Morgunblaðið - 03.03.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.03.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1971 1 17 N Skólavörubúðinni, (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.). „Og: auðvitað nær útgáfan aldrci neinu endanleg-u tak- marki í þjónustustarfi sínu við skóla og nemendur. Hún á allt af að reyna að bæta þær bæk- ur, sem til eru, og jafnframt sí- feilt að leita nýrra úrræða til þess að gefa út góðar, nýjar bækur.“ Þannig fórust Jóni Emil Guðjónssyni, forstjóra Bíkisútgáfu námsbóka, m.a. orð i grein, sem hann ritaði fyrir fjórum árum um útgáfuna 30 ára. Á síðasta ári gaf Ríkisút- gáfan út 55 bækur; þar af 31 frunuitgáfu, í samtals 480 þús- und eintökum og hafði þá gef- ið út frá byrjun 410 bækur í 7,8 miiljón eintaka. Morgunblaðið heimsótti fyrir 6kemmstu Ríkisútgáfu náms bóka og leitaði upplýsinga um starfsemi hennar hjá Jóni Emil Guðjónssyni og Braga Guðjóns syni, sem veitir Skólavörubúð- inni forstöðu, en Skólavörubúð in er sjálfstæð afgreiðslu- og söludeild Ríkisútgáfunnar. N á msbókag j ald liækkar í ár Samkvæmt fyrstu lögum rik- isútgáfunnar skyildi hún sjá 7 —13 ára börnum við skyldu- nám fyrir ókeypis námsbók- um, og var þetta fyrst gert haustið 1937. Fyrstu tuttugu árin var enginn sérstakur starfsmaður við stofnunina, en prentsmiðjustjóri Ríkisprent- smiðjunnar Gutenberg sá um útgáfuna og Menningarsjóður lengst af um dreifingu og sölu. Árið 1956 samþykkti Alþingi ný lög um útgáfuna og urðu með þeim lögum þáttaskil í sögu hennar. Ákveðið var, að tekjur útgáf unnar skyldu vera námsbóka- gjaldið og framlag frá ríkis- sjóði í hlutföllunum % og Vs. Starfssvið útgáfunnar var með þessum lögum stækkað mjög, þannig að síðan hafa einnig unglingar við skyldunám feng- ið ókeypis bækur frá útgáf- unni. Þá var nú ráðinn sérstak- ur starfsmaður til stofnunarinn ar; Jón Emil Guðjónsson, for- stjóri hennar. Á s.l. ári hafði Rikisútgáfa námsbóka 13,6 milljónir króna (námsbókagjald og ríkisfram- lag) til að starfa fyrir. — Námsbókagjaldið 1970 var 500 krónur á hvert heimili, sem sendir barn i skóla, og er þá samkvæmt útreikningum að meðaltali 376 krónur á hvern nemanda á skyldunámsstigi. Hvað nemendur fá í aðra hönd fyrir námsbókagjaldið má sjá á eftirfarandi yfirliti, sem gert var fyrir skólaárið 1969—70: Barnaskólar: Námsbækur, eign skólans, Námsbækur, eign nemenda, U nglingaskólar: Námsbækur, eign skólans, Námsbækur, eign nemenda, Þessar tölur eru miðaðar við útsöluverð bókanna að viðbætt um söluskatti. — „Að sjálfsögðu var þessi fjárhæð, 376 krónur á hvern nemanda, of lág til þess, að rikisútgáfan gæti sinnt skyld- um sínum nægilega vel, segir Jón Emil Guðjónsson. En nú hafa Alþingi og ríkisstjórn hækkað tekjur útgáfunnar til mikilla muna, þannig að náms- bókagjaldið, sem lagt er á í marz-apríl, verður nú sennilega meira en tvöfalt hærra en var.“ Á skyldustigi ern nú 36.300 nemendur í landinu, en að auki selur Ríkisútgáfa námsbóka allt af eitthvað til nemenda í 3ja og 4ða bekk gagnfræðastigsins, en þeir eru nú 6.100 talsins. Það er námsbókanefnd, sem ákveður útgáfustarfsemi ríkis- útgáfunnar. 1 nefndinni eiga nú sæti fimm men og skipar menntamálaráðherra nefndina. Tveir nefndarmanna «ru skip- aðir samkvæmt tillögum Sam- bands íslenzkra barnakennara og einn er nefndur til af Lands sambandi framhaldsskólakenn- ara. Formaður nefndarinnar er skipaður án tilnefningar og fræðslumálastjóri er sjálfkjör- inn í nefndina hverju sinni. Stjórn útgáfunnar er því að meirihluta skipuð samkvæmt til lögum kennarasamtakanna og hefur svo verið frá byrjun. Sem fyrr segir hefur Rikis- útgáfa gefið út samtals 410 bækur í 7,8 milljónum eintaka, og er þá allt meðtalið, bæði stór rit og lítil. Algeng upp- lagastærð hjá útgáfunni er nú um 20 þúsund eintök, en stærsta upplag, sem um getur í kr. 154,32 kr. 353,75 Alls kr. 508,07 kr. 44,30 kr. 843,68 Alls kr. 887,98 sögu útgáfunnar er um 40 þús- und eintök — það var „Landa- bréfabókin", en „Gagn og gam- an“ hefur mest verið gefið út í 35 þúsund eintökum í einií. Vantar bækur og gögn fyrir vangefna nemendur — Hverjir eru stænstu þætt- irnir í útgáfunni nú, Jón? -— Bókaútgáfa rikisútgáfunn ar skpitist að meginmarki í tvo hluta. 1 fyrsta lagi er útgáfa hinna eiginlegu kennslubóka, sem nemendur eða skólarnir fá frá útgáfunni fyrir námsbóka- gjaldið og framlag ríkissjóðs. 1 öðru lagi er svo útgáfa hjálp- arbóka og hjálpargagna til að létta skólastarfið og gera það fjölbreyttara og árangursrík- ara. Af nýjum þáttum í útgáfu- starfseminni eru nú mest áber- andi kennslubækur í mengja- stærðfræði og eðlisfræði, en segja má að í þessum námsgrein um sé að verða bylting. 1 þess- ari útgáfu höfum við nána sam vinnu við Skólarannsóknir menntamálaráðuneytisins, en samkomulag um samstarf þarna í milli var undirritað í ágúst 1969. Við erum að gefa út nýjar bækur fyrir íslenzkukennsluna í barnaskólunum. Þessar bæk- ur eru mjög svo ólíkar fyrri kennslubókum I þessu fagi. Þessi bókaflokkur heitir: „Móð urmál“ og eru tvö hefti komin út. Höfundur er Ársæll Sigurðs son og hafði hann samið að meiri hluta handritið að þriðja heftinu, er hann lézt. Gunnar Guðmundsson, skólastjóri, mun ljúka því og við svo gefa það út. Þessar bækur eru nýstár- „Við gefum aldrei út „jólabækur6tíí Um Ríkisútgáfu námsbóka og Skólavörubúðina legar meðal annars að því leyti, að í þeim er leitazt við að sam- eina þrjá þætti móðurmáls- kennslunnar: stílgerð, stafsetn- ingu og málfræði, þannig, að hver þáttur veiti öðrum nauð- synlegan stuðning. Nú, af nýjungum á þessu ári get ég nefnt, að við munum halda áfram með nýjar bækur, ýmist^. tilraunaútgáfur eða full- unnar í þremur námsgreinum; eðlis- og efnafræði, líffræði og mengjastærðfræði. Og einnig munum við halda áfram með dönskuverkefni fyrir 12 ára bekki barnaskólanna. Ýmislegt annað er í bígerð, sem of snemmt er að segja nokkuð frá nú. Ég vil þó geta þess, að ég vong, að okkur tak- ist fljótlega að auka og endur- bæta eitthvað lesbókakost út- gáfunnar. — En hvað með hjálparbæk- ur eða hjálpargögn? — Á þessu sviði hefur útgáf- an — eða nánar tiltekið Skóla- vörubúð hennar, reynt að bæta úr vöntunum eftir föngum, þótt miklu fleira sé þar ógert, en ætti að vera. Sem dæmi um hjálparbækur get ég nefnt „Söguna okkar“, myndskreyttar frásagnir úr Is- landssögunni, og „Landið okk- ar“, en þá bók prýða m.a. tutt- ugu litmyndir. Af hjálpargögn um má nefna föndurverkefni og myndir og útlinukort við gerð vinnubóka. Veggspjöld með myndum af jurtum og islenzk- um fuglum eru komin út og á næstunni koma spjöld með ís- lenzkum spendýrum. Og síðast en ekki sízt vil ég nefna efni á segulböndum til tungumála- kennslu. Ef ég ætti að nefna eitt svið, sem mér finnst ríkisútgáf- an verði að fara að beita sér á, yrði það bækur og hjálpar- gögn fyrir vangefna nemendur. Á þessu sviði má segja, að flest sé ógert hjá okkur og tel ég ekki vansalaust að svo verði áfram. — Hvað með „Bólcmenntaúr- val skölanna?" — Já „Bókmenntaúrval skól- anna“ er nýjung, sem við hleyptum af stokkunum í fyrra. Mikið hafði verið rætt og rit að um nauðsyn þess, að auka kynningu islenzkra bókmerinta í skólum með þvi að nemendum gæfist kostur á að lesa ekki að- eins valda bókmenntakafla og einstök kvæði, heldur og heil ritverk. Frumskilyrði þess, að þetta megi takast, er auðvitað, að skólarnir ættu kost á slík- um ritum til að lána nemend- um sinum, þar sem tæpast er við að búast, að nemendur al- mennt myndu eignast þessar Framhald á bls. 24 Jón Emil Guðjónsson, forstjóri Ríkisútgáfunámsbóka, við nokkr ar af bókum útgáfunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.