Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1®60
tdfcglesfiandi H.f. Árvakur, Reykjavíik.
Fmmkvœmdaíitj óri Haraldur Sveinsson.
'Rifistjórai1 Sigurður Bjamason frá Viguar.
Maififihías Joíhannesisien.
Byjólfiur Konráð Jónsaon.
Ritatjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson.
Frétfiaigfcjóri Bjiöirn JóShaimssora.
Auglýsimgiaisfijóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgneiðsla Aðalsfiræti 6. Sími 10-100.
Auiglýsingar AðaJstræ'ti 6. Síml 22-4-SO.
Ásikriiftargjald kr. 150.00 á mánuði innanlands.
í lausasiöiu kr. 10.00 eintakið.
HAFNARHÁSKÓLI
¥ merkri ræðu Halldórs Lax-
ness við afhendingu Sonn-
ing-verðlaunanna í gær, sem
birt er í Mbl. í dag, hyllti
hið íslenzka Nóbelsskáld
Kaupmannahafnarháskóla
„fyrir að hafa varðveitt líf-
taugina óslitna í mentaþróun
íslands yfir tímabilið milli
siðaskiftanna og endurreisn-
arinnar, þann tíma meðan Is-
land lá í tröð.“
Þýðingu Kaupmannahafn-
arháskóla fyrir íslenzka
menningu og íslenzkt sjálf-
stæði lýsir Halldór Laxness
með þessum orðum: „Einn er
sá hlutur, sem við aldrei meg-
um gleyma, endurreisn ís-
lands á upptök. sín á þessum
stað. Sú uppörvun, sem réð
úrslitum um það að þjóðin
reis upp aftur í siðferðileg-
um skilníngi kom frá háskóla
mönnunum hér á Hafnarhá-
skóla. Allan þann tíma, sem
stjórn íslands bjó í Kaup-
mannahöfn ríkti ævinlega
sterkur þjóðernisandi meðal
íslenzkra háskólamanna og
þó hann fylgdi breytileik
tímans hélt hann áfram að
vera sjálfum sér samkvæm-
ur. Hvert félagið leysti ann-
að af hólmi í Kaupmanna-
höfn til vakníngar á Islandi.
Á átjándu öld og frammí
byrjun hinnar nítjándu störf-
uðu í Kaupmannahöfn hvert
á eftir öðru, og sum samtíða,
félög einsog Lærdómslistafé-
lagið, Landsuppfræðíngafé-
lagið, Fjölnir, Hið íslenzka
bókmenntafélag — svo nefnd
séu nokkur þeirra samtaka,
sem mörkuðu stefnuna og öll-
um var stjórnað héðan í sam-
vinnu við þann hluta bænda
stéttarinnar heima sem mest-
an hafði skilníngsþröska og
þá menn í embættisstétt sem
horfðu framávið.“
I lok ræðu siinnar í Hafn-
arháskóla í gær sagði Hall-
dór Laxness:
„Við Islendingar stöndum í
sérstakri þakkarskuld við
Hafnarháskóla fyrir að hafa
varðveitt líftaugina ós'litna í
mentaþróun Islands yfir tíma
bilið millí siðaskiftanna og
endurreisnarinnar, þann tíma
meðan ísland lá í tröð. Enda
er það þessi stofnun sem ís-
lenzka þjóðin hefur alla tíð
haldið í heiðri og sett ofar
sérhverri annarri stofnun í
Danmörku.
Ég tel mér það sérstakt
hamíngjulán að hafa án þess
að vera háskólamaður átt
þess kost að vera gestur á
Hafnarháskóla og ber fram
þakkir við þessa virðulegu
stofnun fyrir alt það sem hún
hefur verið íslandi gegnum
aldirnar. Ég er hrærður af
þeim sérstaka virðíngarvotti
mér sýndum í dag af þessum
háskóla, sem verið hefur
alma mater margra meðal
hinna beztu af löndum mín-
um og Ijósgjafi meðal þjóð-
ar minnar og ég þakka sjálfs
míns vegna fyrir að hafa mátt
dveljast einn dag ævi minn-
ar í þessu húsi með hinu tígu-
lega arnarmerki yfir fordyr-
inu.“
íslendingar taka undir
þessi orð Nóbelsskálds síns
um Hafnarháskóla og láta
jafnframt í ljós þá von að
tengsl íslands við þessa
merku menntastofnun megi
eflast og styrkjast á ókomn-
um árum. Þegar handritin
koma heim er þess að vænta
að fræðimönnum frá Hafnar-
háskóla verði búin aðstaða á
íslandi til þess að sinna
áfram þeim fræðistörfum,
sem þeir hafa haft með hönd-
um.
OFSTÆKI
T angt er síðan önnur eins
^ endemisgrein hefur birzt
í íslenzku blaði og forustu-
grein kommúnistablaðsins í
gær, sem skrifuð er af stjórn
málaritstjóra blaðsins og al-
þingismanni. I þessari þokka
legu ritsmíð segir m.a.: „Það
er mjög algengt í Vestur-
Evrópulöndum að verkafólk
neiti að hlíta verkbannsað-
gerðum atvinnurekenda og
haldi áfram störfum eins og
ekkert hafi í skorizt. Slíkt
hið sama væri unnt að gera
hér, hafa verkbannsaðgerðir
að engu og halda framleiðslu
áfram á þeim stöðum, sem
iðnverkafólki og járniðnaðar-
mönnum hentar. Sumsstaðar
kynni þá að þurfa að lempa
svokölluðum vinnuveitendum
út fyrir dyrnar, en slíkt kæmi
ekki að sök; það er jafnt fyr-
irtækjum, sem einstaklingum
til gagns og léttis að losna
við afætur.“
Þessi tilvitnuðu orð standa
í forustugrein kommúnista-
blaðsins í gær. Það er sjald-
gæft að menn opinberi með
þessum hætti ofstæki sitt og
mannhatur. Þessi orð munu
standa sem sérstæður
minnisvarði um stjórn-
málaafskipti greinarhöf-
undar ásamt hinum eftir-
minnilegu ummælUm hans
um Tékka og Slóvaka, dag-
inn, sem innrásin var gerð í
land þeirra er þessi sami
maður lét í ljós þá einlægu
ósk að frjálsir flokkar og
frjáls blöð mættu aldrei þríf-
ast í Tékkósilóvakíu.
Það upplausnarástand, sem
GEIMFERÐIR síðustu ára
hafa hleypt af stað miklu
flóði bóka og kvikmyruda og
aevintýra í geiimnum. Ævin-
týrin enu að vísu oft nokkuð
óraunverulegri en ævintýri
geimfara, en kvi'kmynda-
heiminum hefur tekizt að ná
geysimi'killi tækni, og mynd-
irnar eru sumar hverjar svo
vel gerðar að jafinvel menn
eins og Borman og Lovell
segja að þær gætu ekki orðið
raunverulegri.
Ein þessara kviikmynda
heitir „Space Odyssey 2001“
og í aðallhlu'tverki er Jane
Fonda, sem klæðist geimibún-
ingi sem er líklega meira
klæðilegur en praktiskur. En
það var ekkert til sparað að
öðru leyti til að gera mynd-
ina sem raunverulegasta,
enda hefur hún verið sýnd við
geysilega aðsófcn viða um
heim.
Geimferðir eru, eins og
mönnuim er kunnugt, nokkuð
kostnaðarsamt fyrirtæki og
þótt k vikmynd agerðin kosti
ekki alveg eins mikið, er
samt dágóðum summum til
þeirra varið. Til að gera góða
mynd þarf t. d. að búa til heila
borg og heil fjöll, sem geta
verið landslag, auik þess sem
ósköpin öll ast rafeindatækj-
um eru nauðsynleg.
Meirilháttar lerkstjórar sem
ætla að gera slíkar myndir,
víla því ekki fyrir sér að
heimta nofckra tugi milijóna
til að standa undir þeim
kostnaði. Og það eru ekki
lengur bara óþekktir þriðja-
flokks leiikarar sem fást í
aðalhlutvenkin, þebta er að
verða það mifcil þáttur í
kvrkmyndagerðinni að jaifn-
vel John Wayne hefur lagt
frá 9ér kúrekabyssuna og
tekið upp geimgeislabyssuna
í staðinm. Af öðrum frægum
leiikurum má nefna James
Mason, Gregory Peck og Cli'ffi
Robertson.
Til skamms tíma var litið
fremur ^iiður á vísindaskáltí-
söguir og kvikmyndir sem
gerðar voru eftir þeim voru
heldur ekki upp á marga
fiska, enda aðallega um að
ræða þriðjaflokks hryllings-
myndir urn eittihvert skrímsl
sem ógnaði jarðarbúum, eða
eittlhvað álíka gáfulegt.
En nú er þet’ta sem sagt allt
breytt, og á næstu árum fá-
um við áreiðamlega að sjá
mJkinn fjölda af kvikmynd-
um sem fjalla um vísinda-
ævintýri og bróðurparturinn
verður sjálfsagt tekinn „fyrir
utan gufubvolfið“.
Hér eru tvær myndir af mönnum fyrir utan geimfar. Annar
þeirra er Russel Schweickart, sem fór með Appollo 9. ÞaS er
hann sem heldur sér í handriðið. Hin er úr kvikmynd um
geimferð.
11 ■ r a ki ií n ii r i m i
j U lAN UR HEIMI
Sumorblíða
ú Neskaupstað
NESKAUPSTAÐUR 19. apríl. —
Hér hefur verið sumarblíða
undarafarna daga og í gær komst
hitinn upp í 12 stig. Gras er far-
ið að grænka í görðum. Snjó-
laust er með öllu hér um sióðir
og hefur verið greiðfært um
Oddskarð undanfarið.
' Afli hefur verið heldur tregur
hj'á togbátum og netabátum
undanfarið, en atvinna er þó
næg.
Loðnubræðslu lauk fyrir um
það bil vi'ku og voru alls brædd
milli 10 og 12 þúsund tonn, Biú-
ið er að afskipa um 400 tonnum
af loðnulýsi og nokkru af mjöli.
Leikfélagið hefur sýnt Dúfna-
veizluna undanfarið hér á Nes-
kaupstað og á Egilsstöðum og er
síðaista sýning í kvöld. — Ásgeir.
Sjdmannasýning
ú Pilti og stúlku
,Höfn Hornafirði, 19. apríl.
LEIKFÉLAGIÐ hetfur haft þrjár
sýningair á Pil'ti og atúlfcu umd-
anfarið og munu flesitiir hér um
slóðir hafa séð það, aðrir en ajó-
menn. Stendur til að hatfa aýn-
íngu fyrir þá ein/hvern daigirm
þegar þeir enu í landi. Afli hefiur
verið sæmilegur undanfarið en
með lélegasta móti í gœr, 8—lö
lestfir á bát.
Hreinn Eiríkason er leikstjóri
og er leikritið listavel leiikið.
Leiktjöld Bjarna Hen.rikssonar
eru sérlega falleg og væri
ástæða til að sýna leiikinn í nær-
liggjandi sveitium.
Lokaþáttur spurniingakeppni
miLli sveita, sem haldið er á veg-
um Umgmennasambandsins Úlí-
ljóts verður væntanllega hér uim
næstiu helgi. — Gunnar.
framundan er á vinnumark-
aðnum, ef samningar takast
ekki ,er hörmulegt. En iðn-
rekendur hófu ekki þann
leik, sem leiddi til verkbanns
á iðnverkafólk. Þeir og aðrir
atvinnurekendur hafa ná-
kvæmlega sama rétt til verk-
banns og verkalýðsfélögin
haifa til verkfalls. Verkalýðs-
samtökin geta tæplega búizt
við því að iðnrekendur taki
því þegjandi ef þrjú fyrir-
tæki í samtökum þeirra eru
lögð í einelti fremur en gera
má ráð fyrir því að verka-
lýðssamtökin sætu aðgerðar-
laus hjá ef verkbann væri
boðað á starfsfólk í þremur
fyrirtækjum.
Kommúnistablaðið hefur
ríka tilhneigingu til að tala
með velþóknun um hina svo-
nefndu „þjóðlegu atvinnu-
vegi“. Iðnaðurinn fellur und-
ir þetta hugtak kommúnista.
Iðnrekendur sáu það í komm
únistablaðinu í gær hvern
hug kommúnistar bera raun-
verulega til þeirrar atvinnu-
greinar, sem þeir af miklum
dugnaði hafa byggt upp á
undainförnum árum.