Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MH£>VIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1971
17
4Hfr4fr4Hb4lHlH!HÍHÚ4Hfr4ÍHÍ^^
;er Lakes í Súezskurði frá 5.
febrúar sl.
llir
skurð
:il Indlandshafs
olíuflutningum
ra stækkun
ga
ta
af
ir
ð-
S't
iir
iir
ru
u r
m
ar
id
la
k-
ið
t-
ta
að
m
ar
á
skip úr prísundinni í Bitter
Lakes.
„DAYAN-ÁÆTLUNIN"
Og þar við situr. Er Egypt-
ar hófu „skæruhernað" sinn
á næsta ári, sem þróaðist í
„heita sumarið við skurðinn"
eins og Dayan spáði vorið
1970, varð það til þess að
allar hugmyndir manna og
vonir um að skurðurinn yrði
opnaður, urðu að engu.
Vopnahléið, sem gert var
1970, og framlengt um 30
daga, 4. febrúar sl., hefur
vakið vonir manna og at-
hygli á ný. Fyrsta sporið var
stigið af Dayan í september
Sl., og var þar um að ræða
leynilega áætlun um að
„draga úr" hernaðarmætti og
herliði við Súez svo hægt
væri að opna skurðinn á ný.
Enginn veit með vissu hvað
fyrir Dayan vakti — kannski
ekki einu sinni Dayan sjálf-
ur, því hann hefur þann
ávana að hugsa upphátt í
hópi vina og við unga áheyr-
endur, sem hann hefur yndi
af að ávarpa, án þess þó að
fylgja hugsunum sínum til
enda.
Eftir því, sem næst verður
komizt hjá áreiðanlegum
heimildum í kunningjahópi
Dayans, mun hann aðeins
hafa lagt til að stærri fall-
byssur og skriðdrekar yrðu
fluttir brott frgt bökkum
skurðarins beggja vegna —
en ekki að hermönnum yrði
fækkað þar. Aðrar heimildir
segja, að hann hafi gengið
enn lengra og boðið að
fremsta víglína ísraela yrði
yfirgefin ef á móti kæmi
eðlilegt ástand og friður á
svæðinu. Líklegt er að um
hafi verið að ræða fleiri en
eina „Dayan-áætlun", en það
sem máli skiptir er að henni,
eða þeim, var hafnað.
Hver hafnaði þessu? Einnig
um það atriði standa deilur.
fsraelskir blaðamenn eru
helzt á þeirri skoðun að
Bandaríkj amenn hafi stöðv-
að málið er Dayan fór í
heimsókn til Washington til
þess að ræða þessa hug-
mynd.
Abba Eban, utanríkisráð-
herra ísraels, hefur sagt að
Egyptar hafi hafnað tillög-
unum. Vitað var að Eban
var þegar frá upphafi and-
snúinn þessum hugmyndum
— og hann hefur einnig
mikla andúð á þeim sið hers
höfðingjans að „hugsa upp-
hátt" um viðkvæm mál.
FRIÐ FYRST
Líklegast er að áætluninni
hafi verið vísað á bug af
samráðherrum Dayans. Golda
Meir, forsætisráðherra, minn
ist enn heimhvarfs ísraela
frá Sínai 1956 á grundvelli
„.ábyrgðar" af hálfu Banda-
ríkjanna, sem síðar reyndist
einskis virði. Það er allt að
því trúaratriði hjá henni að
ísraelar verði að standa með
alvæpni og við öllu búnir við
núverandi vopnahléslínur,
þar til fyrir liggur undir-
ritaður friðarsamningur
við Arabaríkin. Eban, utan-
ríkisráðherra, sem á öðrum
sviðum er álitin „dúfa" í her
málum, er Goldu Meir sam-
mála um þetta.
Yigal Allon, varaforsætis-
ráðherra og fyrrum hermað-
Golda Meir
ur, sem talar oft fyrir munn
herforingjanna, heldúr því
einnig til streitu að Súez-
skurður sé „fullkomin vöm
gegn skriðdrekum", og ekki
megi undir neinum kringum-
stæðum afsala sér stöðunni
við hann áður en samið er
um frið.
„TILBOÐ" SADATS
Þann 4. febrúar sl. var
spurningin um Súezskurð
vakin upp enn á ný, að þessu
sinni af Anwar Sadat, for-
seta Egyptalands. Hann bauð
að „reynt yrði að opna skurð
inn til siglinga" ef ísraelar
féllust á „að draga sig til
baka að nokkru." Þetta var
djarfur leikur af hans hálfu
og til þess gerður að koma
ísraelum — og þó einkum
Dayan — í vöm, og jafn-
framt höfðaði egypzki for-
setinn til eiginhagsmuna olíu
notenda í Vestur-Evrópu.
Enda þótt hugmyndin sem
slík væri góð, virtust ísra-
elar telja hana klaufalega
fram setta. Staðreyndin er að
í langri ræðu um stefnu Eg-
ypta vék Sadat ekki einu
orði að hugsanlegum friðar-
samningum við ísrael, né
heldur að því, hvort skipum
ísraels yrði leyft að sigla um
skurðinn er hann hefði verið
opnaður. Varð þetta til þess
að fsraelar höfnuðu þessu
þegar í stað.
Hershöfðingjar í ísrael
voru fljótir að benda á að
„önnur viglína" í Sínai-
eyðimörkinni yrði mun
lengri og dýrari í rekstri,
bæði að því er tekur til pen-
inga og mannafla, en núver-
andi „Bar-lev"-víglína við
Súezskurð.
En hinn raunverulegi
JORDANIA
ar
>st
ist
ta
ru
na
að
að
á
utn
iu
EQYPTALANO
ALEXANDRlA
Kortið sýnir legu Súezskurðar, en það er gert eftir ljósmynd, sem tekln var ur
rísku geimfari 1965. Myndin var tekin á ská inn yfir Nílarósa í átt til suðausturs.
tuuirfa-
Moshe Dayan
ásteytingarsteinn í þessum
efnum kom fram í ræðu,
sem Golda Meir flutti á
þingi í ísrael fimm döguna
eftir að Sadat flutti ræðu
sína, en í ra?ðu sinni sagði
frú Meir að tilboð Sadats
væri „gegnsæ tilraun til
þess að tryggja heimkvaðn-
ingu liðs ísraels án þess að
bjóða frið í staðinn."
Þrátt fyrir þetta var ber-
sýnilegt að ísraelski forsætis
ráðherrann vildi ekki skella
hurðinni með öllu í |ás. Frú
Meir staðfesti, að fsrael væri
reiðubúið að semja um opn-
un Súezskurðar, jafnvel án
þess að semja þyrfti um önn
ur mál jafnhliða. Hún kvaðst
vona að „draga mundi úr
vígbúnaði" og á bakka Súez-
skurðar kæmist „lífið í samt
lag", og hér var um að ræða
eins konar bergmál frá
„Dayan-áætluninni". Með
þessum ummælum átti hún
við að egypzkir flóttamenn,
sem orðið hafa að yfirgefa
Súez og Ismalia vegna árása
Israela, gætu snúið heim. En
boltann sló hún kyrfilega
aftur til Sadats. Það væri
hlutverk Kaíró að setja fram
áætlun í smáatriðum: Hvers
langt ættu ísraelar að hörfa
inn í Sínai, hvað á að koma
í stað ísraelsku hermann-
anna; verður skipum fsraels
frjálst að sigla um skurðinn,
og síðast en ekki sízt, mundi
samkomlag um þessi atriði
verða undanfari alvarlegra
samningaviðræðna um öll
mál, þar á meðal um landa-
mæri ríkjanna, sem ljúka
mundi með endanlegum frið
arsamningum við fsrael?
Ef Sadat getur mætt þess-
um óskum ísraela, ætti fátt
að standa í vegi fyrir því,
að hann geti opnað Súez-
skurðinn bráðlega á ný.
FJÓRIR MÁNUÐIR
Hin egypzka stjórn Súez-
skurðar, skipuleggjendur
hennar og verkfræðingar,
beita nú kröftum sínum að
undirbúningi þess að skurð-
jrinn verði opnaður, og þeir
gæta þess að láta engin orð
falla um hinar stjórnmála-
legu hliðar málsins.
f bráðabirgðaaðalstöðvum
stjórnar Súezskurðar skammt
norðan Kaíró, er andrúms-
loftið þannig, að engu er lík
ara en menn séu við „öllu
búnir" og viðræður við emb-
ættismenn og verkfræðinga
verða til þess, að menn fá
hugboð um að fyrirmæli um
að hefjast handa um að opna
skurðinn séu á næsta leiti.
„Við biðum aðeins eftir
grænu ljósi," segir embættis
maður einn. „Við getum haf-
ið störf fyrirvaralaust. Skurð
urinn mundi þola umferð á
borð við þá, sem var 1967,
um fjórum mánuðum eftir að
hafizt verður handa um að
hreinsa hann og opna." Verk
fræðingur einn sagði, að það
hefði tekið 103 daga að
hreina á brott 54 „fyrirstöð-
Anwar Sadat
ur" 1957, en nú ætti þetta
að taka skemmri tíma. Skipa
flökin í skurðinum eru færri,
og tækninni við að ná þeim
hefur fleygt fram. Þessi
verkfræðingur taldi að hægt
væri að hreinsa skurðinn á
þremur mánuðum.
Eina vandamálið er að ná
upp skipaflökunum, og
stjórn Súezskurðar hefur
þegar haft samband við fyr-
irtæki þau, sem önnuðust
hreinsunarstörfin 1957. Eitt
helzta vandamálið við rekst-
ur Súezskurðar var að sand-
ur settist til í botni hans.
Aðalástæðan til þessa var
sjálf skipaumferðin sem kom
hreyfingu á vatnið og skurð
bakkana. Nú er skurðinn hef
ur verið lokaður svo lengi,
er sagt að mjög lítill sandur
hafi setzt til í honum og sé
hann ekki vandamál.
Talið er að það muni kosta
um 6 milljónir sterlings-
punda að hreinsa skurðinn
og 10 til 15 milljónir að opna
hann endanlega til umferð-
ar. Skurðurinn mundi í
fyrstu verða opnaður til sigl-
inga á borð við þær, sem
tíðkuðust fyrir júní 1967,
þ.e. að stærstu skipin, sem
um hann kæmust, væru
75.000 smálestir.
SKURÐURINN STÆKKAÐ-
UR?
En þá 45 mánuði, sem
skurðurinn hefur verið lok-
aður, hafa skipuleggjendur
stjórnar hans ekki setið auð
um höndum. Þeir hafa litið
til framtíðarinnar, rannsakað
olíuframleiðslumál heimsins,
neyzlumarkaði og fram-
leiðslulönd og fylgzt með þró
uninni í smíði olíuskipa,
sem skapað hefur slík risa-
skip, að með engu móti kæm
ust um skurðinn í núverandi
mynd. Framtíðarskipulag og
áætlanir varðandi skurðinn
hafa verið gerðar með tilliti
til þessa.
Stjórnendur skurðarins
gera lítið úr þeim spádóm-
um, að risaolíuskipin hafi
leyst Súezskurð af hólmi.
Bent er á að þegar hafi ver-
ið hafizt handa um hina
svokölluðu „Nasser-áætlun"
um stækkun Súezskurðarins
í febrúar 1967, en fram-
kvæmdir stöðvuðust í júní
sama ár vegna Sex daga
stríð3ins. Fyrsta skref Nass-
er-áætlunarinnar var að
breikka skurðinn úr 195 m
í 285 m, þannig að allt að
200.000 smálesta skip kæmust
þar um. Síðara skrefið, sem
upphaflega var ráðgert að
lokið yrði við 1975, gerði ráð
fyrir stækkun þannig að
250.000 tonna skip kæmust
um skurðinn. Nú er fyrir
hendi endurskoðuð áætlun
um að ljúka þessu verki á
fimm til sex árum eftir að
skurðurinn hefur verið opn-
aður á ný.
(Observer — öll réttindi
áskilin).
WIMHMHIWINMMHIHIHIHÍ^^
&