Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 10
{: V \ 10 MORQUNBLÁÐIÐ, SUNN-UDAG-UR 216. APRÉL 1970 að halda áfram með eiralofna- framleiðsluna og bökunarlakka hiillubúnaðinn ag e.t.v. flytja þangað ryðfríu deildina síðar, en hafa helluofna og hillubúnaðar- deildirnar hér við Háteigsveg- inn, ásamt skrifstofum og verzl- un —Smiðjubúðinni.En þar sélj- um við fyrst og fremst fram- leiðslu okkar úr ryðfríu stáli, hillubúnaðiinn og skyldar erlend- ar vörur. Heimsókn í 34ra ára iðnfyrirtæki - Ofnasmiðjuna Sveinbjöm Jónsson og Einar S. M. Sveinsson við rafmagnsknúnu skápana, sem Ofnasmiðjan hefur smíðað fyriir Landspítatann. En í þeim eru öll skjöl og bækur sjúkrahússins geymd. Vinna nú að stærsta eldhúsi la ndsins — Við höfum allt okkar líf verið að strefa fyrir kvenfólkið, sagði Sveinbjörn Jónsson, hin aldna kempa í Ofnasmiðjunni, þegar við litum inn í þetta gamalgróna fyrirtæki á gatna- mótum Einholts og Háteigsveg- ar fyrir skömmu og hittum auk hans, Einar S.M. Sveinsson, fram kvæmdastjóra. Með þessum glettnislegu um- mælum sínum var Sveinbjörn að vitna í framleiðsluna. í lang- flestum íbúðum hér á landi eru stálvaskar frá Ofnasmiðjunni, tveir í flestum nú orðið, og fram leiddir 1800 vaskar af 20 gerð- um á ári. Margar konur stinga líka þvottinum sínum í þvotta- potta þaðan og þarna verður til þvegillinn, sem léttir mörgum húsmæðrum hreingerningarstörf Regína Gísladóttir situr við glugganai í stofunni í nýja húsinu sínu á Markarflöt, þar sem helluofni er komið fyrir undir glugganum. til að smíða helluofna. Árið 1948 var byrjað að smíða vask- borð og fleira úr ryðfríu stáli og 1952 var farið að geraýmiss konar hillubúnað úr járnplötum, sem er bökunarlakkaður. Og ár- ið 1960 var svo farið að fram- leiða eiralofna með aðstoð sænaksiuippfiininianida. Bn hlellu- ofninn er stálofn úr plötustáli frá Vestur-Evrópu og mótað- ur og unninn hér, eini stálofn- inn sem nú er að öllu leyti fram- leiddur á fslandi. Vinsældir virðast ekki minnka, því á sl. ári óx salan um 62%. Eiralofnar eru aftur á móti úr eirpípum með áþrykktum álplötum og er nú vegna hækkunar á eir á heims- markaði verið að byrja á að framleiða þá úr stálrörum, sem Einar segir okkur að muni auka samkeppnishæfni þeirra. — Árin eftir 1960 vorum við bjartsýnir, heldur Sveinbjörn áfram sögu fyrirtækisins. Við fengum myndarlega lóð hjá borginni norðarlega í Ártúns- hverfi og hófum að byggja all- stóra byggingu. Það ráð var tek ið að selja hana, þegar fram- leiðslan dróst saman í stað þess að vaxa. Við losnuðum við þung bærar skuldir og fengum fé til rekstursins og lagfæringa á gömlu byggingunni hér við Ein- holt og Háteigsveg, sem hafði verið byggð smátt og smátt og að nokkru til bráðabirgða. Hef- ur húsnæðið verið stækkað úr litlum sal, 12x16 m að stærð, og í 2000 fermetra húsnæði. — Einnig fengum við góða lóð við Reykj anesbraut í Hafn- arfirði og erum nú að flytja inn í verkstæðisbyggingu með 640 fermetra gólffleti. Húsið var til- tölulega ódýrt. Sperrur eru úr dönsku límtré, gerðu úr sænskri furu, sem brennur ekki og yfir þeim álþak að utan og asbest að innan með 10 sm glerullarlagi á milli. En gluggar eru á hliðum úr trefj aplasti. Þarna ætlum við Ofnasmiðjan er allstórt fyrir- tæki. Þar vinna um 60 manns, an veltan skiptisit nokkuð jafnt á deildirnar þrjár, ofnadeildina, ryðfríu deildina og hilludeild- ina. Ofnasmiðjan tók upp bónus- kerfi í kaupgreiðslum árið 1948. — Það gafst mjög vel, einkum 1 upphafi, segir Sveinbjörn. Nú virkar það ekki eins. Síðan við byrjuðum á því, hafa mennirnir fengið rétt um 30% á taxta á kaupið sitt 1 bónus, stundum meira og stundum minna, eftir því sem þeim vinnst. Við sjáum ekki hvernig þeir ættu að lifa, ef svo væri ekki. Fyrirkomulag? Jú, við fundum út hve mikill tími fer t.d. í að gera einn fer- meter af ofni, og sögðum sem svo: Ef þið haldið þessum af- köstum án þess að vinna yfir- vinnutímana, þá fáið þið hann greiddan sem bónus og auk þess 1 kr. hver fyrir hvern fer- meter, sem þið farið fram úr, en þá unnu hér 13 manns. Þannig gekk þetta fyrstu 6 árin. Og starfsmennirnir juku framleiðsl- una um nær 50% um tíma. Síð- an hefur orðið breyting á þessu fyrirkomulagi, því framleiðslu- hættir eru annars konar. Við metum framleiðsluna í einingar og svo er það í höndum þeirra, sem vinna verkið, hver afköst eru, og hver bónusinn. Verkstjórarnir tveir, þeir Ottó Bjarnason, verkstjóri ofna- og hilludeildar og Brynjólfur Þor- bjarnarson, verkstjóri í ■ ryðfríu deildinni og á verkstæðinu í Hafnarfirði, voru komnir í síð- degiskaffið. Þeir sögðu, að starfs fólkinu líkaði þetta fyrirkomu- lag vel. Það fengi uppbót á sitt kaup, en frumskilyrði í hverju fyriritælki væiri auðivitað að starfe fólk hefði það kaup, sem það gæti lifaö atf og helzt nofckurn afgang. Brynjólfur lagði áherzlu á, að grundvöllur þess að bón- usberfi gengi, væri að gagnkvæm ur gkilningur rffikti milli stjórn- enda og starfsfólbs, og segir að það hafi allt gengið vel þarna. — Maður gæti haldið að bónus- ‘kerfið fælist í því að fól/kið væri í stöðugu akborði, sagði hann. En svo er efcki. Þarna koma til hagsmunir beggja. Starfsmaður- inn vinnur eð-lilegan vinnutíma og nýtir jafnframt vélarnar vel, sem hlýtur að vera hagur fyr- irtækisin-s. Við rekum augun í litlar snotrar matarskálar úr ryðfríu stáli og fáum þæ-r upplýsingar, að verið sé að framleiða 1160 slík- ar skálar að beiðni Landspítal- ans. En stærsta verkefni fyrir- FramhaXd á hls. 23 Alda Bjarnadóttir me-ð litlu dóttur sína, Oldu Sigrúnu, en í húsið hemnair voru settir eiralofnar. in. M.a. er nú verið að smíða í Ofnasmiðjunni innréttingu í stærsta eldhús landsins, eldhús Landspítalans. Ekki er þó hægt að segja að Ofnasmiðjan framleiði eingöngu fyrir kvenfólkið. Karlmenn þxxrtfa llka hlý og notal-eg híbýli. Ofnasmiðjan hefur framleitt heliluofnana í 34 ár, svo þeiir ylja býsna margar byggingar, skóla, hótel og ýmiss ko-nar stofn anir í þessu landi, auk þúsunda fbú-ða. Og -eirofnar fyrirtæki-s- ins hafa verið á markaðinum í fjölda mörg ár. Fleira kemur þaðan „við karlmanna hæfi.“ Verzlanir og bókasöfn landsins eru meira og minna innréttuð með bökunarlakkaða hilluútbún aðinum úr stáli og slíkur útbún- aður sést líka víða í geymslum og herbergjum, ýmist með stál- eða tréhillum. Á síðari árum hafa hjólaskápar líka verið framleiddir í miklu magni og eni í notkun í bóka- og skjala- söfnum um allt land. Nýlega var t.d. sett upp mikið magn af slík- um skápum í Skjalasafni Reykja -vfikurþorg-ar og í Tollstöðiinini nýju og verið að hefja uppsetn- ingu á skápum í Ámagarði. En 400 fataskápar úr hilludeildinni voxru smíðaðir og settir upp hjá Álverksmiðjunni í Straumsvík. Það er vissulega ástæða til að heimsækja þetta 34ra ára gamla iðnfyrirtæki og kynna það nán- ar. Sveinbjörn rekur fyrir okk- ur sögu þess í fáum dráttum, en þegar hann setti það á stofn með nokknim öðrum, störfuðu þar sex menn. Nú eru starfsmenn um 60. Ofnasmiðjan var stofnuð 1936 ------'IWHIIK Nýja verkstæðisbyggingin við Reykjanesbraut. Sperrur úr límtré með álþaki og asbesti að innan og glerullarlagi á milli, en gluggar eru úr trefjaplasti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.