Ég átti þriggja stundar- fjórðunga viðræður við hann skömmu fyrir morðið, og varð ég þá var við ýrnislegt í fari hans og hegðun, sem benti til þessað þar færi mikilmenni". Og King heldur áfram: „Ein- kennilegt er hversu móttöku- sálur Bandaríkjafórseta er ó- vistlegur. Til að lospa við blaða menn er gestinum laumað inn úm bakdyr og inn í biðstofu, sem líkist helzt setustofu á lé- legu sveitahóteli. Þegar gengið er frá biðstofunni inn í glæsi- lega skrifstofu forsetans (sem er með skotheldu "úðugleri) ligg ur leiðin fram hjá nokkrum ungum mönnum, sem standa upp um leið og gesturinn birt- ist. Ég var mjög hrifinn af þess um kurteisisvotti, þar til mér var sagt, að þeir stæðu á fæt- ur tíl að vera fljótari að draga byssurnar úr slíðrum ef með þyrfti. Johnson, forseti tók á móti mér í litlu herbergi, sem vart hefur verið meira en tíu fet áhvern veg. Þykk gluggatjöld voru fyrir öllum gluggum. Að sjálfsögðu höfum við lesið um allar þessar varúðarráðstafan- ir, en þær eru dálítið óhugnan- legar, þegar maður sér þær í raun og veru. Þetta áminnir okk ur um, að stjórnendur Banda- ríkjanna og Sovétrikjanna eru nægilega áhrifamiklir til að eiga á hættu að verða myrtir. Það eru okkar leiðtogar og okkar land á hinn bóginn ekki “ Mestur styrr hefur staðið um ummæli Kings um fyrrverandi þjóðarleiðtoga Pakistana, Mo- hammed Ali Jinnah, en King átti viðtal við hann einmitt á þeim tíma, er útilokað virtist að Indlandi yrði skipt. „Hann (Jinnah) var sérlega óaðlað- andi maður, — augljóslega kyn villtur og mér geðjast ekki af kynvillingum — sem stjórnað- ist af persónulegri metorða- girnd. Hann hafði engan áhuga á velferð múhameðstrúaðra með bræðra sinna, hann hafði aðeins áhuga á Jinnah. Hann gat ekki stjórnað Indlandi, svo að hann be'indi augunum að Pakistan, og hefði ekki hikað við blóð- úthellingar til að ná marki sínu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.