Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1970 um hjá Plantel, en þá var það allt í óvissu. En nú er það ákveðið. Rataud þingmaður hafði það beint frá saksóknar- anum, sem er kunningi hans. — En til hvers eru þeir að þessu? Hann tók eftir fingrunum á frænku sinni, sem fitluðu við næluna hennar. Hún teygði á hálsinum og setti á sig stút. Hún virtist ekkert meir en svo örugg um sjálfa sig. — Veslings Gilles minn, ég var ekki búin að _ nefna þetta neitt við þig fyrr. Ég vildi ekki vera að ónáða þig, svona kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn. Og svona dagur er ekki rétti tíminn til að koma með ásakan- ir. En hugsaðu þig bara um. Þú komst hingað án þess að vita neitt um háttu okkar eða lífið hér yfirleitt. Ekki, að ég vilji fara að ásaka systur mína bless aða, þó að hún gseti ekki veitt þér almermilegt uppeldi. En viðhöf um nú verið að reyna að bæta úr því Við höfum reynt að hjálpa þér og vísa þér veginin. Edgard Plantel leit næstum á þjg sem anr.an son sinn, og það er enginn vafi á því að þú hef- ur sært hann þennan dag, þegar þú snerir við honum baki — og reifst frá honum öll skjöl- in, sem hann hafði verið að geyma fyrir þig. En nú skulum við tala um eitthvað annað. Mat urinn fer nú alveg að koma. Við skulum setjast í sætin okkar. í nokkrar mínútur skein sólin inn um gluggana og stofan leit út fyrir það sem hún var, borð- stofa í lélegri þorpslkrá, ekki sér lega hreinni, ef litið var út í hvert horn, og skreytingin þarna var vesældarlega ómerkileg. Á borðinu voru ostrur, krækl ingur og rækjur og hlý gufa af mouclade barst utan úr eldhús- inu. En hins vegar voru gaffl- arnir úr lélegum málmi og leir- tauið skörðótt. Rétt eins og eftir þegjandi sam komulagi var ekkert frekar minnzt á Octave Mauvoisin, enda þótt það efni lægi þungt á öllum viðstöddum að Alice undantekinni. Hún var nákvæm lega eins og forðum, þegar hún hitti Gilles í skemmtigarðinum. Brosið á Eloisystrunum var dömulegt og lítillátt. Esprit Le part, sem var hrifinn af félags- skapnum, þorði ekki að taka fyrir sig af matnum eins og hann hefði gjarnan viljað .En Bob sem sat við endann á borð- inu, gat ekki fundið sér annað betra til afþreyingar en að hvolfa í sig hverju glasinu á fætur öðru af hvítvíni. Og Gilles sagði við sjálfan sig: — Þetta er mikilvægasti dagurinn í lífi mínu, sem verð- ur afgerandi fyrir mig, til góðs eða ills. Eftir þrjátíu eða fjöru- tíu ár, verðum við enn að halda hann hátíðlegan sem minningar- dag. Og ef við eignumst börn, verður þessi dagur hinn raun- LÍKAMSRÆKTARHJÓLIÐ GRENNIR OG STÆLIR MITTIÐ STYRKIR MAGA OG BRJÓSTVÖÐVA f------------------- FYRIR AÐEINS KR. 620,00 OG TVÆR MÍNÚTUR Á DAG ER ÁRANGURINN VÍS LÆKNAR og LÍKAMSÞJÁI.FARAR vita að flest fólk eyðir of roiklum fíma í setu og hefur of lítinn tíma aflögu til líkamlegra hreyfinga. Vöðvavefimir, sem aettu að styðja og halda saman kviðarholinu, taka smám saman að rýma. Hin ínnri líffæri þrengia sér út undan eigin þunga og hvelfa hina slöppu bindivefi með sér. Afleiðingin, fyrir utan líkamslýtin, er spenna eða tak á hryggnum, sem veldur stöðugri bak- þreytu. Ungir og gamlir, karlmenn sem konur — burt með bíl- og setu- keppina . . . Fram úr rúminu, — niður á hnén — rúlla heegt fram — rúlia aftur, — aðeins í tvœr mínútur. Engin þreyfa, enginn bakverkur. Byrjið í dag — NJÓTIÐ ÞESS — finnið muninn á morgun. BODY-ROLL líkamsræktarhjólið — Nýjasti og ódýrasti munaður Evrópu. SELST MEÐ TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! • ••••••••••••••••••••••••*•• •'• •••••••••••••»•••••••••••••••••• GJÖRIÐ SVO VEL AÐ PÓSTSENDA MÉR BODY-ROLL LÍKAMSRÆKTARHJÓLIÐ STRAÍC HJÁLAGÐAR ERU KR. 620,00 SEM GREIÐSLA □ SENDIÐ MÉR GEGN EFTIRKRÖFU í PÓSTI □ (Merkið X 1 þann reit sem víð á) HÉIMILISFANG:..................................... Sími 25109 (Við svörum og sendum í DAG og alla daga). ^BODY-ROLL UMBOÐIÐ, LAUFÁSVEGI 61, REYKJAVÍK Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Breytingarnar gera ekki boð á undan sér. Nautið, 20. aprii — 20. maí. Það þýðir ekkert að treysta öðrum fyrir hamingju sinni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. í’að er gott að hafa ekki aUt of mörg orð um hlutina. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. i'ött allt sé dálítið óráðið i fjölskyldunni, þýðir ekkert að láta það hafa of mikil áhrif á sig. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Gerðu ráð fyrir breytingum á sunnudaginn, án frekari viðbúnað- ar. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú getur notið lífsins vel, ef þú gerir ekki allt of miklar kröfur. Vogin, 23. september — 22. október. l>ú ert eitthvað sambandslaus við umheiminn. Geturðu ekki reynt að komast aftur í samband eða á bylgjulengdina þína fyrri. Vertu ánægður með ástandið í svipinn. Sporödrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það er mikils virði að hafa hemil á sjálfum sér. Þú getur ekki tekið töluð orð aftur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Peningamálin geta verið dálítið rtiglingsleg í dag. Reyndu því að snúa þér dálítið að andlegum málum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert í dálítið óvenjulegu ástandi, og þú berð meiri áhyrgð, en þú átt að venjast. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ferðir og félagslíf verða að víkja fyrir atvikum, sem þú færð ekki ráðið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Kringumstæðurnar verða þess valdandi, að þú verður fyrir óþarfa útgjöldum 1 dag. verulegi afmælisdagur allrar fjölskyldurmar. Heill ættarmeið ur getur sprottið upp frá hon- um því að »ein.na koma nýjar giftingar — ný hjón. . . Og samt var þessi hátíðisdag ur eitthvað svo bjánalegur og hversdagsilegur. í skrúðhúsinu, þegar hann hafði kysst konuna sína í fyrsta sinn á almanna- færi, hafði hann vænzt einhvers ofurlítils handarskjálfta hjá henni, titrings á vörunum, og einhvers vottar af tárum í aug- um hennar. XXXII En það fór nú heldur lítið fyr- ir því! Hún hafðd þrýst hönd hans, næstum kæruleysislega kunningjalega. Féll honum þetta eitthvað illa? — Um hvað ertu að hugsa, Gilles? — Ekkert. Hefðí það þara verið satt! Sannleikurinn var sá, að hann var einmitt að hugsa alltof mik- ið. Aldrei höfðu jafn margar hugsanir ásótt hann í einu, Höf- uðið á honum var eins og ein / flækja af greinum, þar semhann \ sjálfur villtist með hugsanir sín \ ar. I Úr því að Jaja fór að vara hann við þvi kvöldið áður, þá var það áreiðanlega af ásettu ráði gert, að farið var að öskra þlaðið, einmitt úti fyrir kirkj- unni. En hver stóð fyrir því til- tæki? Það var Jaja, sem hafði. mán- uðum saman, verið að gefa hon um holl ráð. — Þú skalt fara og kaupa þér nóg af fallegum fötum og skemmta þér vel í París eðasuð ur á Strönd. Hér er enginn stað ur fyrir þig. En hún hafði aldrei talað full um fetupi um þetta efni. — Þú skilur, að þú átt ekkert sameiginlegt með þeim, var hún vön að segja, án þess þó að taka nánar fram, við hvað hún ætti með „þeim“. Og ennfremur hafði hún sagt: Þetta er ekkerf starf fyrir þig. Og það fer ekki hjá því, að þeir kúgi þig áður en lýkur. Hann hafði aldrei trúað henni, og ekki einu sinni nú. Engu að síður neyddist hann til að trúa því, að eitthvert ráða- brugg væri á seiði gegn honum. Gestgjafinn stakk höfðin.u inn um dyrnar. — Er allt í lagi? — Já, þakka yður fyrir. — Ef þið þarfnizt einhvers, þá látið mig vita. Og þegar hann kom fram í eldhús, sagði hann. — Ég hef nú séð kátara fólk við jarðarför. Því daufara sem varð yfir við ræðum, því meira var étið og loks stóðu allir á blístri. Bob drakk svo mikið, að í lok máltíð arinnar var hann orðinn eld- rauður í kambinn, og augun voru eins og þau ætluðu út úr höfðdnu. — Ég er að fara, sagði hann og hljóp til dyra. Móðir hans varð að hlaupa á eftir honum. Það heyrðust ein- hverjar aðfinnslur í hálfum hljóð um, og loks settist hann aftur og tautaði: — Ef það er svona. . . Gilles bað Joks um kampavín, af því að það heyrði til. Skömmu seinna skauzt hann út og gerði upp við gestgjafann. Um klukkan fjögur var veizl- unni lokið. Áður en Jagt var af stað, tókst Gilles að hnippa í Gerardine frænku. — Heldurðu raunverulega, að Octave frænda hafi verið byrlað eitur? Hún sýndi allar tennurnar í kuldalegu brosi. — Hvað ætlastu til, að égsegi við þig, drengur minn? Allir vita, að þú stendur með henni. Frændi þinn vatr eins sterk- byggður og faðir hans á undan honium, en hann var sveitamað- ur frá NieuJ. Hann dó á nokkr- um mánuðum. Bókstaflega þurnkaðist út. Og það eru viss atriði, sem hafa komið í ljós. Þér er frjálst að taka hverja þá af- stöðu, sem þú vilt. En kenndu mér bara ekki um allt saman á eftir. Segðu ekki, að ég hafi ekki varað þig við. Allt fólkið var staðið upp. Það var þegar búið að opna dyr.nar og Bob, í bílnum var tek inn að flauta á þau, að flýta sér. Eloifólkið ók á undan, eftir að hafa skipzt á kurteisiskveðjum við alla. Andlitið á Espirt Lepart var venjulega álíka fölt og blöðin í höfuðbókunum, sem hann var að fást við, alla sína ævi, en nú var hann rjóður í kinnum. Við lok borðhaldsins hafðdkona hans laumað fimlega burt konj- aksglasi, sem hann ætlaði að fara að drekka úr. Gilleg ók yfir í Jourdangötu til þess að skila þangað Lepart hjónunum. Svolítið flökt á gluggatjöldunum handan götunn ar, bar vott um forvitni ná- grannanna. — Komið þið inn, augnablik, sagði Esprit Lepart. — Þið haf ið nógan tíma. Komið inn og fá- ið ykkur eitt glas af armagnac. — Vertu ekki að tefja þau, Esprit. Þú veizt, að GÍlles og Alice. . . Gilles gat ekki þolað augna- ráðið, sem hún sendi þeim og horfurnar, sem orð hennar gáfu til kynna, og flýtti sér að segja: — Okkur liggur ekk-ert á. Ég vil gjarnan koma inn í nokkrar mínútur. DENISON HÁÞRÝSTITÆKI Mótorar — dælur — ventlar. Einkaumboð fyrir ísland: Vélav. SIG. SVEINBJÖENSSON H.F. Arnarvogi, Garðahreppi. S!mi 52850 (Sjá símaskrá Hafnarfjarðar). KOPMIPUR - KOPARFITTK TIL HITA- OG VATNSLAGNA ávallt fyrirliggjandi í úrvali. Gjörið svo vel og leggið inn, eða sendið okkur teikningar af vatns- eða hitakerfum þeim, er þér þurfið að láta leggja og við tökum til efnið fyrir yður. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. GEIMITl hf. EINFALT — ÖRUGGT. VATNS- OG HITALAGNIR — EFNISSALA Brautarholti 4, Rvík., P.O. Box 167, sími 19804.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.