Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1970 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 % MAGINIÚSAR SKIPH3LTI21 sima»21190 eftir loWun ílmi 40381 ■25555 (^ 14444 xmiím BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW SenÆferðabifreíð - VW 5 manna -VW srefnvap VW 9ma«ia-Undrover 7manna Hótel Norge Bergen, Norge, óskar eftir lærðum matsveini og framreiðslumanni. Skriftegar urnsóknir ásamt afrit- um af meðmælum sendist HOTEL NORGE N-5000 Bergen, Norge. Vel hirt eign er verð- mœtari LITAVER Grensásveg 22—24. Sími 30280 og 32262. * KVEIKIÐ A REAAINGTON í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL Kynnist kostum nýju rafmagnsvekjara- klukkunnar frá Remington. Hér er vekjaraklukk- an,sem aldrei þarf að hafa áhyggjur af. Kaupið vandaða vöru Kaupið REAAINGTON £ Rógskrif sænska kratablaðsins Z skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Það er skemmtileg sumargjöf, sem íslendingar fá frá sænskum blöðum. Sjaldan hefur maður les ið annan eins óhróður uim land sitt og gneinarkorn þau, sem Morgunblaðið birti úr málgagni sænskra sósíal-demókrata, Afton bladet, á sumardaginn fyrsta. Og þótt furðulegt sé þá geta blöðin skotið sér á bak við íslenzka heimildarmenn við rógskrifin, menn, sem meira að segja eru studdir til dvalar erlendis aí al- menningsfé. £ Heimildarblað um Vietnam o.s.frv. Oftar en einu sinni hefur mað ur heyrt íslenzka aðdáendur sænskrar hámenningar vitna til sænskra dagblaða, ekki sízt Aft- onbladet, sem traustra og óhlut- drægra heimilda um hvaðeina, sem í hekninum gerist. Yfirleitt er þá um þau atriði að ræða, sem íslendingar geta ekki um dæmt nema af afspurn. Nú fjall ar Aftonbladet um mál, sem hver íslendingur getur dæmt um af eigin hyggjuviti og reynslu. Finnst íslenzkum aðdáendum þess það gert á óhlutdrægan hátt og heimildirnar traustar? Við verðum að vona fyrir þeirra hönd, að skrií blaðsins um ís- land mótist fremur af óvild til landsins en virðingu fyrir sann- leikanum. I>ví hvað yrði ann- ars um allan sænska fróðleik- inn t.d. um Bandarikin og Víet- nam. 0 Skoðanamisrétti? Enginn vaíi er á þvi, að Aft- onbladet styðst í rógskrifum sín- um Við ruglið í þeim, sem ó- virtu íslenzka ríkið í Stokk- hóhni á dögunum. Þessir öfga- menn hafa í boðskap sínum sett fram kröfur um, að „skoðana- misrétti" verði útrýmt á ís- landi. Sé frásögn Aftonbladets um ísland að þeirra skapi, er raunar engin furða, að þeiri eigi erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri hér, því að jafnvel kon.múnistamálgagnið hér á landi leggst sjaldan svona lágt. Aftonbladet er eindregið flokks blað sænskra sósíal-demókrata. Við hátíðleg tækifæri guma ís- lenzkir sósíal-demókratar oft af nánum tengslum sínum við skoð anabræðurna á Norðurlöndunum. Og engum getur dulizt sérstök aðdáun Alþýðublaðsins á Olof Palme, leiðtoga sænskra sósíal- demókrata. Hvernig væri nú að láta reyna á hin margrómuðu flokks- og skoðanatengsl og beita þeim til þess, að Afton- bladet afli sér gleggri og hald- betri upplýsinga um ísland? Z.“ Velvakanda hefur ávallt þótt Aftonbladet ámóta merkileg heimild og t.d. Ekstrabladet í Dan mörku eða Orientering í Nor- egi. 0 Leiðakerfið nýja hjá SVR Páll skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég hef ekki o£t plagað með bréfaskriftum um dagana, en nú langar mig til þess að biðja þig um að koma á franrafæri þökkum mínum fyrir hið nýja leiðakerfi hjá SVR. Ég hef all'taf orðið að ferðast mikið með strætisvögnum, og það verð ég að segja, að ég kveið talsvert fyrir breytingunni. Það er nú einu sinni, svo, að sá, sem er farinn að eldast, er hálí- smeykur við allar bneytingar. Þótt ég gerði mér ljóst, að upp- NÝ SENDING vor- og sumarkápur í glæsilegu úrvali. KAPU- OG DÖMUBÚÐIN Laugavegi 46. Lagermaður Framtíðarstarf Áreiðanlegur maður með góða verkstjórnar- hæfileika og reynslu í lagerstörfum getur fengið framtíðaratvinnu á lager húsgagna- verzlunar. Umsókn sem tilgreini aldur og fyrri störf leggist á afgr. Morgunblaðsins fyrir 3. maí merkt: „Lagerstörf — 5106“. bygging kerfisins væri komin til ára sinna og yrði að takast til endurskoðunar, eða réttara sagt: byggja allt upp á nýtt; þá ótt- aðist ég, að erfiðara yrði að koma-st leiðar sinnar um gömlu hverfin eftir fækkun leiðanna. En sú hefur ekki orðið raunin á, og get ég manna bezt um það dæmt vegna áratuga reynslu aí því að þurfa að nota strætis- vagna mikið. Mér finnst þetta nýja leiðakerfi hafa tekizt mjög veL og það má ekki minna vera en maður þakki fyrir sig. Það geri ég hér með. Páll.“ 0 Hver borgar fyrir r auðf asistana ? „Herra Velvakandi: Tvær fyrirspurnir frá almenn- um skattborgara: 1. Verða þessi hlægilegu rauð- fasistagrey í Svíþjóð látin greiða fyrir símtal sitt við Æskulýðs- fylkinguna í Reykjavík úr síma Sendiráðs fslands í Stokkhólmi? 2. Hinn óþvegni og illaþefj andi lýður, sem stíflaði gangamennta miálaráðuneytisins undir forystu tveggja gamlingja (ritstjóra og fréttamanns) í dag, 24. apríl, stífl aði a£ ásettu ráði niðurfall úr vaski og lét vatnið flæða, svo að það olli skemmdum á neðri hæð. Þar að auki er sagt, að ó- líft sé í ráðuneytinoi vegna ó- lyktar (búkalyktar) um nokkurt skeið nema með special loft- hreinsun. Hver borgar skaðann á neðri hæðinni? Hver borgar allt Aeor-solið og O-do-ro-no-ið? P. S. Gott væri, ef fólkið færi í bað a.m.k. viku áður en það leggur í næsta leiðaingur, ogburst aði um leið 1 sér tennurnar. G. N.“ $ Fyrirgefum og gleymum „Stokkhólmari“ skrifar: „Hér x Reykjavík tala allir um, að svipta beri strákalýðinn, sem réðst imx í sendiráðið við Komm endörsgatan, námsstyrkjum, refsa honum og sekta, og jafnvel svipta alla námsmenn erlendis náms- styrkjum! Sagt er, að sýna verði slíkixm skríl fullkomna hörku frá upphafi, annars gangi hann á lagið, þegar hann fái „blod paa tanden" og gerist æ ósvíínari. í fyrsta lagi mega menn alls ekki jafna þessum ellefu vesa- lings ógæfusömu unglingum sam- an við alla íslenzka nemendur erlendis, sem skipta hundruðum. í öðru lagi er allur þessi at- biuður fremur háðulegur fyrir þátttakendur. Þeir segjast vera að lepja dauðann úr skel, en hafa þó efni á að aka í einkabifreið- um yfir þvera Svíþjóð til þess að drýgja hetjudáðina. Þeir Ijúga klaufalega, þegar þeir segja, að þetta hafi verið óundirbúið. Þeir koma sér út úr húsi þjá þorra manna, hljóta skömm annarra námismanna fyrir og aðhlátur alls almennings. Þeir tala og skrifa svo lélega xslenzku, að helztverð xxr Iíkt við gullaldartungutak Þrastar Ólafssonar og stílsnilld hans. Þeir þora ekki að segja til nafns og ætla að gera í sig af hræðslu, þegar nöfn þeirra eru birt almenningi. Og hvað gex'ð- ist? Eilefu stráklingar hrekja eina stúlku og einn karlmann út úr dyrum, sitja þar eins og klessur, unz pólitíið potar þeim út með litla fingri, og svo búið. Þeir gera þrennt Ijótt af sér: Róta i skjölum sendiráðsins, hengja rauða druslu upp í stað íslenzka fánans og verða ætt- ingjum sírwxm til sárrar skap- raunar. — Við bara fyrirgefxxm og gleymum, en skulum ekki æsa okkur upp út af þessu. En í næsta skipti held ég, að al- menningur hér kæri sig ekki um nein vettlingatök. Stokkhólmari.“ P.S. Vonandi spilla þeir ekki allt of mikið fyrir kröfum náms- manna. — Velvakanda hafa borizt nokk ur bréf um málið, og er í þeim öllxxm farið fram á ströngustu refsingar, og sýnist Velvakanda, að í sxxmum þeirra komi fram megnt stúdentahatur, sem finna má hjá öllum þjóðum. Kamnski er það líka ætlunin að æsa upp menntahatur I fólki; það hlýt- ur að „skerpa stéttaandstæðxmi- ar.“ Auðvitað er þessi atburð- ur piltunum persónulega til æ- varandi háðungar; en hann er ekki annað en ómerkileg eftiröpun á stærri hlutum, sem gerðust hjá fjölmennari þjóðum x alvörulönd um fyrir tveimur árum. Byggingafélag alþýðu Reykjavík Aðalfundui félagsins verður haldinn miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 20,30 að Hótel Sögu (hliðarsalnum). STJÓRNIN. Fiskibátar til sölu 65 lesta góður bátur Einnig 10 lesta, 12 lesta og 22 lesta. TRYGGINGAR & FASTEIGNIR Austurstræti 10 A 5. hæð. Sími 26560 — Kvöldsími 13742.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.