Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1969 21 SKÁKÞÁTTUR í UMSJÓN SVEINS KRISTINSSONAR Frá einvíginu um heimsmeistaratignina Fyrsta skákin kom ýmsum á óvart Er einni skák var lokið í ein- vígi þeirra Petrosjans og Spassk ys — xneð sigri Petrosjans — áttá ég stuifct viðtöl við sex skák- menn, eMri og yngri, og höfuð- spumingin, sem ég lagði fyrir þá var sú, hvernig þek teldu, að einvíginu myndi lykta. Nokk ur fleiri atriði bar þó á góma í viðræðum við suma meistarana, eins og fram kemur. Friðrik Ólafsson svaraði svo: Það er erfitt að spá nokkru um úrslitin. En ég tel, að tak- ist Spassky ekki að hreppa tit- ilinn nú, þá nái hann aldrei því marki. Og ekki get ég neit- að því, að mér fyndist Spassky verðugri heimsmeistari. Petrosj- an hefuir ekki sýnt nógu góða frammistöðu á skákmótum und- anfarið. Og ég held það mundi ekki skaða, að nú yrðu heims- meistaraskipti. Ekki svo að skilja að Petr- osjan sé ekki öflugur skákmað- ur. Stíllinn er að vísu ekki skemmti'legur, né tilþrifamikill. En það er mikil undiralda í skák um hans. Hann beitir einkum snjallri varnartaktik, en 60—70 prs. af sniMi hans kemur aldrei skýrt upp á yfirborðið. Heldiurðu að öðrum meistara en Spassky hefði gengíð betur að sigra Petrosjan í einvígi nú? Kannsiki Korscnoj. Ef til vill hefði stíll hans hentað betur í einvígi gegn Petrosjan. Þú hefur telft bæði við Petr osjan og Spassky. Hvorn finnst þér erfiðara að tefla við? Það er nú orðið æði langt síð- an ég tefldi þær skákir flestar. En mér finnst Spassky erfiðari viðureignar. Ég hefi nú raunar aðeins teflt þrjár skákir við hanini, en mun fleiri við Petrosj- an. Þér lætur kannski lakar að tefla gegn sterkum sóknarmönn um en þeir stórmeisturum, sem eru meira hægfara? Já, það þarf eiginlega að læra BANDALAG ísl. leikfélaga hef- ur sent Mbl. eftirfarandi yfirlit um leiksýningar áhugamanna- félaga leikárið 1968—1969 fram tii febrúarloka: Leikfélag Keflavíkur sýndi ,,Páska“' eftir August Strind- berg í þýðingu Bjarna Bene- diktssonar. Leikstjóri var Erl- ingur Halldórsson. Litii leikklúbburinn, fsafirði, sýndi „Billy lygara“ eftir Waterhouse og Hall í þýðingu Sigurðar Skúlasonar. Leik- stjóri var Jóhann Ögmunds- son. Leikfélagið Grímnir, Stykkis- hólmi, sýndi „Allra meina bót“ eftir Patrek og PláL Leikstjóri var Sævar Helgason. Leikfélag Skagfirðinga sýndi „Mann og konu“ eftir Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Leikstjóri var Kristján Jóns- son. Leikfélag Sauðárkróks sýndi „Mýs og menn“ eftir John Steinbeck í þýðingu Ólafs Jóh. Sigurðssonar. Leikstjóri var Gísli Halldórsson. Leikfélag Ólafsfjarðar sýndi sérstaklega á hvern og einn slík an sóknarmanin. Það er ekki al- veg eins nauðsynlegt með hina, því þá getur maður fremur rétt sig af, þótt manni verði á smá- yfirsjón. En nú áttu eftir að spá. Ég vil engu spá, en ég get naumast neitað því, að ég óttast að Petrosjan viinmi. Ingi R. Jóhannsson: Það er vandi að spá. En ég held, að Petrosjan ætti að halda titlinum, þar sem hann byrjar svo vel. Það hefur mikið að segja að vinna fyrstu skákina, þegar svo jafnir menm eigast við. Það skyggir ekki á þá staðreynd Friðrik Ólafsson að ég tel, að Spassky tefli jafn- betur í keppnum yfirleitt — bæði á mótum og í einvígjum — held- ur en Petrosjan Annars er Petrosjan afar frum legur skákmaður og ekki óverð- ugur heimsmeistari. Ég held að einvígið, sem hann telfdi við Bot vinnik 1963 sá bezt teflt af öll- um þeim einvígum, sem háð hafa verið um heimsmeistairatitilinn. „Pilt og stúlku" eftir Emil Thoroddsen. Leikstjóri var Jónas Jónasson. Umf. Reynir, Eyjafirði sýndi „Leynimel 13“ eftir Þrídrang. Leikstjóri var Júlíus Oddsson. Leikfélag Akureyrar sýndi „Dúfnaveizluna" eftir Halldór Laxness. Leikstjóri var Ragn- hildur Steingrímsdóttir. Einn- ig sýndi það barnaleikritið „Súlutröllið" eftir Indriða Úlfs son skólastjóra á Akureyri. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. Leikfélag Þistilfjarðar sýndi Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson. Leikfélag Neskaupstaðar sýndi „Grátsöngvarann“ eftir Vern- on Sylvaine í þýðingu Ragn- ars Jóhannessonar. Leikstjóri var Kristján Jónsson. Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýndi „Skrúðsbóndann“ eftir Björg- vin jGuðmundsson. Leikstjóri var Ágúst Kvaran. Leikfélag Fáskrúðsfjarðar sýndi „Vængstýfða engla“ eftir Al- bert Huson í þýðingu Bjarna Guðmundssonar. Leikstjóri Frambald á bls. 25 Ég hefi ekki séð vandaðri tafl- mennsku en þar. Heldurðu, að einhver annar meistari hefði reynzt Petrosjan hættulegri í einvígi nú en Spassky? Það væri þá helzt Fischer. Ef til vil'l væri hann einmitt rétti maðurinn gegn Petrosjan. Hann er einmitt ákaflega snjáll í stöðu baráttu af þeirri gerð, sem Pet- rosjan beitir. — Korsnoj er að mínum dómi, sterkasti skákmóta maður, sem nú er uppi. Og Lar- sen getur orðið hættulegur heimsmeistaranum í náinni fram tíð. En ekki er líklegt, að þeim hefði vegnað betur í einvígi við Petrosjan nú, þar sem þeir töp uðu svo illa fyrir Spassky í kandídataeinvígjunum. Árni Snævarr Nei, þeir taka á sig of mikla áhættu ti'l að vera sigurstrang- tegir í einvígi við Petrosjan. Fischer teflir af meira öryggi. Það kemur varla fyrir, að hann brjóti allar brýr að baki sér á móti sterkum mönimum. Já, þú sagðir, að Petrosjan væri ekki óverðugur heimsmeist- ari. „Já, en hann er ekki „po- púler“ skákmeistari. Hann er ekki heimsmeistari fjöldans, heldur stórmeistaranna, ef svo mætti segja. Almenningur skilur illa skákstíil hans. Hann minnir að því leyti á djúpristan rithöf- und, sem fjöldinn skilur ekki. Hann er afskap'lega frumlegur, eins og ég drap á áðan. Engum öðrum stórmeistara líkur, látn- um né lifandi. Sumir hafa líkt honum við Capablanca, en þeir höfðu hvorki líkan stíl, né voru líkir að styrkleika. Petrosjan er mikliu sterkari, og tek ég þá fullt tillit til þeirrar framþróunar, sem orðið hefur í skáklistinni, síða ná dögum „Capa“. Hvað samanburð á Petrosjan og Spassky áhrærir, þá he'ld ég, að Petrosjan einbeiti sér af meiri sjálfsafneitun að skákinni en Spassky. Spassky er meiri „heimsmaðuir“ þótt hann ein- beiti sér auðvitað einnig mjög að skákinni í mikilvægum keppnium. Hvernig viltu að endingu auð- kenna skákstíl heimsmeistarans? Yfirsýnin yfir skákborðið er afskaplega örugg og næm. Áætl- anir hans líða fram, eins og hægur straumur. — Kannski er það sterkasta einkennið, hve vel homum tekst að dylja þunga- miðju átakanna. Það er oft engu iíkara en allt gerist átakalaust og af sjálfu sér. ARNI SNÆVARR: Ef þú hefðir talað við mig áð- ur en einvígið hófst, hefði ég ekki verið í minnsta vafa um sigur Spasskys. En það kom mér, og ég hygg ftestum, á óvart, að Petrosjan skýldi vinna fyrtsu skákina. — Annars er það at- hyglisvert, hve fyrsta skákin verðuir sjaldan jafntefli í ein- vígjum um heimsmeistaratitilinn. Þeir eru sagðir hafa teflt hið svonefnda opna afbrigði Sikil- eyjarvarnar. Og í þeirri byrjun getur ýmislegt gerzt. — Og þrátt fyrir þetta tap, spái ég Spassky sigri í einvíginu. Guðmundur Sigurjónsson: Mér kom á óvart, að Petro- sjan skyldi vinna fyrstu skák- ina. Ég bjóst við, að hún yrði jafntefli, eða'vonaði jafnvel, að Spassky ynni hana. Ég óska Ingi R. Jóhannsson Spassky fremur sigurs í einvíg- inu, vegna þess, hve Idtríkur og skemmtilegur skákmaður hann er. En Petrosjan tefldi mjög vel á Olympíuskákmótinu í Sviss í haust. Og óneitanlega skiptir miklu að vinna fyrstu skákina. Sérstaklega af því, að hann heldur titliinum á jöfnu. Það má segja, að Petrosjan hafi tveggja vinninga forskot núna. — En ég þori samt engu að spá um úr- slitin á þessu stigi. Jón Kristinsson: Ég held ap Spassky heppnist ekki að ná titlinum nú, þótt mjóu bunni að muna. Það er erfitt að vinna upp, þótt ekki sé nemia ein töpuð skák í slíku einvígi. Hann verður að leggja sig í mikla hættu til þess. — Það er heldur ekki við mann að eiga, þar sem Petrosjan er. Auk þess held ég, að Petro- sjan hafi betri aðstoðarmann en Spassky. Boleslavsky hefur skrif að fjölda skákbóka, einkum um taflbyrjamir. Ég he'ld, að hann sé betri en Bondarevsky, aðstoð- armaður Spasskys. Ég get ekki annað en veðjað á Petrosjan, þótt fremur kysi ég Spassky fyrir heimsmeistara. Steingrimur Guðmundsson: Ég get vel trúað, að Spassky vinni, þrátt fyrir þetta tap í fyrstu skákinni. Hann er svo geysiharður skákmaður. Hinn er að vísu öruggur skákmaður, en það er sama. Ég held, að hann tapi einvíginu. — Hann er líka orðinn fullgamall. Petrosjan er nú ekki nema fertugur. Það er sama. Menn þreytast fyrr, þegar þeir eru komnir á þann aldur, bardagagleðin verð- ur mirnni, og menn verða kæru- lausari. Þannig farast Steingrími orð, þótt sjálfur tefldi hann ótrauð- ur fram á sjötugsaldur á skák- mótum, og sýndi manna minnst þreytumerki. Niðurstaða mín er þá sú, að af sex aðspurðum spái tveir Spassky sigri, tveir Petrosjan, tveir vilji engu spá, en annar þeirra „óttist að Petrosjjan vinni. — Það er erfitt að gera „heildarspá eftir þessari skoð- anakönnun, þótt fróðlegt væri að fá fram skoðanir meistaranna. Eitt er þeim flestum sameig- inlegt og það er sú áherzla sem þeir leggja á mikilvægi þess að vinna fyrstu einvígisskákina. Hér birtist svo fyrsta skák einvígisins, með stuttaralegum athugasémdum, gerðum í flýti, og verður því að taka þeim með fyrirvara: Hvítt: Spassky Svart: Petrosjan Sikileyjarvörn 1. e4, c5 2. Rf3, e6, 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, a6 5. Bd3, Rc6 6. Rxc6, bxc6. (Margir kjósa fremur að drepa með d-peðinu) 7. O—O, d5 8. Rd2, Rf6 9. De2, Be7. 10. b3. (Fram að þessu hafði skákin teflzt eins og skák milli Smysloffs og Tals í kandídata- keppninni 1959. Þá lék Smysl- off 10. Hel, náði síðar vinnings- stöðu, en lék henni niður í jafn- teflli. Leikur Spasskys lítur ekki lakar út) 10— 0—0. 11. Bb2, a5. 12. f4. (Þessi leikur er einkenn- andi fyrir hina hvössu tafl- mennsku Spasskys. Hann hefur þegar sókn á kóngsarmi) 12— ig6. Þessi lei'kur sýnir veþ hve hlutlægt mat Petrosjan leggur á hverja taflstöðu. Leikurinn virð- ist veikjandi og bjóða hættunni heim, en þó tekst jafnvell Spass- ky ekki að ná teljandi kóngs- sókn) 13. Ha-dl, Rd7 14. c4, a4 15. f5, exf5 16. exf5, Bf6, 17. Bxf6, Rxf6 18. Df2, axb3 19. axb3, Ha2 (Það er furðanlegt, hve þessi hróksleikur á eftir að hafa mik'la erfiðleika í för með sér fyrir hvítan. Ef til vill hefði nú borgað sig fyrir hann að leika Bbl, til að hrekja hann á braut.) 20. fxg6, fxg6 21. h3, De7 22. Dd4 (Varla er hægt að taia um sókn af hendi Spasskys lengur. Með þessum leik virðist hann vilja framkalla c5 og tel- ur sig þar með veikja miðborðs- stöðu svarts, en Petrosjan sann- ar, að það er ranigt mat) 22— c5 23. Df4, Bb7 24. Hd-eþ Dg7 25. De3, d4. De6t Kf7. (Þetta get- ur Petrosjan leyft sér, vegna þess, að riddarinn á d2 er í upp- námi. Hrókurinn á a2 hefur sannaflega gert sitt gagn) 27. De2, He8, 28. Df2, Hxel 29. Dxel, De8 (Spassky er nú neyddur í drottningakaup) 30. Dxe8t, Rxe8 31. Be4, Hxd2 32. Bxb7, Rd6 (Lítum nú örMtið á stöðuna. Ljóst er að staða svarts er nokkru betri, vegna hins valdaða frípeðs á d4 og hinnar góðu aðstöðu svarta hróksins. f hægfara baráttu mundi svartur því trúlega vinna. Spassky tek- ur því þann kost að fórna peði, til að skapa sér einnig frípeð og sóknarmótvægi) 33. Bd5-f, Kg7 34. b4, cxb4 35. c5, Rf5 36. c6, Hc2 37. g4, Rd6 38. Hf4, d3 39. Hd4, d2 40. Bb3 (Hvítur hef- ur ekki átt um nema einn kost að velja síðustu þrjá leikiwa) 40— Hxc6 41. Hxd2 (Hér mun skákin hafa farið í bið og var talin jafnteflisleg i fréttum. Biskup er öllu sterkari en ridd- ari í svona stöðum, en þó reyn- ist frípeðið þyngra á metunum. Trúlega er hvítum ekki viðbjarg andi í biðstöðunni, en maður hefði getað vænzt lengri bar- áttu) 41— Re4 42. Hd7 + , Kf6 (Mun sterkara en að reyna að halda peðinu með Kh6) 43. Hxh7, Hcl + 44. Kg2, Rc5 45. Bf7 (Lokati'lraun Spasskys til að reyna að halda taflinu. Hug- myndin er að skipta upp peð- unum á kóngsarmi og fórna síð- an biskupnum á b-peðið, því hrókur og riddari vinna ekki gegn hrók í peðlausu tafli) 45— b3 46. g5 +, Kxg5 47. h4 + Kf6 48. h5, Hc2 +! (Mikilvægur leik vinntagur, sem eyðir síðustu vonum hvíts) 49. Kf3, b2 50. Ba2, gxh5 51. Hxh5, Hcl 52. Hh6 + , Ke5 53. Hb6, Ra4 (Nú straindar 54. Hb4 á Hal: 55. Hxa4, Hxa2, 55. Hb4, Kd5 56. Ke3, Kc5 og síðan Kc4 og kóng- urinn aðstoðar peðið við að kom ast upp í borð) 54. He6 +, Kd4 55. He4 +, Kc5 56. Hxa4. Hal og nú gafst Spassky upp. Svart- ur drepur biskupinn á a2 og vinnur síðan með sama móti og áður var getið. Yfirlit um leiksýningnr nhugnmnnnniélngn 1968 -1969

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.