Morgunblaðið - 03.03.1971, Page 28

Morgunblaðið - 03.03.1971, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1971 27 • • aði hún. En ég skil ekki, hvern ig þið hafið náð í það. Appleyard gerði sér ljóst, að það gat borgað sig að vera hreinskilinn. — Mér er sama þó ég segi yður það í trúnaði. Þér hafið það ekki eftir mér, eða hvað. Við fundum það í svefn- herbergi Calebs Glapthorne. — Það er óhugsandi! Ég er alveg viss um, að þetta er hluti af bréfi, sem Ben skrifaði mér fyrir mörgum mánuðum. — Hluti af bréfi? Eruð þér viss um það? Hún kinkaði kolli einbeitt á svipinn. — Áreiðanlega. Ég þekki pappírinn í þvi. Hann er sá sarni, sem hann notar alltaf þegar hann skrifar um borð i skipinu, og ég man alveg, að svona endaði bréfið. Það var einu sinni, þegar Niphetos lá í Albertskvinni og hann hafði lof að mér að bjóða mér út í há- degisverð næsta dag. En þá íékk ég bréf um morguninn, þar Bækur gegn afborgunum BÓKA- MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM 26600 afíir þurfaþak yfir höfudid Ití SÍÍLUSKKÁ ER KOMIN ÚT gg Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) sími 2 66 00 sem sagði, að eitthvað hefði kom ið í veginn, svo að hann kæm- ist ekki frá borði. Ég man, að bréfið endaði á þessum orðum: — Komdu um borð, seinnipart- inn, og fáðu te með mér, þá ertu væn (a good sport). — Þetta er merkilegt, sagði Appleyard. — Munið þér, hvaða dag þetta var, sem þér fenguð bréfið? — Ég get kannski ekki sagt yður það alveg fyrir víst, en ég man, að Niphetos lagði af stað frá London 5. júní, svo að það hlýtur að hafa verið tveimur eða þremur dögum fyrr. Ég. hafði tekið viku af fríinu mínu og dvaldi hjá bróður mínum og mágkonu í Catford. — Hvað gerðuð þér við bréf- ið, eftir að þér höfðuð lesið það? — Það man ég svei mér ekki. En vist er um það, að ég á það ekki lengur. Ég geymi aldrei bréf lengi, eftir að ég hef svar- að þeim, heldur ríf ég þau sund ur og fleygi þeim i næstu papp- írskörfu. Appleyard stakk blað inu aftur í veskið sitt. — Ég skil, sagði hann. — Jæja, ég býst nú ekki við, að þetta hafi neina sérstaka þýðingu. Vel á minnzt: Haldið þér, að Benja- min hafi verið tilkynnt lát bróð ur hans? Hún hristi höfuðið. — Ég býst nú varla við, að neinn færi að gera sér það ómak, nema þá helzt ég. Mér datt i hug að senda honum skeyti, en svo fannst mér varla taka því. Hann getur hvort sem er ekk- ert aðhafzt úti á sjó, svo að ég skrifaði honum bara bréf, sem Ueizlumotur Smúrt bruuð og Snittur S'ÍID 8.FISKUR hann fær þegar hafnsögumaður inn kemur um borð í Graves- end. — Og hvenær verður það? — Ég hringdi í skrifstofuna til þess að fá að vita það. Nip- hetos fór frá Colon 24. s.m. og á að koma til London næstkom andi miðvikudag, þann 8. Skip- ið kemur hvergi við á leiðinni frá Colon til London. — Vitið þér, hvar hann var staddur þann 6. ágúst? spurði Jimmy. — Þá hlýtur hann að hafa verið einhvers staðar í Kyrra- hafinu. Ég hef ekki heyrt frá honum síðan hann skrifaði mér frá Seattle skömmu áður. — Hvað haldið þér, að hann muni taka fyrir nú þegar bróð- ir hans er dáinn? — Það veit ég ekkert. Ég hef nú einmitt verið að brjóta heil- ann um það sjálf. Ég býst ekki við, að hann hafi nokkum tíma hugsað um, hvað yrði ef Caleb félli frá. Eitthvað verður vitan- lega að gera, því að Sim frændi getur ekki haldið áfram að vera þarna í Klaustrinu, aleinn. Ég er viss um, að Ben gerir það sem hann getur til að fá föð ur sinn til að selja eignina, en það veit ég, að honum muni veit ast erfitt. — Hvers vegna er Símon svona áfram um að hanga á þess ari eign hvað sem það kostar? spurði Appleyard. Joyce brosti. — Þér eruð vist álíka fróður um það og ég er, svaraði hún. — Þér munið hvað hann sagði í gatr, þegar þér fóruð að samhryggjast honum. Hann er þeirrar trúar, að á með an turninn sé uppistandandi, sé það skylda hans að halda Klaustrinu í ættinni. Og þér munið sjálfsagt þegar þér hótuð uð að láta rífa turninn, af því að hann væri hættulegur. — Já, ég man það. Það virt- ist koma illa við hann. — Það gerði það, svaraði hún þurrlega. — Svo mjög, að eftir að þér voruð farnir, sendi hann Horning hingað með skila- boð til mín að finna sig eins fljótt og ég gæti. Ég fór svo í Klaustrið og fann hann þá æst- ari en ég hafði nokkurn tíma séð hann áður. Hann sagði, að eitthvað yrði strax að gera, en engir peningar til fyrir þvi. Hann bað mig að fara til Priddy tafarlaust og biðja hann að setja keðju og hengilás á turninn, eins fljótt og ódýrt og hægt væri. Þetta gaf Appleyard tilefnið, sem hann hafði verið að biða eftir. — Hvérs vegna fór hann til yðar, en ekki til Wood- springs? spurði hann. Hún leit rannsakandi á hann. Af þvi að hr. Woodspring var þá fjarverandi, svaraði hún. Hann er oft á ferðalagi um sveit imar að kaupa og selja bækur. — Var það eina ástæðan? Við vitum þegar að Woodspring hef ur öðru hverju verið að hjálpa honum. Og okkur hálfgrunar, að það hafi verið fyrir áhrif frá yður. Alls óvænt roðnaði hún við þetta. — Áhrif frá mér! Ég hef engin áhrif á hr. Woodspring. Hann er húsbóndi minn og er mér mjög góður og nærgætinn, TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF KLAPPARSTÍG I - SKEIFAN 19 það er allt og sumt. Og frændi hefði aldrei farið að biðja hann um hjálp út af turninum, jafn- vel þótt hann hefði verið heima. — Hvers vegna ekki ? —- Af því að þetta var hálf- gert leiðindamál hjá þeim. Woodspring hefur hvað eftir annað beðið frænda að selja sér móann. En þar með fylgir auð- vitað bletturinn, sem turninn stendur á. En Sim frændi hefur alltaf neitað því. — Hvað í ósköpunum vill Woodspring með þennan móa? sagði Appleyard. — Hann er bókstaflega einskis virði. — Þér þekkið hann ekki eins vel og ég geri, sagði hún og brosti. — Hann ber tak- markalausa virðingu fyrir öll- um, sem heita að vera landeig- endur, og heitasta þrá hans er að komast í þá stétt manna sjálf ur. Þá ætlar hann að hætta við verzlunina og byggja sér hús utan við borgina. Og ég hef oft heyrt hann segja, að móinn sé bezti staðurinn, á stóru svæði, fyrir slíkt hús. — Það er hann sjálfsagt, sagði Appleyard dræmt. Það er að minnsta kosti þarna efst uppi á brekkunni, ef það er nokkur kostur. — Ég held ekki, að það sé það, sem vakir fyrir honum, sagði Jimmy. Það er einmitt þessi ljóti turn, sem er aðalat- riðið, þykist ég viss um. Svona forfeðratum er ólíkt meira virði en eitthvert múrsteinshús. Ég býst við, að hann ætli að láta þetta nýja hús heita Fam- ingcote-herragarðinn, eða eitt- hvað gerist, sem gerir ættina uninni á turninum þannig, að hún hljóði: „Meðan þessi tum stendur, skal Woodspringættin búa á Famingcote." Joyce hió. — Þítta er sjálf- sagt alveg rétt hjá yður, sagði hún. — En þangað til Sim frænda snýst hugur, getur Woodspring enga von haft. Og þetta er ekki einungis þver- höfðaskapur í honum frænda. Hann trúir statt og stöðugt á áletrunina, og eins það, að eitt- hvað, gerisit, sem gerir ættina auðuga aftur. — Var Caleb eins bjartsýnn og faðir hans? spurði Apple- yard. — Já, að vissu leyti, held ég. Ég veit, að hversu auralaus sem hann var, gat hann alltaf keypt miða í írska veðhlaupahapp- drættinu. — En þér sjálf, ungfrú Black brook? — Mér finnst það allt tóm vitleysa, svaraði hún einbeitt. — Það liggur í augum uppi, að Sim frændi hefði átt að vera bú inn að selja eignina fyrir æva- löngu. Þeir kvöddu hana nú og gengu út úr bókasafninu. — Þetta er í áttina, sagði Appleyard hressilega. — En okkur er betra að bíða þangað til i kvöld með að skeyta sam- an þessi smáatriði, sem við höf- Hníturinn, 21. marz — 19. apríl. ÝmislfRt kann að koma þér á óvart á dar, Nautið, 20. apríl — 20. mai. Þú skalt rísa árla úr rekkju og reyna aó koma sem mestu frá á dae, Tvíburamir, 21. maí — 20. júni. Gætná cr það sem gildir á dag. Gáttu engan koma þér úr jafn- vægi. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Peningamálin eru ofarlega á baugi i dag. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Bczt er að taka málið eins og það liggur fyrir og reyna að leysa l»a<5. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. I»ú ættir að taka sem allra minnsta áhættu í dag. Vogin, 23. september — 22. okfóDor. Verið getur að þú þurfir að taka ákvarðanir í dag, sem allmiklu skipta. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvembev. Reyndu að brjóta málið til mergjar áður cn þó ferð að vasast meira í þvi. Rog;niaðiirinn, 22. nóvember — 21. desember. I»ú færð ágæta hugmynd og ættir að gera hana að veruleika sem allra fyrst. Steingeitin, 22. desember — 19. janóar. Reyndu að hjálpa vini þínum sem er þurfi hollráða og leið- beininga. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ekki stoðar að láta nokkurn mótbyr á sig fá. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Samvinna og hlýtt viðmót hjálpar þór mest og bezt í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.