Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐBÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 Fyrsti hverf af undurinr — í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI var haldinn hvorfafundnr frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík i Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Fundurinn var haldinn í félags- heimili Rafstöðvarinnar, og var hinn fyrsti af fimm fundum í Reykjavik. Fundurinn hófst með ræðum Jóhanns Haifstein forsætisráð- herra, Geirþrúðar Hildar Bern- höft ellimálafulltrúa, og Gunn- ars J. Friórikssonar, iðnrekanda. Að lóknum ræðum frummæl- enda hófust almennar umræður og frummælendur svöruðu fyrir spurnum fundarmanna. Fundar- stjóri var Skúli Möller. * Ferðaskrifstofa Ulfars Jacobsen: 17 hópferðir um landið Aukin eftirspurn og þegar farið að panta fyrir árið 1972 FERÐASKRIFSTOFA Úlfars Ja- cobsen skipuleggur í sumar 17 hópferðir, 13 hálendisferðir og 4 hringferðir og eru það um helmingi fleiri ferðir en sl. sum- ar. Nú þegar er mjög vel bókað í allar ferðirnar. Hefur ferða- skrifstofan þurfkað bæta við sig mörgum bílum til þess að mæta hinni auknu eftirspurn, og verða alls 12 bílar í ferðunum í sumar í stað 6 í fyrra. Eru það svo til eingöngu útlendingar sem taka þátt í ferðunum og eru sumir að koma í þriðja og fjórða skiptið. í viðtali við Njál Símonarson hjá ferðaskrifstofunni kom fram að flestar pantanimar fyrir sum arið eru frá Þýzkalandi, því næst koma Frakkar, þá Bretar og í fjórða sæti eru Banda- ríkjamenn. Mikið hefur verið skrifað um ferðir Úlfars Jaootosen í er- lend blöð og tímarit og sagðist Njáll telja að það ætti sinn þátt í hinni auknu eftirspum eftir ferðum. Nefndi hann sem dæmi að fýrir tveimur árum hefði komið stór grein í New York Times og í bréfum sem ferða- skrifstofunni bærust núna væri enn verið að vitna í þessa grein. Þá birtist í Geografic-Magasin Framh. á bls. 12 Síðasta húsið reist. (Ljósm. Mbl. Öl. K. M.) Byggingaframkvæmd- um Iðngarða að ljúka 16 þúsund fermetrar komnir undir þak Tveir „fossaru í hraðferðum EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur um nokkurt skeið haldið uppi viku- legum hraðfeirðum frá Felixtowe og Hamborg til Reykjavíkur. Nú, oftir að félaginu hefur bætzt m.s. „Mánafoss“ í flotann, hefur ver- ið ákveðið að tvö af nýjustu skipunum skuli vera í þeissum hraðferðum, þ.e. „Mánafoss“ og „Dettifoss“, sem eru sérstaklega smíðuð með hliðsjón af skjótri afgreiðslu í höfnum og auknum hraða. Framvegis verður því ferðun- um hagað þannig, að frá Felix- towe er ferð á hverjum þriðju- degi og frá Hamborg á hverjum finwntudegi. Þetta er nýjung, sem mun stórbæta þjónustu við inn- og útflytjendur. Þá mun Eimskipafélagið eftir sem áður halda uppi viikulegum ferðum frá Rotterdam og frá Antwerpen á 10 daga fresti. BYGGINGU síðari áfanga Iðn- garða við Grdnsásveg er að ljúka og i gær var síðasta hús- ið reist. Byggingaframkvæmdir hófust árið 1965 og hafa þær gengið mjög vel. Eins og kunnugt er voru Iðn- garðar h.f. stofnaðir í árslok 1963. Tilgangur félagsins var sá að stuðla að byggingum hag- kvæmra iðnaðar-bygginga. Var öllum félögum í Fll. og Lands- sambandd iðnaðarmanna boðin þátttaka, en 14 fyrirtæki tóku boðinu og hófst 1. áfangi bygig- inganna í nóvemtoer 1965 og lauk 1967. Síðan hafa surnir aðilar innan Iðngarða byggt síðari áfanga fyrir eigin reikning og án sér- stafcrar fyrdrgreiðslu Iðngarða. Nú tókst hins vegar stjórn Iðn garða að fá lán úr Iðnþróunar- sjóði og loforð fyrir láni úr Iðn- lánasjóði og hefur verið ráðizt í að Ijúka verfcsmiðjubyggingum þeirra aðida er uppfylia lánsskil yrði ofahigreindra stofnana. Verksmiðjuhúsin eru byggð þannig, að súlur og loft eru úr strengjasteypu, útveggir steypt- ir en gaflar úr gagnvörðuim viði. Vítt er til veggja og hátt til lofts 16—20 m milld veggja og Bridge: lofthæð um 5 m. 1 síðari áfanga verða nú byggðir um 4000 ferm. og hafa þá atis verið byggðir um 16000 ferm. Byggingaframkvæmdir hafa gengið mjög vei. Grunnar voru þegar tiibúnir, en byggingafram kvæmdir hófust 1. ■ marz sl, Ná- kvæm örvaritaáætlun var gerð um al'lt verkið og á því að ljúka á sjö mánuðum. Áætlun heíur staðið vel til þessa og.til marks um byggingahraðann má geta að mest hefur tekizt að reisa 1200 ferm hús á 8 stunda vinnu- degi. Firmakeppni Fáks: Olíufélagið Skelj- ungur sigraði FIRMAKEPPNI Fáks fór fram á nýja skeiðvelli félagfs- ins á sunnndaginn var. Keppt var fyrír 203 fyrirtæki. Keppn in fór fram í bezta veðri að viðstöddum fjölda áhorfenda. Úrslit urðu þau að Olíufé- lagið Skeljungur fór með sig ur af hólmi, en gæðingurinn Asi keppti fyrir Skeljung. Eig andi Asa er Hinrik Ragnars- son. No. 2 varð Matvælatoúð- in, en Blesi í eigu Svanlaug- ar Þorsteinsdóttur, keppti fyr ir hönd þess fyrirtækis. Þriðji varð Sitndrastóld, en Silíurtoppur í eigu Einars Guðmundssonar kepptd fyrir það fyrirtæki. No. 4 var KRON, en hestur Árna Pálma somar, Kinnskæð, kepptí fyrir það, og í 5. sæti varð bdfreiða deiild Sjóvá, er Lokkur Sigur björns Bárðarsonar keppti fyr ir. Asi Hinriks Ragnarssonar fór með siaur af hólmi. Lengst til vinstri er Asi, Hinriks Ragnarssonar, þvi næst Blosi Svanlaugar Þorsteinsdóttur, þá Silfurtoppur Eirnars Guðmiindssonar, Kinnskæð Árna Pálmasonar og loks Lokkur Sigur- björns Bárðlanwinar. Ásmundur og Hjalti íslandsmeistarar í tvímenningi ÍSLANDSMÓTIÐ í tvímenningi fór fram í Domus Medica um síðustu helgi, 56 pör tóku þátt í mótinu. Þar af voru 27 pör úr Reykjavík, 13 pör frá héraðs- samb. Reykjaness, 6 pör frá héraðssamb. Suðurlands, 4 pör frá héraðssaamb. Vesturlands, 2 pör frá héraðssamb. Vestfjarða, 3 pör frá héraðssamb. Aust- fjarða og 1 par fré héraðssaimb. Norðurlands. íslandsmeistarar urðu Ás- mundur Pálsson og Hjalti Elías- son. Hlutu þeir 3548 stig, en í öðru sæti urðu Óli Már Guð- mumdsson og Örn Guðmundsson með 3447 stig. Röð efstu paranma varð þessi: 1. Ásmundur Pálsson — stig Hjalti Elíaseon 3548 2. Óli M. Guðmundsson — Öm Guðmurudsson 3447 3. Páll Bergsoon — Stefán J. Guðjohnsen 3298 4. Jón Hjaltason. — Öm Arnþórsson 3249 5. Símon Símonarson — Þorgeir Sigurðsson 3218 6. Jóhann Jónsson — Þórariinn Sigþórsson 3201 7. Jón Arason — Vilhjálmur Sigurðsson 3189 8. Jón Stefánsson — Þórhallur Þorstehvsson 3152 9. Brandur Brynjólfss. — Sveinn Helgason 3107 10. Bennih. Guðmundsson — Júlíus Guðmundsson 3100 Únslit í sveitakeppni íslands- mótskus hefjast á fimmtudag»- kvöldið 20. þ.m. kl. 20, Eftir- taldar 6 sveitir taka þátt í úrslita keppniinni: 1. Sveit Skúla Thorarenseu, Keflavík, 2. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen, Reykjavík, 3. Sveit Jóns Arasonar, Reykj avík, 4. Sveit Hjalta Elíassonar, Rey'kjavík, 5. Sveit Þórarinis Hallgrims- son.ar, Egilsstöðum, 6. Sveit Guðmundar Guðlaugs- son.ar Akureyri. Spilað verður í Domus Medica, Framh. á bls. 12 Leiksvæði fyrir börn Á ÞESSU sumri verður nýr starfsvöllur, einn gæzluvöllur og nokkur opin leiksvæði og spark- vellir teknir í notikun í Reykja- vík. Verða þá alls 28 gæzluvell- ir, 2 starfsvellir og 80 opin leik- svæði og sparkvellir í borginni. Ekki hefur enn verið endan- lega áikveðin StaðSetning hins nýja starfsvallar, en hann verð- ur þó einhvers staðar í Austur- bænum. Verður hann skipulagð- ur á svipaðan hátt og starfsvöll urinn við MeistaraveHi sem var opnaður í fyrra. Gæzluvöllurinn verður á móts við Tunguveg, upp af Langagerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.