Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1971, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1971 Óþarft að láta minka sleppa úr búunum „Ég held það sé algerlega óþarfi að missa minka iir góð um minkabúum, og komi slíkt fyrir hefur gæzlan verið eitt- hvað slök, en á henni má aldrei slaka," sagði Guð- mundur Sveinsson minkafræð ingur, sem nýkominn er frá nami í Kanada, þegar við hitt um hann á förnum vegi fyrir nokkru, og spurðum hann silits á þeim tíðindum, að sann að er, að minkar hafa slopp- ið úr nýreistum búum á fs- landi. „Ég vann alllangan tima á minkabúi Jóhanns Sigurðsson ar, sem er fæddur Vestur-ls- lendingur, og á minkabú ná- lægt Lundar i Manitobafylki, en á því búi voru þetta milli 7—8000 minkar. Við höfðum 2 minkahunda í garðinum, og svo var hræðslam lítil um að minkarnir slyppu út, að undir minikabúruniurn spíigsporuðu gæsir og hænisni og tímdu upp það sem frá minkunum féll. En við yfirgáfum aldrei Guðmundur Sveinsson. allir minkabúið i einu. Hund- arnir, hvenær siem var, til taks og litil von fyrir mink, sem kynni að komasi út úr búrun um að sleppa lifandi úr garð- inum." „Hvers vegna fórst þú til Kanada til náms, Guðmund- ur?" „Ég hafði heyrt að Kanada menn stæðu framarlega i minkaeldi, og ég fékk áhuga á því að heilsa upp á frænd ur okkar þar, sem fengust við minkaeldi og læra af þeim. Ég kom út 15. marz 1969. Ég var við nám i Manitobaháskóla. Lærði þar pelsun og var við- staddur dýralækningar, og lærði mikið af því. Hafði ég þar prýðiskennara, m.a. Dr. Cork, sem var forstöðumaður tilraunabúsins. Á því búi, en ég vann þar meðfram nám- inu, voru skinnin fullfrágeng in, svo að ég lærði meðferð þeirra frá fyrstu byrjun. Ári lengur var ég svo á vegum þessa bús og ferðaðist miili búa i landinu, vann að skinna verzlun, við að „raga" skinn, Frá minkabúi Jóhanns Sigurðssonar við Lundar i Manitoba. og tel mig hafa öðlazt á því dýrmæta reynslu, sem mig langar að komi að gagni hér á íslandi." „Það er talað um, að merkja þurfi minkana hérlendis, svo að hægt sé að sjá, hvaðan þeir sleppa. Hvað álitur þú um slíkar merkingar?" „Það er erfiðleikum bund- ið að merkja mink, eina ráð- ið er að auka eftirlitið í minkagörðunum. Annars er möguleiki á að merkja minka, en það myndi kosta viðkom- andi bú mikla vinnu. Eru not aðar til þess tangir, og mink arnir merktir á eyrum með eins konar „tattóveringu." En hvernig fer svo um merk- ingar, þegar dýrin eru seld á milli búa? Fiampiano hefur t.d. 2 þýzka Shepherd-minkahunda á búi sfonu." „Hvernig lizt þér á ís- lenzku búin?" „Jú, þau eru vel búin, en ég kom eitt sinn að tveimur, og var þar þá stundina eng- in gæzla, og slíkt býður hætt unni heim. Einnig tel ég, að búin hafi byrjað of stórt, þ.e.a.s., að þau eigi anmað- hvort að vera griðairstór, eins og t.d. bú Jóhanns Sig- urðssonar í Lundar, sem ég minntist á fyrr, og ég starf- aði á í 9 mánuði, eða þá litil, t.d. með 250—300 læðum, þar sem hjónin á búinu sæju sjálf um allan reksturinn. Annars er svo sem um mörg loðdýr að ræða, sem rækta má, og er minkur ekki ¦..'¦....¦....... » siét. % m f-4-Fi \ . Hann virðist svo seni nógu saklaus þessi minkurinn. Nei, merking er ekki lausn in. Auk þess hef ég aldrei heyrt þess getið að lífdýr væru merkt. Strangt eftir- lit og notkun hunda er ráðið, enda tíðkast það ytra, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Hinn þekkti minkabóndi Carl llLss ¦ i<€ ¦ • " ¦ 58 einn um hituna á skinnamark aðnum, þótt verðmætustu skinnin séu óneitanlega frá honum komin. Ég hef mikinn áhuga á minkarækt á íslandi, og tel, að tvimælalaust sé hægt að rækta mink hér á landi með góðum árangri, en auðvitað verður að fara að þeirri rækt un með allri gát." Og eftir að Guðmundur hef ur léð okkur til birtingar nokkrar myndir frá minka- görðutm í Kanada, kveðjum við með ósk til hans, að hann megi finna starfssvið við sitt hæfi á Islandi og með reynslu sinni og þekkingu hjálpa Is- lendingum til að komast vel á legg með minkaræktina. — Fr.S. Guðmundur Sveinsson heldur á hvítum minki i Kanadasól. förnum vegi FRETTIR Kvenfélag Árbæjarsóknar Aðalfundur verður haldinn mið- vikudaginn 3. marz kl. 8.30 stundvíslega i Arbæjarskóla. Kaffiveitingar. Storólfshvolskirkja Messa á sunnudag kl. 2. Barna- messa kl. 3. Séra Stefán Lárus- son. Föstumessur Frikirkjan í Reykjavik Föstumessa i kvöld kl. 8.30. Séra Þorsteinn Björnsson. Laugarneskirkja Festumessa i kvöld kl. 8.30. Séra Garðar Svavarsson. KÓPAVOGUR — GARÐA- HREPPUR Maður í góðri stöðu óskar eftir 3ja—4ra herb. íbúð til teigu í Garðahreppi eða Kópa vogi. Viosamlega hringið í síma 50216 frá kl. 10-5 í dag. TIL SÖLU Opel Kadett coupe, árg. 1967 í góðu standi að Faxabraut 57, Keflavík, sími 2543. HÚSEIGENDUR Þéttum eftirfarandi: stein- steypt þök, asbest þök, þak- rennur, svaiir, sprungur i veggjum. — Verktakafélagið Aðstoð. sími 40258. TIL SÖLU JARÐHÆÐ á Suðurgötu 21, Akranesi. Uppl. hjá Hetga Guðmunds- syni, sama stað. ELTIKAR Góð deygiögunarvél f. 100— 150 kg. af mjöli tíl söiu. — Bakariið Kringfan. Sími 30580. TIL SÖLU ER VOLVO F 86 árg. '66, með York burðar- öxfli, 12 tonna, setet með eða án húss till vöruflutninga, — Uppl. gefur Marteinn Karlss, í síma 10440 Rvik, og síma 6252, Ólafsvík. BROTAMALMUR Kaupi alian brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91, HASETAR Háseta vantar á netabát frá Keflavík. Uppl. í sima 2236 og 2716, Keflavík. KEFLAVlK — SUÐURNES Nýkomnir 4 Ktir af vetrar- bómull. Einnig rósótt og ©in- litt terelyne jersey. Mynstrað acríl jersey og flauel í sam- kvæmiskjóla. Verzl. Femfna. TENGIVAGN Tveggja öxla tengivagn 6sk ast. Tilb. skal skiffla tW Mbí. mert: „Tengivagn 6887"s TIL SÖLU Moskwitch '67 í góðu ásig- komulagi. Má greiðast með fasteignatryggðu veðskuTda- bréfi. Uppl. í síma 847518 15 MANNA VEAPON til sölu. Uppl. í síma 84168. Lokað vegnu jurðarfarar Vegna jarðarfarar Sigtryggs Klemenzsonar, seðlabankastjóra, verður bankinn lokaður fimmtudaginn 25. febrúar 1971 frá klukkan 12.30. . SEÐLABANKI fSLANDS. Góð 3ju herbergjo íbúð til sölu i Árbæjarhverfi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. KAUPENDAÞJÓNUSTAN — FASTEIGNASALA Þingholtsstræti 15, simi 10220. Skrifstofuhúsnæði óskast STRAX EÐA FLJÓTLEGA FYRIR AUGLÝSINGASTOFU l EÐA NÁLÆGT MIÐBORGINNI. HÚSNÆÐIÐ ÞARF AÐ VERA 2 HERB. NÁNARI UPPLÝSINGAR SENDIST MBL. FYRIR N.K. LAUGARDAG MERKT: „MAGN — 6885". Til sölu íólks- og vörubílor Citroen '68 DS 21 pallas. Rambler American '67 Playmouth Belvadeere '67 ekinn 45 þús. km. Chevrolet Station '65 8 manna. Hillman Hunter '70 ekinn 6 þús. km. Skipti á R-jeppa með diesel. Volkswagen 1600 TL '67 og '68. Cortina '66, '68, '70. Ford 20 MXL '68, sem nýr. M.-Benz 1920 '66. M.-Benz 1618 '67. M.-Benz 1413 '66, '67,69. M.-Benz 1911 '64. Bedford '66, ný vél, vökva- stýri. Willys jeppar '63, '65, '67. Rússa jeppar '57, '67, '68. Getum tekið bila i sölu og og haft þá irtni. SYNINGARSALURINN Kleppsvegi 152, Holtavegsmeginn, sími 30995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.