Morgunblaðið - 03.03.1971, Qupperneq 21
MORGIJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3 MARZ 1971
21
Hvers vegna Laos?
Á myndinni hér til vinstri
sést brynvarinn liðsflutn-
ingabíl! frá Suður-Vietnam
halda inn yfir landamærin
til Laos. Tilgangurinn með
innrásinni er að stöðva liðs-
°g birgðaflutninga Norður-
Vietnama eftir Ho Cbi Minh-
stígnum svonefnda, en eftir
honum er rnest allt það
flutt. scm hersvcitir Norður-
Vietnams þurfa á að halda í
stríðsrekstri sínum gegn
stjórnum Suður-Vietnams,
Laos og Kambódíu. Það hef-
ur verið barizt af geysilegri
hörku um stíginn. og má af
því nokkuð merkja hversu
mikilvægur hann er komm-
únistum.
Eftir:
Brian Crozier,
forstjóra
The Institute
for the Study
of Conflict,
höfund
bókarinnar
„South East
Asia in
Turmoil64
Hernaðaraðgerðir Suður-
Vietnama sem nú standa yfir
í Laos, með aðstoð Bandarikja-
manna, hafa víða verið gagn-
rýndar og kallaðar útbreiðsla á
stríðinu í Indó Kína, en eru
þær það? Svipaðar fullyrðing-
ar komu fram þegar Banda-
rikjamenn réðust inn í Kambó-
díu síðastliðið vor. I báðum til-
vikum þarf að rannsaka þessar
ásakanir niður i kjölinn.
Hér er fremur um að ræða stað-
reyndir en þýðingafræði.
Ef með „útbreiðslu" striðsins
er átt við að Bandaríkjamenn
og Suður-Vietnamar eigi nú í
átökum á stöðum sem þeir hafa
ekki barizt á áður, hafa gagn-
rýnendurnir á réttu að standa.
En ef átt er við að viðkomandi
svæði hafi búið við frið, og
verið laus við hemaðaraðgerð-
ir, hafa þeir á röngu að standa.
Vietnámskir kommúnistar
sem starfa frá Norður-Vietnam,
hafa ávallt litið á allt hið fyrr
um franska Indó Kína sem
EITT svæði pólitískra og hern-
aðarlegra aðgerða, og hafa
hagað sér i samræmi við það.
Ef iitið er á stjórnmálahlið-
ina verður að taka tillit til
þess að þegar árið 1930, hafði
Ho Chi Minh stofnað kommún-
istaflokk sem átti að ná yfir
allt Indó Kína eins og það
lagði sig. Síðar komu upp alls
konar samtök, sem voru i raun
inni bara skálkaskjól, stjórnað
af Hanoi, í Laos og Kambódiu
var t.d. komið upp Þjóðarflokki
Laos, og Byltingarflokki fólks-
ins.
Hernaðarlega, hefur Norður-
Vietnam alltaf staðið að baki
hinni pólitisku stefnu fyrr-
nefndra flokka: að sameina
hinar þrjár þjóðir Franska
Indó Kina: Vietnam, Kambó-
díu og Laos, undir stjórn viet-
namski'a kommúnista.
FYRSTA INNRÁSIN
Örlagarikasta skref þessarar
stefnu er nú næstum gleymt,
en það verður að rifja upp ef
við eigum að sjá atburðina nú
í réttu ljósi. Það var innrás
fastahers Norður-Vietnams í
austurhluta Laos, í apríl 1953.
Innrásin átti sér stað meðan
stjórn Ho starfaði frá
frumskóga- og fjallafylgsnum í
Norður-Vietnam. Þetta hafði
beinar pólitiskar afleiðingar.
Þegar norðaustur-héruðin tvö í
Laos, Sam Neua og Phong
Saly, voru fallin kommúnistum
í skaut, lýsti Souphannouvong
yfir stofnun Pathet Lao, Ríkis-
ins Lao. Æ síðan þetta gerðist,
fyrir nær 18 árum, hefur þetta
svæði verið undir stjórn Hanoi.
Fastheldni Norður-Vietnams
er stórmerkileg, ef tekið
er tiilit til þess að tvær
meiriháttar alþjóða ráðstefn
ur sem það hefur átt aðild að
hafa samþykkt og viður-
kennt yfirráð hinnar kon-
unglegu stjórnar í Laos, yfir
öllu landinu, að meðtöldum að
sjáifsögðu fyrrnefndu hér-
uðunum tveim. Báðar ráðstefn-
urnar voru haldnar í Genf. Á
þeirri fyrri var samþvkkt að
bæði Frakkar og Norður-Viet-
namar skyldu kveðja heim heri
sína frá landinu, það skytdi
vera hlutlaust og ekkert erlent
ríki skyldi nota það undir her-
stöðvar.
Þrátt fyrir þessar samþykkt-
ir, fékk stjórn Laos i rauninni
aldrei yfirráð yfir Sam Neua
og Phong Saly. Eftir langar
samningaviðræður, varð að op-
inberu samkomulagi milli hálf-
bræðranna Souvanna Phouma,
forsætisráðherra Laos, og
Souphannouvong, sem er
leiðtogi Pathet Lao, að her-
sveitir Pathet Lao, skyldu inn-
limaðar í hinn konunglega her
Laos. Þetta var 2. nóvem-
ber 1957. En ef frá eru taldar
örfáar litlar deildir Pathet
Lao, varð aldrei um neinn sam-
runa að ræða.
IIÉLDIJ SÍNl
í stað þess hélt Pathet Lao
itökum sínum, eða öllu heldur
Norður-Vietnam hélt itökum
sinum i gegnum Pathet Lao, þvi
stjómmálaleiðtosar Pathet Lao
— menn eins og Phoumi Vong-
viehit og Kaysone Phomivan —
eru í rauninni meðlimir i stjórn
verkamannaflokks Norður-
Vietnams, jafnframt þvi að vera
meðlimir stjórnmáladeildar Pat
het Lao.
Enn einu sinni var stjórn
málaaðgerðum fylgt eftir með
hernaðaraðgerðum. Tvær her
sveitir -— um 1500 hermemn —
höfðu samþykkt að samein-
ast her Laos, en formsatriðin
drógust þar til í mai 1959.
Þá samþykkti önnur hersveit
in að taka við skipunum frá
herstjóm Laos, en hin tók sig
upp og hélt í norðaustur. Her-
sveitir stjórnarhersins veittu
þeim eftirför, en komust fljót-
lega að raun um að þær áttu í
höggi við fastaher Norður-Viet
nams, en ekki Pathet Lao her-
sveit sem hafði svikizt undan
merkjum.
Málinu var vísað til Samein-
uðu þjóðanna, en skýrslan sem
fylgdi i kjölfarið var ófullkom-
in og án nokkurrar niðurstöðu.
Það var i sjálfu sér ekki und-
arlegt, þvi það hefði ver-
ið barnalegt að búast við að
norður-vietnömsku hersveitirn-
ar biðu eftir því að eftirlits-
nefnd Sameinuðu þjóðanna
tæki af þeim skýrslu. Þrátt
fyrir það var i skýrslunni að
finna frásagnir af ferðum her-
manna í einkennisbúningi
Norður-Vietnams, yfir landa-
mærin til Laos. Staðreyndin er
sú að Norður-Vietnam hefur
notað landsvæði í Laos að eigin
vild.
Þegar skæruliðar kommún
ista í Suður-Vietnam sameinuð-
ust samkvæmt skipunum frá
Hanoi til að hefja „byltingar-
stríð" gegn Suður-Vietnam, á
árunum 1968 og 1969, var gerð
birgðaflutningaleið frá norðri
til suðurs sem lá — og liggur
— í gegnum Laos. Þáð er hinn
frægi Ho Chi Minh-stigur, sem
Suður-Vietnamar eru nú að
reyna að loka með aðstoð
Bandarikjanna.
Þannig var ástandið þeg-
ar síðari Genfar-ráðstefn-
an var haldin, 1961-1962. Bret-
ar og Rússar deildu með sér
forsæti á ráðstefnunni, og hana
sóttu helztu málsaðilar frá La-
os og Vietnam, og fulltrúar frá
Kambódiu, Bandaríkjunum,
Frakklandi, Kanada, Indlandi
Kina, Póllandi, Burma og Thai
landi.
SAGAN ENDliRTEKl R SIG
Meðan á ráðstefnunni stóð,
endurtók sagan sig, þannig að
Norður-Vietnamar hertu á hern
aðarpressunni, alveg eins
og þeir höfðu gert gegn Frökk-
um á ráðstefnunni 1954. Hinn
23. júli 1962, eftir fjórtán mán-
aða stopula og þreytandi
samningafundi, samþykkti ráð-
stefnan yfirlýsingu um hlut
leysi Laos. Hún var undirrituð
af öllum aðilum, og þeir viður-
kenndu þar með „sjálf-
ræði, sjálfstæði, hlutleysi, sam-
einingu og yfirráðarétt stjórn-
arinnar yfir öllu landi".
Menn lofuðu almennt þenn-
an samning. en því miður varð
hann aldrei annað en
orðin tóm. Aðalvandamálið var
— eins og alltaf — vera fjöl-
mennra hersveita Norður-Viet-
nama í landinu, og alger neitun
Hanoi að viðurkenna það. Þeg-
ar samningurinn var und-
irritaður voru um 8 til 10 þús-
und hermenn úr fastaher Norð-
ur-Vietnams í landinu, en
aðeins örfáir þeirra voru
kvaddir heim. Þegar siðari Indó
Kina stvrjöldin breiddist út
fjölgaði þeirn ört og í október
1969 taldi stjóm Laos að þeir
væru um 40 þúsund. Þeirn hef-
ur enn fjölgað, eru nú rúmlega
sextíu þúsund og stöðugt bætist
við, í samræmi við hernaðar-
þörf Hanoi. Staðreyndin er þvi
sú að Norður-Vietnam hef-
ur haldið áfram að fótum
troða hlutleysi Laos að vild,
þótt það hafi tvisvar verið að-
ili að alþjóðasáttmálum um
hlutleysi þessa nágranna síns,
alveg eins og reistar voru her-
stöðvar í Kambódíu, með þegj-
andi samþykki Sihanouks
prins.
Þess vegna, þegar fólk talar
um útfærslu stríðsins, velti ég
þvi fyrir mér, hversu viðeig-
andi orðin eiginlega séu.
i '
V
'
■ -
*- " > \