Morgunblaðið - 03.03.1971, Side 18

Morgunblaðið - 03.03.1971, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ J971 Séra Valdimar J. Eylands sjötugur ÞEGAR íslendingar fluttu vest ur um haf til Ameríku og námu nýtt land, fóru þeir oftast af illri nauðsyn. — Möguleikar til lífsbjargar voru þverrandi og fiamtíðarvon um hag lands og þjóðar — hverfandi í hugum margra. — Sumir sáu ekki leið til að bægja skortinum frá dyr um og tóku sig þess vegna upp til að hreppa lífvænlegri kjör í annarri heimsálfu. — Aðrir fóru af ævintýraþrá sem landnemam ir forðum, þegar útþráin hvatti þá til að yfirgefa Noreg og setj ast að á íslandi. — Þannig varð til Nýja-ísland í Norður-Amer íku um og eftir aldamótin síð- ustu. Landar vorir vestra urðu að heyja harða baráttu fyrir til- veru sinni, og þá sýndu þeir einnig hvað í þeim bjó. Þeir hlutu í arf að heiman trú sína og tungumál. Hvort tveggja var þeim dýrmætur fjársjóður, helg ur dómur, sem þeir varðveittu og vildu sízt án vera. — Og þjóðarbrotið vestra átti menn, Sem gengu fram fyrir sköldu og helguðu líf sitt þeirri hugsjóna baráttu. — Vestur-íslendingar minnast þeirra manna, sem miklu hafa áorkað í þá átt að efla sanna þjóðraekni og varð- veita menningararfinn dýra. — Og þeim eigum við þakkir að gjalda bæði austan hafs og vest an. — Einn þessara tryggu og dáðriku sona fósturjarðarinnar séra Valdimar J. Eylands, er sjö tugur í dag. Fæddur er Valdimar að Lauf ási í Víðidal í Húnavatnssýslu 3. marz 1901. — Móðir hans var Sigurlaug Þorsteinsdóttir, ættuð frá Stóruhlíð í sömu sveit, en faðir hans, Jón Daníelsson, var fæddur á Lækjarmóti. — Tiu ára gamall missti hann móður sína. Seinni kona Jóns var Helga Bjamadóttir frá Skarfshóli, Mið firði og reyndist hún honum sem hin bezta móðir. Forfeður Valdimars voru bændur í Víðidal og búhöldar miklir. — Um einn föðurfrænda hans, Daniel Daníelsson bónda á Kolugili er sagt, að hann lét sól ráða hættum og rismáli á meðan dagur var lengstur, en birtu, er líða tók á sumar. — Sama er að segja um vinnudag séra Valdimars. — Oft hefir hann verið langur og eigi tími gefizt til að unna sér hvildar. Slíkur starfs- og vinnudagur er helzt að skapi hans. Valdimar ólst upp í Viðidal. Hann var strax bókhneigður sem drengur. Hér beygðist snemma krókur til þess, sem verða vildi, þ.e. að þeim bók- menntaáhuga, sem einkennir hann. — Ungur tók hann þá ákvörðun að gerast prestur og hvikaði aldrei frá þeirxi ákvörð- un. Hann gekk í Alþýðuskóla Húnvetninga, og upp úr áramót um 1919 lagði hann leið sína í gamla Möðruvallaskólann á Ak ureyri. Sama vor tók hann gagn fræðapróf og settist í 4. bekk Menntaskólans um haustið. — Sökum fátæktar varð hann að hætta námi og tók þá ákvörð- un að fara til Ameríku. — Þess- ari ákvörðun Iýsir séra Valdi- mar í bók sinni „Arfur og æv- intýr“: „Jafnframt varð ég að vin.na fyrir mér, svo að mér varð lítt ágengt með námið. Faðir minn var látinm, og um fjár- styrk að heiman var ekki að ræða. Greip ég þá til hins marg reynda örþrifaráðs hinna snauðu og ákvað að fara til Ameriku." Þegar séra Valdimar kom vest ur, hélt hann námi áfram og klauf þrítugan hamarinn á námsbrautinni. Guðfræðingur varð hann með heiðri frá Luth- er Theologieal Seminary í St. Paul og vigður prestur 24. júní 1925. — Prestur Fyrstu lúth- ersku kirkjunnar í Winmipeg varð hann 1928. Séra Valdimar hefir um ára- bil verið forvígismaður V-fslend inga í kirkju- og þjóðræknis- málum. — Forseti kirkjufélags- ins var hann árfn 1953—1956 og forseti Þjóðræknisfélags fslend inga i Vesturheimi í mörg ár. — Hann hefir ritað mikið um kirkjuleg og kristileg mál og þjóðræknismál íslendinga vest- an hafs í blöðum og tímaritum vestra. Sæmdur var hann ridd- arakrossi Fálkaorðunnár 1955. Eiginkona séra Valdimars er Þórunn Lilja Johnson, fædd vestra, en ættuð úr Dölum. — Börn þeirra eru: Sigrún Dolor- es gift W. R. Lower ofursta í flugher Kanada; Elín Helga gift D. R. Oakley augnlækni; Jón Valdimar læknir í bænum Rug by North-Dakota og Lilja María gift prestinum séra Barry Day. Séra Valdimar er skarpgáfað- ur maður og einn í flokki þeirra, sem eru „þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund“. Hann sameinar forkunnar vel trú sína og þjóð- rækni eins og margir Vestur- íslendingar gera. Hann er rök- fastur og kraftmikill í prédikun sinni og vandar málfar sitt og talar fagurt og kjarnmikið mál. — Hann er alvörumaður mikill og oft í djúpum þönkum. — En þegar minnst varir, færist gjarn an bros um andlit hans, sem ljómar og þá er hann hrókur alls fagnaðar. Fyrstu kynni mín af sr. Valdi mar og hans ágætu konu, börn um og heimili, voru þau, að ég aðstoðaði hann í Fyrstu lút. kirkjunni í Winnipeg sumarið 1945. — Síðan hafa leiðir okkar oft legið saman, t.d. er hann var hér prestur árlangt á Útskálum 1947—48 í sikiptum við séra Ei- rík heitinn Brynjólfsison, sem á sama tíma gerðist prestur vestra. — Ég hefi fundið það betur og betur hve mikill og sannur íslendingur hann er. — Það má segja um hann, likt og sagt var um mikinn íslandsvin: ísland er í hjarta hans. Séra Valdimar er nú hættur hinu umfangsmikla prestsstarfi Fyrstu lút. kirkjunnar í Winni peg fyrir aldurs sakir. — Þó er hann ekki aðgerðalaus. — Það getur hann ekki, og starfar sem aðstoðarprestur í Rugby, þar sem þau hjónin dvelja hjá syni sínum og heimilisfang þeirra er: Rugby, North-Dak., 58368, USA. Þangað berast honum margar hlýjar kveðjur í dag frá gamla Fróni. — Og þá trúi ég því, að hugur afmælisbarnsins hvarfli hingað heim í Víðidalinn, þar sem spor smaladrengsins eru geymd. Því að „römm er sú taug, sem rekka dregur föður- túna til“. Þau bönd vináttu og þjóðrækni, sem binda þennan son fósturjarðarinnar við ætt- land sitt, eru óslítandi. — Hann hefir á langri ævi verið árvak ur og trúr þeirri æskuhugsjón að helga Guði krafta sína í köll unarstarfi lærisveinsins. Hann hefir átt sinn þátt í að brúa bil ið yfir Atlantsála með taugum kærieikans og fölskvalausri ætt- jarðarást. Þannig styrktu þeÍT bræðra- böndin, sem fóru og stækk- uðu Island. Til hamingju með afmælið. — Heill og Guðs blessun fylgi þér, fólki þínu og starfi um öll ó- komin ár. Pétur Sigurgeirsson. Rétt eins og fjöll væru harla litils virði, ef þau hétu ekki neitt, mundu töfrar ýmissa landa minnka óðfluga, ef ekki byggju þar einhverjir þeir einstakling- ar, sem bilið brúa í miUi og með sögu sinni og starfi hafa gert gagnvegi milli f jarlægra staða. Kanada og ísland eru fjarlæg lönd, fátt mun þeim sameiginlegt utan eitt. 1 báðum löndum eiga heitna þeir einstaklingar, sem rekja ættir sínar til sömu stofna. Blóðtaka var það mikil, þegar fjölskyldurnar fluttu í vesturveg héðan, en ríkidæmi er það meira, þegar til þess er hugsað, hversu vel hefur verið ávaxtað, og það á stundum hinum báðum þjóðum til góðs. Ötull og öruggur brúarsmið- ur i þeim efnum heldur í dag hátíðlegt sjötugs afmæli sitt. Presturinn Valdimar J. Eylands hefur lagt til meiri efnivið i brú arsmíð þá, sem saman tengir löndin tvö, heldur en flestir aðr- ir. Kemur þar til bæði aðstaða sú, sem hann hafði og skapaði sér, sem höfuðklerkur Islend- inga vestra um árabil, svo og upplag hans og áhugamál. Því í honum má glögglega sjá, hversu gjafimar ávaxtast gefanda til góðs og heilla. Ekki þarf um það að efast, að margt hefði hann af rekað fósturjörðinni til heilla, ef starfsvettvangur hans hefði all- ur mátt vera hérna megin Atl- antsála. En þó ber ekki hinu að neita, að ómetanlegt er starf hans vestan hafsins í þágu is- lenzks þjóðernis, og í því að við- halda tengslum í milli landa og þjóða. Ekki er það ætlunin með þess- um fáu orðum að fara að rekja æviferil og sögu séra Valdimars J. Eylands, aðeins minna vini hans á það, að afmælisdagur hans er í dag, 3. marz, því þá fæddist hann að Laufási í Víðidal í Húnavatnssýslu. Hefur hann sjálfur rakið sögu sína í fyrstu þáttum í bók þeirri, sem kom út í tilefni af sextugsafmæli hans fyrir tíu árum, Arfi og ævintýr- um. Geymir sú bók líka ýmsa skrifaða þætti úr starfssögu séra Valdimars, ræðum hans og ritgerðum. Og er því í senn merkilegt heimildarrit yfir áhugamál hans og hvernig hann hefur haldið á málum, svo og yf- irlit yfir sum þau mál, sem þýð- ingarmikil hafa verið í þvi að viðhalda sambandi og styrkja það milli þjóðanna tveggja. En um leið og ég leyfi mér að minna á merkisdag í ævi séra Vaidimars, langar mig til þess að þakka fyrir allt það, sem ég og mín íjölskylda hefur þegið frá séra Valdimar og hans góðu konu, frú Lilju Eylands. Þar má rekja þræði allt til þess dags, er við hjónin stigum fyrst fæti á kanadiskt land íyrir 16 árum tæpum, til þess kölluð að þjóna einhverjum þeim söfnuði, er laut forystu og handleiðslu séra Valdimars i hinu islenzka kirkju félagi i Ameriku. Var upplitið ekki djarft, þá séra Valdi- mar leiddi hinn nýja prest inn í Fyrstu lúthersku kirkju Winni- pegborgar, sem hann hafði þá þjónað af miklum skörungsskap og forystuhæfileikum um marga áratugi, sagði mér þar að fara upp í prédikunarstólinn sem mér fannst vegna sögu sinn ar og þýðingar alltoí stór og veg legur fyrir mig, og þaðan að lesa guðspjall sunnudagsins næsta á eftir. Er séra Valdimar leiddi mig i það enskupróf, hafði hann ekki að því langan formála, siðar kynntist ég því, að það var ekki hans aðferð, þvi hann kom ætíð sem hreinast og beinast að hverjum hlut og verki, heldur sagði hann aðeins með sinni djúpu rödd, sem ég get enn heyrt óma mér til hug- arlyftingar og fulltingis: „Lestu, séra Ólafur." Og þá guðspjall- inu hafði verið skilað, kom ekki að heldur nein langloku athuga semd, heldur aðeins, „þetta var i lagi.“ Þannig var séra Valdimar, hreinn og beinn og vifillengjulaus. Og þegar ferðirnar milli Mountain i Norður Dakota, Bandarikjamegin landamæranna, og höfuðborgar íslendinga vestra, Winnipeg, urðu fleiri, eft ir því sem samstarfið jókst i hinu íslenzka kirkjusamfélagi, jókst lika virðingin og skilning- urinn á starfi séra Valdimars. Hann var ekki aðeins höfuð- klerkur í dómkirkju Íslendinga vestan hafsins, þar sem frábær- ar ræður hans, hvort heldur á ensku eða íslenzku vöktu verð- skuldaða athygli, þvi maðurinn er sá ræðumaður, að eftir hlýt- ur að vera tekið, heldur var hann líka um langt tímabil odd viti í þjóðræknismálum, enda hafa kirkjumál og þjóðræknis- mál verið fastfléttuð í gott reipi, og um leið var hann sá sanni biskup í því að vera prestur okkar prestanna og vinur fjöl- skyldna okkar. Því kom maður ætíð ríkari af fundi séra Valdi- mars. Stundum rikari af bókum, því sá bókasafnari var hann, að hann naut þess að deila eign sinni með öðrum, en ætíð ríkari að einhverju góðu og þvi, sem til heilla mætti vera i safnaðar- starfinu. Og þegar nú séra Valdimars er minnzt á sjötugsafmæli hans og kveðjur héðan berast honum og hans ágætu konu og böm- um, þá er það presturinn, sem ætið er efstur i huga vinanna og hvað hæst ber. Hann hefur rækt köllun sina, og gott má það vera honum að líta nú til baka, því það má hann vita, að þrátt fyr- ir allar þær breytingar í kirkju- lífinu, sem starfstími hans spannar, þá hefur hann ætíð ver ið hinn rétti maður á réttum stað, aðlagazt breyttum tímum og kröfum, þegar þess var þörf, en einnig stungið fast við fæti, er ekki var stefnt i þær áttir, er heppilegastar voru. Hinum góða Islendingi, séra Valdimar J. Eylands, guðfræði- doktor, eru þvi færðar þakkir á afmælisdegi hans fyrir mikið og gott starf, er hann hefur innt af hendi fyrir fólk af íslenzku bergi beggja megin Atlantshafs- ins, já, og ekki aðeins fyrir þá frændur okkar, heldur alla þá, er hans þjónustu vildu þiggja og til hans leituðu. Guðs forsjá sé hann falinn og heimili hans, og gott til þess að vita, að hann hefur að verðleikum verið boð- inn til þess að heimsækja Island í tilefni afmælisins, þó svo að hann þiggi ekki það boð fyrr en að sumri. Þá verður gott að fagna hinum mæta brúarsmið is- lenzks arfs beggja megin hafs- ins, hans sem gert hefur lönd lslendinga vestra okkur, sem kynnzt hafa, enn dýrmætari. Ólafur Skúlason. SPUNAKONA Óskum að ráða vana spunakonu. UMarverksmiðjan Framtíðin Frakkastip 8. sími 13060. Aðsfoðarstúlka óskast nú þegar í tannlækningastofu mina. Uppiýsingar frá kl. 18—19 í kvöid. BIRGIR J. JÓHANNSSON Laugavegi 126 Hjúkrunarkona Hjúk runarkonu vantar nú þegar til starfa við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður. FORSTÖÐUMAÐUR. Páskafferð Cullfoss 1971 Farþegar vinsamlegast innleysið farmiða fyrir 7. marz nœsfkomandi EIMSKIP Farþegadeild - Sími 21460

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.