Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1009 23 Bjarni lagði stund á vélsmíða- nám og var vélstjóri á togurum, þar til hann gerðist yfirverk- stjóri hjá vélsmiðjunni Hamri h.f. áTÍð 1922 og starfaði þar alla tíð til ársins 1901 eða tæp 40 ár og hætti þá störfum sökum ald- urs. (Hann kvæntist Ragnihillidi Ein- arsdóttur þann 9. okt. 1915 og lifir hún mann sinn. Voru þau hjón sérstaklega samhent og komu upp stórum barnahóp af miklum myndarskap, jafnframt sem þau unnu stórmerkilegt þrautryðjendastarf í gaxðyrkju og jarðrækt á 'heimili sínu að Dvöl við Hlíðarveg, en þar breyttu þau stóru landssvæði úr gróðurlausri urð í fagran gróð- urríkan garð. Það verk rnyndi í dag vera talið mikið afrek, en ef hafðar eru í huga þær aðstæð ur sem voru fyrir hendi, þá er mér næst að ætla, að um algjört þrekvirki væri að ræða, ekikum þegar haft er í huiga, að allt þetta mikl'a starf var unnið að loknum vinnudegi. Gróðurmold- inni var ekið um langan veg í hjólbörum eða borin í fötum og þannig var verkið unnið að mestu með handafli einu og get- um við því gert okkur í hugaT- lund þau mörgu dagsverk, sem liggja að baki verkinu. Garðurinn í heild ber vott um milklia smekkvísi og skipulagn- iragu og er óvenju fjölskrúðug- ur af jurtalífi og trjágróðri. Bjarni heitinn var einn af fmmbyggjum Kópavogs, en hann leigði sumarbúsitaðaland hjá Jóni á Digraraesi um 1930, en fluttist alfarinn hingað um 1940 og stækkaði og endurbætti húsa- kynni sín næstu árin og er Dvöl í dag vinarlegur staður umllukt- ur gróðri. Bjarni var mikill drengskaparmaður ákveðinn í skoðunum og trúaður. Hann var eindreginn stuðningsmaður Sjálf stæðisflokksins og gegndi mörg- um trúnaðarstörfum fyrir hann. Sæti átti hann í hafnarstjórn Kópavogs frá stofnun hennar og var hann sérstaklega fróður og kunnugur þeim málum og lagði til góð og heililadrjúg ráð í þeim efnum, enda hafði hann langa starfsreyraslu að baki sér. Hann var og einn af stofnendum Spariíjóðs Kópavoigs. Hér eru aðeins nefnd nok'kur félagsstörf, sem hann tók þátt í en Bjarni var virkur og athafna- samur í félagsmálum, enda heil- steyptur og hollráður maður. Þessir eiginleikar haras nýttust vel í mörgum þeim verkefnum aem hann tókst á hendur og hef ég þar efst í huga björgunar- störf hans, unnin á vegum Ham- ars hf. Er mikill skaði, að ekki hafa verið skrásettar sögur um mörg afrek, sem hann innti þar af hendi. Oft reyndi á þrek og þol, en karlmennska og þrautseigja Bjarna heitins smitaði út frá sér og aldrei held ég að hann og starfsfélagar hans hafi gefizt upp við björgun, en oft leyst ótrúleg vandamál við erfiðar að- stæður og munu hafa bjargað fjölda skipa, þar á meðal mörg- um togurum. Eru dæmi til þess í sjávar- háska, þegar skipstjóri og skip- verjar höfðu gefist upp, þá hafi Bjarni tekið við stjóm og siglt skipinu 'heilu í höfn. í návist Bjarna var gott að vera. Hann var fróður vel og hafði mjög skemmtilega frá- sagnargáfu svo unun var á að hlýða, enda var oft margt um manninn á hinu ynd'islega heim- ili þeirra og ljúft að njóta gest- risni hjónanna og vináttu. A ég svo margs góðs að minnast frá þeim stundum. Hjónin Bjarni og Ragnlhtidur eiga 6 uppkomin börn, sem öll eru á lífi og eru þau þessi: Björgvin, kvæntur Ingibjörgu Árnadó‘tur, Einar Valgarð, ókvæntur, býr í heimahúsum, Ragnar, kvæntur Guðleifu Jör- uradsdóttur, Fjóla, kvænt Sigurði Gíslasyni, Fríða, kvænt Hauki Sigurðssyni og Jón, kvænbur Sól veigu Magnúsdóttur. Vil ég sérstakleiga votta eigin- konu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, vinum og venzla- fólki innilegustu samúð mína og fjölskyldu minnar, en minning in um mætan og góðan dreng fyrnist aldrei og verður niðjum hans til ævarandi blessuraar. Sigurður Helgason. HORFINN er til feðra sinna einn af frumibyggjum Kópavogs — Bjarni Jónsson yfirverks‘jóri í Dvöl við Hlíðarveg — á sjötug- asta og níunda aldursári. Bjarni átti sæti í hafraarnefnd Kópavo'gs um áratugsskeið og hefur hann ætíð verið hinn til- lögubezti maður um málefni hafnarinnar hér í kaup:.taðnum, enda þaulkunnugur öllum hafn- arframkvæmdum. Hann var einn þeirra manna, sem ég leitaði fyrst til sem starfsmaður bæj- arins varðandi úrlausn ákveðins vanda. Hann leysti úr honum með þeim dugnaði, lipurð og ljúfmennsku, sem mér fannst höfuðprýði þessa göfuga manns. Meðan Bjarni mátti heilsu sinn- ar vegna, lét hann sig aldrei vanta á fundi hafnarnefndar. Jafnan kominn fyrstur manna til fundar — ætíð hinn mikli áhuga maður í starfi. — Honum var mjög í mun að efla atvinnulíf staðarins og vildi, að hér risi upp fiskibátahöfn og fiskiðnað- ur á Kársnesinu. Er stefnt að því, að sú hugsjón hans rætist. Það, sem mun varðveita nafn hans um ókomin ár hér í Kópa- vogi er hinn undurifagri og stóri garður hans og þeirra ihjóna hér í suðurhlíð Digranes'hálsins. Um 1930 byggðu þau hér sum- arbústað og hófu ræktun á hrjóstrunum við hinar erfiðustu aðstæður. Upp úr stríðinu er Bjarni seztur hér að með fjöl- skyldu sinni til fastrar búsetu. Garðurinn ber fagran vott um samstillt átak og stóihug hans og konu hans, frú Ragnhildar. Bæjarstjórn Kópavogs veitti þeim hjóraum verðskuldaða við- urkenningu fyrir frambak þeirra í fegrun bæjarins árið 1965 og var enginn betur að þeim heiðri kominn. í nafni bæjarstjórnar Kópa- vogs og samstarfsmanna í hafn- arnefnd flyt ég Bjarna þakkir fyrir störf haras í þágu staðar- ins. Kópavogsbúar munu um langa framtíð blessa minningu hans, er þeir njóta þess unaðar að eiga friðsælar stundir í gróð- urlundinum góða. Frú Ragn- hildi, börnunum öluim og skylduliði votta ég dýpstu sam- úð. Hjálmar Ólafsson. BARNALEIKUR Thorbjarnar Egnerts, Síglaðir söngvarar, hef- ur. verið sýndrar sl. 5 mánuði í Þjóðleikhúsinu við ágæta aðsókn og eru sýninigar á leiknum nú orðnar 25. Nú eru aðeins eftir þrjár sýningar á leiknum og verður síðasta sýningin á sumar daginn fyrsta. Það er venja að hætta sýningum á barnaleikrit- um, þegar prófannir barnanna byrja. Leikurinn verðu.r ekki sýndur aftur á næsta leikári svo að nú er síðasta tækifæri fyrir börn að sjá þetta skemmtilega leikrit. Myndin er af Lárusi Ingólfs- syni og Bessa Bjarnaeyni í hlut- verkum sínum. /' II II II II II II II II II II II II II II II II II ll II II II II II II II II u n ii ii ii Orð í tíma töluð-í síma w ©II 8 11 § II ý II I " § II II II II Ásta og Harpa Árnadætur. - ‘,RABBr Framhald af bls. 14 son 7 ára, ásamt bróður sín- um Þorkeli Má 4 ára voru saman á óperunni og þeim þótti mest spennaradi þegar Rabbi hélt Dillidó og var að tala við hana. „Ég hefði öskr- að eins hátt og ég gat hefði ég verið inni í Rabba og reynt að sleppa“, sagði Björn. „Mér fannst mest gaman, þeg ar tóns.tigarnir voru að renna sér“, sagði Þorkell litli. Jf Ingibjörg Ásgeirsdóttir W ára og Hjördís Hjörlifsdóttir 11 ára sögðu þáðar í kór, að þeim hefði þótt mjög gaman. Ingibjörgu fannst mest spennandi þegar Rabbi rráði Dillidó og þegar verið var að reyna að bjarga henni. Hjör- dísi fannst mjög gaman þeg- ar rafmagnsheiilinn sprakk og einnig þegar tónlistanmennirn ir gripu fjörlega inn í leikinn með leik sínum, sérstaklega þegar tónstigarnir voru að renna sér. „Ef ég hefði verið í sporum Dillidó, hefði ég bara vonað það bezta inni í rafmagnsheil- anum“, sagði Hjördís. II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II \\ Það er á yðar ábyrgð að tryggja öryggi fjölskyld- unnar. Gleymið því ekki og dragið ekki nauðsynleg- ar ráðstafanir á langinn. í einu símtali getið þér fengið heimilistryggingu, líftryggingu, slysatrygg- ingu og hvers konar tryggingu aðra sem yður er nauðsyn á. Gleymið ekki að hækka fyrri tryggingar yðar til samræmis við breytt verðlag. MENNAR TRYGGINGAR ? PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.