Morgunblaðið - 20.04.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 20. APRÍL 19-69
5 .
All ir framhaldsskóla-
kennarar öðlist fyllstu
réttindi og sömu laun
í tilefni af blaðaskrifum um
launamál kennara á gagnfræða-
stigi vill stjórn Landssambands
framhaldsskólakennara taka
fram eftirfarandi:
a) Starfsmat liggur ekki enn
fyrir, og tillögur um hækkun
B.A. prófmanna og annarra há-
skólamanna í kennslustarfi voru
því ekki byggðar ó starfsmati.
Ef niðurstöður starfsmats hefðu
legið fyrir, hefði að sjálfsögðu
farið fram allsherjar endurskoð-
un á gildi kennarastarfsins, en
því fer fjarri.
b) Me'ð bréfi menntamálaráð-
herra dags. 5. júní 1964 var það
viðurkennt sem réttlætismál, að-
þeir kennarar, sem verið höfðu
í starfi fyrir 1952 skipuðu sama
launaflokk og kennarar með
B.A.-próf og uppeldisfræði.
Stjórn L.S.F.K. lagði að sjálf-
sögðu áherzlu á, að þessum hóp
kennara yrði ekki sundrað að
nýju, enda verður þa'ð ekki um-
deilt, að kennarar, sem hafa svo
langa starfsreynslu, séu þeim
vanda fyllilega vaxnir og beri
því fyllstu laun í starfi. Jafn-
framt þarf svo að gera ráðstaf-
anir til að allir starfandi fram-
haldsskólakennarar geti öðlast
fyllstu réttindi og þá sömu laun.
c) Þing L.S.F.K. hafa hvað
eftir annað samþykkt ályktanir
um nauðsyn þess, að sett séu lög
um menntun framhaldsskóla-
kennara, sem kveði skýrt á um
kröfur til kennara í bóklegum
og verklegum greinum, svo og
réttindi kennara. Ákveða þarf
hlutverk Háskólans og fram-
haldsdeildar Kennaraskólans í
þessu skyni og jafnframt að
skapa möguleika fyrir starfandi
kennara að afla sér viðbótar-
menntunar og endurhæfingar,
svo og að tileinka sér nýjung-
ar í fræ'ðslu og uppeldismálum.
Samtök framhaldsskólakennara
(L.S.F.K.) hafa jafnan álitið það
eitt þýðingarmesta úrlausnar-
efnið í skólamálum að auka
menntun kennara og m.a. yrði
sköpuð aðstaða í formi nám-
skeiða, sumarskóla eða kennara-
háskóla að veita starfandi kenn-
urum möguleika til að afla sér
fyllstu réttinda á sínu s viði.
Vanræksla stjórnvalda í þessum
efnum er stórlega vítaverð.
d) Ástæða er til a'ð mótmæla
harðlega ósæmilegum aðdróttun-
um, sem fram hafa komið í garð
þeirra kennara, sem ekki hafa
prófgráðu úr háskóla. Til fastra
kennslustarfa í framhaldsskól-
um hefur ráðizt undantekninga-
lítið fólk með fyllstu réttindi úr
Kennaraskóla eða stúdentsprófi
og þá iðulega með viðbótarnám,
sem að gagni kemur í starfi
þeirra.
Framhaldsskólakennarar hafa
I sérhæft sig og þjálfáð til kennslu
á aldurstigi því, er þeir starfa
við og tileinkað sér framfarir I
kennsluháttum eftir því sem
skólahúsnæði, tækj akostur, end-
urskipulagning námsefnis og
kennslúbækur frekast gefa til-
efni til. Verulegar breytingar
hafa gerzt og eru að eiga sér
stað á þessu sviði, og má í því
sambandi t.d. minna á nýjungar
í stærðfræði, eðlisfræði og mála-
kennslu í gagnfræðaskólum.
e) Það er skoðun stjórnar
L.S.F.K. að kennarastörf séu al-
mennt vanmetin hér á landi,
Franihald á bls. 24
YdersT
velklædt
-InderstJ
ock
Nœrfötin eru þekkt
um allan heim
fyrir snið og gœði
~s4C6f-fá, hatU&mAÍœ
HERRADEILD
PÓSTHÚSSTRÆTI — LAUGAVEGI.
Orloishús V.R.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um dval-
arleyfi í orlofshúsi V.R. í Ölfusborgum sum-
arið 1969.
Umsóknir þeirra, sem ekki hafa áður dvalið
í orlofshúsinu sitja fyrir öðrum umsóknum
til 15. maí n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu V.R., Austurstræti 17, 5. hæð.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Notið
3að bezta!
þér munið elska 9 V A hárspray.
9-V-A með B-vitamini hefur ekki
lakk í... kristal.-tært úðun sem
heldur hárinu mjúku og auðvelðu
i notkun sama hve oft Það er notað
... þvi oftar þvi betra. það gerir
B-vitaminið sem er bætt i það
og hin dásamlega parfumerða lykt
þér munið elska 9 V A ,,Hár spray"
**tt> *;V!T*WIN:
ÍSLENZK-
c&merióka"
Philips forhleðslu
rafmagnsrakvél
þurfið þér ekki að setja
i samband nema einu
sinni á hálfs mánaðar
fresti.
Galdurinn liggur í
klónni; hún er hugvit-
samlega gerð. Þér
stingið henni í innstungu
og hafið í sambandi
yfir nótt, og síðan getið
þér notað vélina í
hálfan mánuð án þess
að koma náiægt snúru,
kló, rafkerfi eða
rafhlöðum.
Hvort sem þér
farið byggð eða óbyggð,
langt eða skammt,
PHILIPS
forhleðsluvélin
verður yður tryggur
förunautur.
PHILIPS
Tryggur
förunautur
hvert sem
þér farið
PHILISHAVE-3 DE LUXE
þriggja hnífa með
bartskera
PHILISHAVE-3 SPECIAL
þriggja hnífa
PHILISHAVE STANDARD
tveggja hnífa
<