Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1070 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 10,00 kr. eintakið. MEIRIHLUTI ALLRA BORGARBÚA 17’ins og eðlilegt er, beinist athygli manna og um- ræður nú mjög að borg- arstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor, og spuming- in, sem menn velta fyrir sér, er sú, hvort Sj álfstæðismenn muni halda meirihluta sínum í borgarstjóminni eða ekki. í borgarstjómarkosningunum 1958, 1962 og 1966 má segja með nokkmm sanni, að flest- ir borgarbúar hafi gengið út frá því sem vísu, að meiri- hluti Sjálfstæðismanna mundi haldast. Sú almenna skoðun átti þó sinn þátt í því, að litlu munaði í kosningun- um 1966, að illa færi, þótt meirihlutinn héldist naum- lega að lokum. Að þessu sinni hlýtur öll- um borgarbúum að vera ljóst, að mikil hætta er á því, að meirihlutinn í borgar- stjóm tapist. í borgarstjóm- "*arkosningunum 1966 hlutu Sjálfstæðismenn tæplega 19 þúsund atkvæði, en í alþing- iskosningunum 1967 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn aðeins um 17500 atkvæði í Reykja- vík. Til þess að halda meiri- hluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur þurfa Sjálfstæð- ismenn því að bæta við sig nokkur þúsund atkvæðum frá síðustu kosningum í höfuðborginni. Nú er það staðreynd, sem allir viðurkenna, að Sjálf- stæðismenn hafa a.m.k. ekki í nokkrum síðustu borgar- stjómarkosningum hlotið meirihluta í borgarstjóm Reykjavíkur í krafti atkvæða frá stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins einum. Stór hópur kjósenda, sem í þing- kosningum greiðir öðrum flokkum atkvæði, hefur í borg arst j ómarkosningum j afnan látið atkvæði sitt falla á lista Sjálfstæðismanna í Reykja- vik til þess að tryggja höfuð- borginni trausta og samhenta stjórn. Sjálfstæðismenn hafa , jafnan gert sér grein fyrir því, að meirihluti þeirra í borgarstjóm Reykjavíkur væri ekki byggður á flokks- legum gmnni, heldur stæði að honum mun breiðari fylk- ing borgarbúa. Þetta hefur lagt aukna ábyrgð á herðar borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og þess borgar- stjóra, sem þeir hafa kosið. í samræmi við niðurstöður kosninga hafa þessir aðilar leitazt við að starfa sem full- trúar allra borgarbúa, en ekki einungis hluta þeirra. 1 hvers kyns fyrirgreiðslu og þjónustu hafa allir borgar- búar setið við sama borð, en ekki verið mismimað eftir því, hvar í flokki þeir standa. Þetta á líka við um afstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins til tillagna frá full- trúum minnihlutaflokkanna í borgarstjórn. Málefnaleg af- staða hefur verið tekin til þeirra, eins og einn borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins lýsti svo glögglega í ræðu fyrir skömmu. Það er líka athyglisvert, að enginn heldur því fram, að höfuðborginni hafi verið illa stjórnað undir forystu Sjálf- stæðismanna. Þvert á móti lýsa jafnvel frambjóðendur andstæðinganna yfir því, að Reykjavík hafi verið mjög vel stjómað, eins og einn frambjóðandi Alþýðuflokks- ins komst að orði á dögunum. í borgarstjómarkosningun- um, sem fram fara í vor, verð ur framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins að fá stuðning veru legs hóps kjósenda, sem að öðru jöfnu kjósa aðra flokka, ef meirihlutinn á að haldast. Sjálfstæðismenn beina máli sínu sérstaklega til þessara kjósenda og leita eftir stuðn- ingi þeirra. Þeir heita því, að þeir muni hér eftir sem hingað til starfa sem fulltrú- ar allra borgarbúa, en ekki á flokkslegum gmndvelli, ef þeir fá þennan stuðning nú eins og áður. Án stuðnings fólks, sem styður aðra flokka í landsmálum, mun Sjálf- stæðisflokkurinn ekki hljóta meirihluta í borgarstjóm Reykjavíkur. Þá fellur það í hlut andstæðinganna að taka við stjóm Reykjavíkur. Þeir em nú skiptir í fimm flokka og flokksbrot. Er það heilla- vænlegra fyrir Reykjavík að fela fimm ólíkum aðilum stjóm höfuðborgarinnar en einum samhentum flokki, sem borgarbúar hafa langa og góða reynslu af? Þessari spumingu svara borgarbúax hvar í flokki sem þeir standa á kjördegi. Sjálfstæðismenn fara fram á það eitt, að þeir láti velferð Reykjavíkur ráða atkvæði sínu, eins og Geir Hallgrímsson komst að orði á Stúdentafélagsfundi fyrir skömmu. FIRRINGIN NÚ tíðkast það, að tala mikið um firr- ingu, verfremdung í bókmenntum og listuim. Menn koma jafnvel ofan úr sveit og virðast allt í einu hafa uppgötv- að þetta uppáhaldsorð marxistískrar bókimenntakriufningar og hampa því óspart. Þær bókmenntir sýnast lítils virði í augum þessara manna, s«n eklki lýsa vesöld nútfcnamainnsins, utanveltu hans og framandleik í þjóðfélaginu. Kvenrithöfundi nokkrum, finmst það markvert um skáldsögu eftir sig, að hún hefur verið orðiuð við firringu af sænsEk- um gagnrýnanda. Þar sem borgarlíf er rétt uim það bil að myndaist, eða er lík- ast nýfæd^B barni, á að vera risinn upp öflugur hópur rithöfunda, sem leiðist ákaflega borgarlíf og er hræðilega ein- mana. En hér er um bókmenntalegt faðm- lag að ræða. Sveitamaðurinn, sem eflaust lítur á sig sem stkýramda, hefur fundið sína líka og hvað er eðlilegra en hann dái þá og virði. Ef einlhverjum finnst hér óljóst komist að orði, skal þeim sama bent á útvarpiserindi Sveins Skorra Hösikuldssonar í tilefni Rithöf- undaþings og nýlega grein eftir sama í tímaritimu Andvara, sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast dreifingu á. í grein sinni: „íslenzkur prósaskáld- skapur 1968“, ræðir Sveinn Skorri um þá þróun, sem hann nefnir svo, sem orðið hefur í nágrannalöndum okkar í þá átt, að skáldin hafa æ meir hneigst að félagslegri róttækni, stefnt að því að leysa pólitískan vanda með verkum sínum. Hann talar fjálglega um „hlut- verk hrópandans í eyðimörkinni“ og fieira í þeim dúr. Lesendur skulu ekki hrelldir með löngum tilvitnunum í Svein Skorra, og heldur skal ekki spillt fyrir þeim, sem í ofvæni bíða þess að fá lesið grein hans í heild. En svo vill til að undirritaður hefur lítillega kynnt sér bókmenntir nágrannalanda okkar, einkum Svía, sem eru í uppáhaldi hjá ólí'kustu mönnum á Islandi, eins og kemur til að mynda fram í Bergmáls- pistli Þjóðviljana og Rispu Morgun- blaðisins. FÓRNARDÝR PÓLITÍSKRAR BOPUNAR í SKÁLDSKAP f sænsfca tímaritimu Ljrrikvannen, 1. h. 1970, en á það skal minnt að þetta rit er töluvert vinstri sinnað, er beint tveimiur spurningum til gagnrýnenda, sem einnig eru skáld, og er tilgangur- inn með spurningunum fyrst og fremst sá, að fá að heyra skoðun þeirra á bókmenntuim þess áratugar, sem nú er liðinn, að minnsta kosti í Svíþjóð, og kynnast viðhorfum þeirra til framtíð- arinnar. Johannes Edfelt, hið merka skáld og gagnrýnandi, sem nú er félagi sænsku Akademiíunnar, bendir á í svari sínu, að pólitísk Ijóðagerð sé ekfcert nýtt fyrir- brigði. En nú tóku gagnrýnendur hana upp á arma sína, segir Edfelt, og það orkaði illa á mig og fleiri að verða var við þröngsýni vissra gagnrýnenda, sem snerust meira og mimna gegn þeirri tegund skáldskapar, sem ekki var af pólitískum toga. Jan Mártenson lýsir því yfir, að hann sé í senn fylgjandi og vantrúaður á hina ríkjandi pólitísku tilhneigingu skáldskaparins. En margir hafa orðið fómardýr pólitísfcrar boðunar, bætir Mártenison við. Hann leggur áherslu á, að efcki megi gylla um of félagslega hlið bókmenntanna. Það er vafalauat elkki til rithöfundur, sem kemst hjá því að verða fyrir áhrifum af samtíð sinni, segir hann. Niðurstaða M&rten- sons verður sú, að þörf sé á rithöfund- um, sem takast á við hverSkyns vanda- mál, en ekki síður nauðsyn að eiga skáld, sem telja skáldskapinn sjálfan Skipta mestu mál'i. Lokaorð M&rten- sons eru atlhyglisverð: „Skáldskapurinn er það, sem skáldin gera hann að, ekki gagnrýnendurnir.“ SVÍAR ORÐNIR ÞREYTTIR Á FÉLAGSLEGU TÍSKUNNI Ég held, að ýmsir hefðu gott af að hugleiða svar Jans Mártensonis, og það er meira að segja prýðilegt innlegg í þá umræðu, sem hérlendis hefur staðið um gagnrýni í vetur. Hún verður ekki rifjuð upp hér eða frekar sa/gt frá svör- um gagnrýnendanna og skálda.nna sænsku. Margt merfcilegt kemur fram í svörunum, en mér finnst þau yfirleitt gefa til kynna, að Svíar séu orðnir þreyttir á því, sem nú á að fara að verða tístoa hjá okfouir: félagslegar bóikmenntir. Bókmenntastefnur eru duttlungafullar og skáld aldrei of oft minnt á það, að vara sig á því, sem áhugasamir gagnrýnendur vilja gera úr þeim. Aðalatriðið er, að um margar leiðir sé að velja. EYDIMERKTJRGANGAN f kennsluleikriti sínu Undantekning- unni og regluinni, lýsir Bertolt Brecht kaupmanni, sem í ákafri löngun sinni til að verða fyrstur yfir eyðiimörkina í því skyni að tryggja sér einfcaleyfi á vöru sinni, pískar miskunnarlaust burðarmann sinn. Þegar burðarmaður- inn gerir annað en kaupmaðurinn vænt- ir sér af honum, verður semisagt heiðar- legur, fær hann kúlu úr byssu kaup- mannisins að launuim og gefur upp and- ann. Burðarmaður þessi minnir á suma rithöfunda, sem vilja gera gagnrýnend- um sínum til hæfis. En hvenær verða þeir sfcotnir? Þegar ga'gnrýnandinn, þ. e. a. s. kaupmaðurinn, finnur að hann getur e:kki lengur notast við þá og þeir eru að breytast í meunsfcar verur. Á íslandi heyrast raddir, sem tala með velþóknun um eyði'merfcurgöngu skáld- skaparins, þjóðfélagsfirringu hans. Sigfús Daðason yrkir í Hendur og orð, um þá skelfingu, sem menn geta fyllst gagnvart vanda orðanna. „Þau geta sprungið“, yrkir Sigfús, „og þó er hitt öllu hættulegra/ það getur vöknað í púðrinu.“ Æ, þú stóri haiu'gur mannlífs og skáld- skapar! pq Þolinmæði Tslendingar eru umburðar- lyndir og seinþreyttir til vandræða. En bersýnilegt er, að þolinmæði landsmanna er á þrotum gagnvart óróa- seggjum, sem vaða uppi með yfirgangi, hvort sem það eru námsmenn undir stjórn kommúnista, sem ráðast inn í sendiráð í Stokkhólmi eða Æskulýðsfylkingarmenn, sem ryðjast inn í ráðuneyti í Reykjavík. Friðsamleg mót- mæli eru eitt, en ruddaleg uppivöðslusemi annað. Á á þrotum þessu tvennu ber að gera greinarmun. Lögreglan í Reykjavík hef- ur sýnt mikla stillingu í við- skiptum sínum við þá óláta- seggi, sem um nokkurt skeið hafa haft sig í frammi með ýmsum hætti, en þar eru jafnan sömu menn að verki. Almenningur ber líka traust til lögreglunnar og væntir þess, að hún verði föst fyrir, en sýni jafnframt stillingu. Lýðræðissinnum ber og að styðja lögregluna í hennar starfi, en ekki að grafa und- an því trausti, sem hún nýt- ur eins og tilraun er gerð til í dagblaðinu Tímanum í gær, vegna réttmætra aðgerða lög- reglunnar í menntamálaráðu- neytinu. Það er vissulega tími til kominn, að þeir námsmenn, sem af heiðarleik vilja berj- ast fyrir málstað, sem þeir trúa á að sé réttur, slíti öllu sambandi við afbeldisweóei kommúnista. Þá mega þeir vænta þess, að réttmætt t’Uit verði tekið til óska þe'rr" en að öðrum kosti þurfa ’>eir ekki að búast við mikiurn árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.