Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1070 17 Snjókarlinn brenndur Hérlendis hefur löngum ver- ið sagt, að við værum eina þjóð- in, sem héldi upp á fyrsta sum- ardag. Þetta hafa menn viljað skýra með því, hversu vetrarok- ið hafi hvílt þungt á landsfólk- inu. Raunar er það ljóst, að menn hafa öllu fremur verið að fagna birtunni en hlýjindunum, því að þau láta oftast lengur á sér standa. En um þessar mund- ir er blessuð birtan óumdeilan- lega komin og með henni verður misviðrið mun léttbærara en áð ur. Fögnuður yfir vetrarlokum virðist hins vegar ekki vera jafn einstakt íslenzkt fyrir- bæri og a.m.k. sá, er þetta ritar, hafði látið telja sér trú um. Hann þurfti að bregða sér suð- ur til Sviss um síðustu helgi. Sviss er að vísu langt suður í álfu en fjallaland, svo að vetrar ríki er þar að jafnaði mikið. , Vafalaust er það þess vegna, að þar er a.m.k. sums staðar hald- in hátíð um þessar mundir. Svo var í Ziirioh sl. mánudag. Bíl- stjóri sagði þá farþegum sínum, að þriðji mánudagur í apríl væri mikill hátíðisdagur þar frá fornu fari. Menn tækju sér al- mennt frí síðari hluta dags og væri þá gamall siður, að félög ólíkra stétta færu að heimsækja hvert annað. Slátrarar gengju t.d. í skrúðgöngu til bakara og þannig á víxl. Heimsóknirnar væru á gildisskála, þar sem vit- að væri hvar hver hópur væri fyrir, og sætu menn þar síðan við drykkju langt fram á kvöld. Aðalatburður dagsins væri þó sá, að snjókarlinn væri brennd- ur. Á miklu torgi mátti sjá risavaxinn snjókarl, þ.e.a.s. hvíta brúðu, búna til úr ein- hverju efni, sem auðvelt var að kveikja í og brenna. Það leyndi sér því ekki af hverjum upp- runa þessi hátíð var. Zúrich liggur ekki ýkja hátt, og var verulega farið að vora þar, þó að menn kvörtuðu enn undan kulda og að óvenjulega lengi hefði verið frost og snjóar. Ekki mundi okkur þó ofbjóða slíkt, því að þótt komið væri upp í fjöll, þá voru grös orðin græn, h.u.b. í 1000 metra hæð, og vis- in útjörð með íslenzkum vetrar- lit einungis þar fyrir ofan. Margt er sér til gamans gert Svisslendingar eru hagsýn- ir menn og Vinnusamir. Fróð- legt var að heyra fyrir mann úr einu af hinum kaþólsku hér- uðum'landsins segja frá því sem alveg sjálfsögðum hlut, að þeir hefðu skipt um frídaga. Nánar að spurður svaraði hann því svo, að í Sviss hefðu menn á seinni árum, eins og víðast annars staðar, t.d. gert 1. maí að frí- degi. Svo væri um fleiri frídaga, er upp hefðu verið teknir, en í þeirra stað hefðu verið lagðir niður frídagar, sem miðast hefðu við helgiatburði, er ekki væri lengur lifandi í hugum manna. Svipaðri hugsun hefur oft skotið upp hjá íslendingum, en ekki orðið úr breytingum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, verður samt að játa, að hinir mörgu helgidagar um páskana, uppstigningardagur og annar hvítasunnudagur, hafa ekki lengur neina trúarþýðingu fyrir allan þorra manna. Þetta varð mörgum enn ljósara við fyrirspurnir, sem fram voru bornar í útvarpi til óviðbúinna hlustenda nú um páskana. Svör- in virtust of mörg lýsa ótrúlegu skeytingaleysi, ekki aðeins um trúmál, þar sem hver verður að hafa það er honum þykir senni- legast, heldur einnig um al- menna þekkingu, Annað mál er, að einmitt hinn langi vetur með sínu þrúgandi myrkri hefur þau áhrif á íslendinga, að þeir þurfa flestum fremur nokkurrar upp- lyftingar við undir lokin. En Kalt vor hefur verið á Norðurlandi og snjóa því hægt tekið, eins og þessi mynd frá Húsavík sýnir. frídagarnir eru orðnir úreltir í því formi sem haft er. Þess vegna er tímabært að fá al- menn samtök um endurskoðun þessa fyrirkomulags. Sumir taka sér raunar frí og bregða á leik eða þjóna lund sinni, þó að enginn frídagur sé. Svo var með ellefumenningana íslenzku í Stokkhólmi s.l. mánu- dag. Vonandi eru þeir ekki svo skyni skroppnir, að þeir hafi haldið, að þeir gætu með upp- hlaupi sínu orðið nokkru góðu málefni til gagns. Velviljaðasta skýringin er sú, að ætlunin hafi verið að auglýsa sjálfa sig, fá sig umtalaða, komast í sjónvarp, útvarp og blöð. Hugarheimur þeirra er ekki stærri en svo, að þeir halda, að í slíku sé fengin einhver fullnæging, án hliðsjón- ar af því hvert tilefnið er. þingsætum. Jafnaðarmenn hafa 8 þingsæti. Saman stjórna þessir tveir andstæðupólar með mjög góðu samkomulagi.“ Paradísarmissir Raunin varð sem sagt sú, að dómi blaðsins, að Adam hélzt ekki lengi á hinni íslenzku paradís. Slæmur efnahagur er að vísu sagð ur bundinn aflaskorti. En við þá staðreynd er ekki látið sitja, heldur segir blaðið ennfremur: „Atlantshafsbandalagið markar stefnu íslenzkra stjómmála. Bandaríkin hafa stóra herstöð, fimm mílur frá Reykjavík, með 5 þúsund manna stöðugu varð- liði. Það hve fslendingar eru háðir Bandaríkjamönnum er or- sök harðra pólitískra deilna. Kommúnistar sem hafa 17% at- hélt í London um utanríkis- stefnu Svíþjóðar nú fyrir skemmstu. Þar bar hann Stefnu Svía í utanríkismálum og vörn- um saman við stefnu hinna „Norðurlandanna", en taldi þau auk síns eigin lands, Danmörk, Finnland og Noreg, þ.e. sleppti fslandi með öllu. Þessi gleymska Palmers er ekkert einstakt fyr- irbæri, og raunar ekki einung- is sænskt fyrirbæri. Svipað ber allt of oft við, bæði í blaðaskrif- um og ræðum fyrirmanna um öll Nórðurlönd. Það breytir ekki því, að í þessum löndum gætir oft velvilja í okkar garð, svo sem stofnun Norræna Iðnþróunar- sjóðsins er glöggt vitni um. En skrif Aftonbladets geta ekki af- sakazt með áhugaieysi eða van- þekkingu einungis. Þar er ber- sýnilega byggt á viðtölum við ellefumenningana og dreifibréf- hafi „yfirstjórn“ mála á íslandi og „marki stefnu íslenzkra stjóm mála.“ En það eru ekki einungis þessir aumingja ellefu-menning- ar og sænska Aftonbladet, sem slíkri fjarstæðu halda fram. Þetta er hinn síendurtekni boðskapur Þjóðviljans og ritstjóri hans flyt ur ætíð öðru hvoru þvílíkar full- yrðingar á Alþingi með upp- þembdum sjálfbirgingshætti. En hver dæmi er hægt að nefna þess, að Atlantshafsbandalagið hafi blandað sér í íslenzk málefni? Það ætlaði þvert á móti — eins og því var skylt — að una því, að varnarliðið væri látið hverfa úr landi, þegar kommúnistar höfðu fengið Yinstri stjórn' >. til þess að ákveða brottvikningu þess á árinu 1956. Hátíðleg heit um þamn brottreksur voruraunar rofin. En heitrofin voru gerð með samþykki kommúnista sjálfra og fulltrúa þeirra í ríkisstjóm. Eftir á var skýringin sú, að fulltrúarn ir hefðu orðið svo hræddir við mótmælaölduna, er hér reis út af innrás Sovétmanna í Ungverja- land að þeir hefðu í raun réttri ekki mátt um frjálst höfuð strjúka mánuðum saman, og þess vegna guggnað á brottrekstrar- ráðagerðum sínum. Þrátt fyrir skvaldur Þjóðviljans og línu- komma, vita allir íslendingar, að Atlantshafsbandalagið tryggir sjálfstæði fslendinga en veikir það ekki. íslendingar geta farið og fara öllu sínu fram, þrátt fyr- ir vist sína í bandalaginu. Berúm slíkt saman við það, sem nú er að gerast í Tékkóslóvakíu, þar sem kúgun magnast með hverj- um degi. Og ekki þarf að fara alla leið suður í Mið-Evrópu til að sjá slík kúgunarmerki. Eng- um blandast hugur um það, hver hin raunverulega ástæða er fyrir ákvörðun finnsku stjórnarinnar um að hætta við aðild að Nordek. Því miður geta Finnar enga meiriháttar ákvörðun tekið, nema með þegjandi samþykki síns vold uga nágranna. f Finnlandi fær engin ríkisstjóm, hvorki í heild Reykjavíkurbréf Laugardagur 25. apríl Urðu sjálfum sér og þjóðinni tii skammar Sök sér er, þó að angurgapar vilji vinna það til umtalsins að verða sjálfum sér til skammar. Miklu verra er hitt, að ekki ein- ungis atferli þeirra, heldur allt tal, beindist að því að verða ís- lenzku þjóðinni í heild til van- virðu. Þeir höfðu lítið annað að segja en hreinan uppspuna um ástand og þjóðfélagshætti á ís- landi. Rangfærslur þeirra þarf ekki að hrekja fyrir fslending- um. En þær kunna að verða teknar sem heilagur sannleijkur af þeim, er ekki þekkja hér til, og þá ekki sízt af einstaka er- lendum oflátungum, sem virðast hafa ánægju af því að gera hlut íslenzku þjóðarinnar sem minnstan. Sá öfuguggaháttur lýsir sér t.d. í skrifum sænska Aftonbladets, sem er helzta miál- gagn stjórnarflokksins þar í landi. Samkvæmt frásögn Tím- ans skrifar Aftonbladet á þessa leið: „fsland? Já, einmitt ísland. f dag spyrja margir, hvernig er ástandið á íslandi? fsland var áður litla paradísin í norðrinu, þar sem stjórnmálalíf var til- tölulega rólegt og efnahagslífið gott. Nú er öldin önnur. Stjórn- málaflokkur, sem er lengst til hægri, stjórnar ásam Jafnaðar- mönnum, undir yfirstjórn Atl- antshafsbandalagsins og efna- hagurinn er afskaplega slæmur, þar sem fiskveiðar landsmanna hafa brugðizt. íslenzka þingið er hið elzta í heimi. Sjálfstæð- isflokkurinn, sem er Öfgasinnað- ur hægriflokkur hefur 23 af 60 kvæða á Alþingi ráðast stöðugt á stjórnina fyrir undirlægjuhátt hennar. En fyrst og fremst er það æskan á íslandi, sem er á móti þessum nánu tengslum við Ameríku, ekki aðeins komm- únistaæskan. Mótmælagöngur gegn herstöðinni eru mjög tíðar. Ef hinn sterki kommúnista- flokkur á íslandi er frátalinn, eru allir 5 stjórnmálaflokkarnir íhaldsflokkar, jafnvel jafnaðar- mennirnir eru að meira eða minna leyti borgaralegir. Efna- hagsástandið hefur orsakað al- varlegt atvinnuleysi, mest í byggingariðnaði og fiskveiðum. Þetta leiðir til þess að fleiri og fleiri íslendingar flýja land. Hið éfnahagsilega og pólitíska þjóðfélagsástand á fslandi, og atvinnuleysið sem fylgir í kjöl- far þess er hin eiginlega ástæða til töku sendiráðsins í Stokk- hólmi, og það staðfestir Harald- ur Kröyer, ambassador, sem seg- ir við Aftonbladet: „Þetta eru aðgerðir, sem eru gerðar í samráði við stúdenta í mörgum löndum, en þær urðu ofsafengn- ari hér í Stokkhólmi en víða annars staðar.“ Illvilji eða ókunnugleiki Hvað sem um þessi ummæli sendiherrans verður sagt, þá eru þau bersýnilega rangtúlkuð 1 Aftonbladet. En það er ek'ki hin eina rangfærsla blaðsins. Nú má ekki áfellast alla Svía fyrir slík skrif. Flestir þeirra hafa sáralitla þekkingu á ís- lenzkum málum, og fáir veru- legan áhuga fyrir þeim. Það sem lýsti sér t.d. í ræðu, sem Glov Palme, forsætisráðherra inu, sem þeir létu frá sér fara. f dreifibréfinu var talað um að fleira en NATO héldi íslandi í klóm erlends auðvalds. Berum orðum var sagt: „En NATO er ekki eina áhald eignastéttarinnar til að flækja þjóðina enn fastar í net auðvaldsins. Innganga í EFTA er stórt skref í þá átt. Það skref selur þjóðina undir arðrán alþjóð- legra auðhringa um ófyrirsjáan- legan tíma og sízt mun íslenzk- ur verkalýður eiga auðveldara með að sækja kjarabætur í klær þeirra.“ Aftonblalet sleppir því að minnast á EFTA. Það er vegna þess, að bæði Aftonbladet sjálft og Svíar yfirleitt vita, að þessi lýsing á EFTA er fullkomin fjar stæða. Ef henni væri haldið á lofti, þá er þar með sýnt hvílíkir öfgar eru hér á ferðum. Ef þama væri farið með satt mál, þá væri Aftonbladet og ráðamenn þess ekki síður „áhald“ alheims- auðvalds en forráðamenn á ís- landi. Aftonbladet verður sjálfu sér þess vegna ekki síður til skammar en upphlaupsmennirn- ir ellefu. En þeir íslendingair, sem hingað tiil kunna að hafa lagt trúnað á skraf Aftonbladets og Skoðanabræðra þess á atburð- um í fjarlægum heimsálfum, geta nú .af eigin raun dæmt upi hversu öruggur grundvöllur er undir ímyndaðri alvizku þeirra. 99 ,Yfirstjórn Atlantshafs- bandalagsins“! Það þarf sannarlega mikla fá fræði og frekju til að halda þvi fram, að Atlantshafsbandalagið 1 horfnu Paradís. né einstakir ráðherrar, haldizt við, nema Sovétmenn láti sér hana lynda. Á íslandi er það aft- ur á móti algjörlega óhugsandi, að hvort heldur Atlantshafs- bandalagið, Bandaríkin eða varn arliðið blandi sér í okkar mál- efni. M.a.s. er óhætt að fullyrða, að engin ríkisstjórn hafi notið meiri fyrirgreiðslu og velvildar í verki af hálfu Bandaríkjastjórn ar en einmitt Yinstri stjórnin, þar sem kommúnistar höfðu úr- slitaráð. Heimflutningur frá Ástralíu Aftonbladet fræðir Svía einn- ig á því, að fleiri og fleiri flýji land vegna atvinnuleysis hér. Víst er það rétt, að á árunum 1968 og 1969 fóru nokkur hundr- uð íslendingar úr landi vegna atvinnuörðugleika. Nú er þessum brottflutningi lokið, enda var meira úr honum gert en efni stóðu til. Hjá járniðn'aðarmönn- um var t.d. aldrei atvinnuleysi, þó að allmargir þeirra hyrfi um sinn á burtu. Öðru máli var að gegna um byggingariðnað, en all- ar horfur eru á að hann eflist nú að nýju, svo að þeir bygging- ariðnaðarmenn, sem enn eru er- lendis eigi kost á vinnu hér. Hvað sem um það er, þá hafa nú þeir, sem áður vildu mest gera úr atvinnuleysi og landflótta við urkennt, að allur hafi sá mál- flutningur verið öfgafullur og öfugsnúinn. Tíminn er farinn að skrifa um að menn hafi hvorki í Ástralíu né Svíþjóð fundið þá velsæld, er þeim hafði verið tal- in trú um að biði þeirra í þeim ,öndum. Og Magnús Kjartansson hefur á Alþingi flutt þingsálykt- an um heimflutning íslendinga frá Ástralíu. Um þann tillögu- flutning má segja að á skammri stundu skipast veður í lofti. Áður var fullyrt, að hér væri ó- iíft. Nú á að kosta menn til ferðar umhverfis hálfan hnöttinn í því skyni að koma þeim aftur í hina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.