Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 19«9
13
menn að þeir bættu metiB fyrir
þá af löndum sínum sem aldrei
urðu veKærir i dönsku; furðu
margir gerðust vísindamenn á
dönsku, rithöfundar og greina-
smiðir. Mér er því miður ekki
kunnugt um viðhlítandi bókfræði-
iegt registur um ritverk samin á
dönsku af íslenzkum höfundum í
gegnum árín. en það getur naum-
ast verið með öliu þýðingarlaus
þáttur i heildarmynd danskra bók-
menta. Ýmsir meðal islenzkra vís-
indamanna, sem laungum voru
starfandi hér við háskólann hafa
birt undir sinu nafni tugi bóka á
dönsku. ekki aðeins lærðar út-
gáfur með ritskýríngum og mál-
fræðiskýríngum á fornum textum.
heldur einnig sérfræðileg rít stór
og smá. sum í mörgum bindum.
Ég vona meira að segja að sá is-
lendingur i þjónustu Hafnarhá-
skóla sé ekki allfjarri okkur i dag
sem ein saman upptalningin á titl-
um prentaðra verka hans og vís-
'mdalegra bóka er 65 blaðsiður á
leingd. Návist þessara fræði-
manna var nauðsyn vegna rann-
sókna á islenzkum fombókum
svo og norrænni málfræði sem
um lángan aldur hafa átt öndvegi
sitt við Hafnarháskóla. Það mundi
verða islendingum litið gleðiefni
og ég hygg ekki heldur. en þó
norrænum löndum i heild sinni
allra síst. ef sú venja skyldi taka
snöggan enda. Þær gömlu bækur
sem hér liggja, við vitum öll hvað-
an þær eru komnar og eins leingi
og þær eru hér. heldur Kaup-
mannahöfn enn áfram að vera
höfuðstaður fslands í vissum
skilníngi. Ég vona að það hafi
aldrei verið. og verði atdrei. hug-
mynd vor að islenzkar bókmentir
ættu að vera íslenskt innanhér-
aðsmál.
Einn er sá hlutur sem við aldrei
megum gleyma. endurreisn Is-
lands á upptök sin á þessum
stað. Sú uppörvun sem réð úr-
slitum um það að þjóðin reis upp
aftur í siðferðilegum skilningi kom
frá háskólamönnunum hér á Hafn-
arháskóla. Allan þann tíma sem
stjóm islands bjó í Kaupmanna-
höfn ríkti ævinlega sterkur þjóð-
ernisandi meðal íslenzkra háskóla-
manna og þó hann fylgdi breyti-
leik tímans hélt hann áfram að
vera sjálfum sér samkvæmur.
Hvert félagið leysti annað af hólmi
í Kaupmannahöfn til vakníngar á
Islandi. Á átiándu öld oq frammí
byrjun hinnar nítjándu störfuðu í
Kaupmannahöfn hvert á eftir
öðru, og sum samtíða, félög eins-
óg Lærdómslistafélagið. Lands-
uppfræðíngafélagið, Fjölnir. Hið ís-
lenska bókmentafélag — svo
nefnd séu nokkur beirra samtaka
sem mörkuðu stefnuna og öllum
var stjómað héðan i samvinnu
við þann hluta bændastéttarinnar
heima sem mestan hafði skiln-
ingsþroska og bá menn i embætt-
isstétt sem horfðu framávið.
Rrt þessi voru samin af lær-
dómi, uppeldisáhuga og nytsem-
isstefnu, og það er ekki fyren
rómantíkin kemur til skjalanna að
faríð er að slá á skáldlega streingi.
Bókmentir þessar sem skrífaðar
voru á íslensku og þryktar í Kaup-
mannahöfn, og borgað undir þær
heim til Islands á seglskípunum á
sumrin, voru mestmegnis ársrít
með svipuðu sniði og þá var tíska
f heiminum. Nú á tímum er auð-
veldast að mæla þær i hillumetr-
um. Það er með ólíkindum hve
breytilegur fjöldi málefna var í
umræðu hjá þessum mönnum og
mart í evrópiskri þróun á þessum
tímum endurspeglast í þessari rit-
gerðasmið, t.d. er gaman að sjá
á átjándu öld hvernig skáldleg
lærdómsstefna, sem laungum
hafði þó verið okkar heygarðs-
hom, er látin lúta í lægra haldi
fyrir þarflegum og skynsamlegum
sjónarmiðum, og má þar skynja
bergmál af upplýsingunni frönsku.
A seinna skeiði lagar islenzka
skoðanamyndunin í Kaupmanna-
höfn sig eftir hugmyndum frönsku
byltingarinnar einsog þessar
skoðanir urðu numdar í Kaup-
mannahöfn, ásamt frelsisstefn-
um og stjórnmálaumbrotum sem
sigldu þar i kjölfarið; islensku rit-
gerðasmiðirnir senda hugmynd-
irnar áfram rétta boðleið í þágu
endurreisnar á Islandi.
Það verður einnig á þessum
tima sem skáldtn íslenzku og
hugsjónamennirnir hér á háskól-
anum stökkva úti rómantikina en
einnig hún fól í sér eitt af lausn-
arorðum tímans. Skáldskaparhefð
okkar ðtti í rauninni rót sina i
eddu; nú var tekið til að losa á
þeim böndum og leiða innar eins
mikið og kostur var af því sem
við höfðum hlaupið yfir í lángrí
einángrun. Hér í Kaupmannahöfn,
undir áhrifum frá Hafnarháskóla
voru ort ófá íslensk Ijóð og sum
þeirra í flokki þess sem ort hefur
verið með mestum afburðum á ís-
lenska túngu. Þessum rómantísku
skáldum eigum við ekki aðeins
endurlifgun túngunnar að þakka,
heldur gæddu þeir edduhefðina
nýum einfaldleika með alþýðleg-
um tóni sem heillaði íslenska
þjóðarsál; og enn þann dag i dag,
fjórum kynslóðum síðar hlustum
við á þessa sérstöku stillíngu
orgelsins sem tón Islands.
Fyrst ég snerti þessi málefni
lángar mig að nefna á þessum
stað danskt nafn sem í sögunni
er samgróið endurreisn Islands
uppúr aldamótunum 1800, nafn
sem Island umlykur í ævarandi
þakklæti sínu, Rasmus Christian
Rask. Mætti ég einnig nerfna nafn
þess skálds sem umfram önnur
skáld er lífi gæddur tónn islands,
Jónas Hallgrímsson, þjóðskáld
vort, maður úr Norðurlandi sem
nam vísindi á Hafnarháskóla, átti
heima hér og starfaði sem nátt-
úrufræðíngur, orti hér ódauðleg
Ijóð sín og dó hér. Fleirí nöfn skal
ég ekki nefna.
Við íslendíngar stöndum í sér-
stakri þakkarskuld við Hafnarhá-
skóla fyrir að hafa varðveitt Irf-
taugina óslitna í mentaþróun Is-
lands yfir tímabilið milli siða-
skiftanna og endurreisnarinnar,
þann tíma meðan Island lá í tröð.
Enda er það þessi stofnun sem
islenska þjóðin hefur alla tíð hald-
ið í heiðri og sett ofar sérhverri
annarri stofnun i Danmörku.
Ég tel mér það sérstakt ham-
ingjulán að hafa án þess að vera
háskólamaður átt þess kost að
vera gestur á Hafnarháskóla og
bera fram þakkir við þessa virðu-
legu stofnun fyrir alt það sem
hún hefur verið Islandi gegnum
aldimar. Ég er hrærður af þeim
sérstaka virðíngarvotti mér sýnd-
um i dag af þessum háskóla sem
verið hefur alma mater margra
meðal hinna bestu af löndum min-
um og Ijósgjafi meðal þjóðar
minnar; og ég þakka sjálfs mín
vegna fyrir að hafa mátt dveljast
einn dag ævi minnar i þessu húsi
með hinu tigulega amarmerki yfir
fordyrinu.
NÝR
einfasa mótor kominn á markaðinn frá
ASEA Thrige — Tifan
í Danmörku. Málsettur samkvæmt alþjóða-
staðli IEC Publ. 72-2-1960.
Fyrirliggjandi eru tvær stærðir.
MT 80 A 19-4 0,25 kw, 0,33 hö, 1430 r/m.
MT 80 B 19-4 0,37 kw, 0,5 hö, 1430 r/m.
JOHAN RÖNNING H.F.
umboðs- og heildverzlun
Skipholti 15 — Sími 22495.
Foreldrar athugið
American Field Service óskar eftir fjölskyldum til að taka að
sér bandaríska unglinga til 2ja mánaða sumardvalar, n.k. sumar.
Upplýsingar veitir skrifstofa félagsins Ránaðargötu 12, Rvk.,
opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstu-
daga kl. 17.30 — 19.00. sírrii 10335.
Að gefnu tilefni
er vakin athygli á því, að skipting lands t. d. í sumarbústaðar-
land er háð sérstöku samþykki hlutaðeigandi bygginganefndar.
Bygging sumarbústaða er eins og bygging annarra húsa óheimil
án sérstaks leyfis byggingarnefndar. Ef bygging er hafin án
leyfis verður hún fjarlægð bótalaust og á kostnað eiganda.
Byggingarfultrúinn i Reykjavík,
Byggingarfulltrúinn í Kópavogi,
Byggingarfulltrúinn á Seltjamamesi.
Byggingarfulltrúinn í Garðahreppi,
Byggingarfulltrúinn i Hafnarfirði,
Byggingarfulltrúinn í Mosfellshreppi,
Oddvitinn í Bessastaðahreppi,
Oddvitinn í Kjalameshreppi.
HUSBYGGJENDUR!!
Nælonteppin komin aftur.
Falleg — Sterk — Ódýr.
Verð frá kr. 330 fermeterinn,
Scndum um alt land.
■nnréHinq
Grensásvegi 3 - Sími 83430
Taeliifæri sem enginn ni;\ missa af
Miði er
stórmoguleiki II
ef erfitt er aÖ kaupa
eÖa skipta um bifreiÖ.
Nu býöur
happdr. DAS
eftir eigin vali yöar !
8-10 BILAH
I HVERJUM MÁN.