Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MH>VIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 23 POPP- SKÓLA- FRUM- VARPIÐ Framh. af bls. 12 mann að finna í Menntamála- ráðuneytinu, sem hefur ein- hverja reynslu í skólastarfi, og var á sínum tíma í tengslum við starfandi skólamenn, — en þá sem starfsmaður á Fræðslumála- skrifstofunni. Margir kennarar, sem ég iþekki, eru sífellt að gera til- raunir með kennsluaðferðir og tilhögun kennslu, náms- eða kennsluhagræðingu. Ég veit um marga kennara, sem hafa samið og fjölritað bæði leiðbeiningar handa nemendum svo og hagnýt ari æfingar en í kennslubókum er að finna. Þegar við viljum ræða um tilraunir okkar við reynda skólamenn í áhrifastöð- um og hlýða á ábendingar jþeirra, er þá hvergi að finna. Námsstjórarnir hafa orðið að vikja fyrir mönnum, sem ekkert þekkja til skólastarfs, en gína yfir öllu, studdir klíku niðurrifs manna. Hinn raunverulegi vandi skólamálanna verður ekki leyst ur af mönnum, sem sperra stél- in belgdir menntadrembni og embættagleði í einangrunarklef um Menntamálaráðuneytisins, jafnvel þótt þeir sitji í mjúk- um stólum við nýtízku skrif- borð. Við, sem kennslu stundum, er- um svo venjulegir menn, að við þurfum aðhald og eftirlit. Ég held líka, að flestir okkar óski eftir þvi. Við skrifborðin í Mennta- málaráðuneytinu sitja þröngsýn ir, kreddubundnir þverhausar, sem tala ekki við fólk. Þeir eiga að leysa vandann, og þeir eru svo hæfir I starfi, að þeim er veitt einræðisvald í skólamál um. Eru ekki allir ánægðir með þessa þróun málanna? Þetta hef- ur sjálfsagt verið dásamað á kynningarfundi poppnefndar- innar með fulltrúum stéttarsam- takanna og þingmönnum. Attfætla skriffinnskunnar 1 sjónvarpsþætti nú fyrir skömmu lýsti ráðuneytisstjórinn í Menntamálaráðuneytinu yfir þvi, að með ákvæðum popp- skólafrumvarpsins um fræðslu- Stjórana væri ráðuneyti sitt að afsala sér talsverðum völdum. Þessi ákvæði ættu því að hans sögn að miða að dreifingu valds fcns. 1 14. grein frumvarpsins seg- ir, að skipta skuli landinu í fræðsluumdæmi, sem eigi að vera 5 hið fæsta, en eigl fleiri en 8. Menntamálaráðuneytið skal ákveða þessa skiptingu að fengnu áliti „samstarfsnefndar ráðuneytisins" og Sambands is- lenzkra sveitarfélaga. 1 48. grein segir svo: „Fræðslu skrifstofa skal vera í hverju fræðsluumdæmi." (Leturbreyt ingin er min). 1 53. til 63. grein þar sem f jall- ar um starfssvið fræðslustjóra, sé ég ekki betur en að honum sé falið annars vegar skrif- finnskuhlutverk, sem Mennta- málaráðuneytið eða Fræðslu- málaskrifstofan hefur með hönd um, en hins vegar verkefni, sem fræðsluráð (skólanefnd) og skólastjóri hvers skóla ættu að hafa langbezta aðstöðu til að leysa, ef þeir aðilar eru starfi sinu vaxnir, — sem gera verð ur að minu áliti ráð fyrir. Þótt fræðsluumdæmin verði 8, er augljóst, að forráðamenn ein- stakra skóla i hinni dreifðu byggð eiga litlu auðveldara með að hafa samband við fræðslu- skrifstofu og fræðslustjóra hvers umdæmis en við stofnan- ir I Reykjavík. Simtölin yrðu þó eitthvað ðdýrari. Nú, en yfirstjorn fræðslu- skrifstofanna, sem fræðslustjóri veitir forstöðu, er í höndum Menntamálaráðuneytisins. Hér er því aðeins verið að auka skriffinnsku, fræðsluskrifstof urnar verða aðeins 8 (?) útlimir Menntamálaráðuneytisins. Ætli áttfætlan verði nokkuð aðsóps- minni en kvikindið, sem fyrir var? En hún þarf kjarngott fóð ur; það eru sjálfsagt nógar vist ir í rikiskassanum og sjóðum sveitarfélaga. (TH fróðleiks má geta þess, að kykvendi það, er áttfætla nefn ist, er af ætt liðdýra og etur margfalda þyngd sína á sólar- hring.) BORGARSTJÓRN REYKJAVÍKUR VEITIST ÓVÆNTUR HEIÐUR 1 upphafi 49. greinar frum- varpsins segir svo: „Menntamálaráðuneytið aug- lýsir stöðu fræðslustjóra og set ur hann í starfið til tveggja ára að fenginni umsögn fræðslu- ráðs, en að þeim tíma liðnum á hann rétt & skipun í starfið eða sinni fyrri stöðu eða annarri jafnvel launaðri og hún var." 1 lok þessarar greinar segir hins vegar: „í Reykjavík skal fræðslu- stjórinn raðinn af borgarstjórn með samþykki Menntamálaráðu neytisins." (Leturbreytingar eru mínar). Hvers vegna er farið öfugt að við ráðningu fræðslustjóra Reykjavíkur og hinna, sem eiga að starfa úti á landi? Hér er Reykjavík gert mun hærra undir höfði en öðrum landshlutum. Reynt er að afsaka þessa mis- munun með tilvísun til samn- iiifts „milli Menntamálaráðu- neytisins og borgarstjórnar Reykjavikur um fræðslustjórn i Reykjavík, sem gilt hefur milli þessara aðila síðan 2. júlí 1968." Ég er nú svo fáfróður í lög- um, að ég held, að alþingi hafi með afgreiðslu þessa frumvarps að gera, en ekki Menntamála- ráðuneytið. Og ég held líka, að sérsamningur um forréttindi Reykjavikur félli úr gildi, ef Alþingi samþykkti lög, sem hann bryti I bág við. Þeir eru orðnir miklir menn þarna 1 Menntamálaráðuneytinu; jaðr- ar þetta ekki við mikilmennsku brjálæði? Svona menn þyrfti að sálgreina. En ekki er enn öll sagan sögð um þá upphefð, sem poppstjörn urnar veita borgarstjórn Reykja víkur. I 81. grein frumvarpsins segir svo: „Menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn fimm manna samstarfsnefnd um upp- eldis- og skólarannsóknir, er nefnist uppeldisrannsókna- nefnd. 1 henni eiga sæti sérfróð ir fulltrúar, tilnefndir af Há- skóla fslands, Kennaraskóla Is- lands, Reykjavfkurborg og Menntamálaráðuneytinu, auk formanns, sem skipaður skal án tilnefningar." Mikil menntastofnun er nú borgarstjórn Reykjavíkur orð in, að hún skuli m.a. lðgð að jöfnu við Háskóla Islands. Ekki segir, hvaða aðili skuli skipa þann uppeldisrannsoknanefnd- armanninn, sem velja skal án til nefningar. Ætli Laxárvirkjunar stjórn fái ekki að tilnefna hann? LENGING BARNASKÓLANNA OG NY VANDAMAL Eitt aðalatriði frumvarpsins er ákvæði um lengingu barnaskól- anna 1 9 ár. Leggja á gagn- fræðaskólana niður. Þetta er að vísu ekki sagt berum orðum, þykir ekki heppilegt, eins og á stendur. En meginákvæði frum- varpsins eru einmitt höfð svo loðin, sem á má sjá, til þess að framkvæmd þess g-etí orðið aðal atriði, þegar að henni kemur. Það er ólíklegt, að menntámála- ráðherra viðurkenni mistök sín og skipti um ráðgjafa á næst- unni. Og einmitt þessir raðgjaf- ar, forstöðumaður Skólarann- sókna, ráðuneytisstjórinn í Menntamálaráðuneytinu og meistarinn frá Laugarvatni, eiga að öllu óbreyttu að sjá um fram kvæmd frumvarpsins. Þeir hafa samið það í sínum anda ásamt barnakennurum, er setja mis- skilin stéttarsjónarmið öðru of- ar. Og einræðisvald ráðgjaf- anna eykst, — auðvitað eiga „hinir hæfustu" að ráða. Afnám gagnfræðaskólanna hlýtur að varða þá mestu, sem við þá starfa. En sjónarmið gagnfræðaskólakennara eru að engu höfð; ekki þarf að spyrja þá álits. Hins vegar er farið á bak við þá við samningu frum- varpsins. Eru þessi vinnubrögð vænleg til þess, að andrúmsloft ið á kennarastofum poppskól- anna verði hreint og heilnæmt? Það er staðreynd, að viðhorf barnakennara og gagnfræða- skólakennara til kennslu eru mjög ólík. En það er ofur skilj anlegt, þegar þess er gætt, við hve ólík skólastig þessir kenn arar starfa. Ólik störf hafa mót að viðhorf kennaranna og kröf- ur þeirra til vinnu nemenda, bæði í skóla og á heimilum. Nemandi í barnaskóla hefur að öllu jöfnu minni starfsorku en nemandi i gagnfræðaskóla. Hins vegar tel ég eðlilegt og rétt- mætt, að bráðþroska nemendum sé leyft að sleppa bekk úr í barnaskóla. Þá ber þess einnig að geta, að í barnaskólum er bekkjarkennsla þ.e. hver kennari kennir sömu bekkjardeild allar eða a.m.k. flestar greinar. Þetta fyrirkomu lag hefur sína kosti í barnaskól um. 1 gagnfræðaskólum er þessu á annan veg farið. Þar kennir hver kennari í flestum tilvikum aðeins eina grein eða tvær, sem hann er sérhæfður i. Ætti betri árangur að nást í ein stökum greinum með því móti. Kennsla er starfsnám, kenn- ari er sífellt að læra af reynslu sinni í starfi. Það er eins fjar stæðukennt að láta reyndan gagnfræðaskólakennara kenna við barnaskóla og að láta góðan barnaskólakennara kenna við gagnfræðastigið. Lenging barna skólanna er óviturlegt tiltæki. Nær væri að leggja niður fram haldsdeildirnar við barnaskól- ana, 1. og 2. bekk, heldur en bæta hinum 3. við. Orsök þess, að framhaldsdeild irnar hafa verið stofnaðar, er aðeins launamismunun milli kennara við þessi ólíku fræðslu stig. Þvi miður hefur karp um laun og jafnvel metnaðarkvilli valdið sundrungu milll ein- stakra stéttarfélaga kennara. Þannig eru það ekki aðeins ólik viðhorf til kennslu, sem ég drap á hér að framan, sem valda því, að búast má við, að samvinna og samkomulag barnakennara og fyrrverandi gagnfræðaskóla kennara verði fremur stirt í væntanlegum poppskólum. Verst er þó, að alls konar krytur um laun og kjör hefur gagntekið kennara svo, að þeir yggja ekki að sér, þótt niður- rifsmenn og hrokafullir fagaul- ar troði sér inn í embætti, nefnd ir og ráð, sem móta skólastarf- ið og kennsluhætti. Þannig er kennurum nú varla orðið vært í starfi. Ekki verður skólalifið betra, þegar sálfræðingum og uppeld isfræðingum hefur verið lætt inn í hverja skólastofnun. Þeir hafa á undanförnum árum átt drýgstan þátt í því að búa til hið svokallaða unglingavanda- mál, bæði hér á landi og í ná- grannalöndum okkar. Hvers konar atferli unglinga, óknytti og jafnvel afbrot, afsaka þessir spekingar með skírskotun til eins eða annars paragrafs I furðufræði sinni. Hið versta er, að þeir hafa einnig i krafti próftitla og tizkubundinnar menntadýrkunar náð talsverð- um áhrifum út fyrir raðir sínar. Þegar sálfræðingar taka tll starfa í skólum landsins, eru þeir til þess vísastir að spilla samvinnu. kennara og nemenda; mæla þvermóðsku og múður upp I nemendum. Líklegt er, að prófgráðan ein verði látin nægja, en hinnar minnstu reynslu í skólastarfi verði ekki krafizt, er þeir verða ráðnir að skólunum. Sérhver kennari, sem getur ekki rætt af hreinskilni og ein urð við nemendur sína, en hyggst treysta á hina svoköll- uðu sálfræðiþjónustu, ætti þeg- ar í stað að fá sér aðra at- LENGING SKÓLASKYLDUNNAR, VINNA, NAM OG AGI Öllum, sem við gagnfræða- skóla. starfa, er ljós munurinn á viðhorfum nemenda til náms og vinnu, eftir því hvort hann er þar af frjálsum vilja eða til þess knúinn með lögum. Nem- andinn gengur að starfi með allt öðru hugarfari, ef hann skilur, að hann er i skóla sjálfs sin vegna, en ekki skól- ans og kennaranna. Æskilegast er, að nemandi þurfi að sækja um skólavist, hafi eitthvað, þótt í litlu sé, fyrir því að fá að vera í skóla. Hins vegar er jafn sjálfsagt, að hið opinbera að- stoði þann, sem kýs að ganga í skóla og gerir sér þar eitt- hvert gagn. 1 frumvarpinu um „poppkerf- ið", 3. grein, segir eigi að síð- ur svo m.a.: „Grunnskóli er fyrir börn og unglinga á aldrinum 7—16 ára, og er þeim skylt að sækja hann." (Leturbreyting er mín). 1 þessu felst að skólaskyld- an er lengd um eitt ár. Ég er svo „íhaldssamur" á máli niðurrifsmanna, að ég teldi æskilegra, að skólaskyldan yrði stytt um eitt ár, heldur en lengd. Ég veit ekki betur en sérhverj um nemanda, sem kærir sig um, sé heimilt samkvæmt núgildandi lögum að setjast í 3. bekk gagn fræðaskóla að skyldunámi loknu. Röksemdirnar, sem fylgja poppskólafrumvarpinu, fyrir lengingu skólaskyldunnar eru nánast hlægilegar. Þar seg ir svo í skýringum við ákvæð- ið um skólaskytduna: „Reyndin er sú, að í kaup- stöðum og þorpum, þar sem ungl ingar geta gengið I gagnfræða- skóla heiman frá sér, halda milli 90 og 100% þeirra áfram i 3. bekk." Fyrst reyndin er sú, sem i þessu felst, hvers vegna er þá þörf á að skylda alla nemend- ur til þess að halda áfram námi í 3. bekk? 1 sömu skýringargrein segir svo i framhaldi af þvi, sem vitn að var til hér að framan: . „Lenging skólaskyldu hefur þvi fyrst og fremst áhrif til breytinga í dreifbýli." Og enn síðar segir m.a.: „Verði 9. skólaárið skylda, mun ríkissjóður taka þátt i greiðslu mötuneytiskostnaðar á sama hátt og hann gerir nú á skyldunámsstiginu og létta þannig hluta kostnaðar af fram- færendum." Þetta eru fögur fyrirheit, en ekki finnst mér, að nein rök fyr ir lengingu skólaskyldunnar fel ist í þessu. En er það svo ríkt I huga höfunda poppfrumvarps ins að gera breytingar breyting anna vegna, að ekki virðist mega létta „framfærendum" um ræddan kostnað, nema allir unglingar séu um leið skyldaðir til að dveljast 9. árið í skóla? Á sem sagt lenging skólaskyld unnar um eitt ár að verða skil yrði þess, að framfærendur ungl inganna, sem stunda nám 9. ár- ið, fái þessa réttarbót? í áttundu grein frumvarpsins um kerfið segir svo: „Nú getur nemandi ekki stundað skyldunám sökum fjár skorts, og skal þá veita styrk til þess úr ríkissjóði gegn endur greiðslu að hálfu frá hlutaðeig andi sveitarfélagi." 1 skýringum varðandi 8. grein ina er svo sagt m.a.: „Það er hins vegar líklegt, að mörgum efnalitlum foreldrum falU illa að þurfa að leita til sveitarsjóðs beint eða fram færslufulltrúa, þar sem slíkt ber keim af því „að þiggja af sveit" " I tilefni þessa er mér spurn: Er engin leið önnur til þess að létta þær fjárhagsbyrðar, sem I frumvarpinu og skýringum við það er f jallað um, en sú, að það sé gert með styrkjum frá ríki og sveitarfélagi? Ég hef lesið ritgerðir 13—15 ára unglinga, sem skrifað hafa um sumarvinnu unglinga, og virðast þeir hugmyndaríkari og heilbrigðari í hugsun en popp- nefndarmennirnir. Nemendurnir kvarta flestir yt ir því, að þeir fái enga vinnu yfir sumartímann, hangi iðju- lausir og mæli göturnar bezta tíma ársins og komi svo félaus ir í skólana að hausti. Þeir benda á ýmsar leiðir til úrbóta. Af kurteisisástæðum við mennta málaráðherra ætla ég ekki að gera frekari samanburð á ungl- ingum og ráðgjöfum hans. Lenging skólaskyldunnar er ekki aðeins óþörf, heldur til hins verra. Það fer að vísu vel í áróðri að mæla með lengri skólagöngu og meiri menntun. Ég sé ekkert óheilbrigt við það, að nemandi, sem ekki fellur skólanámið í geð, kjósi fremur að vinna einhver hagnýt störf, en hanga áhugalaus á skóla- bekk og venjast svo iðjuleys- inu, að hann bíði þess jafnvei aldrei bætur. Það er sitt hvað skólaskylda og fræðsluskylda. Gera þarf þeim, sem vilja læra, það kleift með einhverjum ráðum; það þarf ekki endilega að vera gert á þann hátt að aðlaga nemend ur styrkjakerfi ríkisins. Ríkið, bæjar- og sveitarfélög í þéttbýl inu gætu lagt fram fé til land- græðslu, skógræktar og annarr ar starfsemi, er yrði til þess að fegra og hreinsa landið. Við slík störf gætu þeir unglingar, er enga aðra vinnu fengju um sumartímann, unnið — og unnið fyrir kaupi sínu, í stað þess að foreldrar þeirra gerðust styrk- þegar. Þeir kæmu hressari og vinnufúsari í skólana á haustin, ef svo væri að þeim búið. En til þess að nemandi uni sér í skóla, er það algert skil- yrði, að agi og vinnufriður ríki í kennslustundum. Ég hef sann- færzt um það bæði af því, sem ég hef séð með eigin augum, og einnig i einkasamtölum ýmist við nemendur eða foreldra, að orsakasamband er milli tauga- veiklunar barna og unglinga annars vegar og agaleysis og ófriðar í skólum hins vegar. Unglingar vilja aga, þeir ætla hins vegar kennaranum að hafa fyrir þvi að koma honum á. Þeim líður illa í skóla, þar sem fáeinir uppivöðsluseggir koma öllu í uppnám. Kennari má sýna meiri en litla hörku í skólabyrj un til þess að koma á varan legum friði og ró í bekkjar- deild, ef það skaðar nemend- urna meir en hitt, að láta allt reka á reiðanum, — hvað sem uppeldis- og sálfræðingar segja. GAGNBYLTING f SVÍÞJÓB OG ATVINNUHORFUR SALFRÆöINGA Formælendur poppskólafrum- varpsins halda því fram, aö með því, ef að lögum yrði, sé farið að fordæmi nágrannaþjóða okkar, sem hafi orðið fyrri til að koma á þessu ágæta kerfi, er reynzt hafi svo og svo vel. Hins gætir hvergi í áróðri ráð- gjafa menntamálaráðherra, að við Islendingar höfum hina minnstu reynslu af íslenzku skólastarfi. En þótt við íslend ingar séum fátæk þjóð, — snauð ir að skólamönnum, sem eru þess virði, að á þá sé hlustað, þegar gjörbylta á fræðslulögum og skólastarfi í landinu, — þá eigum við sérfræðinga og menn, Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.